260 likes | 861 Views
3. kafli. Einstaklingurinn í samfélaginu. Hver er ég?. Hvort ráða erfðir eða umhverfi því hvernig við erum? Hvernig mótar umhverfið okkur? Hvernig styrkjum við sjálfsmynd okkar? Hvað er sjálfsmynd? bls. 46 - 48. Sjálfsmynd. ... er sú skoðun sem við höfum á sjálfum okkur
E N D
3. kafli Einstaklingurinn í samfélaginu
Hver er ég? • Hvort ráða erfðir eða umhverfi því hvernig við erum? • Hvernig mótar umhverfið okkur? • Hvernig styrkjum við sjálfsmynd okkar? • Hvað er sjálfsmynd? bls. 46 - 48
Sjálfsmynd • ... er sú skoðun sem við höfum á sjálfum okkur • ... mótast í samskiptum við aðra • Hvað er persónuleiki? bls. 48
Þarfir • Grunnþarfir Lífsnauðsynlegar þarfir eins og fæði, klæði og húsnæði ... • Gerviþarfir Þarfir sem eru ekki lífsnauðsynlegar ... • Þarfapíramídi Maslows fyrst þarf að fullnægja grunnþörfunum áður en hægt er að fullnægja æðri þörfum bls. 50
Verkefni bls. 74 - 75 • Skilgreina hugtökin Sjálfsmynd Persónuleiki Gerviþörf • Svaraðu spurningunum 2. Hvort hefur meiri áhrif á hvernig við erum – erfðirnar eða umhverfið? Rökstyddu svarið. 3. Hvað er átt við með því að efnislegar og félagslegar þarfir fólks séu ólíkar eftir einstaklingum?
Félagsmótun • ... hvernig við verðum að nýtum þjóðfélagsþegnum • ... hefur tvö megin markmið aðlögun einstaklingsins að samfélaginu einstaklingurinn geti bjargað sér í samfélaginu • ... lýkur aldrei • ... er mismunandi • ... flokkast í síðmótun og frummótun bls. 51-53
Félagsmótun – fjölskyldan • Mikilvægasti félagsmótunaraðilinn • Hún leggur grunn að öryggiskennd og sjálfstrausti barnsins • Foreldrar eru oftast fyrirmyndir barna sinna • Uppeldisaðferðir eru misjafnar eftir fjölskyldum • Fá strákar og stelpur eins uppeldi? bls. 54
Félagsmótun - skólinn • Þegar börnin eldast kemur skólinn sterkar inn • Meðhöndlar alla nemendur eins • Flokkar nemendur eftir getu • Miðlar hugmyndum og gildum og kennir ákveðna færni og þekkingu • Yfirlýst markmið -námsskráin • Dulda námskráin -óskráðar reglur skólans bls. 55
Félagar og vinir mjög mikilvægir á unglingsárunum Í vinahópnum er einstaklingurinn að prófa sig áfram Í vinahópnum er einstaklingurinn að kynnast mismunandi hliðum á sjálfum sér við ólíkar aðstæður bls. 56 - 57 Hvað er vinátta? Fjöldi vina segir ekkert um gæði vináttunnar Hvernig eru vináttusambönd stelpna öðruvísi en vináttusambönd stráka? Erlendar rannsóknir benda til þess að um 20% unglinga eigi enga vini Félagsmótun – félagar og vinir
Félagsmótun – fjölmiðlar • Sjónvarp, myndbönd/kvikmyndir og netið (áhrifaríkustu miðlarnir) • Útvarp, dagblöð, tímarit, bækur ofl. • Fjölmiðlar ná til mjög stórs hóps, eru því öflugir í að dreifa skoðunum og viðhorfum • Skammtímaáhrif – auglýsingar og áróður • Langtímaáhrif – erfiðara að mæla • Skoða vel töfluna á bls. 61 bls. 59 - 61
Félagsmótun – fjölmiðlar • Rannsóknir sýna að... • ... nemendum sem gengur illa í skóla eru stórneytendur fjölmiðlaefnis • ... þeir sem horfa mikið á ofbeldismyndir eru ofbeldishneigðari en aðrir • Hver er skýringin? bls. 61-63
Verkefni bls. 74 - 75 • Skilgreindu hugtökin Félagsmótun Dulda námsskráin Fjölmiðlar • Svaraðu spurningunum 6. Útskýrðu hvað átt er við með að engir tveir einstaklingar hljóti nákvæmlega eins félagsmótun. 7. Hver er munurinn á frummótun og síðmótun? 9.Hverjir eru helstu félagsmótunaraðilarnir? 10. Hver eru helstu hlutverk félagsmótunaraðila?
Viðmið og gildi • Gildi - hugmyndir um hvað sé gott, rétt og æskilegt • Viðmið - skráðar og óskráðar reglur sem segja okkur hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður • Formleg viðmið – skráðar reglur • Óformleg viðmið – óskráðar reglur • Hver er munurinn á gildum og viðmiðum? bls. 63-64
Félagslegt taumhald • Allar aðferðir sem samfélagið notar til að fá þig (fólk) til að fara eftir formlegu og óformlegu viðmiðunum • Þessar aðferðir eiga að tryggja að þú (fólk) hegðir þér á viðeigandi hátt • Fjölskyldan er helsti handhafi félagslegs taumhalds bls. 64 - 66
Félagslegt taumhald • Dulið félagslegt taumhald • Sýnilegt félagslegt taumhald • Formlegt taumhald • Óformlegt taumhald • Jákvæð og neikvæð umbun (viðurgjöld) til að tryggja hlýðni bls. 64-66
Frávik • Brot á viðmiðum samfélagsins • Þau eru breytileg eftir stað og tíma • Fólk brýtur af sér vegna vankunnáttu eða það er ósammála viðmiðunum • Dulin frávik • Sýnileg frávik bls. 67-68
Frávik • Alvarlegasta gerð frávika eru afbrot • Ekki hægt að stýra hegðun fólks í smáatriðum - ekki æskilegt heldur • Samfélagið verður því alltaf að sætta sig við einstakar gerðir frávika • Stimplun er þegar við dæmum aðra fyrir afbrigðilega hegðun bls. 67-68
Breytingar á viðmiðum • Yfirleitt er litið á frávik sem neikvæð • Brot á viðmiðum geta verið upphafið að félagslegum breytingum sem síðar meir verður litið á sem þróun • Áfengismeðferð • Borgaraleg vígsla samkynhneigðra bls. 68-69
Skilgreindu hugtökin Viðmið Gildi Félagslegt taumhald Jákvæð og neikvæð umbun Frávik Stimplun Afbrot Svaraðu spurningunum 18. Hver er munurinn á formlegum og óformlegum viðmiðum? Nefndu dæmi um hvort tveggja. 19. Útskýrðu hvað felst í duldu félagslegu taumhaldi. 21. Eru frávik alltaf neikvæð? Verkefni bls. 74 - 75
Staða og hlutverk • Staða einstaklings segir til um hver hann er og hvaða hópi hann tilheyrir. • Hverri stöðu fylgja ákveðin viðmið og þær njóta mismikillar virðingar • Hlutverk segja til um hvers fólk væntir af þeim sem hefur stöðuna • Áskipaðar stöður • Áunnar stöður bls. 70 - 71
Hlutverkaspenna • Þegar við reynum að leika tvö eða fleiri hlutverk í einu, sem passa ekki saman getur myndast spenna milli hlutverkanna • Nemandi hefur mörg hlutverk og ólíkar væntingar vegna þeirra, t.d. frá kennurum og skólafélögum bls. 70 - 71
Kynhlutverk • Allar væntingar sem gerðar eru til einstaklings út frá kyni. • Væntingar til karla • Væntingar til kvenna • Kynhlutverkið er eitt mikilvægasta hlutverkið sem við leikum bls. 71-74
Kynhlutverk • Frá fæðingu stýra væntingar um ólíka hegðun kynjanna hegðun okkar og hefur áhrif á valmöguleika okkar. • Við eigum að hegða okkur á ákveðinn hátt út frá kyni. • Væntingarnar eru breytilegar eftir samfélögum. bls. 71-74
Hvort foreldrið ætti að bera aðalábyrgð á uppeldi barna? Hvort ætti móðir eða faðir að fá forræði yfir börnum við skilnað? Hvernig er verkaskiptingin á ykkar heimili? Læknir, ljósmóðir, kennari, hjúkrunarfræðingur,lögregluþjónn, flugstjóri, málari, fjármálaráðgjafi, bifvélavirki. Skiptir máli hvort karl eða kona sinnir þessum störfum? Til umhugsunar
Verkefni bls. 74 - 75 • Skilgreindu hugtökin Staða Hlutverk Hlutverkaspenna Kynhlutverk • Svaraðu spurningunum 22. Hver er munurinni á áskipaðri og áunninni stöðu? 23. Hvað er átt við með að væntingar til kynja séu félagslega ákvarðaðar? Nefndu dæmi. 24. Hvernig birtast kynhlutverk í sjónvarpi? 25. Hvað er átt við með hefðbundnum karla- og kvennastörfum? Nefndu dæmi
Próf úr 1.-3. kafla Föstudaginn 2. febrúar Próf og verkefnaskil • Lesa bls. 11 – 75 • Lesa vel glærur og glósur úr 1. – 3. kafla • Lesa vel verkefnin úr 1. – 3. kafla Geta skilgreint valin hugtök Geta svarað völdum spurningum • Gangi ykkur vel