1 / 41

Refsiréttur Refsiheimildir og almenn skilyrði refsiábyrgðar

Refsiréttur Refsiheimildir og almenn skilyrði refsiábyrgðar. Guðbjörg Bjarnadóttir lögfræðingur. Hugtök. Refsiréttur Hefur tvíþætta merkingu: Heiti á þeirri fræðigrein sem fæst við að lýsa réttarreglum um afbrot, skilyrði refsiábyrgðar og viðurlögum við afbrotum.

Download Presentation

Refsiréttur Refsiheimildir og almenn skilyrði refsiábyrgðar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. RefsirétturRefsiheimildir og almenn skilyrði refsiábyrgðar Guðbjörg Bjarnadóttir lögfræðingur Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  2. Hugtök Refsiréttur Hefur tvíþætta merkingu: • Heiti á þeirri fræðigrein sem fæst við að lýsa réttarreglum um afbrot, skilyrði refsiábyrgðar og viðurlögum við afbrotum. • Merkir einnig refsilög, þ.e. þær réttarreglur almennt sem varða refsiverða háttsemi og viðurlög við henni. Afbrot Hver sú háttsemi, athöfn eða athafnaleysi sem refsing liggur við samkvæmt þeim refsiheimildum sem viðhlítandi eru taldar á hverjum tíma Refsing Þau viðurlög réttarins sem liggja við afbrotum Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  3. Refsing Refsingar eru þau viðurlög réttarins sem liggja við afbrotum • Refsingu er ætlað að hafa þau áhrif á þann sem fremur afbrot, að hann geri það ekki aftur – sérstök varnaðaráhrif • Refsingu er einnig ætlað að hafa almenn varnaðaráhrif, þ.e. fæla menn almennt frá því að fremja afbrot Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  4. Refsimál (opinber mál) • Samkvæmt 24. gr. hgl. skal sérhver refsiverður verknaður sæta opinberri ákæru, nema annað sé sérstaklega ákveðið í lögum. • Samkvæmt 25. gr. hgl. getur aðeins sá er misgert er við, borið fram kröfu, í þeim tilvikum ef ekki ber að höfða mál af hálfu opinbera ákæruvaldsins út af broti, eða það á aðeins að fylgja máli eftir að krafa sé um það gerð. • Með ákæruvald fara ríkissaksóknari og lögreglustjórar (sýslumenn), þ.á.m. ríkislögreglustjóri, sbr. V. kafla laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  5. Tegundir refsinga • Refsingar eru tvenns konar, sbr. 31. gr. hgl.: • Refsivist • Fjársektir • Refsikennd viðurlög • Vararefsing • Skaðabætur • Réttindasvipting • Réttargæsla utan stofnana • Skilyrtar refsiákvarðanir • Fullnustuúrræði stjórnvalda • Samfélagsþjónusta • Náðun • Reynslulausn Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  6. Refsingar og þvingunarúrræði Önnur réttarfarsúrræði sem beitt er í þágu rannsóknar máls, þegar rökstuddur grunur liggur fyrir um refsiverða háttsemi, m.a.: • Handtaka • Gæsluvarðhald Þessi úrræði falla ekki undir hugtakið refsingu en gæsluvarðhald kemur hins vegar til frádráttar heildardagafjölda í afplánun Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  7. Réttarheimildir • Meginréttarheimildin á sviði refsiréttar eru almennu hegningarlögin, nr. 19/1940 • Jafnframt eru refsiákvæði í ýmsum sérlögum, t.d. umferðarlögum, áfengislögum, skatta- og tollalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  8. Almennur og sérstakur hluti • Refsiréttur skiptist í almennan og sérstakan hluta • Almenni hlutinn – almenn ákvæði um skilyrði refsiábyrgðar og lok hennar, viðurlagategundir og refsiákvörðun • Sérstaki hlutinn – einstakar mikilvægar brotategundir, t.d. manndráp, þjófnað, nauðgun o.fl. • Almennu hegningarlögin skiptast með sama hætti í almennan og sérstakan hluta. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  9. Hgl. og sérrefsilög • Veigameiri og alvarlegri afbrotum skipað í hgl., frekar veigaminni brotum og brotum sem tengjast ákveðnum sviðum, skipað í sérrefsilög. • Hgl. einkennast meira af tjónsbrotum (skerðing á hlutum eða tjón á mönnum eða munum). Sérrefsilög einkennast meira af hættubrotum (ákveðnum hagsmunum stofnað í hættu) og samhverfum brotum (háttsemi refsiverð án tillits til afleiðinga) • Í hgl. er ásetningur aðalreglan en gáleysi dugir eingöngu í undantekningartilvikum, sbr. 18. gr. hgl. Í sérrefsilögum er ásetningur og gáleysi yfirleitt lagt að jöfnu en gáleysisábyrgð mun algengari. • Í hgl. eru viðurlögin í ákvæðunum sjálfum en í sérrefsilögum eru viðurlögin aðgreind. • Sérrefsilög breytast örar en hgl. Nýjum refsiákvæðum fjölgar oftast í sérrefsilöggjöf. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  10. Refsiheimildir • Refsiheimildir eru þær heimildir í lögum sem mæla fyrir um hvað séu afbrot og viðhlítandi refsingar við þeim • Það er meginregla í refsirétti að refsiheimildir skuli vera lögbundnar, sbr. 1. gr. hgl. og 69. gr. stjskr. • Því verður eingöngu refsað skv. • Settum lögum • Fullkominni lögjöfnun frá þeim ákvæðum og stjórnvaldsfyrirmælum sem eiga sér stoð í lögum • Aðrar réttarheimildir geta skipt miklu máli Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  11. Skilyrði refsiábyrgðar • Að lágmarki verða þrjú skilyrði að vera fyrir hendi svo unnt sé að refsa fyrir afbrot: • Refsinæmur verknaður • Ólögmætur verknaður • Saknæmur verknaður Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  12. Refsiheimildir • Meginreglan um lögbundnar refsiheimildir felur í sér: • að heimild skal vera í lögum á þeim tíma er brot er framið • að birting laga skuli fara fram með réttum hætti, sbr. 27. gr. stjskr. • bann við afturvirkni • skýrleika heimildar í lögum • Lögbundnar refsiheimildir eru: • Sett lög – Grundvallarlög, almenn lög og bráðabirgðalög á meðan þau eru í gildi. Milliríkjasamningar ef þeir hafa öðlast lagagildi og heimildir fyrir 1874. • Fullkomin lögjöfnun – Í lögjöfnun felst að settu lagaákvæði er beitt um ólögákveðið atriði sem er náskylt eða eðlislíkt atviki sem lagareglan tekur til, en rúmast ekki innan ákvæðis skv. skýringu. Fullkomin lögjöfnun – ríkari kröfur gerðar til lögjöfnunar. • Því verður eingöngu refsað skv. • Settum lögum • Fullkominni lögjöfnun frá þeim ákvæðum og stjórnvaldsfyrirmælum sem eiga sér stoð í lögum • Aðrar réttarheimildir geta skipt miklu máli Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  13. Refsiheimildir, frh. • Frávik frá meginreglunni • Lögjöfnun • Stjórnvaldsreglur – eru ekki frumrefsiheimild og verða að eiga sér stoð í settum lögum og mega ekki ganga lengra en lögin. Ef lög falla úr gildi eða breytast geta stjórnvaldsreglur tapað gildi sínu. • Dómvenja – Ítrekuð fordæmi fyrir dómstólum sem verða sterkari eftir því sem fleiri dómar ganga í sömu átt. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  14. Nánari skilyrði refsiábyrgðar Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  15. Almennt Til þess að baka sér refsiábyrgð verður maður að fullnægja öllum refsiskilyrðum laga með því að vinna verk eða vanrækja lagaskyldu (athafnaleysi) • Refsiábyrgð getur verið tvenns konar: • Hefðbundin refsiábyrgð, sakhæfur einstaklingur sem ber ábyrgð á eigin verkum og vinnu tiltekið verk (eða lætur vera að vinna það) af ásetningi eða gáleysi. • Afbrigðileg refsiábyrgð, hlutræn refsiábyrgð (ábyrgð án sakar), refsiábyrgð lögaðila. Dæmi: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 80/1993, um aðgerðir gegn peningaþvætti. Þar kemur m.a. fram að þegar brot er framið í starfsemi lögaðila má gera lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  16. Flokkun skilyrða • Hefðbundna refsiábyrgð er unnt að flokka eftir þeim skilyrðum refsingar sem þarf að uppfylla í hverju tilviki, þ.e. eftir refsiskilyrðum. Þau geta verið: • Skilyrði tengd verknaðarlýsingu • Skilyrði um sakhæfi • Skilyrði um gildissvið refsilaga, refsilögsögu, tímamörk og fyrning Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  17. Skilyrði tengd verknaðarlýsingu • Háttsemi verður að vera: • Refsinæm • Ólögmæt • Saknæm • Saknæmisskilyrðið Í því felst krafa um ásetning eða gáleysi, en ásetningur er meginreglan í refsirétti, sbr. 18. gr. hgl. Gáleysisbrot eru því aðeins refsiverð að það sé tekið sérstaklega fram í refsiákvæðinu. Þeim mun grófari sem verknaður er, þeim mun líklegra að refsað sé fyrir gáleysi, sbr. 215. gr. hgl. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  18. Saknæmisskilyrðið - Ásetningur • Mismunandi stig ásetnings: • Hinn brotlegi vill koma því til leiðar sem refsiheimild lýsir afbrot (hæsta stig ásetnings) • Hann álítur það óhjákvæmilega afleiðingu verknaðar (annað stig ásetnings) • Yfirgnæfandi líkur eru fyrir því að afleiðing komi fram (líkindaásetningur) • Ef hann álítur að afleiðing kunni að koma fram en hefði engu að síður framið verknaðinn (dolus eventualis) • Hann lætur sér í léttu rúmi liggja hvort afleiðing kemur fram Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  19. Saknæmisskilyrðið - Gáleysi • Um gáleysi er að ræða þegar: • Hinn brotlegi álítur að afleiðing verknaðar kunni að koma fram • Hann hefur hugboð um að verknaður sé refsiverður en vinnur verkið í trausti þess að allt fari vel • Hann hefði átt að gera sér grein fyrir þessum aðstæðum og hefur ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum mátti ætlast Það kallast neðri mörk gáleysis þegar um er að ræða óhappatilviljun eða lítilfjörlegt gáleysi sem ekki getur verið grundvöllur refsiábyrgðar. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  20. Sakhæfisskilyrðið • Sakhæfisaldur, sbr. 14. gr. hgl. • Lögaldur sakamanna er 15 ár • Rök: Börn skortir reynslu og þroska til að skilja afleiðingar og eðli refsiákvörðunar • Miðast við fæðingarstund geranda og verknaðarstund. Miðað við lok afmælisdags ef ekki unnt að leiða í ljóst fæðingarstund Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  21. Sakhæfisskilyrðið, frh. • Geðrænt sakhæfi, 15. – 17. gr. hgl. Í 15. gr. felst það skilyrði að viðkomandi hafi verið alls ófær, á þeim tíma sem hann vann verkið, til þess að stjórna gerðum sínum. Þrjú atriði sem skoða þarf: • Hefur einhver sú andlega vanheilsa eða vanþroski sem greinin tiltekur, þjakað sökunaut, og verið á því stigi að það nægi til refsileysis? • Var vanheilsa eða vanþroski fyrir hendi á þeirri stundu er verknaðurinn var framinn? • Var maðurinn vegna vanheilsu eða vanþroska allsendis ófær um að stjórna gerðum sínum? (orsakatengsl). Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  22. Sakhæfisskilyrðið, frh. • Geðrænt sakhæfi, 15. – 17. gr. hgl., frh. 16. gr. hgl. tekur við af 15. gr., þ.e. ef refsing getur borið árangur. 17. gr. hgl. kveður á um að refsa skuli mönnum þó þeir fremji brot í ölæði eða undir áhrifum lyfja. • Réttaráhrif sakhæfisskorts Sakhæfisskortur leiðir til sýknu án tillits til þess hvort afbrot er alvarlegt eða smávægilegt. Rök: Einstaklingur sem ekki hefur þroska til að ráða sjálfur athöfnum sínum sé ekki hæfur til að sæta refsingu, enginn tilgangur með refsingu. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  23. Sakhæfisskilyrðið, frh. • Sakhæfisskortur sem refsileysisástæða Sakhæfi sem refsiskilyrði og sakhæfisskortur eru tvær hliðar á sama máli. Ef sakhæfisskilyrðin eru ekki uppfyllt, er skylt að sýkna en úrræði 62. og 63. gr. auk 16. gr. hgl. geta þá komið til álita. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  24. Gildissvið refsilaga Skilyrði tengd gildissviði • Hugtakið refsilögsaga • vald til að setja refsilög • vald til að framfylgja þeim með rannsókn, dómi og refsifullnustu • um meðferð mála og niðurstöðu fer eftir íslenskum lögum • Forráðasvæðisreglan Lögfest í 4. gr. hgl., þ.e. refsað skal eftir íslenskum refsilögum fyrir afbrot framin innan íslenska ríkisins (á landi og í land- og lofthelgi). Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  25. Skilyrði tengd gildissviði • Takmarkanir á refsilögsögu • Ríkisréttarlegar undanþágur – menn í ákveðnum stöðum heyra ekki undir íslenska lögsögu, sjá 2. mgr. 11. gr. og 49. gr. stjskr. • Úrlendisréttur – Menn á ákveðnum stöðum njóta friðhelgi gegn hvers kyns saksókn og refsifullnustu hér á landi en ekki í eigin heimalandi. Þó unnt að höfða einkamál • Milliríkjasamningar – Varnarliðssamningur milli Íslands og USA, í honum felast þó ekki víðtækar takmarkanir á íslenskri lögsögu. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  26. Skilyrði tengd gildissviði, frh. • Rýmkuð refsilögsaga Átt er við reglur sem veita íslenska ríkinu lögsögu vegna brota sem eru framin utan forráðasvæðisins. (Brot sem íslendingar fremja í útlöndum) • Staðarákvörðun brots Aðalreglan að brot telst framið þar sem frumverknaður er framinn. 7. gr. hgl. kveður á um að sá staður þar sem afleiðingar koma fram, skuli lagður að jöfnu við þann stað þar sem brotið er framið. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  27. Skilyrði tengd gildissviði, frh. • Alþjóðasamningar Samningar sem ríki gera sín á milli og skuldbinda sig til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir heima fyrir, t.d. á löggjafarsviðinu. Skv. 11. gr. hgl. skal beita ákvæðum 4. – 6. gr. laganna með þeim takmörkunum sem leiðir af reglum þjóðarréttarins. Um að ræða refsireglur sem settar eru af alþjóðastofnunum, svokallaðar þjóðréttarlegar refsireglur Dæmi um samninga: Alþjóðasamningur um ráðstafanir gegn hópmorðum, Samningur um að koma í veg fyrir ólöglega töku loftfara, o.fl. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  28. Skilyrði tengd gildissviði, frh. • Gildi erlends réttar og erlendra refsidóma Skv. 8. gr. hgl. fer að öllu leyti eftir íslenskum réttarreglum um meðferð máls og niðurstöðu. • Evrópurefsiréttur Ýmsir samningar verið gerðir á milli ríkja á vegum Evrópuráðs, þar sem ríki taka á sig ákveðnar skuldbindingar, m.a. um mótun refsireglna, meðferð refsinga og framkvæmd þeirra. Dæmi: Samningar um framsal sakamanna og um fullnustu refsidóma. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  29. Tilraun, hlutdeild og samverknaður Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  30. Tilraun til afbrota og afturhvarf • Mörk tilraunar og fullframins brots Fullframið er brot,þegar allir þeir efnisþættir verknaðar eru fram komnir, sem hlutaðeigandi refsiákvæði tilgreinir eða hefur að geyma í verknaðarlýsingu sinni. (T.d. brot gegn 244. gr. hgl.) Vanti eitthvað upp á það að öll þau atriði séu fram komin sem felast í verknaðarlýsingu er sá verknaður refsilaus, nema skilyrði refsiverðrar tilraunar séu fyrir hendi. (T.d. brot gegn 244. gr. sbr. 20. gr. hgl. • Tilraunaheimildir 20. gr. hgl. – almenn tilraunarheimild, en einskorðuð við hgl. Getur þó náð til ákveðinna tilraunaverka á sviði sérrefsilaga: • Með lögjöfnun • Með lögákveðinni tilvísun til 20. gr. • Með sjálfstæðum tilraunaheimildum í lögunum Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  31. Tilraun til afbrota og afturhvarf, frh. • Ákvörðun refsingar fyrir tilraunaverk Aðalreglan að refsimörk séu þau sömu og gilda um brotin fullframin • Afturhvarf frá tilraun Það er afturhvarf frá tilraun, ef gerandi lætur af sjálfsdáðum af þeim ásetningi sínum að drýgja afbrot, áður en það er fullframið og þessi sinnaskipti stafa ekki af tálmunum eða annarri tilviljun. Afturhvarf telst refsileysisástæða í íslenskum rétti Skilyrði afturhvarfs: • sýna vilja til afturhvarfs í verki • gerandi hafi af sjálfsdáðum látið af ásetningi sínum Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  32. Hlutdeild og samverknaður • Hlutdeild Almennt ákvæði í 1. mgr. 22. gr. hgl. – hver sá sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því að brot skv. hgl. er framið, skal sæta þeirri refsingu sem við brotinu er lögð. Í 2. mgr. 22. gr. eru frjálsar refsilækkunarheimildir, í 3. mgr. eru refsibrottfallsheimildir og í 4. mgr. er fjallað um eftirfarandi hlutdeild. Sjá Hrd. 1980:89 Hlutdeild flokkast: • verkleg hlutdeild • sálræn hlutdeild • athafnaleysi Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  33. Hlutdeild og samverknaður, frh. • Samanburður á hlutdeild og samverknaði • Hlutdeild er fyrst og fremst þátttaka í undirbúningi, skipulagningu eða afrakstri verknaðar sem annar maður (eða menn) framkvæmir. • Samverknaður er þegar tveir menn eða fleiri hafa samvinnu í verki eða samkvæmt fyrirfram gerðu samkomulagi um framkvæmd refsiverðs verknaðar og standa allir nokkurn veginn jafnt að vígi um ákvarðanir og framkvæmd. Allir virtir sem aðalmenn. • Hrd. 1985:150 Landsbankaránið Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  34. Refsileysisástæður Hvert lagaákvæði hefur refsiramma sem ekki má fara út fyrir nema með sérstakri heimild. Ýmsar ástæður geta verið fyrir hendi sem geta haft áhrif á refsihæðina Refsileysisástæður eru sérstök atvik eða aðstæður, sem eru fyrir hendi þegar refsinæmur verknaður er framinn og leiða til þess, að refsiábyrgð stofnast ekki, þ.e. brot er refsilaust frá upphafi. Helstu tegundir refsileysisástæðna: - Neyðarvörn - Óbeðinn erindisrekstur - Neyðarréttur - Neyðarhjálp - Samþykki - Ómöguleiki - Lögmæt réttarvarsla Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  35. Refsilseysisástæður og atriði sem hafa áhrif og refsihæð Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  36. Neyðarvörn, sbr. 12. gr. hgl. Lögmæt réttarvörsluathöfn einstaklings, er felur í sér nauðsynlega beina valdbeitingu gegn manni til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás á þann sem neyðarvörninni beitir eða á einhvern annan. Leiðir til sýknu en skilyrði að verk sé nauðsynlegt og að forsvaranlegri aðferð hafi verið beitt. Í 74. gr. hgl. er heimild til refsilækkunar eða refsibrottfalls ef farið er út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  37. Neyðarréttur, sbr. 13. gr. hgl. Lögmæt athöfn einstaklings sem er nauðsynleg til þess að vernda lögmæta hagsmuni hans eða annarra fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni. Leiðir til sýknu en skilyrði að verk sé nauðsynlegt. Getur bakað þeim skaðabótaskyldu sem nýtur góðs af neyðarréttarverki. Neyðarréttur og neyðarvörn geta tengst saman Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  38. Samþykki Gilt samþykki leiðir til refsileysis. Átt er við undanfarandi eða samtímis viljatjáningu þess sem afbrot bitnar á um að hann fallist á framkvæmd verksins. Að mestu ólögfest heimild, en þó lögfest sem hlutræn refsileysisástæða í 2. ml. 2. mgr. 218. gr. a, ef afleiðingar skv. 217. gr. Á ekki við ef brot felst í því að brjóta gegn vilja manns, t.d. þjófnaður. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  39. Refsilækkunar- og refsihækkunarástæður Almennar og sérstakar heimildir Almennar lækkunarheimildir gilda án tillits til brotategundar, þær eru: 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 22. gr., 74. gr. og 75. gr. hgl. Almennarhækkunarheimildir eru í 71. – 73. gr., 2. mgr. 77. gr. o.fl. Sérstakar lækkunarheimildir eru: 129. gr., 2. mgr. 142. gr., 2. mgr. 150. gr., 2. mgr. 155. gr., 1. mgr. 161. gr., o.fl. Sérstakar hækkunarheimildir: 94. gr., 101. gr. 2. mgr. 130. gr., 135. gr., 136. gr., 138. gr., 1. mgr. 148. gr., 2. mgr. 164. gr., 1. mgr. 175. gr. o.fl. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  40. Refsilækkunar- og refsihækkunarástæður, frh. Bundnar og frjálsar heimildir Bundin refsihækkunarheimild, ef hún mælir fyrir um hækkun á lágmarki hinna almennu refsimarka, sbr. t.d. 73. gr. og 101. gr. hgl. Bundin refsilækkunarheimild kveður á um lækkun á hámarki hinna almennu refsimarka, sbr. 2. ml. 129. gr. og 1. mgr. 161. gr. hgl. Frjáls refsihækkunarheimild heimilar að fara upp fyrir hámark hinna almennu refsimarka ákvæðis Frjáls refsilækkunarheimild heimilar að fara niður fyrir lágmark hinna almennu refsimarka ákvæðis. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

  41. Refsilækkunar- og refsihækkunarástæður, frh. • Einstakar refsiákvörðunarástæður (ekki tæmandi) • Lömæltar ástæður, 70. gr. hgl. – leiða til málsbóta eða refsiþyngingar innan refsimarka. Ekki refsihækkunar- eða refsilækkunarheimild. • Ítrekun – Hefur í för með sér refsihækkun. Skilyrði að sérstaka ítrekunarheimild sé að finna í lögum. Guðbjörg Bjarnadóttir stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands

More Related