270 likes | 578 Views
Kafli 1. Félagsfræði, sjónarhorn og aðferðir. Íslenskt samfélag um árið 1700. Ímyndaðu þér að þú hefðir fæðst fyrir um 300 árum eða um 1700. Hvernig var samfélagið á þeim tíma? . Íslenskt samfélag um árið 1700. Hvernig var að búa á Íslandi á 18. öld?
E N D
Kafli 1 Félagsfræði, sjónarhorn og aðferðir
Íslenskt samfélag um árið 1700 • Ímyndaðu þér að þú hefðir fæðst fyrir um 300 árum eða um 1700. Hvernig var samfélagið á þeim tíma? FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Íslenskt samfélag um árið 1700 Hvernig var að búa á Íslandi á 18. öld? • Mikil harðindi gengu yfir landið – frostavetur • Skæðar farsóttir, t.d. Stórabóla • Um 67% tilheyrðu fjölskyldunni, um 20% voru vinnuhjú. Um 14% voru flakkarar eða eða sveitarómagar (ómagi er barn sem komið er fyrir hjá öðrum til framfærslu). FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Íslenskt samfélag um árið 1700 Hvernig var að búa á Íslandi á 18. öld? • Einokunarverslun enn við lýði. • Engar borgir, einungis nokkar hjáleigur umhverfis höfuðbólið Reykjavík. • Ferðalög fátíð og fólk umgekkst ekki marga. • Bóndinn réði öllu, hann stjórnaði fjölskyldu sinni og vinnufólki eins og sjálfstæður atvinnurekandi. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Íslenskt samfélag um árið 1700 Hvernig var að búa á Íslandi á 18. öld? • Skilyrði fyrir hjúskaparleyfi voru að fólk ætti kost á jörð til að búa á. • Hraðskreiðasta farartækið á þessum tíma var hesturinn. • Fólk þekkti ekki til kosninga og stóð ekki til boða að velja sér framhaldsskóla eða trúarsamfélag FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Afríkuríkið Sierra Leone um 2007 https://www.cia.gov/cia/publications/factbook/geos/sl.html FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Afríkuríkið Sierra Leone um 2007 Örlítill samanburður á aðstæðum í Sierra Leone og Íslandi árið 2006 • Lífslíkur karla í Sierra Leone er 36 ár en kvenna 39 ár. Lífslíkur á Íslandi um helmingi hærri • Ungbarnadauði í Sierra Leone er 316 af hverjum 1000 börnum fyrir 5 ára aldur. Á Íslandi er ungbarnadauði einn sá allægsti í heimi eða 6 af hverjum 1000 börnum (miðað við fyrsta aldursár). FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Afríkuríkið Sierra Leone um 2007 Örlítill samanburður á aðstæðum í Sierra Leone og Íslandi árið 2006 • Á Íslandi sóttu 94% 10. bekkinga um og fengu framhaldsskólavist árið 2006. • Möguleikar stráka í Sierra Leone á framhaldsskólavist eru 1 á móti 50. Möguleikar stelpna eru nær engir m.a. vegna ólæsis (82%). FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Afríkuríkið Sierra Leone um 2007 Örlítill samanburður á aðstæðum í Sierra Leone og Íslandi árið 2006 • Á Íslandi eru sjónvarpstæki á um 98% heimila og það sama er um nettengdar tölvur. • Í Sierra Leone eru 17 sjónvarpstæki á hverja 1000 íbúa. Einkatölvur þar sem víðast annars staðar í Afríku afar fágætar. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Til umhugsunar • Hvernig heldur þú að líf þitt væri ef þú kynnir ekki að lesa, ættir ekki farsíma eða hefðir ekki aðgang að nettengdri tölvu eða sjónvarpstæki? FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Íslenskt samfélag árið 2107 Hvernig væri líf þitt ef þú fæddist eftir 100 ár? • Glasafrjóvganir og fæðing glasabarna. • Erfðatækni /klónaðir einstaklingar. • Tækninýjungar átakafletir milli þeirra sem ráða yfir tækninni og þeirra sem ekki gera það? FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Hver ertu? • Hvar þú fæddist – og hvenær hefur afgerandi áhrif á hver þú ert, hvað þú kannt og hvað þú getur gert. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Félagslegt sjónarhorn • Fólk er afsprengi þeirra félagslegu skilyrða sem það býr við. Það þýðir að: • Líf fólks þróast ekki eftir beinni línu þar sem tækifæri og breytingar koma í réttri röð. • Fólk getur ekki heldur beitt því sem heimspekingar kalla frjálsan vilja við það að framkvæma eða hugsa. Af hverju ekki? (bls. 13). Svarið liggur í félagslegum skilyrðum. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Samfélag • Hugtakið samfélag merkir hóp fólks sem býr á ákveðnu svæði, hefur samskipti sín á milli og hefur sameiginleg einkenni sem greinir það frá öðrum hópum (bls. 13). FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Samfélag • Margir rugla saman hutökunum samfélag og þjóðfélag. Hver er munurinn á þessu tvennu? • Samfélag er víðara hutak en þjóðfélag. Samfélag getur verð lítið eða stórt, t.d. Skólinn, bekkurinn, fjölskyldan þín eða allt mannkynið. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Þjóðfélag Þjóðfélag er þrengra hugtak en samfélag. • Þjóðfélag er hópur fólks sem lifir saman í skipulögðu ríki, með sameiginlegu stjórnkerfi og gjaldmiðli. Íslenska ríkið er dæmi um þjóðfélag. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Félagsleg skilyrði (bls. 14) • Með félagslegum skilyrðum er átt við þær aðstæður sem fólk býr við (samfélag) og hvernig þær hafa áhrif á athafnir og ákvarðanir hvers og eins. Félagslegu skilyrðin setja ramma eða mörk utan um hvernig við tökum ákvarðanir um líf okkar. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Um félagsfræði og félagsfræðileg sjónarhorn Félagsfræði er: • Kerfisbundin og gagnrýnin rannsókn á mannlegu samfélagi • Hún fjallar um rannsóknir á hópum og samfélögum, sérstaklega í iðnvæddum löndum • Með félagsfræði er hægt að greina, útskýra og segja fyrir um mannlegt atferli FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Um félagsfræði og félagsfræðileg sjónarhorn Um félagsfræði og félagsfræðinga • Hafa sérstakan áhuga á að skilja á hvaða hátt samfélagið hefur áhrif á og mótar líf okkar. • Félagsfræðin hjálpar okkur að verða virkari í að skoða samfélagið sem við búum í, að spyrja spurninga og að skilja betur þá reynslu sem við verðum fyrir. • Þú lærir að skoða samfélagið á gagnrýninn hátt, þetta er eins og að læra að hjóla – erfitt fyrst en síðan ekkert mál. Fyrsta boðorð félagsfræðinnar er: Ekki er allt sem sýnist (Peter Berger). FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Félagsfræðilegt sjónarhorn Peter Berger: Félagsfræðilegt sjónarhorn felur í sér að: • sjá hið almenna í því einstaka og að sjá almenn félagsleg hegðunarmynstur í hverjum einstaklingi. • Með þessu er átt við að þótt hver og einn sé sérstakur þá endurspeglast samfélagið á mismunandi hátt í ólíkum hópum. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Félagsfræðilegt sjónarhorn Félagsfræðilegt sjónarhorn er gleraugu sem við skoðum samfélagið með. Þau sýna okkur t.d. mikilvægi kynferðis sem áhrifavalds í lífi hvers og eins. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Félagsfræðileg hugsun • Félagsfræðileg hugsun byrjar þegar við áttum okkur á hvernig hóparnir sem við tilheyrum móta og hafa áhrif á lífsreynslu okkar sem einstaklinga. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Til umhugsunar Aldurskeið (t.d. elli) erutúlkuð á mismunandi hátt eftir samfélögum – lýstu því nánar. Hvað er átt við með fullyrðingunni að samfélagið sé eins og fangelsi (bls. 16)? FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Að sjá hið ókunna í því venjulega • Þegar þú beitir félagsfræði til að skoða samfélagið verður þú að temja þér nýjan hugsunarhátt og hætta að taka hluti sem gefna (P. Berger). • Fyrsta reglan í félagsfræði er: Ekkert er eins og það sýnist FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Að sjá hið ókunna í því venjulega • Flestir halda að athafnir manna byggi á sjálfstæðum og fyrirfram hugsunum fólks. Svo er ekki! • Valmöguleikar og hegðunarmynstur fólks stýrist af þeim mörkum sem samfélagið setur (P. Berger). FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason
Að sjá hið ókunna í því venjulega • Hlutverk félagsfræðinnar er að rannsaka sambandið á milli þess hvernig samfélagið breytir okkur og hvernig við breytum okkur sjálf. • Í öllum samfélögum eru félagslegir kraftar að verki sem hafa og munu hafa áhrif á hvernig líf þitt þróast. FEL 203. Kafli 1: Félagsfræði ... Garðar Gíslason