1 / 17

1. kafli: Líkami/samvægi

1. kafli: Líkami/samvægi. Frjóvgun og fósturþroski Örlagakort fósturs (ættlægni) Frumulíkami Innri gerð frumu, frumulíffæri, frumuhlutföll Frumuskipulag og viðhald Vefir, líffæri, líffærakerfi Flæðiefni (hormón, vaxtarþættir,formvakar) Samvægi

Download Presentation

1. kafli: Líkami/samvægi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 1. kafli: Líkami/samvægi • Frjóvgun og fósturþroski Örlagakort fósturs (ættlægni) • Frumulíkami Innri gerð frumu, frumulíffæri, frumuhlutföll • Frumuskipulag og viðhald Vefir, líffæri, líffærakerfi Flæðiefni (hormón, vaxtarþættir,formvakar) • Samvægi Sjálfvirk jafnvægisviðleitni Bogi Ingimarsson

  2. Líkamsvefir • Þekjuvefur • Yfirborðsþekja, húð, slímhúðir • Kirtilþekja, innkirtlar, útkirtlar • Stoðvefur • Bandvefur, fituvefur, bein, brjósk., blóð • Vöðvavefur • Rákóttur-og sléttur vöðvavefur, hjartavöðvi • Taugavefur Bogi Ingimarsson

  3. Samvægi (homeostasis) Viðheldur líkamsstarfsemi í tíma og rúmi • Er sjálfkrafa viðleitni líkamsfrumna til þess að viðhalda innri stöðugleika jafnhliða breytingum í umhverfi. • Nokkur samvægisferli eru í líkamanum • Þau vinna öll að því að viðhalda jafnvægi í frumum/vefjum. Bogi Ingimarsson

  4. Helstu samvægisferli • Vökvajafnvægi • Varmajafnvægi • Sýru-og basajafnvægi • Blóðrennslisjafnvægi • Taugatemprun • Hormónatemprun • Blóðsykursjafnvægi Bogi Ingimarsson

  5. Truflanir á samvægisferlum • Þegar samvægisferli bresta (truflast)geta vefir ekki lengur viðhaldið innra ástandi • Það getur leitt til truflana á vefrænni gerð og starfsemi vefja og verið upphaf sjúklegra breytinga í líkama. • Truflanir geta verið tímabundnar og afturkræfar eða varanlegar og óafturkræfar. Bogi Ingimarsson

  6. Vökvajafnvægi • Markmið • Að viðhalda jafnvægi milli innan og utan- frumuvökva og milli vökvainntöku í líkama og útskilnaðar á vökva • Natríum-kalíum pumpa/jónadæla í frumuhimnum hefur mikil áhrif á viðhald jafnvægis milli innan-og utanfrumuvökva. Dælir natríum út og kalíum inn í frumur. Vatn fylgir þá ávallt í kjölfarið. • Hormónin ADH (þvagstillivaki, andmiguhormón, vasópressín) og aldósterón eiga stóran þátt í viðhaldi jafnvægis milli inntöku og útskilnaðar. Bogi Ingimarsson

  7. Vökvalíkami • Vökvi um 60% líkamsþunga að meðaltali. • Skipting vökva: • Innanfrumuvökvi (intracellular vökvi) sem er 2/3 hlutar líkamsvökvans, 24 lítrar í 70 kg manni • Utanfrumuvökvi (extracellular vökvi) sem er 1/3 líkamsvökvans, 17 lítrar í 70 kg manni • Utanfrumuvökvinn skiptist aftur í • Blóðvökva (3 lítrar) í blóðrás og • Millifrumuvökva (13 lítra) vökvi í líkamsholum, magasafi, vefjavökvi (1 lítri) Bogi Ingimarsson

  8. Varmajafnvægi 1 • Markmið • Viðhald jafnvægis milli varmataps og varmamyndunar í líkama. Maðurinn er jafnheit lífvera (spendýr og fuglar) • Dagleg varmasveifla í mönnum er 35°-39ºC • Flestir hafa varmasveiflu 35-37°C að morgni og 37-37.5°C að kvöldi. • Þolmörk líkama eru +/- 4º C (33ºC til 42ºC) • Stjórnstöð hitastjórnunar er í undirstúku • Í stúku er kjarnhitastig 37°C sem helst stöðugt. Bogi Ingimarsson

  9. Varmamyndun líkama Bruni næringarefna Hreyfing meðvituð og ómeðvituð Seyti hormóna thyroxín, adrenalín Umhverfishiti leiðni, geislun Varmatap líkama Útgufun frá húð Æðaútvíkkun, aukin svita- framleiðsla Leiðni Snerting við kaldan hlut. Útskilnaður úrgangsefna Varmajafnvægi 2 Bogi Ingimarsson

  10. Sýru-og basavægi 1 • Markmið • Að viðhalda sýrustigi (pH gildi) líkamsvefja innan ákveðinna marka. • pH tala er mælikvarði á styrk H+(vetnisjóna) og OH-jóna (hydroxíð) jóna í vatnslausn. • pH gildi er gefið til kynna á tölukvarða 1-14, hver heil tala í kvarðanum merkir tífalda aukningu á jónastyrk í vatnslausn • Lausn sem hefur pH gildi 7 er hlutlaus, í henni er jafnmikið af vetnis- og hydroxíðjónum, sem upphefja styrk hverrar annarar (vatnslausn) • Lausn sem hefur hærri pH tölu en 7 er basísk (lútkennd) • Lausn sem hefur lægri pH tölu en7 er súr. Bogi Ingimarsson

  11. Sýru-og basavægi 2 • Vatn hefur pH gildi 7 og er því hlutlaust, hvorki súrt né basískt (lútkennt) • Sýrustig blóðs er 7.4 en 7.0-7.2 innan frumna • Sýrustig í maga er 1-2 og í þvagi örlíð súrt • Það er lífsnauðsyn að halda pH gildi blóðs milli 7.35-7.45 (þolmörk) • pH gildi í blóði undir 7 og yfir 7.8 er banvænt Bogi Ingimarsson

  12. Bufferkerfi • Koma í veg fyrir skyndilegar breytingar á sýrustigi í blóðvökva og vefjum • Þau taka við umfram vetnisjónum. • Lungu og nýru eiga stærstan þátt í að viðhalda eðlilegu sýrustigi blóðs og vefja. • Við sjúklegar breytingar í bufferkerfum geta komið fram truflanir á sýru-og basavægi líkama, sem aftur hefur áhrif á súrefnis- mettun og orkumyndun í vefjum. Bogi Ingimarsson

  13. Sýru-og basatruflunar • Valgegndræpi frumuhimna minnkar og óæskileg efna komast inn í frumur. • Súrefnismettun vefja minnkar (súrefni binst illa blóðrauða í súru umhverfi, (hypoxia) • Orkumyndun í frumum minnkar vegna skorts á súrefni • Þrívíddargerð próteina/ensíma riðlast og þau geta ekki haft áhrif á efnahvörf. • Frumudauði/vefjadauð (necrosis)að lokum Bogi Ingimarsson

  14. Blóðrennslisvægi • Markmið • Að samhæfa blóðrennsli (útfall hjarta / aðfall bláæðablóðs) að þörfum líkamsvefja hvort sem þeir eru í hvíld eða áreynslu. • Áhrifaþættir • Breytilegt útfall (cardiac output) hjartans • Breytilegt viðnám í slagæðum gegnum taugaboð og hormón • Breytilegt bláæðaaðfall til hjarta (virkni bláæða- pumpunnar Bogi Ingimarsson

  15. Taugatemprun • Markmið • Að stjórna og samhæfa störf líffærakerfa og líkamans í heild með taugaboðum. Taugakerfið er annað aðalstýrikerfi líkamans, hitt er innkirtlakerfið • Sérhæfing taugakerfisins byggist á mismunandi boðefnum, t.d DOPA, acetýlkólín, serótónín. • Jafnhliða ýmsum sjúkdómum verður truflun á magni boðefna í taugakerfinu. Bogi Ingimarsson

  16. Hormónatemprun 1 • Markmið • Að stjórna og samhæfa störf líffærakerfa og líkamans með hormónum. • Í undirstúku (greining/miðlun) og heiladingli er yfirstjórn hormónatemprunar líkamans. • Magn hormóna í blóði stjórnast af jákvæðri og neikvæðir afturverkun (+/- feedback) • Við truflaða hormónatemprun koma fram sjúklegar breytingar. • Dæmi: skjaldkirtils ofvirkni / skjaldkirtils vanvirkni Bogi Ingimarsson

  17. Blóðsykurvægi • Markmið • Að viðhalda nauðsynlegum blóðsykursstyrk án tillits til neyslu eða orkunotkunar. • Insúlín er hormón sem lækkar blóðsykur. Opnar frumuskrár svo frumur brenna sykrinum (glúkósa). • Glúkagon er hormón sem hækkar blóðsykur • Magn þessara 2ja hormóna verður að vera í innbyrðis jafnvægi. • Hormónin myndast í briskirtli í Langerhanseyjum • Við skort á insúlíni hækkar blóðsykur óeðlilega mikið • Frumur líða orkuskort vegna þess að sykurinn kemst ekki inn í frumur. Frumuskrár opnast ekki! • Þetta ástand veldur sykursýki (Diabetes mellitus) Bogi Ingimarsson

More Related