1 / 14

Saga og sigurvegarar

Saga og sigurvegarar. Björn Þorsteinsson Fyrirlestur í Heimspekilegum forspjallsvísindum í Hugvísindadeild HÍ, 29. mars 2006. Á dagskránni. Lítið eitt um Walter Benjamin Nokkur hugtök Sagan – saga sigurvegaranna? Angelus Novus. Walter Benjamin (1892-1940).

shawna
Download Presentation

Saga og sigurvegarar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Saga og sigurvegarar Björn Þorsteinsson Fyrirlestur í Heimspekilegum forspjallsvísindum í Hugvísindadeild HÍ, 29. mars 2006

  2. Á dagskránni • Lítið eitt um Walter Benjamin • Nokkur hugtök • Sagan – saga sigurvegaranna? • Angelus Novus

  3. Walter Benjamin (1892-1940) • Fæddur í Berlín, af auðugum gyðingaættum • Einn merkasti bókmenntarýnir Þjóðverja á 20. öld • Gríðarlega mikið lesinn í háskólum í samtímanum • Flúði Þýskaland 1933 og settist að í París • Svipti sig lífi á flótta undan nasistum sjö árum síðar

  4. Söguleg efnishyggja • Einn liður í marxískri söguskoðun • Sú skoðun að efnahagur hafi úrslitaáhrif á þróun þjóðfélagsins • Sögulegir og félagslegir þættir veruleikans ráðist af þróun efnahagsins • Sjá IV. grein þar sem Benjamin talar um „þá hráu og efnislegu hluti sem engir fíngerðir og andlegir hlutir væru til án.“

  5. Sögustefna (söguhyggja) • Á ensku historicism, á þýsku Historismus • Sá kjarni hennar sem Benjamin glímir við er sú skoðun að • hlutverk sagnfræðingsins sé (ekkert annað en) að lýsa fortíðinni eins og hún var • og að þessi lýsing eigi að vera tæmandi, allt skipti þar jafn miklu máli • ... en í reynd var sagnaritun í anda sögustefnunnar öðru fremur stjórnmálasaga, saga valdastéttarinnar...

  6. Gagnrýni á sögustefnuna • Er hið hlutlausa sjónarhorn raunhæfur kostur? • Er hægt að gera öllu því sem liðið er tæmandi skil? • Er sagnfræðingurinn ekki þvert á móti dæmdur til að velja og hafna? • Og hvaða forsendur hefur hann til marks þegar hann velur og hafnar?

  7. Sögulokakenning Fukuyama • Francis Fukuyama 1989: • sögunni er lokið • stríð hugmyndakerfanna er afstaðið • frjálslynt lýðræði hefur sigrað! • Samuel Huntington 1993: • árekstur menningarheima í aðsigi • Fukuyama + Huntington (= Bush?): • lokaorrustan er í gangi...

  8. Benjamin um sögustefnu • Hryggð sagnaritarans í viðleitni sinni til innlifunar: sá grunur að ná aldrei „valdi á hinni sönnu mynd sögunnar“ (VII) • Hver er það sem sagnaritari sögustefnunnar „lifir sig inn í“? • „Svarið hlýtur að vera: sigurvegarinn.“ (VII) • „Þar með hefur talsmaður sögulegrar efnishyggju fengið að vita allt sem hann þarf.“ (VII)

  9. Verkefnið samkvæmt Benjamin • „Að strjúka sögunni á móti háralaginu“ (VII) • Að beita hinum „veika messíaníska mætti“ (II) • Svara kröfu fortíðarinnar og sýna þannig fram á að „okkar var vænst á jörðinni“ (II) • Að „varpa sífellt að nýju skugga efans á hvern einasta sigur sem nokkru sinni hefur fallið valdhöfunum í skaut“ (IV)

  10. Meira um verkefnið • „Að blása í vonarglæður fortíðarinnar“ (VI) • „Að gera tilraun til þess að vinna arfleifðina á ný úr höndum fylgistefnunnar“ (VI) • Að finna söguhugtak sem samrýmist því að „‘undantekningarástandið’ sem við búum við er reglan“ (VIII) • „Að sprengja upp samfellu sögunnar“ (XV, XVI)

  11. Endurlausnin • Á stund endurlausnarinnar – þegar Messías/réttlætið/byltingin kemur – verður merking sögunnar ljós • Þá kemur í ljós hverjir eru/voru hinir sönnu sigurvegarar... • Sbr. mann á dauðastund: allt lífið birtist honum í svipleiftri, „þetta var þá ég eftir allt saman“

  12. Hættan • Að inntak hefðarinnar eða arfþegar hennar verði „verkfæri ráðastéttarinnar“ (VI) • „[...] beri óvinurinn sigur úr býtum mun hann ekki einu sinni láta hina dauðu óáreitta“ (VI)

  13. Framfarahugmyndin gagnrýnd • Þeir sem eru á valdi framfarahugmynda eru úrræðalausir andspænis ríkjandi ástandi • Þeir eiga sér „ekkert fræðilegt vopnabúr“, ekki frekar en sögustefnan (XVII) • Hlutskipti þeirra verður fylgistefna (Konformismus) • Dæmi um þetta: jafnaðarstefnan

  14. Angelus Novus

More Related