1 / 17

Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 39-48 Sagnaritunaröld

Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 39-48 Sagnaritunaröld. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Upphaf ritaldar. Þegar kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000 barst hingað flóðbylgja erlendra áhrifa. Merkasta nýjungin var vafalaust latneska stafrófið ; ritlistin.

cleta
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 39-48 Sagnaritunaröld

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir til 1550Bls. 39-48Sagnaritunaröld Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Upphaf ritaldar • Þegar kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000 barst hingað flóðbylgja erlendra áhrifa. • Merkasta nýjungin var vafalaust latneska stafrófið; ritlistin. • Trúboðsbiskupar á f. hl. 11. aldar voru eflaust þeir fyrstu sem kenndu Íslendingum að skrifa. Þeir voru flestir frá Englandi.

  3. Upphaf ritaldar • Fyrsta skólasetur á Íslandi mun vera að Bæ í Borgarfirði en þar sat Hróðólfur biskup. • Síðar á öldinnu urðu til merkir Íslenskir skólar.

  4. Upphaf ritaldar • Ísleifur biskup kenndi í Skálholti • Teitur sonur hans í Haukadal • Sæmundur fróði kenndi í Odda • Jón biskup Ögmundsson stofnaði fyrsta reglulega latínuskólann á Hólum í Hjaltadal á fyrsta áratug 12. aldar • Fyrsta klaustrið var sett á stofn á Þingeyrum1133.

  5. Upphaf ritaldar • Vafalítið var ritlistin í upphafi eingöngu notuð í þágu kirkjunnar og skrifað var á latínu. • Óljóst er hvenær reynt var að skrifa á íslensku með latínuletri en heimildir eru fyrir því að íslenskar bókmenntir í lausu máli eigi upphaf sitt vel fyrir 1200.

  6. Fyrsta málfræðiritgerðin • Talin samin um 1140. • Fjallar um hvernig nota megi latneska stafrófið við ritun íslensks máls til þess að auðveldara yrði að lesa og skrifa lög, áttfræði, helgar þýðingar og hin spaklegu fræði Ara Fróða Þorgilssonar.

  7. Fyrsta málfræðiritgerðin • Athuganir höfundar þykja hinar merkustu og aðferðir hans bera vott um fádæma vísindamennsku. • Fyrsta málfræðiritgerðin er merk heimild um hljóðfræði íslenskrar tungu og er talin gefa tæmandi upptalningu á því sem skrifað var á Íslensku um miðja 12. öld.

  8. Lagaritun • Ritun laga hófst á Breiðabólsstað í Vesturhópi hjá Hafliða Mássyni veturinn 1117-1118. • Þá var skrifaður Vígslóði og margt annað í lögum skv. Íslendingabók Ara fróða. • Um 1123 voru lög kirkjunnar skráð: • Kristinna laga þáttur.

  9. Lagaritun • Með tímanum urðu vafalaust til margar lagaskrár. • Varðveist hafa tvær nokkurn veginn heildar skinnbækur, sem geyma söfn þjóðveldislaga. • Þessi lög hafa gengið undir nafninu Grágás. • Eftir lok þjóðveldisaldar eignuðust Íslendingar ný lög sem skráð voru á Jónsbók (eftir Jóni lögmanni Einarssyni) 1280.

  10. Tímabil hinna fróðu manna • Elsta tímabil sagnaritunar, fram til um 1170, er kennt við fróða menn. • Viðfangsefni þeirra voru aðallega ættfræði og sagnfræði.

  11. Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) • Stundaði nám í Frakklandi fyrstu Norðurlandabúa svo vitað sé. • Hefur líklega ritað bók á latínu um Noregskonunga því að til hennar er vitnað í síðari verkum, t.d. Heimskringlu.

  12. Ari fróði Þorgilsson (1067-1148) • Kominn af fornum breiðfirskum höfðingjaættum. • Helsta rit Ara er Íslendingabók sem er yfirlit yfir sögu Íslendinga frá upphafi til 1120. Þar ritar Ari um: • upphaf landnáms • stofnun alþingis • fjórðungaskiptingu • fund Grænlands • Kristnitökuna • fyrstu biskupana í Skálholti

  13. Ari fróði Þorgilsson (1067-1148) • Ari er vandlátur á að geta heimildarmanna sinna. • Vill ekki setja á bók annað en það sem hann veit sannast og réttast. • Ari samdi Íslendingabók tvisvar en eldri gerðin er glötuð. • Eflaust hefur Ari samið meira þótt beinar heimildir séu ekki fyrir því. Flestir telja að hann hafi samið frumstofn Landnámabókar.

  14. Landnámabók • Greinir frá byggingu Íslands. • Kjarni hennar er skrá um þá menn sem námu hér land eða eignuðust með öðrum hætti (taldir upp 400 landnámsmenn). • Greint er frá: • hvar landnámsmenn bjuggu, • hve víðáttumikil landnámin voru, • uppruna landnámsmanna, • ýmsum merkilegum atburðum úr lífi manna.

  15. Landnámabók • Frumgerð Landnámabókar er glötuð en talið er að hún sé frá f. hl. 12. aldar og með elstu ritum á íslenska tungu. • Miklar líkur eru á því að Ari fróði hafi verið viðriðinn samningu hennar. • Einnig er vitað að Kolskeggur hinn vitri sagði fyrir um landnám í Ausfirðingafjórðungi (e.t.v. verið samstarfsmaður Ara).

  16. Landnámabók • Til eru þrjár fornar gerðir Landnámabókar, þó aðeins ein heil. • Sturlubók, þ.e. Landnámabók Sturlu Þórðarsonar lögmanns (d. 1248), er elst. • Hauksbók, Landnámabók Hauks Erlendssonar lögmanns (d. 1334), að mestu heil. • Melabók Snorra Markússon lögmanns á Melum (d. 1313), aðeins til í brotum.

  17. Landnámabók • Melabók stendur líklega næst frumtexta Landnámabókar. • Á 17. öld voru gerðar tvær samsteypur gamalla gerða Landnámabókar: • Skarðsárbók • Þórðarbók • Ath. Fræðimenn eru ekki allir sammála um sannfræði Landnámabókar enda er tilgangurinn með ritun hennar óljós.

More Related