180 likes | 343 Views
9. GEÐRASKANIR BARNA OG UNGLINGA. SÁL 203. Saga bls. 357 Barnageðklofi er fátíð en alvarleg geðröskun Þegar sérfræðingar greina geðraskanir nota þeir svonefnd flokkunarkerfi DSM-IV Diagnostic and statistical manual of mental disorders Kerfi bandarísku geðlæknasamtakanna
E N D
9. GEÐRASKANIR BARNA OG UNGLINGA SÁL 203
Saga bls. 357 • Barnageðklofi er fátíð en alvarleg geðröskun • Þegar sérfræðingar greina geðraskanir nota þeir svonefnd flokkunarkerfi • DSM-IV • Diagnostic and statistical manual of mental disorders • Kerfi bandarísku geðlæknasamtakanna • Fjórða útgáfan frá 1994 • Von á nýrri útgáfu 2010 • Fyrst gefið út 1952 • Síðan hefur verið minna ósamræmi í greiningum sérfræðinga
ICD-10 • International classification of diseases • WHO – Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefur út • Tíunda útgáfa þess kom út 1990 • Byrjað að nota í aðildarlöndum stofnunarinnar 1994 • Kerfin eru bæði notuð hér á landi og eru byggð upp með svipuðum hætti
Bernskan og unglingsárin ættu að vera ár áhyggjuleysis og gleði • Allstór hópur barna og unglinga á við geðraskanir að stríða • Almenn greiningarskilmerki áætla að hátt í 20% barna og 40% unglinga þjáist af geð- eða atferlisröskunum • Rannsóknir í ýmsum löndum • Forskólabörn eru að meðaltali 10,2% • Unglingar 16,5% • Blandaður aldurshópur 13,2% • Ná yfir 40 ára tímabil
Framkvæmdar í Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, helst í Bretlandi og Bandaríkjunum • Stelpur greinast frekar með innhverfar rasakanir • Þunglyndi og kvíðaraskanir • Strákar greinast frekar með úthverfar raskanir • Atferlisraskanir • Íslenskar rannsóknir • 1974 • 5 – 15 ára, 20% eiga við alvarleg tilfinningavandamál að stríða, fleiri strákar en stelpur
1983 • 18,8% eiga við verulegar sálrænar truflanir að etja • 2002 • 20% eiga við alvarleg vandamál og/eða vanlíðan að stríða • Mikilvægt að geðraskanir barna séu teknar alvarlega • Einungis brot af börnum sem þurfa á sálfræðilegri meðferð að halda • Bandarískir sérfræðingar tala um 2 af hverjum 5 börnum fái þá meðferð sem þurfi á að halda og aðeins helmingur þeirra fái bestu mögulegu hjálp
Biðlistar inn á BUGL (Barna og unglingageðdeild) hafa um árabil verið langir • Aukinn skilningur á barnageðröskunum geta varpað ljósi á eðli og uppruna geðraskana almennt • Barnageðraskanir eru í eðlu ínu frábrugðnar þeim geðröskunum sem herja á fullorðna • Kynjahlutfall er ekki það sama • Þeir sem greinast með geðraskanir á fullorðinsárum hafa oftar en ekki átt við vandkvæði að stríða á bernskuárum
Ekki er nákvæmlega vitað hvað orsakar geðraskanir • Meðfædd röskun af líffræðilegum toga í mörgum tilvikum • Flókið samspil margra þátta sem geta aukið líkur á að barn fái geðröskun • Helstu áhættuþættir geðraskana í bernsku • Geðheilsa foreldra • Ósætti í fjölskyldu • Skilnaður foreldra • Slök félagsleg staða og efnahagur • Skapgerð barnsins • Áföll og erfið lífsreynsla • Misþyrmingar og ofbeldi
Fyrstu 20 ár ævinnar eru mikið umbrota- og þroskaskeið • Skapofskaköst algeng • Þegar geðraskanir eru skoðaðar er mikilvægt að gera sér grein fyrir þroskastigi barnsins • Þroskaraskanir hafa áhrif á þroska og geta tekið breytingum með þroska einstaklingsins
Einkenni alvarlegra barnageðraskana • Fyrsti geðlæknirinn sem gaf geðröskunum í bernsku verulegan gaum var Englendingurinn Henry Maudsley (1835-1918) • 1867 gaf hann út bókina Lífeðlisfræði og meinafræði hugans • Hann skýrði frá sjö röskunum sem herjuðu á börn • Á fjórða áratug 20. aldar skilgreindi bandaríski geðlæknirinn H.W. Potter þau einkenni sem koma fram í barnageðklofa • Árið 1943 var það Bandaríski geðlæknirinn Leo Kanner sem skilgreindi einhverfu • 1944 sagði austurríski barnalæknirinn Hans Asperger frá börnum með svipuð einkenni
Þeir notuðu báðir orðið einhverfu um þetta ástand • Hugtakið sótt til svissneska geðlæknisins Eugene Bleuler, hann notaði það um neikvæð einkenni geðklofa • Vægari útgáfa einhverfu er kennd við Asperger • Einhverfa og Asperger – heilkenni eru svo líkar á margan hátt að enn er deilt um hvort rétt sé að aðgreina þær • Þeir töldu báðir að um líffræðilegar truflanir væri að ræða sem væru til staðar frá fæðingu
Fram eftir 20. öld voru mörkin á milli hinna ýmsu tegunda geðraskana barna mun óljósari en þau eru í dag • Allar þessar raskanir voru settar undir sama hatt og nefndar einu nafni barnageðklofi eða barnageðveiki • Hægt er að tilgreina almenn einkenni sem fram koma hjá börnum með alvarlegar geðraskanir (óháð því hver hin eiginlega greining er)
Alvarlegur og varanlegur brestur í tilfinningatengslum við annað fólk • Ótraust sjálfsmynd miðað við aldur • Óeðlilegur áhuga á dauðum hlutum eða einkennum þeirra, án tillits til viðtekins hlutverks þeirra • Fastheldni á umhverfi og hvefsni gagnvart öllum breytingum • Afbrigðileg skyntúlkun (án þess að um eiginlegar vefjaskemmdir sé að ræða) sem lýsir sér ýmist í öfgakenndum, engum eða ófyrirsjáanlegum viðbrögðum við skynáreitum
6. fyrirvaralaus, ýktur og að því er virðist ástæðulaus kvíði eða hræðsla 7. Skertur málþroski og of lítil eða engin tjáning í tali (stundum vegna þess að barnið einfaldlega hættir að tala) 8. Afbrigðileg hreyfimynstur og áráttuhegðun 9. Alvarleg greindarskerðing en þó geta verið ákveðin svið þar sem greind eða þekking er eðlileg eða jafnvel fyrir ofan meðallag
Urður Njarðvík barnasálfræðingur telur helstu flokka geðraskana barna vera: • Þroskaraskanir, t.d. þroskahömlun, einhverfu, málhömlum o.fl. • Atferlisraskanir, t.d. athyglisbrestur með ofvirkni, hegðunarröskun, mótþróaþrjóskuröskun • Lyndisraskanir, t.d. þunglyndi, óyndi, geðhvarfasýki • Kvíðaraskanir, t.d. félagsfælni, áfallastreitu, áráttuþráhyggju, ofakvíðaröskun, felmtursröskun
Gagntækar þroskaraskanir • Koma snemma fram á þroskaferlinum • Eru af alvarlegum toga og hafa víðtæk áhrif á þroska barna sem eru haldin þeim • Einhverfa og Asperger eru venjulega flokkaðar sem gagntækar þroskaraskanir • Einhverfa er sú röskun sem hvað mest hefur verið rannsökuð af fræðimönnum • Gagntækar raskanir eiga það sameiginlegt að hafa áhrif til langframa á
Félagsþroska • Málþroska • Hegðun • Tilfinningaþroska • Áhugahvöt • Og stundum greindarþroska (á ekki við um Asperger)
Þroskaferli barna með slíkar raskanir getur verið ólíkt • Hjá sumum koma tímabil þar sem barnið virðist taka nokkuð eðlilegum framförum • Stundum koma tímabil þar sem getur orðið stöðnun og jafnvel afturför • Í sumum tilvikum virðist þroskinn vera afbrigðilegur alveg frá fæðingu