1 / 26

Lyfjagjöf til barna og barnshafandi kvenna

Lyfjagjöf til barna og barnshafandi kvenna. Fyrirlestur á fundi hjá Félagi lyfjafræðinga um klíníska lyfjafræði 7. maí 2002. Þórdís Guðmundsdóttir lyfjafræðingur. Yfirlit. Lyfjagjöf til barna Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna Rannsókn á lyfjanotkun barnshafandi kvenna.

prudence
Download Presentation

Lyfjagjöf til barna og barnshafandi kvenna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lyfjagjöf til barna og barnshafandi kvenna Fyrirlestur á fundi hjá Félagi lyfjafræðinga um klíníska lyfjafræði 7. maí 2002 Þórdís Guðmundsdóttir lyfjafræðingur

  2. Yfirlit • Lyfjagjöf til barna • Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna • Rannsókn á lyfjanotkun barnshafandi kvenna

  3. Lyfjagjöf til barna (1) • Börn og fullorðnir bregðast við lyfjagjöf á mismunandi hátt • Aldur barna hefur afgerandi áhrif á farmakókínetík lyfs • Lyf ekki prófuð sérstaklega á börnum og því er mikið um óskráðar ,,ábendingar”

  4. Lyfjagjöf til barna (2) • Frásog • Seyti magasýru • Hraði magatæmingar • Þarmahreyfingar • Dreifing • Vökvamagn líkamans • Próteinbinding • Blóð-heila hemill • Niðurbrot • CYP450

  5. Lyfjagjöf til barna (3) • Útskilnaður • Blóðflæði til nýrna • GF • Skammtastærðir fyrir börn • Gefnar upp • Reiknaðar út frá skammtastærðum fullorðinna • Aðrir þættir sem hafa áhrif á gjöf lyfsins • Meðferðarheldni • Tækni við lyfjagjöf • Kostnaður

  6. Ályktun • Mörg atriði sem þarf að hafa í huga þegar börnum eru gefin lyf • Þörf er á frekari upplýsingum um áhrif lyfja á börn • Aukin fræðsla ætti að bæta meðferðarheldni

  7. Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna (1) • Allt fram á miðja síðustu öld var talið að legið veitti fóstrinu öruggt skjól fyrir utanaðkomandi áhrifum • Í dag er vitað að lyf, sem móðir tekur á meðgöngu, geta haft skaðleg áhrif á fóstrið • Rannsóknir hafa sýnt að 40-99% kvenna taka lyf á meðgöngu • Ástæða er til að fylgjast reglulega með lyfjanotkun á meðgöngu til að meta hvort konur séu ef til vill að nota lyf í lyfjaflokkum sem ekki eru æskilegir á meðgöngu

  8. Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna (2) • Flutningur lyfja yfir fylgju • Á 5. viku • Eiginleikar lyfs og fylgju • Fósturskemmandi áhrif lyfja • Á fyrsta þriðjungi meðgöngu • Á öðrum stigum meðgöngu • Áhrif meðgöngu á lyfjagjöf • Léleg meðferðarheldni • Farmakókínetískar breytingar • Breyting á sjúkdómsástandi

  9. Rannsókn á lyfjanotkun barnshafandi kvenna

  10. Markmið • Kanna fjölda lyfja sem tekin eru á meðgöngu og hvaða lyf eru algengust • Athuga hvenær konur taka helst lyf á meðgöngu og hvernig þær fá lyfin • Athuga hvert öryggi lyfjanna er samkvæmt sænska öryggisflokkunarkerfinu • Kanna hvort tengsl séu á milli bakgrunnsþátta eða lífstíls kvennanna og lyfjanotkunar á meðgöngu • Meta hvernig lyfjanotkun barnshafandi kvenna á Íslandi er miðað við önnur lönd

  11. Aðferð (1) • Aftursýn rannsókn, byggð á spurningalista sem lagður var fyrir konur á sængurlegu innan 36 klukkustunda frá fæðingu • Rannsóknin fór fram í janúar til apríl 2001 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala – Háskólasjúkrahúsi • Spurningalistinn skiptist í tvennt, almennar spurningar og lyfjaspurningar og voru allar spurningar með ákveðnum svarmöguleikum • Lyfjaspurningum var beint sérstaklega að ákveðnum sjúkdómum eða lyfjum

  12. Aðferð (2) • Þýði rannsóknarinnar voru allar konur, 18 ára og eldri, sem áttu barn á LSP eða FSA á rannsóknar-tímanum • Ekki var valið á neinn hátt hvaða konum var sleppt úr rannsókninni • Við úrvinnslu á gögnum var notuð fervikagreining með eftirprófum, kí-kvaðratspróf, Fisher´s próf, parað t-próf og Kolmogorov-Smirnov próf og miðaðist mark-tækni við p-gildi minna en 0,05 • Leyfi fengið fyrir rannsókn hjá Tölvunefnd (Persónu-nefnd), siðanefndum LSP og FSA og forstöðulæknum og yfirljósmæðrum viðkomandi deilda

  13. Niðurstöður (1) • Þátttakendur í rannsókninni voru 212 konur • Vegið meðaltal svarhlutfalls var 85% • FSA: 60 boðin þátttaka, 59 skiluðu => 98% svarhlutfall • LSH: 191 boðin þátttaka, 153 skiluðu => 80% svarhlutfall • 26% neyttu áfengis á meðgöngu • Áfengisneysla á meðgöngu getur valdið svokölluðu áfengisheilkenni hjá barni • Jafnvel lítið magn áfengis er talið geta skaðað fóstrið • 17% reyktu sígarettur á meðgöngu • Reykingar á meðgöngu hafa verið tengdar við aukna tíðni fósturláta og léttburafæðingar

  14. Niðurstöður (2) • 90% þátttakenda tóku vítamín á meðgöngu • 20% þátttakenda tóku fólinsýru fyrir getnað • 80% þátttakenda tóku fólinsýru á meðgöngu • 13% þátttakenda tóku eða notuðu náttúrulyf á meðgöngu • Dæmi um náttúrulyf voru ginseng, „blue cohash”, kvöldvorrósarolía og Herbalife®

  15. Niðurstöður (3) • 94% þátttakenda tóku einhver lyf á meðgöngu • Meðalfjöldi lyfja, sem tekin voru á meðgöngu, var 3,86 (±2,63) • 55% þátttakenda tóku lyf sem fengin voru út á lyfseðil • Meðalfjöldi lyfja, sem fengin voru út á lyfseðil, var 1,05 (±1,29) • 88% þátttakenda tóku lyf sem keypt voru án lyfseðils • Meðalfjöldi lyfja, sem keypt voru án lyfseðils, var 2,32 (±1,73)

  16. Niðurstöður (4) • Mjög fáar konur taka engin lyf á meðgöngu (6%)

  17. Niðurstöður (5) • Meirihluti lyfjanna voru keypt án lyfseðils (66%)

  18. Niðurstöður (6) Lyfjanotkun eftir ATC-flokkum:

  19. Niðurstöður (7) Lyfjanotkun eftir þriðjungum meðgöngu: • Aukning í notkun lyfja eftir því sem leið á meðgöngu • Meðalfjöldi lyfja á 1.-3. mánuði var 1,14 lyf, á 4.-6. mánuði 1,72 lyf og á 7.-9. mánuði 2,02 lyf (parað t-próf, p<0,001) • Meðgöngutengd óþægindi algengari á síðari stigum meðgöngu

  20. Niðurstöður (8) • Hlutfall tilfella þegar lyf var keypt án lyfseðils:

  21. Niðurstöður (9) • Tengsl lyfjanotkunar við áfengisneyslu: • Tengsl voru á milli áfengisneyslu á meðgöngu og aukinnar lyfjanotkunar (ANOVA, p=0,037)

  22. Tengsl lyfjanotkunar og meðgöngulengdar Tengsl voru á milli styttri meðgöngulengdar og aukinnar lyfjanotkunar (ANOVA, p=0,012)

  23. Tengsl aukinnar lyfjanotkunar við reglulega lyfjanotkun Tengsl voru á milli reglulegrar lyfjanotkunar og aukins meðalfjölda lyfja (ANOVA, p=0,003)

  24. Tengsl lyfjanotkunar við bakgrunnsspurningar Ekki fundust marktæk tengsl aldurs, búsetu, menntunar, fjölda barna, tíðni læknisheimsókna fyrir meðgöngu, reykinga, neyslu örvandi drykkja eða reglulegrar hreyfingar við meðalfjölda lyfja sem notuð voru á meðgöngu

  25. Niðurstöður (10) • Skipting lyfja, sem notuð voru á meðgöngu, eftir sænska öryggisflokkunarkerfinu: Nokkuð algengt er að konur taki lyf úr flokkum þar sem öryggi á meðgöngu er ekki þekkt eða vitað er að lyfið geti valdið fósturskemmdum (B3, C og D) en 18% lyfjanna komu úr þessum flokkum Í danskri rannsókn kom fram að 41% lyfja voru úr flokki A og 27% úr flokki B3, C eða D

  26. Ályktun • Lyfjanotkun barnshafandi kvenna er mikil hér á landi eins og annars staðar • Lyfjanotkun eykst eftir því sem líður á meðgöngu sem skýrist af því að ýmsir meðgöngutengdir kvillar eru algengari á síðari stigum meðgöngu • Hlutfall lyfja, sem keypt eru án lyfseðils, er afar hátt • Mikilvægt að kanna hvort barnshafandi konur séu að fá nægilega ráðgjöf um lyfjanotkun á meðgöngu

More Related