260 likes | 445 Views
Lyfjagjöf til barna og barnshafandi kvenna. Fyrirlestur á fundi hjá Félagi lyfjafræðinga um klíníska lyfjafræði 7. maí 2002. Þórdís Guðmundsdóttir lyfjafræðingur. Yfirlit. Lyfjagjöf til barna Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna Rannsókn á lyfjanotkun barnshafandi kvenna.
E N D
Lyfjagjöf til barna og barnshafandi kvenna Fyrirlestur á fundi hjá Félagi lyfjafræðinga um klíníska lyfjafræði 7. maí 2002 Þórdís Guðmundsdóttir lyfjafræðingur
Yfirlit • Lyfjagjöf til barna • Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna • Rannsókn á lyfjanotkun barnshafandi kvenna
Lyfjagjöf til barna (1) • Börn og fullorðnir bregðast við lyfjagjöf á mismunandi hátt • Aldur barna hefur afgerandi áhrif á farmakókínetík lyfs • Lyf ekki prófuð sérstaklega á börnum og því er mikið um óskráðar ,,ábendingar”
Lyfjagjöf til barna (2) • Frásog • Seyti magasýru • Hraði magatæmingar • Þarmahreyfingar • Dreifing • Vökvamagn líkamans • Próteinbinding • Blóð-heila hemill • Niðurbrot • CYP450
Lyfjagjöf til barna (3) • Útskilnaður • Blóðflæði til nýrna • GF • Skammtastærðir fyrir börn • Gefnar upp • Reiknaðar út frá skammtastærðum fullorðinna • Aðrir þættir sem hafa áhrif á gjöf lyfsins • Meðferðarheldni • Tækni við lyfjagjöf • Kostnaður
Ályktun • Mörg atriði sem þarf að hafa í huga þegar börnum eru gefin lyf • Þörf er á frekari upplýsingum um áhrif lyfja á börn • Aukin fræðsla ætti að bæta meðferðarheldni
Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna (1) • Allt fram á miðja síðustu öld var talið að legið veitti fóstrinu öruggt skjól fyrir utanaðkomandi áhrifum • Í dag er vitað að lyf, sem móðir tekur á meðgöngu, geta haft skaðleg áhrif á fóstrið • Rannsóknir hafa sýnt að 40-99% kvenna taka lyf á meðgöngu • Ástæða er til að fylgjast reglulega með lyfjanotkun á meðgöngu til að meta hvort konur séu ef til vill að nota lyf í lyfjaflokkum sem ekki eru æskilegir á meðgöngu
Lyfjagjöf til barnshafandi kvenna (2) • Flutningur lyfja yfir fylgju • Á 5. viku • Eiginleikar lyfs og fylgju • Fósturskemmandi áhrif lyfja • Á fyrsta þriðjungi meðgöngu • Á öðrum stigum meðgöngu • Áhrif meðgöngu á lyfjagjöf • Léleg meðferðarheldni • Farmakókínetískar breytingar • Breyting á sjúkdómsástandi
Markmið • Kanna fjölda lyfja sem tekin eru á meðgöngu og hvaða lyf eru algengust • Athuga hvenær konur taka helst lyf á meðgöngu og hvernig þær fá lyfin • Athuga hvert öryggi lyfjanna er samkvæmt sænska öryggisflokkunarkerfinu • Kanna hvort tengsl séu á milli bakgrunnsþátta eða lífstíls kvennanna og lyfjanotkunar á meðgöngu • Meta hvernig lyfjanotkun barnshafandi kvenna á Íslandi er miðað við önnur lönd
Aðferð (1) • Aftursýn rannsókn, byggð á spurningalista sem lagður var fyrir konur á sængurlegu innan 36 klukkustunda frá fæðingu • Rannsóknin fór fram í janúar til apríl 2001 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala – Háskólasjúkrahúsi • Spurningalistinn skiptist í tvennt, almennar spurningar og lyfjaspurningar og voru allar spurningar með ákveðnum svarmöguleikum • Lyfjaspurningum var beint sérstaklega að ákveðnum sjúkdómum eða lyfjum
Aðferð (2) • Þýði rannsóknarinnar voru allar konur, 18 ára og eldri, sem áttu barn á LSP eða FSA á rannsóknar-tímanum • Ekki var valið á neinn hátt hvaða konum var sleppt úr rannsókninni • Við úrvinnslu á gögnum var notuð fervikagreining með eftirprófum, kí-kvaðratspróf, Fisher´s próf, parað t-próf og Kolmogorov-Smirnov próf og miðaðist mark-tækni við p-gildi minna en 0,05 • Leyfi fengið fyrir rannsókn hjá Tölvunefnd (Persónu-nefnd), siðanefndum LSP og FSA og forstöðulæknum og yfirljósmæðrum viðkomandi deilda
Niðurstöður (1) • Þátttakendur í rannsókninni voru 212 konur • Vegið meðaltal svarhlutfalls var 85% • FSA: 60 boðin þátttaka, 59 skiluðu => 98% svarhlutfall • LSH: 191 boðin þátttaka, 153 skiluðu => 80% svarhlutfall • 26% neyttu áfengis á meðgöngu • Áfengisneysla á meðgöngu getur valdið svokölluðu áfengisheilkenni hjá barni • Jafnvel lítið magn áfengis er talið geta skaðað fóstrið • 17% reyktu sígarettur á meðgöngu • Reykingar á meðgöngu hafa verið tengdar við aukna tíðni fósturláta og léttburafæðingar
Niðurstöður (2) • 90% þátttakenda tóku vítamín á meðgöngu • 20% þátttakenda tóku fólinsýru fyrir getnað • 80% þátttakenda tóku fólinsýru á meðgöngu • 13% þátttakenda tóku eða notuðu náttúrulyf á meðgöngu • Dæmi um náttúrulyf voru ginseng, „blue cohash”, kvöldvorrósarolía og Herbalife®
Niðurstöður (3) • 94% þátttakenda tóku einhver lyf á meðgöngu • Meðalfjöldi lyfja, sem tekin voru á meðgöngu, var 3,86 (±2,63) • 55% þátttakenda tóku lyf sem fengin voru út á lyfseðil • Meðalfjöldi lyfja, sem fengin voru út á lyfseðil, var 1,05 (±1,29) • 88% þátttakenda tóku lyf sem keypt voru án lyfseðils • Meðalfjöldi lyfja, sem keypt voru án lyfseðils, var 2,32 (±1,73)
Niðurstöður (4) • Mjög fáar konur taka engin lyf á meðgöngu (6%)
Niðurstöður (5) • Meirihluti lyfjanna voru keypt án lyfseðils (66%)
Niðurstöður (6) Lyfjanotkun eftir ATC-flokkum:
Niðurstöður (7) Lyfjanotkun eftir þriðjungum meðgöngu: • Aukning í notkun lyfja eftir því sem leið á meðgöngu • Meðalfjöldi lyfja á 1.-3. mánuði var 1,14 lyf, á 4.-6. mánuði 1,72 lyf og á 7.-9. mánuði 2,02 lyf (parað t-próf, p<0,001) • Meðgöngutengd óþægindi algengari á síðari stigum meðgöngu
Niðurstöður (8) • Hlutfall tilfella þegar lyf var keypt án lyfseðils:
Niðurstöður (9) • Tengsl lyfjanotkunar við áfengisneyslu: • Tengsl voru á milli áfengisneyslu á meðgöngu og aukinnar lyfjanotkunar (ANOVA, p=0,037)
Tengsl lyfjanotkunar og meðgöngulengdar Tengsl voru á milli styttri meðgöngulengdar og aukinnar lyfjanotkunar (ANOVA, p=0,012)
Tengsl aukinnar lyfjanotkunar við reglulega lyfjanotkun Tengsl voru á milli reglulegrar lyfjanotkunar og aukins meðalfjölda lyfja (ANOVA, p=0,003)
Tengsl lyfjanotkunar við bakgrunnsspurningar Ekki fundust marktæk tengsl aldurs, búsetu, menntunar, fjölda barna, tíðni læknisheimsókna fyrir meðgöngu, reykinga, neyslu örvandi drykkja eða reglulegrar hreyfingar við meðalfjölda lyfja sem notuð voru á meðgöngu
Niðurstöður (10) • Skipting lyfja, sem notuð voru á meðgöngu, eftir sænska öryggisflokkunarkerfinu: Nokkuð algengt er að konur taki lyf úr flokkum þar sem öryggi á meðgöngu er ekki þekkt eða vitað er að lyfið geti valdið fósturskemmdum (B3, C og D) en 18% lyfjanna komu úr þessum flokkum Í danskri rannsókn kom fram að 41% lyfja voru úr flokki A og 27% úr flokki B3, C eða D
Ályktun • Lyfjanotkun barnshafandi kvenna er mikil hér á landi eins og annars staðar • Lyfjanotkun eykst eftir því sem líður á meðgöngu sem skýrist af því að ýmsir meðgöngutengdir kvillar eru algengari á síðari stigum meðgöngu • Hlutfall lyfja, sem keypt eru án lyfseðils, er afar hátt • Mikilvægt að kanna hvort barnshafandi konur séu að fá nægilega ráðgjöf um lyfjanotkun á meðgöngu