200 likes | 444 Views
Jón Sigurðsson og stjórnarskráin. 2. kafli. Lýðræðisríkið Noregur. Árið 1814 biðu Danir ósigur í Napóleonsstríðunum . Svíar höfðu verið bandamenn Breta og hrifsuðu til sín Noreg sem herfang. Norðmenn vildu hins vegar ekki yfirráð Svía og lýstu yfir sjálfstæði .
E N D
Jón Sigurðsson og stjórnarskráin 2. kafli Nútíminn 1900-2008
Lýðræðisríkið Noregur • Árið 1814biðu Danir ósigur í Napóleonsstríðunum. • Svíar höfðu verið bandamenn Breta og hrifsuðu til sín Noregsem herfang. • Norðmenn vildu hins vegar ekki yfirráð Svía og lýstu yfir sjálfstæði. • Norðmenn sömdu í framhaldinu stjórnarskráog komu á lýðræði– framsæknasta lýðræðisríkiEvrópu á sínum tíma. • Einnig kusu þeir sér til konungs Kristjánnokkurn, frænda Danakonungs en hann var frjálslyndur og lýðræðissinnaður maður. • Svíargerðu þá innrás, sigruðu Norðmenn og gerðu Kristján útlægan. • Skömmu síðar dó frændi hans Danakonungur og tók þá Kristján við konungdómi í Danmörku sem Kristján 8. 2 Nútíminn 1900-2008
SjálfstæðisbaráttaÍslendinga Jón Sigurðsson: • Fæddist17. júní 1811 á Hrafnseyri við Arnarfjörð. • Foreldrar Sigurður Jónsson prestur og Þórdís Jónsdóttir. • Var snemma látinn róa til sjós og vinna við sveitarstörf. • Hann var heimaskólaður, byrjaði að læra latínu 11 ára. • 18 ára tók hann stúdentspróf hjá dómkirkjuprestinum í Rvk. • Hafði þá 2 kosti: • 1) gerast prestur; • 2) fara í nám til Köben. • Hann ákvað því að vinna fyrir sér sem skrifari og bókari. Jón Sigurðsson 2 Nútíminn 1900-2008
Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan • Árið 1833 hélt hann utan til Kaupmannahafnar til náms. • Áður en hann fór utan trúlofaðist hann Ingibjörgu Einarsdóttur sem var tíu árum eldri en hann. • Stundaði Jón nám næstu 5 ár en kláraði ekki prófið. • Vildi hann ganga til liðs við Fjölnismenn en deildi á við þá um hvar skyldi endurreisa Alþingi, Jón vildi hafa það í Reykjavík. • Stofnaði hann tímaritið Ný félagsrit1841 sem kom út árlega. 2 Nútíminn 1900-2008
SjálfstæðisbaráttaÍslendinga Kristján 8 • Kristján 8. beitti sér fyrir því árið 1841 að stofnað yrði sérstakt ráðgjafaþing fyrir Íslendinga sem fengi nafnið Alþingiog ætti sér aðsetur í Reykjavík. • Varð við það mikill ágreiningur milli íslenskra þjóðernissinnaí Kaupmannahöfn. • Meirihluti Fjölnismannavildi hafa Alþingi á Þingvöllum og deildu um það við danska embættismenn. • Klofningshópuríslenskra þjóðernissinna vildi hins vegar styðja veru Alþingis í Reykjavík og var foringi þess hóps tiltölulega óþekktur íslenskur námsmaður að nafni Jón Sigurðsson. • Jón Sigurðsson var undir áhrifum frá bæði þjóðernishyggjuognývæðingarstefnu. • Nývæðingarstefna Jóns fólst í að gera Reykjavík að nútímalegri höfuðborg– hann skildi að Þingvellir var á engan hátt til þess fallinn að verða höfuðborg nýs ríkis. Jón Sigurðsson 2 Nútíminn 1900-2008
SjálfstæðisbaráttaÍslendinga • Hið nýja Alþingi Íslendinga kom saman í fyrsta sinn 1. júlí 1845 í Reykjavík. • Það var mannað 26 þingmönnum til sex ára í senn. • Var Jón Sigurðsson þar á meðal en hann hafði hlotið glæsilegustu kosninguna sem þingmaður Ísafjarðarsýslu (50 af 52 atkvæðum). • Hlutverk Alþingis var takmarkað við að vera ráðgjafaþing og gat einungis gefið út bænaskrá um ný lög en ekki samið ný sjálf. • Konungur ákvað síðan hvort hann tók mark á þessum ráðgjafaþingum sínum. • Konungaskipti urðu í Danmörku þegar uppreisnarárið mikla 1848 reið yfir og lagði nýi konungurinn, Friðrik 7., fljótlega niður einveldið og tók upp þingbundna konungsstjórn. • Með því fengu ráðgjafar hans einskonar hlutverk ráðherra og þingið meira löggjafarvald. • Danmörk fékk því stjórnarskrá og kosið var til nýs stjórnlagaþings. • Nú var loksins komin þrískipting ríkisvaldsins sem við þekkjum í dag og erhornsteinn ríkisins: • framkvæmdavald, sá um stjórnun ríkisins og framkvæmd laganna (ríkisstjórnin, lögreglan,herinn, strandgæsla); • löggjafarvald, sá um að setja ríkinu lög; • dómsvald, sá um að dæma þá sem brutu lögin. • Mikilvægasti þátturinn í þrískiptingunni er að hver þessara þriggja arma séhinum alveg óháður og sjálfstæður. Friðrik 7. 2 Nútíminn 1900-2008
SjálfstæðisbaráttaÍslendinga • Þingbundin konungsstjórní Danmörku eftir 5. júní 1849. Konungur Löggjafarvald Framkvæmdavald Dómsvald Þing – þing og kóngur samþykkja lög Ráðherravald – eru raunverulegir stjórnendur ríkisins Dómarar verða sjálfstæðari Þjóðin velur – þ.e. aðeins eldri og efnaðri karlar mega kjósa – 20% þjóðarinnar hefur þá eitthvað um stjórn landsins að segja Þingið velur Lögfræðingar velja 2 Sjálfstæði Íslendinga, 3. hefti
SjálfstæðisbaráttaÍslendinga • Krafa Dana: • Sex fulltrúar Íslendingakosnir afÍslendingum á danska ríkisþingið. • Danska ríkisþingiðsetji lög um málefni Íslands og Danmerkur sameiginlega. • Alþingi Íslendinga yrði ráðgefandium íslensk innanríkismál. • Foringi Dana var Jörgen Ditlev Trampe. • Krafa Íslendinga: • Alþingi fái löggjafarvaldum innanlandsmál Íslands. • Ráðherravaldverði í höndum íslenskra ráðherra á Íslandi. • Einn erindreki Íslendinga eigi sæti í ríkisstjórn Dana í Kaupm.h. • Foringi Íslendinga var Jón Sigurðsson. 2 Nútíminn 1900-2008
Pólitísk barátta íslenskra sjálfstæðissinna hélt áfram og kröfðust menn æ meiri sjálfstjórnar á leið til sjálfstæðis. • Friðrik 7. Danakonungur veitti Íslendingum eigið stjórnlagaþing sem var haldið í Reykjavík 1851 og kallað þjóðfundur. Á málverki þessu af þjóðfundinum í Lærða skólanum (Latínuskólanum, nú MR) 5. júlí 1851 má sjá Jón Sigurðsson í dökkbláum jakka andmæla konungsfulltrúanum, Trampe greifa, sem vildi ryðja salinn þegar Íslendingar fengu ekki kröfur sínar uppfylltar um fullt löggjafarvald og ráðherravald sem myndi þýða skýrari aðgreiningu frá Danmörku. Hrópuðu þá þingmenn allir í einum kór: ‘Vér mótmælum allir!’ 2
Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan • Óheppileg endalok þjóðfundarins settusjálfstæðismál Íslendinga í sjálfheldunæstu 20 árin. • Þjóðfundurinn ýtti verulega undir almennastjórnmálaþátttöku Íslendinga sem núbreyttist úr því að vera aðallega í höndumíslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn í það að verða raunveruleg þjóðar- og sjálfstæðisbarátta sem Íslendingar á Íslandi gátu nú tekið fullan þátt í. • Fram að því hafði meirihluti Íslendinga látið sér í léttu rúmi liggja hvort stjórnendur landsins væru íslenskir eða danskir. • Óumdeildur foringi sjálfstæðissinnaðra Íslendinga og í raun Íslendinga allra á þessum tímum var Jón Sigurðsson sem var dáður mjög og virtur af allflestum. • Tímabilið 1851-1871 notaði Jón til að koma skoðunum sínum og annarra sjálfstæðissinnaðra Íslendinga á framfæri í tímaritinu Þjóðólfur. 2 Nútíminn 1900-2008
Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan • Í Þjóðólfi lagði Jón Sigurðsson mikla áherslu á að sjálfstætt Ísland fengi eftirfarandi stofnanir: • Stjórnarskrá, til að varðveita helgustu lög landsins, þ.á.m. um réttindi þegnanna gagnvart ríkinu; • Ríkisstjórn, sem færi með stjórn hins íslenska ríkis; • Alþingi, til að setja landslög sem ríkið og þegnarnir færu eftir; • Dómstól, til að dæma eftir landslögum; • Lögreglu, til að hafa eftirlit með því að farið væri eftir lögum og þeim hlýtt; • Her, til að standa vörð um landið og ríkið og verja það fyrir erlendum óvinum þess; • Landsfána, sem tákn hinnar íslensku þjóðar og ríkisins; • Höfuðborg, nútímalegan stað með þeim þjónustustofnunum og öðru sem prýða má alvöru höfuðborg; • Allar stofnanirnir hér að ofan eru það sem venjuleg nútíma ríki hafa og sem Ísland kom sér að lokum upp nema ef vera skyldi eigin her, þar víkur Ísland frá reglunni. • Ísland er því eitt af örfáum löndum í heiminum sem ekki hefur eigin her til að sjá um landvarnir. • Í staðinn lýstu Íslendingar því yfir að þeir væru friðsöm þjóð og hafa að mestu leyti haldið fast við þá stefnu. 2 Nútíminn 1900-2008
Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan • Undir áhrifum rómantískrar þjóðernishyggju litu margir Danir á Ísland sem einskonar heilagt land byggt fólki sem varðveitt hafði fornan norrænan menningararf. • Þess vegna litu Danir aldrei svo á að þröngva ætti Íslendingum til að taka dönsku í stað íslensku né heldur að Íslendingar litu á sig sem Dani. • Sjálfstæðisbarátta Íslendinga fór einnig fram á friðsaman hátt þar sem menn skilmdust með orðum en ekki vopnum. • Enginn Dani og þaðan af síður Íslendingur féll í þessari sjálfstæðisbaráttu, ólíkt því sem gerðist víða annars staðar. • Það ýtti undir meiri jákvæðni í garð sjálfstæðiskrafna Íslendinga meðal almennings og stjórnvalda í Kaupmannahöfn. Kosningaréttur: réttur til að kjósa – á þing, borgarstjórn, nemendaráð. Kjörgengi: það að mega bjóða sig fram í kosningum. Konungsfulltrúi: umboðsmaður konungs á Íslandi. 2 Nútíminn 1900-2008
Þjóðernissamsetning í Danmörku og nágrannaríkjunum 1850 2 Nútíminn 1900-2008
Slésvík-Holsteinstríðin • Í anda þjóðernishyggju urðu þær kröfur sífellt háværari að ein þjóð ætti að vera séreining í eigin landi með eigið ríki. • Þýskumælandi fólk vildi nú gera eitt ríki úr mörgum litlum furstaríkjum. • Í syðsta hluta Danmerkur í héruðunum Slésvík og Holsteinbjuggu árið 1845 fólk af dönsku,þýskuog frísnesku þjóðerni. • Slésvík • Hafði frá fornu fari verið byggt fólki af dönskum uppruna • Þýsk menningaráhrifásamt þýskum innflytjendum höfðu gert þýsku að tungumáli verslunar, menntunar og handverksmanna • Borgir Slésvíkur voru því orðnar að stórum hluta þýskumælandi • Sveitirnarvoru aftur á móti enn dönskumælandi. • Holstein • Var byggt Þjóðverjumfrá fornu fari • Var nátengt menningarlega séð norðurhluta Þýskalands, sérstaklega Hamborgarsvæðinu. 2 Nútíminn 1900-2008
Slésvík-Holsteinstríðin • Þýskir þjóðernissinnarkröfðust sameiningar héraðanna beggja við þýska ríkjasambandið. • Danskir þjóðernissinnar voru á því að leyfa Holstein að sameinast þýska sambandsríkinu en vildu halda Slésvík áfram innan Danmerkur. • Íhaldsmenná danska þinginu kröfðust óbreytts ástands og áframhaldandi veru héraðanna beggja innan Danmerkur. • Stofnun ráðgjafarþinganna fjögurra í Danmörku flækti málin og skaut þeim á frest – að mörgu leyti gerði töfin málin enn verri til úrlausnar seinna meir. 2 Nútíminn 1900-2008
SlésvíkurstríðinFyrra stríðið 1848-50 • Eftir áframhaldandi miklar deilur milli Dana og Þjóðverja braust að lokum út stríð milli deiluaðilanna árið 1848. • Danir fengu mikinn stuðning annarra Norðurlandabúa, Svía og Norðmanna, sem sendu sjálfboðaliða og hergögn til stuðnings Dönum. • Tugir íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn skráði sig í danska herinn. • Eitt fyrsta dæmið um samnorræna vitund meðal íbúanna þó svo að Svíþjóð hafi aldrei opinberlega lýst yfir bandalagi með Dönum. • Þýskir uppreisnarmenn í Holstein og Slésvík fengu stuðning frá öðrum þýskum ríkjum í formi hergagna og hersveita. • Eftir mikla bardaga höfðu Danir betur og hröktu uppreisnarmenn á flótta og þvinguðu fram frið árið 1850. 2 Nútíminn 1900-2008
SlésvíkurstríðinSeinna stríðið 1864 • Þjóðverjar í Slésvík og Holstein voru hins vegar ekki á því að gefa baráttuna alveg frá sér. • Um árið 1860 fengu þeir stuðning hins volduga Prússaríkismeð öflugasta her heims en þar var við völd enginn annar en sjálfur járnkanslarinn, Otto von Bismarck. • Útlitið var ekki glæsilegt fyrir Dani og í nokkrum orrustum á Jótlandsskaga árið 1864voru Danir sigraðir. • Slésvík og Holstein voru þá innlimuð inn í þýska sambandsríkiðog hluti Jótlands hersetinn í mörg ár þar á eftir. • Eftir þessar ófarir misstu Danir trúna á heimsveldisbrölt og voru viljugri til að veita Íslendingum meiri völd og sjálfstjórn. 2 Nútíminn 1900-2008
Leiðin til löggjafarvalds 1874 • Ísland – efnahagsreikningur danska ríkisins fyrir Ísland 1850-70. • Niðurstaðan var sú að útgjöld danska ríkisins af Íslandi voru meiri en tekjurnar. • Ef Ísland fengi sjálfstæði miðað við óbreytt ástand yrði það gjaldþrota strax á öðru ári. • Stöðulögdanska ríkisþingsins 1871. • Ísland fengi landsréttindi– óákveðið hver þau yrðu. • Ísland áfram hluti Danaveldis. • Ísland fengi 20.000 ríkisdali fyrstu árin. • Ísland fengi auk þess 30.000 ríkisdali á ári í óákv. tíma. Friðrik 7. 2 Nútíminn 1900-2008
Leiðin til löggjafarvalds 1874 • Alþingi Íslendinga bað Danakóng um stjórnarskrá. • Stjórnarskráinkom 5. janúar 1874. • Löggjafarvald í málum Íslands í höndum kóngs ogAlþingis Íslendinga. • Ráðherrar Íslands voru í Danmörku. • Landshöfðingi varð nú æðsti embættismaðurÍslands, skipaður af danska dómsmálaráð-herranum. • Íslendingar héldu mikla þjóðhátíðsumarið1874, Danakonungi var boðið sem gestur Íslendinga. • Jón Sigurðsson, leiðtogi íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879, Ingibjörg kona hans lést 9 dögum seinna. Jón Sigurðsson 2 Nútíminn 1900-2008