140 likes | 497 Views
Ritun rannsóknarritgerða Skrifað í skrefum. Fræðslufundur um ritgerðasmíð Baldur Sigurðsson, KHÍ ágúst 2007. Í þessum fyrirlestri ætla ég. að ræða nokkur mikilvæg atriði í ritun rannsóknarritgerða Í upphafi var spurningin Hvaða spurningar eru einhvers virði?
E N D
Ritun rannsóknarritgerðaSkrifað í skrefum Fræðslufundur um ritgerðasmíð Baldur Sigurðsson, KHÍágúst 2007
Í þessum fyrirlestri ætla ég... • að ræða nokkur mikilvæg atriði í ritun rannsóknarritgerða • Í upphafi var spurningin • Hvaða spurningar eru einhvers virði? • Hvað skiptir máli í umgengni við heimildir? • Svo var skipulagið • Hver er kjarni máls? • Hvað er framsetning? • Hvað er efnisgrein? • Að síðustu var orðið • Fyrir hvern er skrifað? • Má maður segja skoðun sína? BS, Ritun rannsóknarritgerða
Ritun sem ferli • Rannsóknarritgerð, fræðileg ritgerð, heimildaritgerð (?) • Ritunarferlið gert sýnilegt fyrir kennara / félaga • Rannsóknarspurning og efnisyrðing • Efnisgrind • Drög • Endurskoðun • Hlutverk kennarans • Kennari er góður og gagnrýninn lesandi, eins og aðrir • Kennari leiðbeinir og aðstoðar BS, Ritun rannsóknarritgerða
Í upphafi var spurning • Rannsóknarritgerð byggð á heimildum • Ein spurning – ein ritgerð • Tvær spurningar – tvær ritgerðir • Heimildir eiga að svara spurningum • Heimildir eiga að vekja spurningar • Heimildir eiga hvorki að ráða viðfangsefni né efnistökum • Samvinna höfundar og heimilda BS, Ritun rannsóknarritgerða
Hvers virði er spurningin? • Hvaða spurningar eru einhvers virði? • Hvers virði er að vita svarið? • Skiptir það máli fyrir höfund eða lesanda? • Hvernig verður spurning mikilvæg? • Að kveikja spurningu í kolli lesanda • Að gera spurningu mikilvæga – fyrir hvern? • Ritgerð verður aldrei merkilegri en sú spurning sem dregur vagninn BS, Ritun rannsóknarritgerða
Eiginleikar góðrar rannsóknarspurningar • Vondar spurningar • Já/nei-spurningar. Hvað er...? Hvernig er háttað...? • Góðar spurningar • Hvers vegna...? Hvaða áhrif...? • Tengja eitthvað tvennt, A og B, spyrja um áhrif eða tengsl • Góð spurning veitir höfundi stuðning og aðhald • gerir kröfu um ákveðna tegund umfjöllunar • greinir milli aðalatriða og aukaatriða BS, Ritun rannsóknarritgerða
Svo var skipulag • Að velja fyrirsögn: • Að kveikja kjarna máls í kolli lesanda? • Bok eftir Tage Danielsson • Rannsóknarritgerð eftir Baldur Sigurðsson • Verkefni 1 eftir Nafnlausan Nemanda • Stigskipt fyrirsagnakerfi • Kjarni máls í einu orði eða einni setningu • Millifyrirsagnir veita höfundi aðhald • Hjálpartæki höfundar og leiðbeining fyrir lesendur • Efnisgrind: Fyrirsagnakerfi í smáatriðum • Efnisyfirlit: Fyrirsagnakerfi í grófum dráttum • Nota yfirlit (outline) í ritvinnslu BS, Ritun rannsóknarritgerða
Hvað er framsetning? • „Framsetningu er ábótavant“ • Málfar og stíll: lágkúra og uppskafning • Skipan efnisatriða: ruglandi og skalli • Ásetningsruglandi og óviljaruglandi • Hvers vegna er góð framsetning mikilvæg? • Lögmál um náttúrulega röð • Upphaf – miðja – endir BS, Ritun rannsóknarritgerða
Hvað er efnisgrein? • Afmarkast af greinaskilum • Tengsl efnisatriða innan efnisgreinar • Grundvallareining framsetningar • Lýtur grundvallarlögmálinu um upphaf, miðju og endi • Lykilsetning, svið hennar í texta (dæmi) • Tengsl milli efnisgreina • Hver efnisgrein fær fyrirsögn eða heiti • Spyrja um kjarna máls í hverri efnisgrein • Hjálpartæki höfundar • Heiti efnisgreina mynda „rauða þráðinn“ BS, Ritun rannsóknarritgerða
Að síðustu var orðið • Fyrir hvern skrifar höfundur, lesanda, kennarann eða sjálfan sig? • Mitt er að skrifa – ykkar að skilja • Ég skrifa það sem mér sýnist • Ólíkar tegundir ritsmíða, ætlaðar ólíkum lesendum • Hvað virkar? • Listin að spyrja góðra spurninga? • Vísa til heimilda • Vanda málfar og stíl • Texti er sjónhverfing – höfundur listamaður eða loddari BS, Ritun rannsóknarritgerða
Til hvers er vísað í heimildir? • Til að skapa trúverðugleika • Lesandi skilur að höfundur þekkir efnið • Lesandi getur sannreynt að rétt sé með farið • Lesandi getur leitað frekari upplýsinga um efnið • Til að deila ábyrgð með öðrum • Höfundur ber ábyrgð á ritsmíð sinni • Höfundur deilir ábyrgð á efninu með öðrum • Höfundur getur ekki vitað allt BS, Ritun rannsóknarritgerða
Hvað skiptir máli í umgengni við heimildir? • Vitnað til efnis eða orðalags (orðrétt) • Hvenær er efni annarra almenningseign? • Hversu löng þarf ritgerð að vera til að þola eina orðrétta (stafrétta) tilvitnun? • Eiga orðréttar tilvitnanir að tala fyrir munn höfundar? • Þrjár ástæður til að mega vitna til orðalags • Vitnað er í biblíuna, lög, námskrá eða kveðskap • Orðalag frumtexta er á einhvern hátt skáldlegt, upphafið eða smellið • Tilvitnun er þungamiðja umfjöllunar • Draga formsatriði athygli frá því sem máli skiptir? BS, Ritun rannsóknarritgerða
Höfundur og heimildirnar • Hverju ræður höfundur? • efnisvali • spurningu • vali heimilda • meðferð efnis • framsetningu • Hverju ráða heimildir? • því sem höfundur vill að þær ráði • Hvernig heldur maður eigin hugmyndum aðgreindum frá efni heimilda? • Halldór Laxness -> Hannes Hólmsteinn BS, Ritun rannsóknarritgerða
Má maður segja skoðun sína? • Hvert er markmið höfundar? • að lýsa skoðun sinni? • að sannfæra lesanda? • Hvernig sannfærir maður lesanda? • með áróðri? • með fræðslu? • Hvernig má skapa trúverðugleika og traust? • Er höfundur sjónhverfingamaður? • Ábyrgð höfundar: • Vill hann þjóna sannleikanum eða lyginni? BS, Ritun rannsóknarritgerða