1 / 38

Eldri þjóð Ný viðfangsefni

Eldri þjóð Ný viðfangsefni. Fundur um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði 19. október 2007 Hannes G. Sigurðsson. Vinnumarkaður næstu áratuga. Hlutfallsleg fjölgun eldra fólks og eldri starfsmanna – alþjóðlegt viðfangsefni Mikil fjölgun aldraðra – gríðarleg umönnunarþörf

zahur
Download Presentation

Eldri þjóð Ný viðfangsefni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Eldri þjóð Ný viðfangsefni Fundur um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði 19. október 2007 Hannes G. Sigurðsson

  2. Vinnumarkaður næstu áratuga • Hlutfallsleg fjölgun eldra fólks og eldri starfsmanna – alþjóðlegt viðfangsefni • Mikil fjölgun aldraðra – gríðarleg umönnunarþörf • Hlutfallsleg fækkun ungmenna • Viðvarandi vinnuaflsskortur • Fjölgun innflytjenda

  3. Hækkandi meðalaldur í heiminum öllum • Jarðarbúum fjölgar úr 6,5 milljörðum nú í 9 milljarða 2050 • Íbúum Evrópu mun fækka, þrátt fyrir mikinn innflutning frá öðrum heimshlutum • Tæplega helmingur fjölgunar íbúa jarðarinnar fram til 2050 mun stafa af fjölgun 65 ára og eldri en börnum yngri en 15 ára mun fækka. • Fjöldi jarðarbúa 100 ára og eldri mun fimmtánfaldast.

  4. Samsetning íbúa breytist • Á næstu áratugum mun Íslendingum á vinnumarkaði fækka hlutfallslega, en þeim, sem komnir verða á efri ár, mun fjölga mjög. • Árið 2050 verður rúmur fjórðungur íbúa landsins eða 110 þúsund manns 65 ára og eldri saman borið við tíunda hvern íbúa eða 35 þúsund manns nú. • Áttræðum og eldri mun fjölga úr 9.600 í um 45 þúsund á þessum tíma.

  5. Tveir á móti einum • Árið 2050 stefnir í að tveir Íslendingar verði á vinnualdri (16-64) fyrir hvern ellilífeyrisþega (65+) • Árið 2027 verður hlutfallið 3:1 • Nú er hlutfallið tæplega sex á móti einum • Breytingar af völdum aldurssamsetningar verða tilfinnanlegar eftir fáeina áratugi

  6. Atvinnuþátttaka eldri starfsmanna • Aukin atvinnuþátttaka kvenna og eldri starfsmanna er þáttur í lausn vandans í mörgum löndum • Atvinnuþátttaka kvenna og eldri starfsmanna er hins vegar þegar mjög mikil hér á landi • Hlutastörf, sem henta mörgum eldri starfsmönnum, eru mörg hér á landi

  7. Eldri starfsmenn • Viðhorf atvinnurekenda til eldri starfsmanna – könnun SA • Fjarvistir eftir aldri – gögn Inpro • Erlendar kannanir

  8. Viðhorf fyrirtækja á Íslandi til 50+ Könnun SA meðal aðildarfyrirtækja 2004 • Starfsfólk 50 ára og sjaldnar frá vegna veikinda en yngra fólkið • Vinnuhraði 50+ sá sami og annarra • Mun jákvæðari í garð vinnunnar en yngra fólk Könnun SA 2002 • 42% töldu 50+ verðmætari, 3% ekki eins verðmætt

  9. Erlendar kannanir Danska vinnumálastofnunin 2005 • 50-59 ára eiga auðveldara með að fá vinnu í kjölfar ráðningarviðtals en 25-49 ára Breska Jobcentre Plus • Bæði yngri og eldri starfsmenn telja að blandaðir aldurshópar séu mikilvægir • Eldri starfsmenn dást að námsgetu og orku þeirra yngri sem dást að reynslu og áreiðanleika þeirra eldri

  10. Ályktanir Breytt aldurssamsetning snertir nánast öll svið efnahags- og þjóðmála • Vinnumarkað • Lífeyrismál • Innflytjendamál • Skattamál • Heilbrigðiskerfi • Menntakerfi • Hagvöxt • Framleiðni og lífskjaraþróun

  11. Ný hugsun – ný nálgun Betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknisfræði hafa breytt aldurssamsetningu þjóða og það kallar á ný viðfangsefni stjórnvalda um heim allan, nýja hugsun og nýja nálgun. Hugmyndir manna um velferðarkerfi eru að hluta til reistar á mannfjöldapíramída sem ekki er lengur fyrir hendi

  12. Langtímahugsun Hugsa verður til langs tíma, þegar ákvarðanir eru teknar og mörkuð stefna í málefnum þeirra, sem nú nálgast eftirlaunaaldurinn. Þær ákvarðanir verða að miðast við lausnir á viðfangsefnum, sem blasa við, en mega ekki skapa sívaxandi vanda eftir því sem öldruðum fjölgar.

  13. Tveir á móti einum • Miðað við óbreyttan eftirlaunaaldur er fyrirséð að árið 2050 verði einungis tveir einstaklingar á vinnumarkaði fyrir hvern einn, sem kominn er á eftirlaunaaldur, en þeir eru tæplega sex nú. • Mikilvægt verður að hvetja þá eldri til frekari atvinnuþátttöku. Konur eiga að jafnaði um 21 ár eftir ólifuð við 65 ára aldur, en karlar 18 ár. Árið 2050 munu 5-6 ár hafa bæst við, þannig að 65 ára konur eigi 26 ár ólifuð og karlar 23.

  14. Lífeyrismál • Lífeyrissjóðir munu tryggja flestum viðunandi afkomu á efri árum í nánustu framtíð • Séreignarsparnaður og fjármagnstekjur munu verða veruleg búbót • Vandi Íslendinga vegna hækkandi meðalaldurs vegna framfærslu aldraðra er því minni en flestra annarra þjóða, sem fjármagna lífeyrisgreiðslur með skattlagningu á vinnandi fólk. • Vandinn snýr fremur að vinnumarkaðnum, hvernig stuðla má að mikilli atvinnuþátttöku eldri starfsmanna þrátt fyrir að afkoma sé trygg

  15. Vandi lífeyrissjóða • Hækkandi meðalaldur reynir á lífeyriskerfið. • Sjóðirnir byggja núverandi loforð sín um ævilangar lífeyrisgreiðslur á því, að hver lífeyrisþegi verði um 17 ár á eftirlaunum. • Æviskeið Íslendinga heldur áfram að lengjast og má búast við að 65 ára einstaklingur eigi um 24 ár ólifuð, þegar kemur fram á miðja þessa öld. • Ef það gengur eftir aukast skuldbindingar sjóðanna um 30%.

  16. Skattar verða ekki hækkaðir • Það verður þungt fyrir fæti að sækja auknar skattgreiðslur til þeirra, sem starfa á vinnumarkaði, í því skyni að standa undir auknum opinberum útgjöldum vegna fjölgunar aldraðra. • Það gengur ekki upp því ungt fólk á vinnumarkaði þarf að hafa hvatningu til að sækja sér menntun og fá umbun fyrir það, geta eignast eigið húsnæði, eignast og framfært börn og eygja möguleika á betri kjörum með því að skipta um starf. Háir skattar á atvinnutekjur samræmast ekki þeirri framtíðarmynd.

  17. Margvíslegar áskoranir • Fjölgun aldraðra mun reynast mörgum þjóðum erfið og hún mun reyna mjög á innviði velferðarríkisins. Óhjákvæmilegt virðist að greiðsluþátttaka notenda heilbrigðisþjónustu verði mun meiri en menn hafa vanist undanfarna áratugi. • Hlutfallsleg fjölgun aldraðra, og að sama skapi fækkun fólks á vinnualdri og barna, mun takmarka hagvöxt og draga úr lífskjarabata, skapa þrýsting á hækkandi skattbyrði og valda viðvarandi vinnuaflsskorti.

  18. Afnema hindranir fyrir atvinnuþátttöku eldra fólks • Brýnt er að allar hindranir fyrir atvinnuþátttöku eldri starfsmanna verði fjarlægðar og atvinnulífið leitist við að sníða störf að þörfum þeirra sem eldri eru. • Þeir sem eru 65-75 ára búa við mun betri heilsu en áður og sú þróun mun halda áfram. • Viðhorf til þess aldurs sem eðlilegt er talið að fólk hverfi af vinnumarkaði hljóta því að breytast

  19. Forsendur hagvaxtar • Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á komandi árum og mun fjölgunin stöðvast eftir u.þ.b. tvo áratugi. Því verður vinnuframlag erlends starfsfólks ein meginforsenda hagvaxtar. • Sífellt mikilvægara verður að stuðla að aukinni skilvirkni og framleiðni. Hægur vöxtur vinnuafls kallar ekki aðeins á lengri starfsævi, heldur þarf einnig að fá yngra fólk fyrr inn á vinnumarkaðinn. Aukin samþjöppun náms í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gæti stuðlað að því.

  20. Ný viðfangsefni • Stjórnmálamenn þurfa að hugsa til langs tíma • Þurfa að vera tilbúnir til þess að taka umdeildar ákvarðanir til að mæta áskorunum • Því fyrr sem ýmsum vanda er mætt þeim mun viðráðanlegri verður hann. • Hvernig velferðarkerfi samrýmist fjölgun aldraðra og hlutfallslegri fækkun starfandi fólks? • Hvernig verður unnt að viðhalda öflugum vinnumarkaði?

  21. Eldri þjóð Ný viðfangsefni Fundur um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði 19. október 2007 Hannes G. Sigurðsson

More Related