380 likes | 570 Views
Eldri þjóð Ný viðfangsefni. Fundur um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði 19. október 2007 Hannes G. Sigurðsson. Vinnumarkaður næstu áratuga. Hlutfallsleg fjölgun eldra fólks og eldri starfsmanna – alþjóðlegt viðfangsefni Mikil fjölgun aldraðra – gríðarleg umönnunarþörf
E N D
Eldri þjóð Ný viðfangsefni Fundur um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði 19. október 2007 Hannes G. Sigurðsson
Vinnumarkaður næstu áratuga • Hlutfallsleg fjölgun eldra fólks og eldri starfsmanna – alþjóðlegt viðfangsefni • Mikil fjölgun aldraðra – gríðarleg umönnunarþörf • Hlutfallsleg fækkun ungmenna • Viðvarandi vinnuaflsskortur • Fjölgun innflytjenda
Hækkandi meðalaldur í heiminum öllum • Jarðarbúum fjölgar úr 6,5 milljörðum nú í 9 milljarða 2050 • Íbúum Evrópu mun fækka, þrátt fyrir mikinn innflutning frá öðrum heimshlutum • Tæplega helmingur fjölgunar íbúa jarðarinnar fram til 2050 mun stafa af fjölgun 65 ára og eldri en börnum yngri en 15 ára mun fækka. • Fjöldi jarðarbúa 100 ára og eldri mun fimmtánfaldast.
Samsetning íbúa breytist • Á næstu áratugum mun Íslendingum á vinnumarkaði fækka hlutfallslega, en þeim, sem komnir verða á efri ár, mun fjölga mjög. • Árið 2050 verður rúmur fjórðungur íbúa landsins eða 110 þúsund manns 65 ára og eldri saman borið við tíunda hvern íbúa eða 35 þúsund manns nú. • Áttræðum og eldri mun fjölga úr 9.600 í um 45 þúsund á þessum tíma.
Tveir á móti einum • Árið 2050 stefnir í að tveir Íslendingar verði á vinnualdri (16-64) fyrir hvern ellilífeyrisþega (65+) • Árið 2027 verður hlutfallið 3:1 • Nú er hlutfallið tæplega sex á móti einum • Breytingar af völdum aldurssamsetningar verða tilfinnanlegar eftir fáeina áratugi
Atvinnuþátttaka eldri starfsmanna • Aukin atvinnuþátttaka kvenna og eldri starfsmanna er þáttur í lausn vandans í mörgum löndum • Atvinnuþátttaka kvenna og eldri starfsmanna er hins vegar þegar mjög mikil hér á landi • Hlutastörf, sem henta mörgum eldri starfsmönnum, eru mörg hér á landi
Eldri starfsmenn • Viðhorf atvinnurekenda til eldri starfsmanna – könnun SA • Fjarvistir eftir aldri – gögn Inpro • Erlendar kannanir
Viðhorf fyrirtækja á Íslandi til 50+ Könnun SA meðal aðildarfyrirtækja 2004 • Starfsfólk 50 ára og sjaldnar frá vegna veikinda en yngra fólkið • Vinnuhraði 50+ sá sami og annarra • Mun jákvæðari í garð vinnunnar en yngra fólk Könnun SA 2002 • 42% töldu 50+ verðmætari, 3% ekki eins verðmætt
Erlendar kannanir Danska vinnumálastofnunin 2005 • 50-59 ára eiga auðveldara með að fá vinnu í kjölfar ráðningarviðtals en 25-49 ára Breska Jobcentre Plus • Bæði yngri og eldri starfsmenn telja að blandaðir aldurshópar séu mikilvægir • Eldri starfsmenn dást að námsgetu og orku þeirra yngri sem dást að reynslu og áreiðanleika þeirra eldri
Ályktanir Breytt aldurssamsetning snertir nánast öll svið efnahags- og þjóðmála • Vinnumarkað • Lífeyrismál • Innflytjendamál • Skattamál • Heilbrigðiskerfi • Menntakerfi • Hagvöxt • Framleiðni og lífskjaraþróun
Ný hugsun – ný nálgun Betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknisfræði hafa breytt aldurssamsetningu þjóða og það kallar á ný viðfangsefni stjórnvalda um heim allan, nýja hugsun og nýja nálgun. Hugmyndir manna um velferðarkerfi eru að hluta til reistar á mannfjöldapíramída sem ekki er lengur fyrir hendi
Langtímahugsun Hugsa verður til langs tíma, þegar ákvarðanir eru teknar og mörkuð stefna í málefnum þeirra, sem nú nálgast eftirlaunaaldurinn. Þær ákvarðanir verða að miðast við lausnir á viðfangsefnum, sem blasa við, en mega ekki skapa sívaxandi vanda eftir því sem öldruðum fjölgar.
Tveir á móti einum • Miðað við óbreyttan eftirlaunaaldur er fyrirséð að árið 2050 verði einungis tveir einstaklingar á vinnumarkaði fyrir hvern einn, sem kominn er á eftirlaunaaldur, en þeir eru tæplega sex nú. • Mikilvægt verður að hvetja þá eldri til frekari atvinnuþátttöku. Konur eiga að jafnaði um 21 ár eftir ólifuð við 65 ára aldur, en karlar 18 ár. Árið 2050 munu 5-6 ár hafa bæst við, þannig að 65 ára konur eigi 26 ár ólifuð og karlar 23.
Lífeyrismál • Lífeyrissjóðir munu tryggja flestum viðunandi afkomu á efri árum í nánustu framtíð • Séreignarsparnaður og fjármagnstekjur munu verða veruleg búbót • Vandi Íslendinga vegna hækkandi meðalaldurs vegna framfærslu aldraðra er því minni en flestra annarra þjóða, sem fjármagna lífeyrisgreiðslur með skattlagningu á vinnandi fólk. • Vandinn snýr fremur að vinnumarkaðnum, hvernig stuðla má að mikilli atvinnuþátttöku eldri starfsmanna þrátt fyrir að afkoma sé trygg
Vandi lífeyrissjóða • Hækkandi meðalaldur reynir á lífeyriskerfið. • Sjóðirnir byggja núverandi loforð sín um ævilangar lífeyrisgreiðslur á því, að hver lífeyrisþegi verði um 17 ár á eftirlaunum. • Æviskeið Íslendinga heldur áfram að lengjast og má búast við að 65 ára einstaklingur eigi um 24 ár ólifuð, þegar kemur fram á miðja þessa öld. • Ef það gengur eftir aukast skuldbindingar sjóðanna um 30%.
Skattar verða ekki hækkaðir • Það verður þungt fyrir fæti að sækja auknar skattgreiðslur til þeirra, sem starfa á vinnumarkaði, í því skyni að standa undir auknum opinberum útgjöldum vegna fjölgunar aldraðra. • Það gengur ekki upp því ungt fólk á vinnumarkaði þarf að hafa hvatningu til að sækja sér menntun og fá umbun fyrir það, geta eignast eigið húsnæði, eignast og framfært börn og eygja möguleika á betri kjörum með því að skipta um starf. Háir skattar á atvinnutekjur samræmast ekki þeirri framtíðarmynd.
Margvíslegar áskoranir • Fjölgun aldraðra mun reynast mörgum þjóðum erfið og hún mun reyna mjög á innviði velferðarríkisins. Óhjákvæmilegt virðist að greiðsluþátttaka notenda heilbrigðisþjónustu verði mun meiri en menn hafa vanist undanfarna áratugi. • Hlutfallsleg fjölgun aldraðra, og að sama skapi fækkun fólks á vinnualdri og barna, mun takmarka hagvöxt og draga úr lífskjarabata, skapa þrýsting á hækkandi skattbyrði og valda viðvarandi vinnuaflsskorti.
Afnema hindranir fyrir atvinnuþátttöku eldra fólks • Brýnt er að allar hindranir fyrir atvinnuþátttöku eldri starfsmanna verði fjarlægðar og atvinnulífið leitist við að sníða störf að þörfum þeirra sem eldri eru. • Þeir sem eru 65-75 ára búa við mun betri heilsu en áður og sú þróun mun halda áfram. • Viðhorf til þess aldurs sem eðlilegt er talið að fólk hverfi af vinnumarkaði hljóta því að breytast
Forsendur hagvaxtar • Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á komandi árum og mun fjölgunin stöðvast eftir u.þ.b. tvo áratugi. Því verður vinnuframlag erlends starfsfólks ein meginforsenda hagvaxtar. • Sífellt mikilvægara verður að stuðla að aukinni skilvirkni og framleiðni. Hægur vöxtur vinnuafls kallar ekki aðeins á lengri starfsævi, heldur þarf einnig að fá yngra fólk fyrr inn á vinnumarkaðinn. Aukin samþjöppun náms í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gæti stuðlað að því.
Ný viðfangsefni • Stjórnmálamenn þurfa að hugsa til langs tíma • Þurfa að vera tilbúnir til þess að taka umdeildar ákvarðanir til að mæta áskorunum • Því fyrr sem ýmsum vanda er mætt þeim mun viðráðanlegri verður hann. • Hvernig velferðarkerfi samrýmist fjölgun aldraðra og hlutfallslegri fækkun starfandi fólks? • Hvernig verður unnt að viðhalda öflugum vinnumarkaði?
Eldri þjóð Ný viðfangsefni Fundur um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði 19. október 2007 Hannes G. Sigurðsson