140 likes | 315 Views
125. kafli. Hildiglúmur Runólfsson, að Reykjum á Skeiðum, sér fyrirburð: Mann á hesti, ríðandi um himin og kveðandi vísu. Hjalti Skeggjason segir að hann hafi séð gandreið. 126. kafli. Flosi safnar sínum mönnum, ríður Fjallabaksleið og mætir á tilsettum tíma á Þríhyrningshálsa.
E N D
125. kafli • Hildiglúmur Runólfsson, að Reykjum á Skeiðum, sér fyrirburð: Mann á hesti, ríðandi um himin og kveðandi vísu. • Hjalti Skeggjason segir að hann hafi séð gandreið.
126. kafli • Flosi safnar sínum mönnum, ríður Fjallabaksleið og mætir á tilsettum tíma á Þríhyrningshálsa. • Allir mæta, nema Ingjaldur á Keldum.
127. kafli • Grímur og Helgi frétta af liðssafnaði og flýta sér heim. • Bergþóra leyfir fólki að velja sér síðustu kvöldmáltíðina. • Njáli sýnist borðið og maturinn vera blóð eitt.
128. kafli • Flosi og félagar fela sig í dal í hvolnum. Seint um kvöldið fara þeir að bænum. Allir karlmenn standa úti og Flosa líst ekki á. Njáll vill að þeir fari inn og verjist eins og Gunnar á Hlíðarenda. Skarphéðinn er viss um að þeir verði brenndir inni en hlýðir þó. Bendir á að faðir sinn sé feigur. • Flosi og hans menn umkringja bæinn og Flosi ákveður að brenna þá inni.
129. kafli • Þeir gera bál fyrir dyrum. Konur slökkva. Kolur Þorsteinsson (bróðursonur Síðu-Halls, sem er tengdafaðir Flosa) stingur upp á að kveikja í þakinu og nota til þess arfasátuna. Það er gert. • Konur og börn fá að ganga úr brennunni. Ástríður á Djúpárbakka fær Helga Njálsson til að reyna að dulbúast sem konu. Hann gerir það en þekkist og Flosi heggur af honum hausinn.
129. kafli, frh. • Flosi býður Njáli og Bergþóru útgöngu en þau afþakka. Þau leggjast til hvílu, ásamt Þórði Kárasyni, dóttursyni sínum. Brytinn breiðir nautshúð yfir þau - segir svo Katli í Mörk. • Kári sleppur úr brennunni og lætur reykinn hylja sig - kemst á brott.
130. kafli • Skarphéðinn er of seinn og kemst ekki úr brennunni. • Gunnar Lambason spottar Skarphéðin sem hendir þá í hann jaxli, sem hann hafði höggvið úr Þráni Sigfússyni, svo auga Gunnars liggur út á kinn. • Allir brenna inni.
130. kafli, frh. • Morguninn eftir kemur maður sem segir Flosa að Kári hafi komist lífs af. Þeim bregður mjög í brún. • Skarphéðinn heyrist kveða vísu en menn vita ekki hvort hann er lífs eða liðinn.
130. kafli, frh. • Flosi vill að þeir flýti sér brott en leiti ekki líkanna. Sigfússynir vilja drepa Ingjald á Keldum því hann sveik eiða sína og tók ekki þátt í brennunni. • Flosi hittir Ingjald, reynir að drepa hann en Ingjaldur skýtur spjóti gegnum Þorstein, bróðurson Flosa, og flýr síðan og kemst undan.
130. kafli, frh. • Flosi og menn hans ríða upp á Þríhyrning og leynast þar, í Flosadal, næstu 3 sólarhrínga, meðan sveitungar Njáls leita þeirra.
131. kafli • Kári fer að safna liði. Skipar Merði að safna liði. Fer sjálfur til Hjalta Skeggjasonar, hittir Ingjald á leiðinni. • Hjalti safnar liði: • Allir leita Flosa en finna ekki.
131. kafli, frh. • Mörður mælir gegn því að taka upp jarðir Sigfússona því þeir hljóti að vitja þeirra fyrr eða síðar. • Flosi sér í gegnum ráð Marðar og tekur Sigfússyni með sér austur í Öræfi.
132. kafli • Hjalti Skeggjason fer ásamt Kára að leita líkamsleifa Njáls. Þeir finna líkin óbrunnin undir nautshúðinni. Líkin líta ótrúlega vel út. • Svo leita þeir Skarphéðins. Hann finnst, brunnir fætur upp að hnjám en annað ekki; hafði stungið Rimmugýgi í gaflhlaðið svo hún var ódignuð! Að ráði Kára fær Þorgeir skorargeir, sonur Holta-Þóris (og því bróðursonur Njáls) öxina.
132. kafli, frh. • Skarphéðinn er með krosslagðar hendur og hefur brennt á sig krossmark á brjóst og bak. • Þeir finna alls 11 lík í brunarústunum. • Ásgrímur Elliða-Grímsson býður öllu heimilisfólki af Bergþórshvoli til sín í Bræðratungu. Ásgrímur hefur leitað ráða hjá Gissuri hvíta. Gissur ráðlagði að Mörður sækti málið á þingi næsta sumar.