1 / 14

125. kafli

125. kafli. Hildiglúmur Runólfsson, að Reykjum á Skeiðum, sér fyrirburð: Mann á hesti, ríðandi um himin og kveðandi vísu. Hjalti Skeggjason segir að hann hafi séð gandreið. 126. kafli. Flosi safnar sínum mönnum, ríður Fjallabaksleið og mætir á tilsettum tíma á Þríhyrningshálsa.

teague
Download Presentation

125. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 125. kafli • Hildiglúmur Runólfsson, að Reykjum á Skeiðum, sér fyrirburð: Mann á hesti, ríðandi um himin og kveðandi vísu. • Hjalti Skeggjason segir að hann hafi séð gandreið.

  2. 126. kafli • Flosi safnar sínum mönnum, ríður Fjallabaksleið og mætir á tilsettum tíma á Þríhyrningshálsa. • Allir mæta, nema Ingjaldur á Keldum.

  3. 127. kafli • Grímur og Helgi frétta af liðssafnaði og flýta sér heim. • Bergþóra leyfir fólki að velja sér síðustu kvöldmáltíðina. • Njáli sýnist borðið og maturinn vera blóð eitt.

  4. 128. kafli • Flosi og félagar fela sig í dal í hvolnum. Seint um kvöldið fara þeir að bænum. Allir karlmenn standa úti og Flosa líst ekki á. Njáll vill að þeir fari inn og verjist eins og Gunnar á Hlíðarenda. Skarphéðinn er viss um að þeir verði brenndir inni en hlýðir þó. Bendir á að faðir sinn sé feigur. • Flosi og hans menn umkringja bæinn og Flosi ákveður að brenna þá inni.

  5. 129. kafli • Þeir gera bál fyrir dyrum. Konur slökkva. Kolur Þorsteinsson (bróðursonur Síðu-Halls, sem er tengdafaðir Flosa) stingur upp á að kveikja í þakinu og nota til þess arfasátuna. Það er gert. • Konur og börn fá að ganga úr brennunni. Ástríður á Djúpárbakka fær Helga Njálsson til að reyna að dulbúast sem konu. Hann gerir það en þekkist og Flosi heggur af honum hausinn.

  6. 129. kafli, frh. • Flosi býður Njáli og Bergþóru útgöngu en þau afþakka. Þau leggjast til hvílu, ásamt Þórði Kárasyni, dóttursyni sínum. Brytinn breiðir nautshúð yfir þau - segir svo Katli í Mörk. • Kári sleppur úr brennunni og lætur reykinn hylja sig - kemst á brott.

  7. 130. kafli • Skarphéðinn er of seinn og kemst ekki úr brennunni. • Gunnar Lambason spottar Skarphéðin sem hendir þá í hann jaxli, sem hann hafði höggvið úr Þráni Sigfússyni, svo auga Gunnars liggur út á kinn. • Allir brenna inni.

  8. 130. kafli, frh. • Morguninn eftir kemur maður sem segir Flosa að Kári hafi komist lífs af. Þeim bregður mjög í brún. • Skarphéðinn heyrist kveða vísu en menn vita ekki hvort hann er lífs eða liðinn.

  9. 130. kafli, frh. • Flosi vill að þeir flýti sér brott en leiti ekki líkanna. Sigfússynir vilja drepa Ingjald á Keldum því hann sveik eiða sína og tók ekki þátt í brennunni. • Flosi hittir Ingjald, reynir að drepa hann en Ingjaldur skýtur spjóti gegnum Þorstein, bróðurson Flosa, og flýr síðan og kemst undan.

  10. 130. kafli, frh. • Flosi og menn hans ríða upp á Þríhyrning og leynast þar, í Flosadal, næstu 3 sólarhrínga, meðan sveitungar Njáls leita þeirra.

  11. 131. kafli • Kári fer að safna liði. Skipar Merði að safna liði. Fer sjálfur til Hjalta Skeggjasonar, hittir Ingjald á leiðinni. • Hjalti safnar liði: • Allir leita Flosa en finna ekki.

  12. 131. kafli, frh. • Mörður mælir gegn því að taka upp jarðir Sigfússona því þeir hljóti að vitja þeirra fyrr eða síðar. • Flosi sér í gegnum ráð Marðar og tekur Sigfússyni með sér austur í Öræfi.

  13. 132. kafli • Hjalti Skeggjason fer ásamt Kára að leita líkamsleifa Njáls. Þeir finna líkin óbrunnin undir nautshúðinni. Líkin líta ótrúlega vel út. • Svo leita þeir Skarphéðins. Hann finnst, brunnir fætur upp að hnjám en annað ekki; hafði stungið Rimmugýgi í gaflhlaðið svo hún var ódignuð! Að ráði Kára fær Þorgeir skorargeir, sonur Holta-Þóris (og því bróðursonur Njáls) öxina.

  14. 132. kafli, frh. • Skarphéðinn er með krosslagðar hendur og hefur brennt á sig krossmark á brjóst og bak. • Þeir finna alls 11 lík í brunarústunum. • Ásgrímur Elliða-Grímsson býður öllu heimilisfólki af Bergþórshvoli til sín í Bræðratungu. Ásgrímur hefur leitað ráða hjá Gissuri hvíta. Gissur ráðlagði að Mörður sækti málið á þingi næsta sumar.

More Related