200 likes | 356 Views
Borgarafundur á Akranesi Kynning á drögum að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar. Sigurður Ingason 8. september 2008. Forsaga. Starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar gilti til 1.ágúst 2008 og þarf því að setja fyrirtækinu nýtt leyfi. Ný drög að leyfi voru auglýst í júlílok.
E N D
Borgarafundur á AkranesiKynning á drögum að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar Sigurður Ingason 8. september 2008
Forsaga Starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar gilti til 1.ágúst 2008 og þarf því að setja fyrirtækinu nýtt leyfi. Ný drög að leyfi voru auglýst í júlílok. Frestur til að gera athugasemdir er til 19.september 2008.
Sjónarmið við frágang leyfisins • Umhverfissjónarmið • Íslensk lög og reglugerðir • Alþjóðlegar reglur um sementsverksmiðjur • Tilmæli og tilskipanir Evrópusambandsins • Skilgreiningar og afmarkanir á heimildum í leyfinu • Endurnýjun tækjabúnaðar • Reynsla af starfsemi fyrirtækisins • Niðurstöður eftirlits, kvartanir • Þarfir fyrirtækisins, einkum hátt verð á kolum
Breytingar á framleiðsluheimildum Gamla leyfið Ný drög • Sementsgjall • 125.000 tonn • Sement • 240.000 tonn • Koladuft • 25.000 tonn • Sérefnavinnsla • Að fengnu leyfi • Sementsgjall • 160.000 tonn • Sement • 250.000 tonn • Koladuft • 32.000 tonn • Forvinnslaflokkaðsúrgangs • 25.000 tonn
Breytingar á framleiðsluheimildum • Framleiðsluheimildir eru almennt rýmkaðar vegna endurnýjunar á tækjabúnaði verksmiðjunnar þar sem nýting eykst. • Felld er niður heimild til sérefnavinnslu. • Veitt er heimild til forvinnslu flokkaðs úrgangs.
Gjallframleiðsla • Að mestu sömu heimildir og áður (orðalag). • Leyft að nota mengaðan jarðveg til gjallframleiðslu. • Sömu heimildir og áður. Sementsframleiðsla
Gæði eldsneytis • Tiltekið er hámarksmagn þungmálma (Cd, Hg, Pb, Cr, Ni, Cu, V og halógena (sem eru ekki F)). • Almennt miðast þessi ákvæði við að ekki sé verið að brenna eldsneyti sem hafi verri umhverfisáhrif en brennsla á kolum. • Ákvæðin eru þau sömu og í eldra leyfi nema hvað ákvæði um brennisteinsinnihald er fellt út. • Eldsneytisbruni skal ekki valda lyktarmengun.
Eyðing úrgangsefna • Heimil nú sem fyrr. Má skv. drögum vera 10% af massa eldsneytis. • Sambrennsluákvæði og sérákvæði um sementsofna gilda sbr. rg. 739/2003. • Ekki heimilt með núverandi hreinsunarbúnaði • Breyting innbyggð í reglugerð sem kemur fram í starfsleyfi: Heildarryk á að lækka úr 50 mg/Nm3 í 30 mg/Nm3 þegar sambrennsla á sér stað.
Eyðing úrgangsefna • Heimil nú sem fyrr. Má skv. drögum vera 10% af massa eldsneytis. • Fyrra ákvæði: Brennsla (sem ekki er kol, kolefni, gasolía, svartolía eða úrgangsolía sem nær mörkum um gæði eldneytis) mátti ekki vera yfir 40% af orkuþörfinni á hverjum tíma og ekki yfir 20% í ársmeðaltali. • Hert ákvæði í nýju drögunum.
Eyðing úrgangsefna Þrengdareru heimildir til eyðingar úrgangsefna og sérstök upptalning á úrgangsflokkum í grein 2.7.
Gæði aukaeldsneytis (flokkast sem úrgangsbrennsla) Eins og í fyrra leyfi. Hér er þetta í grein 2.8 og markmiðið er sem fyrr að eldsneytið sé í heild ekki verra en kol. Hafa skal í huga að þetta eldsneyti fellur undir 10% hámarkið. Ákvæði um sambrennslu, sem eru strangari varðandi ryk og vöktun á díoxíni og fúran, taka þá við af starfsleyfisákvæðum.
Gæði aukaeldsneytis (flokkast sem úrgangsbrennsla) • Óbreytt ákvæði frá fyrra leyfi • Hámark 10% af massa • Ákvæði reglugerðar um sambrennslu taka gildi • Rykhreinsun þarf að bæta • Mæla þarf díoxín og fúran mun oftar • Ekki leyft í núverandi tækjabúnaði verksmiðjunnar
Ákvæði um útblástur um stromp Í drögum að leyfi eru losunarmörk miðuð við 10% súrefnismagn (til að auðvelda samanburð við mörk í rg. 739/2003, um brennslu úrgangs). Í eldra leyfi var miðað við „eðlilegt loftmagn” sem er 3% súrefnisinnihald að jafnaði.
Ákvæði um útblástur um stromp(Taflan er reiknuð m.v. 10% súrefnismagn; viðmiðun við eldra leyfi er 3% súrefni) [mg/Nm3] Eldra leyfi Ný drög Kadmíum + þallíum 0,061 0,05 Ni + Cr + As...(þungmálmar) 0,61 0,5 Kvikasilfur 0,61 0,5 Saltsýra 25 10 Flússýra 1,22 1 Brennisteinsdíoxíð 244 400 Köfnunarefnisoxíð980 800 Heildarryk61 50 Heildarryk við sambr. úrgangs61 30
Ákvæði um annan útblástur Gjallkælir: Ákvæði óbreytt. Mölun: Heimild þrengd 50%. Aðrar uppsprettur: Heimild þrengd 20%.
Einnig má nefna… • Sérstakt ákvæði um tímasetta og sundurliðaða áætlun um ryk á verksmiðjusvæðinu á meðal annars að taka á sandþró fyrirtækisins á verksmiðjulóðinni. • Ákvæði um hávaða eru óbreytt. • Samráðsfundir: Fundum fækkað • Gildistími skv. tillögu er til 2024. • Í samræmi við leyfi Umhverfisstofnunar undanfarið til sambærilegs reksturs • Endurskoðun á 4 ára fresti
Niðurstaða? Heildarniðurstaðan er að í drögum eru settar strangari kröfur hvað varðar losun í loft og úrgangsbrennslu. Þess í stað kemur rýmkun framleiðsluheimilda. Nánari afmörkun og skilgreiningar fyrir aðaleldsneyti.
Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman