160 likes | 561 Views
Z gildi - kynning. Dúfa fékk 6 í ensku og 6 í stærðfræði. Í hvorri greininni stóð hún sig betur? Z gildi segja okkur hvernig einstaklingurinn stendur sig miðað við hópinn. Z-gildi - formúla. Í orðum þá er z gildi talan mínus meðaltal hópsins, deilt með staðalfráviki hópsins .
E N D
Z gildi - kynning • Dúfa fékk 6 í ensku og 6 í stærðfræði. • Í hvorri greininni stóð hún sig betur? • Z gildi segja okkur hvernig einstaklingurinn stendur sig miðað við hópinn.
Z-gildi - formúla • Í orðum þá er z gildi talan mínus meðaltal hópsins, deilt með staðalfráviki hópsins. • Hvert er meðaltal z gilda? • Staðalfrávik Z gilda er 1
Z-gildi - dæmi • Ef Nonni fékk Z=-0,5, hvernig gekk honum miðað við bekkjarfélagana? • Hann var hálfu staðalfráviki fyrir neðan meðaltalið. • Sigga fékk Z=1, hvernig gekk henni? • Hún var einu staðalfráviki fyrir ofan meðaltalið.
Z-gildi – lögun dreifingar • Þegar við breytum í z-gildi þá erum við að breyta meðaltali og staðalfráviki, en ekki lögun dreifingar (kúrfu). • Z-gildi eru ekki alltaf normaldreifð, þau hafa sömu dreifingu og upphaflegu tölurnar.
Normalkúrfur • Normalkúrfur er safn af kúrfum sem eiga það sameiginlegt að vera samhverfar, með einn topp, og bjöllulaga. Þær geta haft mismunandi meðaltöl og staðalfrávik.
Z gildi - normalkúrfur • Ef við erum með tölur sem eru normaldreifðar þá getum við breytt þeim í Z-gildi og fengið þá normalkúrfu Z-gilda. • Við getum breytt greindarvísitölu í Z-gildi
Normalkúrfur – Z-gildi • Hvert er meðaltal og staðalfrávik normalkúrfu z-gilda? • Hægt er að finna hversu margir eru með einkunn hærri eða lægri en eitthvert Z-gildi ef við erum með normaldreifðar tölur.
Hversu mörg %? • Hversu mörg % eru með greindarvísitölu 100 eða hærra? • Z= (100 – 100)/15 = 0 • Hversu mörg % eru með greindarvísitölu 100 eða lægra?
Hversu mörg %? • Hversu mörg % eru með greindarvísitölu hærri en 115? • Z = (115 – 100)/15 = 1 • 50 – 34,13 = 15,87 • Hversu mörg % eru með greindarvísitölu lægri en 115? • 50 + 34,13 = 84,13 • Hversu mörg % eru með greindarvísitölu á bilinu 85 til 115? • 34,13 + 34,13 = 68,26
Normalkúrfur - dæmi • Jón fékk 9 á prófi þar sem meðaltalið var 8, staðalfrávikið 1,5 og einkunnir voru normaldreifðar. Hversu mörg prósent nemenda fengu hærri, eða jafn háa einkunn og Jón. • Byrja á að reikna z-gildi. • (9-8)/1,5=0,67 • Fara í töfluna 24,86% eru milli 0 og 0,67. 50%-24,86%=25,14%
Annað dæmi • Siggi fékk Z=2,4 á prófi. Hversu mörg prósent nemenda voru lægri (eða jafn háir) og hann? 49,18% nemenda eru milli 0 og 2,4. 50% nemenda eru lægri en 0. 49,18 + 50=99,18. • Hversu mörg prósent falla á milli Z=-1,0 og Z=2,4? 49,18 + 34,13=83,31