270 likes | 766 Views
Kynning lyfseðils. Hér á eftir verður kynnt hvernig fylla á út lyfseðil í samræmi við nýja reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001.
E N D
Kynning lyfseðils Hér á eftir verður kynnt hvernig fylla á út lyfseðil í samræmi við nýja reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001. Aðeins verður stiklað á stóru og er því nauðsynlegt að læknar kynni sér innihald reglugerðarinnar, en hana má nálgast t.d. í Stjórnartíðindum eða á heimasíðu Lyfjastofnunar, en slóðin er http://www.lyfjastofnun.is Bilslá
Vakin er athygli á, að lyfseðill, sem læknir gefur út, skal vera á staðlað eyðublað, sem er að öllu leyti í samræmi við viðauka I við reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja. Stærð hans skal vera A-5 og hlutfall einstakra reita vera í samræmi við sýnishorn í viðaukanum. Vegna aukinnar tíðni fölsunar og/eða ólögmætrar fjölföldunar á lyfseðlum, skulu þeir prentaðir á sérstakan pappír með sérstöku vatnsmerki. Steindórsprent - Gutenberg mun annast innflutning á þessum pappír og veitir allar nánari upplýsingar. Óheimilt er að forprenta annað á lyfseðilseyðublað, en það sem gert er ráð fyrir í reglugerðinni.
TANNLÆKNAR Vakin er athygli á, að sérstök reglugerð gildir um heimildir tannlækna til ávísa lyfjum og er hún nr. 105/2001. Í henni er að finna upptalningu þeirra lyfja, er þeir mega ávísa sjúklingum sínum, auk lyfja er þeir mega ávísa sjálfum sér til nota á stofu sinni. DÝRALÆKNAR Einungis dýralæknum er heimilt að ávísa dýralyfjum, sbr. reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum nr. 539/2000 og ber þeim að nota sérstök lyfseðilseyðublöð, en sýnishorn þeirra er sýnt í viðauka við reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001.
Lyfseðilseyðublaði má skipta í 3 hluta, sem gerð verða skil hér á eftir: Upplýsingar um sjúkling, stofnun og númer lyfseðils Lyfjaávísun; ein eða tvær Upplýsingar um útgefanda lyfseðils og afgreiðslu hans
Nr.: 00099 Jón Jónsson 111061-6789 30. 03.2001 Efst á eyðublaðinu til vinstri er heimilt að setja inn merki (logo) þeirrar stofnunar, er lyfseðilinn kemur frá. Efst til hægri skal eyðublaðið auðkennt númeraröð og skal læknir/stofnun halda skrár yfir þær númeraraðir, sem eru í notkun hverju sinni. Á efsta hluta lyfseðilsins eru einungis 3 reitir, sem læknum er ætlað að fylla.Nafn og kennitala sjúklings skýrir sig sjálft, en nýjung er, að læknir getur takmarkað gildistíma ávísunar, t.d. sýklalyfs, ef honum býður svo. Símalyfseðlar og rafrænir lyfseðlar gilda lengst í 30 daga frá útgáfudegi.
Lyfið er notað við Lyfið er notað við Á lyfseðilseyðublaðinu er tveir reitir til ávísunar lyfjum. Fylla á í reitina viðurkennt heiti lyfs, lyfjaform, styrkleika og magn. Notkunarfyrirmæli skulu vera skýr og greinileg, þannig að auðskilið sé fyrir notanda lyfsins hvernig og hvenær nota á lyfið og skal ef unnt er greina bæði einstakan skammt og dagsskammt. Þá skal geta þess við hverju lyfið er notað. Hér er átt við leiðbeiningar fyrir sjúkling, t.d. við bólgum, við verkjum, en ekki staðlaðar sjúkdómsgreiningar. Víkja má frá þessu ákvæði, ef læknir telur það þjóna hags-munum sjúklings. ® Atenólól „Delta“ töflur 50 mg 100 stk 1-2 töflur á dag háþrýstingi Ef ekki má breyta ávísuðu lyfi í annað samheitalyf, skal læknir skrifa ® við lyfið. Kódimagnýl töflur 50 stk 1-2 töflur í senn við verk, mest 6 töflur á sólarhring verkjum Til hægðarauka fyrir sjúkling skal læknir skrifa við hverju ávísað lyf er notað.
Hér skal getið hversu oft má afgreiða lyfseðil og hversu langur tími skal vera milli þess, að lyfseðill er afgreiddur. 3 90 Hér skal merkt ef óskað er að lyfjum verði skammtað í skammtaöskjur X Hér skal merkt ef aðeins á að afgreiða lyfseðil einu sinni. X 1/7/2001 Jón Ð. Jónsson Jón Ð. Jónsson Heimilslækningar Heilsugæslu Kópavíkur Sími 899 9876 Læknanr. 12345 Reitirnir 1.-4. afgreiðsla og Greiðsluskipting eru notaðir í apótekum við afgreiðslu lyfseðilsins.
Ef ekki er merkt í reitinn, er þeirri hættu boðið heim, að lyfseðli verði breytt í fjölnota lyfseðil án heimildar! Heimilaðar eru tvær lyfjaávísanir á lyfseðlinum, ef lyfseðill er ekki fjölnota lyfseðill og skal þá merkt í reitinn „Afgreiðist einu sinni “ X Aðeins er heimiluð ein lyfjaávísun á lyfseðli, ef um fjölnota lyfseðil er að ræða og skal þá getið fjölda afgreiðslna og daga milli þeirra. Gæta ber þess, að samræmi sé milli ávísaðs magns og tímabils milli afgreiðslna. „Afgreiðist ___ sinnum á ___ daga fresti.“ 4 90 Ekki er heimilt að símsenda eftirritunarskylt lyf né ávísa því með fjölnota lyfseðli. Heimilt er að ávísa tveimur eftirritunarskyldum lyfjum með sama lyfseðli.
Atenólól „Delta“ töflur 50 mg 100 stk 1-2 töflur á dag háþrýstingi Lyfið er notað við Lyfseðill skal ritaður með bleki eða prentaður. Riti læknir ekki lyfseðil eigin hendi skal hann staðfesta hverja lyfjaávísun með upphafsstöfum sínum. JÐJ
Atenólól „Delta“ töflur 50 mg 45 stk 1-2 töflur á dag háþrýstingi Lyfið er notað við Óski útgefandi af sérstakri ástæðu að ávísa lyfi í öðru magni, en svarar til skráðra pakkningastærða, skal hann gera grein fyrir því með því að undirstrika magn lyfsins
Voltaren Rapid töflur 50 mg 30 stk 2 töflur 3svar á dag verkjum Lyfið er notað við Óski útgefandi að víkja frá viðurkenndum skammti skv. Sérlyfjaskrá skal slíkt aukennt með áberandi undirstrikun.
Lækni er heimilt að ávísa lyfi mest til 3ja mánaða notkunar (100 daga), nema um sé að ræða frekari takmarkanir á ávísun viðkomandi lyfs, sbr. Sérlyfjaskrá. Þó er lækni heimilt að ávísa getnaðarvarnalyfjum til 12 mánaða. Læknir, sem ávísar forskriftarlyfi, ber sjálfur ábyrgð á verkun þess og öryggi. Læknir, sem ávísar lyfi, sem ekki hefur verið veitt markaðsleyfi fyrir tekur á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi. Sama máli gegnir, þegar læknir ávísar lyfi við ábendingu eða í skammtastærðum, sem eru ekki í samræmi við markaðsleyfi þess, sbr. Sérlyfjaskrá.
Jón Jónsson 111061-6789 Voltaren Rapid JÐJ töflur 50 mg 30 stk 1 tafla 3svar á dag verkjum Lyfið er notað við Lyfið er notað við Jón Ð .Jónsson 1/4/2001 Jón Ð. Jónsson Heimilslækningar Heilsugæslu Kópavíkur Sími 899 9876 Læknanr. 12345 Myndsendur lyfseðill • Lyfseðill skal stimplaður “Myndsent” fyrir sendingu ella er hann ógildur Myndsent • Lyfseðil skal myndsenda apóteki þannig að ljóst er hver sendandinn er • Óheimilt er að afgreiða lyf gegn frumriti myndsends lyfseðils
Ýmsar aðrar breytingar Samhliða framangreindum breytingum tekur einnig gildi ný reglugerð um ávana- og fíknilyf og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sem hefur í för með sér að efni, sem ekki hefur verið eftirritunarskylt, verður það nú. flúnítrazepam (Rohypnol, Rópan o.fl. lyf) Hámark á lyfseðli verður eins og áður, 30 stk 1 mg töflur, 60 stk 0,5 mg töflur Eftirritunarskyld lyf og pakkningar eru merktar með “X” í Sérlyfjaskrá.
Lyf sem voru eftirritunarskyld, en verða það ekki eftir gildistöku reglugerðarinnar: • Carisoprodolum INN (Somadril, hámark á lyfseðli 60 stk (Somadril Comp. hámark 100 stk) • Chlormethiazolum INN (Heminevrin) • Meprobamatum INN Sama máli gegnir um eftirtalin lyf, en vakin er athygli á að ekkert þeirra hefur markaðsleyfi á Íslandi • Ephedrinum INN • Pemolinum INN (Cylert) • Phenterminum INN (Duromine)
Sérstakar reglur gilda um ávísun ávana- og fíknilyfja: Ávana- og fíknilyf eru ýmist eftirritunarskyld eða ekki. Eftirritunarskyld ávana- og fíknilyf • Eftirritunarskyldum lyfjum má hvorki ávísa með fjölnota lyfseðli né mynd- eða símsenda. • Ekki má ávísa með sama lyfseðli eftirritunarskyldu lyfi og öðru, sem ekki er eftirritunarskylt. • Heimilt er þó að ávísa með sama lyfseðli tveimur eftirritunarskyldum lyfjum. • Magn eftirritunarskylds lyfs skal rita bæði sem tölugildi og með bókstöfum.
Sérstakar reglur gilda um ávísun ávana- og fíknilyfja: Eftirritunarskyld ávana- og fíknilyf eru: Amfetamine Amfetamín LÍ Buprenorphine Subutex Codeine (ef magn fer yfir 1 g) Íbúkód sterkar, Panocod, Dolvipar Parakód, Parkódín forte Dextropropoxyphene Abalgin Fentanyl Durogesic, Fentýl, Leptanal Flunitrazepam Rohypnol, Rópan, Flunitrazepam Ketobemidone Ketogan Methylphenidate Ritalin Morphine Morfín LÍ, Contalgin, Contalgin Uno Pentazocine Fortral Pethidine Petidín LÍ Sufentanil Sufenta
Sérstakar reglur gilda um ávísun ávana- og fíknilyfja: Ávana- og fíknilyf, sem ekki eru eftirritunarskyld • Símsending þeirra er óheimil. • Myndsending þeirra er hins vegar heimil. • Heimilt er að ávísa þeim með fjölnota lyfseðli. • Lyf, sem innihalda kódein-sölt í blöndum, ef magn þess fer ekki yfir 1 g af kódeinbasa, t.d. allt að 130 stk Parkódín, 40 stk Parkódín forte.
Hámark nokkurra ávana- og fíknilyfja, sem ávísa má með einum lyfseðli og ekki eru eftirritunarskyld: LyfLyfjaform Hámarksmagn á lyfseðli Alprasólam 0,25 mg (Alprox, Paxal, Tafil) Töflur 120 Alprasólam 0,5 mg (Alprox, Paxal, Tafil) Töflur 60 Alprasólam 1 mg (Alprox, Tafil) Töflur 20 Alprasólam (Tafil Retard (með forðaverkun)) Töflur samsv. 60 mg Brómasepam 3 mg (Lexotan) Töflur 100 Brómasepam 6 mg (Lexotan) Töflur 60 Butalbital (Gynergen comp.) Töflur ekkert hámark *) Clónazepam 1 mg/ml(Rivotril) Stungulyf 240 **) Clónazepam 0,5 mg (Rivotril) Töflur 450 **) Clónazepam 2 mg (Rivotril) Töflur 100 **) Díasepam 10 mg (Stesolid) Stílar 25 Díasepam 2 mg (Díazepam LÍ, Stesolid) Töflur 130 Díasepam 2 mg/ml, 2,5 mL (Stesolid) Innhellislyf 50 Díasepam 4 mg/ml, 2,5 mL (Stesolid) Innhellislyf 25 Díasepam 5 mg (Díazepam, Stesolid, Valium) Töflur, stílar 50 Díasepam 5 mg/ml, 2 mL (Stesolid/Stesolid Novum) Stungulyf 25/20 lykjur *) Undanþegið eftirritunarskyldu skv. ákvörðun Lyfjastofnunar í samráði við landlækni. **) Flogaveiki sjúklingar eru undanþegnir þessu hámarki, enda staðfesti læknir sjúkdómsgreininguna flogaveiki á lyfseðlinum.
Hámark nokkurra ávana- og fíknilyfja, sem ávísa má með einum lyfseðli og ekki eru eftirritunarskyld: LyfLyfjaform Hámarksmagn á lyfseðli Flúrasepam 15 mg (Dalmadorm) Hylki 60 Klórdíasepoxíð 10 mg (Klórdíazepoxíð LÍ) Töflur 50 Klórdíasepoxíð 25 mg (Klórdíazepoxíð LÍ) Töflur 25 Klórdíasepoxíð 5 mg (Klórdíazepoxíð LÍ, Librax) Töflur 100 Mídasólam 1 mg/ml 5 ml (Dormicum) Stungulyf samsv. 450 mg Meprobamatum (Anervan) töflur ekkert hámark Nítrasepam 5 mg (Dumolid, Mogadon) Töflur 50 Oxasepam 25 mg (Sobril) Töflur 50 Oxasepam 15 mg (Sobril, Serepax) Töflur 100 Oxasepam 10 mg (Sobril) Töflur 150 Tríazólam 0,125 mg (Halcion,Tríon) Töflur 60 Tríazólam 0,25 mg (Halcion, Triazolam, Tríon) Töflur 30 Zópíklón 7,5 mg (Imovane, Sovel, Zopiklon) Töflur 30 *) Zolpidem 10 mg (Stilnoct) Töflur 20 *) *) Þessi lyf eru flokkuð með ávana- og fíknilyfjum, skv. ákvörðun Lyfjastofnunar í samráði við landlækni, sbr. heimild í reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001.
Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru ýmsir listar: Slóð þessara lista er: http://www.lyfjastofnun.is 1. “Sérlyfjatextar, fréttabréf og Lyfjalistar” 2. “Ýmsir lyfjalistar” “Listi yfir efni, sem skilgreind eru sem lyf” “Sjúkrahúslyf 1. Janúar 2001” “Listi yfir lyf vegna lyfjagátar” “Eftirritunarskyld lyf” “Ávana- og fíknilyf (ekki eftirritunarskyld)”
Sigurður Sigurðsson 11/4/2001 V Gunna Jóns Sjúklingar þurfa að kvitta fyrir: • Eftirritunarskyldum lyfjum • Lyfjum ávísað með símlyfseðli (nýtt) • Lyfjum afhentum í neyðartilvikum (nýtt)
Lyf sem ekki hafa markaðsleyfi á Íslandi • Umsóknareyðublöð fyrir lyf sem ekki hafa markaðsleyfi á Íslandi fást hjá Lyfjastofnun. (Sjá Sérlyfjaskrá 2000, bls. 1043) • Eyðublöðin eru jafnframt lyfseðlar. • Læknir sækir um undanþágu til Lyfjastofnunar og merkir við hvort sótt sé um greiðsluþátttöku til TR. • Í þeim tilvikum er umsóknin send TR eftir afgreiðslu Lyfjastofnunar. • TR ákveður greiðslumerkingu og greiðsluþátttökuverð og færir inn á lyfseðilinn.
Um tímabundin lækningaleyfi læknakandídata og læknanema Samkvæmt 4. gr. læknalaga nr. 53/1988, er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimilt „eftir meðmælum landlæknis að fela læknakandídötum eða læknanemum, sem lokið hafa 4. árs námi, að gegna tilgreindum læknisstörfum um stundarsakir og hefur viðkomandi þá lækningaleyfi á meðan hann gegnir þeim störfu. Í slíkum tilvikum skal læknanemi starfa með lækni.“ Læknanemi / læknakandídat, sem veitt er tímabundið lækningaleyfi, skal við upphaf starfs síns bréfsímsenda lækningaleyfið (meðmælabréfið) í allar lyfjabúðir þar sem gera má ráð fyrir að afgreiddir verði lyfseðlar frá viðkomandi.
Nýjar reglugerðir: • Reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja nr. 91/2001. • Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001. • Reglugerð um heimildir dýralækna til ávísunar lyfja nr. 539/2000. • Reglugerð um heimildir tannlækna til ávísunar lyfja nr. 105/2001. • Reglugerð um ávana- og fíknilyf og önnur eftirlitsskyld efni nr 233/2001. Allar þessar reglugerðir eru aðgengilegar á heimasíðu ráðuneytisins. Slóðin er http://www.stjr.is
Hér á undan hefur verið drepið á það helsta er snertir ávísun lyfja með lyfseðli. Því fer fjarri, að öllum ákvæðum reglugerðanna hafi verið gerð skil. Læknar eru hvattir til að kynna sér texta þeirra og tileinka sér rétta ritun lyfseðla. Lyfseðill er ávísun á lyf. Læknar eru hvattir til að fara með lyfseðlablokkir eins og þeir fara með eigin ávísanahefti. Lyf kosta peninga og eru mörg greidd af almannafé, sem hrekkur skammt, ef ekki er sýnd aðgætni og hófsemi við ávísun lyfja.