100 likes | 288 Views
ART á Suðurlandi - Kynning -. Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri . Hvað er ART ?. ART stendur fyrir Aggression Replacement Training
E N D
ART á Suðurlandi- Kynning - Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri
Hvað er ART ? ART stendur fyrir Aggression Replacement Training ART er fastmótað, uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það markmið að fyrirbyggja ofbeldi og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda.
Í ART er unnið með: Félagsfærni Sjálfsstjórnun/reiðistjórnun Siðferðisvitund Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að vinna samhliða með þessa þrjá þætti þá næst betri og varanlegri árangur
Fyrir hverja er ART? ART hentar flestöllum börnum ART er fyrir unglinga ART er fyrir foreldra ART-þjálfun hefur reynst áhrifarík fyrir einstaklinga með einhverfu og aðrar raskanir Úttekt Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir menntamálaráðuneytið á ART á Suðurlandi
ART á Suðurlandi ART teymið Félagsþjónusta Skóli Heilbrigðisþjónusta Starfsfólk annarra kerfa, s.s. heilbrigðis-þjónustu Heimasíða: http://art.sudurland.is til baka
Samantekt á ART verkefni Mannafli – ART teymið sjálft: Teymið samanstendur af 2,5 stöðugildi. Það skipa: Bjarni Bjarnason, hugrænn atferlisfræðingur og ART þjálfari, verkefnisstjóri ART á Suðurlandi. Sigríður Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari og ART þjálfari. Inga Margrét Skúladóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi og ART þjálfari.
Þeir sem hlotið hafa ART menntun á Suðurlandi: Fjöldi grunnskólakennara sem búnir eru að fara á námskeið eru 113 Fjöldi leikskólakennara eru 46 Fjöldi sálfræðinga eru 7 Fjöldi leikskólaráðgjafa eru 1 Fjöldi félagsþjónustufulltrúa eru 9 Fjöldi sérkennsluráðgjafa eru 2
Þeir sem hlotið hafa ART menntun á Suðurlandi: Fjöldi stuðningsfulltrúa sem búnir eru að fara á námskeið eru 3 Fjöldi iðjuþjálfa er 1 Fjöldi þroskaþjálfa eru 2 Fjöldi námsráðgjafa eru 3 Alls eru þetta 187 manns sem búið er og verið er að mennta í ART á Suðurlandi. Alls 187 manns ART þekkingarþorp
“Þétt samvinna: Það er málið” Af ART námskeiði á Suðurlandi
Hugmyndafræðin • ART kemur upphaflega frá USA og eru höfundar þessa módels þeir Arnold Goldstein, Barry Glick og John C. Gibbs. • Þeir byggja ART-þjálfunina á ólíkum straumum og stefnum úr sálarfræðinni • Upphaflega var módelið búið til fyrir afbrotaunglinga og á prógrammið að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldishegðun.