1 / 25

Landafræði – allt um heiminn

Landafræði – allt um heiminn. 2. Landakort – mikilvægasta hjálpartæki landafræðinnar (bls. 15 – 31). Gerðir landakorta. Kort veita mismunandi upplýsingar: Staðfræðikort er hefðbundið kort sem sýnir landslag, fjöll, vötn, ár, borgir, landamæri ofl.

ulla
Download Presentation

Landafræði – allt um heiminn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Landafræði – allt um heiminn 2. Landakort – mikilvægasta hjálpartæki landafræðinnar (bls. 15 – 31)

  2. Gerðir landakorta • Kort veita mismunandi upplýsingar: • Staðfræðikort er hefðbundið kort sem sýnir landslag, fjöll, vötn, ár, borgir, landamæri ofl. • Til að kynnast náttúrulegu landslagi og menningarlandslagi • Þemakort er kort sem sýnir tiltekið landfræðilegt fyrirbrigði; dæmi: íbúadreifingu, tungumál, gróðurfar, berggrunn, hafstrauma o.s.frv. Valdimar Stefánsson 2006

  3. Staðfræðikort af jörðinni Valdimar Stefánsson 2006

  4. Heimsálfurnar sjö og heimshöfin þrjú Valdimar Stefánsson 2006

  5. Ríkjakort af jörðinni Valdimar Stefánsson 2006

  6. Mannfjöldakort af heiminum (hlutfallslegur fjöldi í hverju ríki) Valdimar Stefánsson 2006

  7. Kortvörpun • Tækni til að flytja upplýsingar af hvelfdu (þrívíðu) yfirborði jarðar yfir á slétt (tvívítt) kort • Ýmsar mismunandi aðferðir eru til við kortvörpun • Ávallt verða einhverjar skekkjur í kortvörpun; ekki rétt flatarmál landa og álfa eða horn verða skökk og ekki hægt að taka stefnu eftir þeim Valdimar Stefánsson 2006

  8. Hornrétt kort og stærðarhlutföll rétt við miðbaug en bjagast meira er nær dregur heimskautum Valdimar Stefánsson 2006

  9. Hornskakkt kort og stærðarhlutföll bjöguð en sýnir rétt flatarmál allra landa Valdimar Stefánsson 2006

  10. Heimskort í fiðrildasniði Valdimar Stefánsson 2006

  11. Mælikvarðar landakorta • Mælikvarði korta segir til um það í hvaða hlutfalli kortið stendur við raunveruleikann • Dæmi: mælikvarðinn 1:10.000 merkir að t. d. 1 cm á kortinu samsvari 10.000 cm eða 100 m í raunveruleikanum Valdimar Stefánsson 2006

  12. Stærð mælikvarða • Kort í stórum mælikvarða sýnir lítið svæði mjög nákvæmlega • Kort í litlum mælikvarða sýnir stórt svæði en ekki mjög nákvæmlega • Þannig er kort af jörðinni í litlum mælikvarða en kort af Húsavík í stórum • Mælikvarðinn 1:10.000 er því stærri en mælikvarðinn 1:100.000 Valdimar Stefánsson 2006

  13. Bauganet jarðar • Grikkir voru fyrstir til að búa til breiddar- og lengdargráður fyrir rúmum 2000 árum • Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðkúluna • Með hjálp breiddar- og lengdarbauga er hnattstaða gefin upp Valdimar Stefánsson 2006

  14. Breiddarbaugar • Miðbaugur (núllbreiddarbaugur) skiptir jörðinni í tvo jafnstóra helminga; norðurhvel og suðurhvel • Til norður og suðurs þaðan liggja 180 mislangir baugar (90 á hvoru hveli) með um 111 km milibili • 90° norðlægrar og suðlægrar breiddar eru í raun punktar; heimsskautin Valdimar Stefánsson 2006

  15. Lengdarbaugar • Lengdarbaugarnir eru 360 talsins, hálfhringir sem liggja frá heimsskauti til heimsskauts • Núllbaugurinn er skilgreindur sem lengdarbaugurinn sem liggur í gegnum stjörnuathugunarstöðina í Greenwich í London • Frá honum eru taldir 180 baugar til austur og vesturs Valdimar Stefánsson 2006

  16. Hugarkort • Þær hugmyndir sem við gerum okkur af heiminum • Breytilegt frá einum manni til annars • Útlit þeirra ræðst af ýmsu: • aldri, menntun, reynslu ofl. Valdimar Stefánsson 2006

  17. Fjarkönnun • Að afla upplýsinga um yfirborð jarðar með myndatökum úr flugvélum eða gervihnöttum • T.d. um gróðurfar, breytingar á landslagi sökum auðlindanýtingar, mengun, sjávar- og lofthita, fornminjar ofl. • Notast er ýmist við venjulegar filmur og innrauðar filmur til að nema það sem augað sér ekki. • Nauðsynlegt fyrir alla kortagerð Valdimar Stefánsson 2006

  18. Gerfihnattarmynd af Íslandi (ljósmynd) Valdimar Stefánsson 2006

  19. Íslandskort • Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar frá árinu 1590 • Guðbrandur mældi hnattstöðu Hóla í Hjaltadal með undraverðri nákvæmni • Útlínur landsins þó mjög bjagaðar • Þetta kort og önnur svipuð notuð fram á 19. öld Valdimar Stefánsson 2006

  20. Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar 1590 Valdimar Stefánsson 2006

  21. Íslandskort Joris Carolis 1629 Valdimar Stefánsson 2006

  22. Íslandskort Th. H. H. Knoffs 1761 Valdimar Stefánsson 2006

  23. Íslandskort • Íslandskort Björns Gunnlaugssonar frá árinu 1844: • Björn stundaði landmælingar um allt land á árunum 1831 - 1843 til undirbúnings kortagerðinni • Kortagerðin var að frumkvæði Hins íslenska bókmenntafélagsins • Kortið þótti afbragðsverk og var notað um áratugaskeið Valdimar Stefánsson 2006

  24. Íslandskort Björns Gunnlaugssonar 1844 Valdimar Stefánsson 2006

  25. Íslandskort • Danska herforingjaráðskortið: • Upp úr aldamótunum 1900 hóf danska herforingjaráðið landmælingar á Íslandi • Á grundvelli þeirra mælinga gerðu Danir atlaskort í mælikvarðanum 1:100.000 • Það kom út á 5. tug aldarinnar • Kortadeild bandaríska varnarmálaráðuneytisins gaf síðar út kort í mælikvarðanum 1:50.000 Valdimar Stefánsson 2006

More Related