110 likes | 322 Views
Íslenska tvö. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Upphafið – hvaðan komum við?. Maðurinn hefur alltaf haft þörf til að skýra uppruna sinn. Fjölmörg rit hvaðanæva að úr heiminum bera þessari þörf vitni.
E N D
Íslenska tvö Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Upphafið – hvaðan komum við? • Maðurinn hefur alltaf haft þörf til að skýra uppruna sinn. • Fjölmörg rit hvaðanæva að úr heiminum bera þessari þörf vitni. • Gátan um það hvernig veröldin varð til er þungamiðja flestra goðsagna.
Upphafið – hvaðan komum við? Goðsögur eru frásagnir um hvernig heimurinn varð til fyrir tilverknað yfirnáttúrulegra afla og sögur af ýmsum guðlegum verum. Margar slíkar sagnir eru ævafornar og sumar voru varðveittar í munnmælum í óralangan tíma áður en þær voru skráðar.
Upphafið – hvaðan komum við? • Goðsögur víðsvegar að úr heiminum eiga ýmislegt sameiginlegt. • Upprunagoðsagnir: • Sýnilegur heimur byggður mönnum. • Himinninn bústaður goðlegra vera. • Undirheimar bústaður hinna dauðu og ýmissa undirheimavera. • Goðsagnir af skipan veraldarinnar. • Útskýringar á ljósi, hita, myrkri og kulda, sköpun manna og dýra. • Frásagnir af æðri verum og guðlegum og mannlegum hetjum. • Frásagnir af illum öflum og endalokum veraldarinnar.
Upphafið – hvaðan komum við? Í flestum menningarsamfélögum eru til goðsagnir um tilkomu hins illa og langvinna baráttu æðri máttarvalda til að bæta hag mannfólksins. Margar goðsagnir snúast um spurningar sem tengjast: upphafinu tilgangi lífsins dauðanum
Upphafið – hvaðan komum við? • Fáar þjóðir varðveita jafngóðar heimildir um uppruna sinn og Íslendingar. • Tvö rit geyma ómetanlega vitneskju um landnám og sögu þjóðarinnar: • Íslendingabók • Eftir Ara fróða Þorgilsson (1067-1148). • Fjallar um landnám og helstu landnámsmenn. • Fjallar einnig um aðalatriðin í sögu Íslands þar sem höfundur tilgreinir heimildir sínar af vísindalegri nákvæmni. • Talin traust heimild. • Landnámabók • Segir frá því hvaðan landnámsmenn komu og hvar þeir námu land. • Fjallar oft einnig um uppruna manna í gamla landinu og afkomendur á Íslandi. • Sumir hafa dregið sannleiksgildi í efa.
Upphafið – hvaðan komum við? • Skriftarkunnátta barst til Íslands með kristni um árið 1000. • Snemma var byrjað að skrifa á móðurmálinu. • Hér mynduðust einnig aðstæður fyrir munnlega geymd ýmiss konar sagna. • fróðleikur frá gamla landinu • kvæði • sögur
Upphafið – hvaðan komum við? • Mjög snemma kom upp merkileg bókmenning á Íslandi. • Menning í okkar heimshluta á uppruna sinn við Miðjarðarhafið. • Þaðan breiddist hún út til þeirra landa álfunnar sem lágu miðsvæðis. • Menning þeirra þjóða sem byggðu ystu lönd álfunnar lét minna yfir sér. • Einhverjar aðstæður urðu þó til þess að Íslendingar hófu að rita margs konar efni á bókfell, einkum á 12.-14. öld. • eddukvæði • Snorra-Edda • Íslendingasögur • o.fl.
Upphafið – hvaðan komum við? • Snorra-Edda • Ómetanleg heimild um forn trúarbrögð víkinga, þ.e. ásatrú. • Ritið er talið vera eftir Snorra Sturluson (1178-1241) og er kennt við hann. • Snorra-Edda var samin um 1220 og er varðveitt í fjórum gerðum. • Traustastur þykir texti svokallaðrar Konungsbókar sem rituð var um 1300.
Upphafið – hvaðan komum við? • Snorra-Edda (frh.) • Snorra-Edda skiptist í fjóra sjálfstæða hluta: • Prologus (formáli) • M.a. fjallað um för Óðins frá Asíu til Norðurlanda þar sem hann tekur sér bólfestu. • Gylfaginning • Gylfi, sænskur konungur, fer til Ásgarðs til að fá upplýsingar um upphaf og eðli allra fyrirbæra. • Skáldskaparmál • Skáldskaparguðinn Bragi fræðir mann sem nefnir sig Ægi um notkun heita og kenninga í bundnu máli. • Háttatal • Lofkvæði eftir Snorra um Hákon Hákonarson Noregskonung og Skúla Bárðarson jarl. • Kvæðið er 102 erindi ort undir fjölmörgum bragarháttum sem eru tilbrigði við dróttkvæðan hátt. • Þótt kvæðið sé að efni til lofkvæði er tilgangur þess að sýna notkun ólíkra bragarhátta.
Upphafið – hvaðan komum við? • Snorra-Edda (frh.) • Er undirstöðurit um norræna goðafræði og braglist þótt hún hafi í upphafi verið hugsuð sem kennslubók handa ungum skáldum og öðrum þeim sem vildu læra tungumál skáldskaparins og forna bragfræði. • Í henni er vísað í ýmis þekkt eddukvæði, s.s. Grímnismál, Vafþrúðnismál, Lokasennu, Völuspá og Hávamál. • Einnig varðveitir hún margar vísur sem ekki eru til annars staðar.