240 likes | 432 Views
Hvernig dugar krónan?. Krónan er nálægt sögulegu lágmarki á móti Evru. Gengi krónu á móti evru. Raungengi krónu er mjög stöðugt á móti evru. Raungengi krónu - Gagnvart evru, dollar og gengisvísitölu. Veltan hefur aukist verulega með tilkomu útlendinga. Velta á gjaldeyrismarkaði
E N D
Krónan er nálægt sögulegu lágmarki á móti Evru Gengi krónu á móti evru
Raungengi krónu er mjög stöðugt á móti evru Raungengi krónu - Gagnvart evru, dollar og gengisvísitölu
Veltan hefur aukist verulega með tilkomu útlendinga Velta á gjaldeyrismarkaði - Dagsvelta í milljörðum króna
Sveiflur einnig.... Gengissveiflur krónunnar - 20 daga staðalfrávik gengisvísitölu (á ársgrundvelli) 40% 30% 20% 10%
Kerfisbreyting á gjaldeyrismarkaði Raungengisþróun íslensku krónunnar Spá Erlendir spákaupmenn uppgötva krónuna
Íslendingar þurfa að greiða hærri vexti – bæði nafn... Vaxtamunur við útlönd - Skammtíma nafnvaxtamunur
... og raunvexti. Raunvaxtamunur við útlönd - 10 ára verðtryggður vaxtamunur
Einhliða upptaka evru • Ríkið þyrfti að kaupa upp allar krónur í umferð og setja evrur í staðinn. • U.þ.b. 60-70 ma.kr eða hálfur gjaldeyrisvarasjóðurinn • Ef einhliða upptaka evrunnar er trúverðug mun allt fjármálakerfið skipta um verðmæli um leið og grunnfé Seðlabankans er skipt út. • Ergó: Ríkið verður af 6-10mö.kr. á ári í myntsláttuhagnað. 60-70ma.kr.
Aðgangur að lausafé er lykilatriði • Einhliða upptaka evru gerir kröfu um að: • Íslenskar fjármálastofnanir hafi sama aðgang að lausafé á evrópska myntsvæðinu og á því íslenska • Verða að geta fengið fjármagn á evrópskum millibankamarkaði eða Repo við ECB • Flestar fjármálastofnanir landsins – a.m.k. þær stærri - ættu að hafa fulla burði til þessa. • Eftir því sem útrás viðskiptabankanna vindur áfram og stærri hluti af starfsemi þeirra færist til annarra landa verður einhliða upptaka evrunnar auðveldari og fýsilegri.
Spurning um lausafjártryggingu • Einhliða upptaka evru skuldbindur ekki ECB til að taka að sér hlutverk lánveitanda til þrautavara • Einhver aðili verður að tryggja lausafjárstöðu fjármálakerfisins • Íslenska ríkið yrði því viðhalda evruvarasjóði, tryggja sér erlendar lánalínur, veita veð í lausafjárviðskiptum eða gera beinan þjónustusamning við Evrópska seðlabankann. ?
Einhliða upptaka er ekki álitshnekkir fyrir Ísland • Einhliða upptaka er fullkomlega trúverðug • Ekki fóður fyrir spákaupmenn • Ekki viðurkenning á hagstjórnarmistökum • Einhliða upptaka er í samræmi við aðgerðir hinna smærri hagkerfa í Evrópu í gegnum tíðina. • Tenging Dana við evru • Benelux löndin og þýska markið • Færeyingar og danska krónan • Einhliða upptaka evrunnar af hálfu Íslendinga er fremur augljós kostur og getur ekki talist álitshnekkir í augum útlendinga
Það sem mælir gegn upptöku • Einhliða upptaka evrunnar er fullkomlega raunhæfur möguleiki sem hægt er að tala um af alvöru. • Það sem mælir helst á móti • Erfitt að taka upp evru einhliða við andstöðu ESB • Víðtæk pólitísk sátt verður að ríkja um upptökuna sjálfra • Íslendingar myndu missa sjálfstæði í peningamálum. • Íslenskir bankar þurfa að lánveitenda til þrautarvara • Þessi þrír vankantar kunna vel að gera það verkum að einhliða upptaka er pólitískt ómöguleg þrátt fyrir að vera hagfræðilega fýsileg.
Einkavædd, einhliða evruvæðing? • Hagfræðingar hafa oft skipt einkvæddri upptöku á annarri mynt eða óformlegri myntvæðingu (e. unoffical dollarization) í þrjú stig. • Erlend mynt þjónar sem vörður verðmæta (store of value) fyrir þegna landsins. • T.d. skráning íslenskra fyrirtækja í evrum flokkast og erlend lántaka hérlendis. • Erlend mynt þjónar sem gjaldmiðill (medium of exchange) í viðskiptum milli þegna landsins. • Launagreiðslur í evrum - sem samið yrði um í miðstýrðum kjarasamningum eða samningum einstakra fyrirtækja við eigin starfsmenn. Opnað fyrir notkun evra í viðskiptum hér innanlands samsíða krónu • Erlend mynt þjónar sem verðmælir (unit of account) fyrir þegna landsins – þ.e. þeir hugsa í erlendri mynt þegar þeir taka hagrænar ákvarðanir. • Gagnger hugarfarsbreyting þjóðarinnar
Evrópskir vextir • Um leið og tilkynnt er um upptöku evru mun nafnvextir á Íslandi leita niður að vöxtum á Evrópska myntsvæðinu og skapa mikinn gengishagnað á öllum langtímaskuldabréfum í krónum með fastri kröfu. • Íbúðalánasjóður verður gjaldþrota þar sem lán sjóðsins eru uppgreiðanleg en ekki útgáfur sjóðsins – tugir milljarða leggjast á ríkissjóð. • Við upptöku munu nafnvextir vera nálægt því þeir sömu og í EMU – að viðbættu einhverju landsálagi fyrir Ísland. • Til þess að upptakan geti orðið að veruleika verður landið að uppfylla einhver stöðugleikaskilyrði – s.s. varðandi jafnvægi í þjóðarbúskapnum. • Lækkun nafnvaxta mun lækka raunvexti og hvetja hagkerfið áfram.
Evrópskt fastgengi • Myntbandalag hefur sömu áhrif og fast nafngengi á móti evru • Verð á skiptanlegum vörum (e. tradables) – þ.e. vörur sem hægt er að flytja á milli landa – mun verða fest niður. Einhverjar verðlagslækkanir – s.s. á landbúnaðarvörum gætu fylgt í kjölfarið. Skiptanlegar vörur eru um 50% af vísitölu neysluverðs. • Hins vegar mun lækkun nafnvaxta leiða til hækkana á óskiptanlegum vörum (e. non-tradables) sem ekki er hægt að flytja á milli landa s.s. þjónusta og húsnæði. Óskiptanlegar vörur eru um 50% af vístölu neysluverðs. • Festing nafngengis og lækkun nafnvaxta leiðir í fyrstu til kostnaðarlækkana hjá fyrirtækjum vegna lægri vaxta en síðan til þenslu, launahækkana og verðbólgu. • Þörf á miklum mótvægisaðgerðum – t.d. Í ríkisfjármálum – því annars er hætta á vítahring þar sem aukinn verðbólga mun lækka raunvexti sem mun hækka verðbólgu enn meira sem aftur mun lækka raunvexti og svo framvegis. • Ef vítahringur kemst á stað mun hann aðeins enda með því að útflutningsgreinar verða ósamkeppnishæfar og vinda verður ofan af launahækkunum með kreppu.
Fjárfestingarráðgjöf – til skamms tíma • Löng verðtryggð skuldabréf eru frábærar eignir í aðdraganda evruupptöku og einnig fyrstu árin eftir. • Lækkun nafn- og raunvaxta skapar gífurlegan gengishagnað • Verðtrygging kemur sér vel þegar verðbólga fer á skrið fyrst eftir upptöku. • Íslensk hlutabréf gætu einnig verið góður kostur • Eftirspurn eykst á hlutabréfamarkaði þar sem hlutabréfakaup verða ódýrari • Fjármagnskostnaður sumra félaga verður ódýrari • Stöðugleiki eykst á hlutabréfamarkaði þar sem fylgnin á milli krónu og hlutabréfa er afnumin. • Upptaka evru mun leiða til mikils skammtímaábata fyrir lífeyrissjóði landsins.
Niðurstöður • Efnahagsleg rök mæla með því fyrir Ísland að ganga í myntbandalag Evrópu. • Eðlilegt framhald af alþjóðavæðingu Íslands – enda afskaplega skrýtið að vera minnsta myntsvæði í heim við hlið þess stærsta. Gleymum gamaldags hagfræði. • Upptaka Evru er ekki lausn á skammtíma hagstjórnarvanda • Efnahagslífið færi í bál og brand þegar nafnvextir yrði allt í einu 3-4% • Myntbandalag Evrópu er ekki opið – án inngöngu í ESB • ESB vill nota efnahagsamvinnu sem gulrót fyrir pólitískri samþættingu • Einhliða upptaka evru er vel möguleg – en kostirnir eru ekki þeir sömu • Hér þarf að vega saman kostnað og ábata • Stjórnvöld ættu að gera fyrirtækjum auðvelt fyrir að lifa í nálægð við evruna! • Ef fyrirtæki vilja gera upp í evrum þá Vesskú!