220 likes | 417 Views
Hugleiðingar við Öskju Um samband manns og náttúru. Hugleiðingar við Öskju Um samband manns og náttúru. Hvernig verður heild til og hvers konar heildir eru til? Hvernig myndast tengsl og hvers konar tengsl eru til?
E N D
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru Hvernig verður heild til og hvers konar heildir eru til? Hvernig myndast tengsl og hvers konar tengsl eru til? Í ritgerð sem dr. Páll Skúlason,fyrrum háskólarektor, skrifaði á sínum tíma og nefnir: Hvernig verður mannheimur til?, verður Askja honum tilefni áhugaverðra hugleiðinga um reynsluheiminn. Nýverið gaf hann síðan út bókina: Hugleiðingar við Öskju. Um samband manns og náttúru, Rvk. 2005 Hugleiðingar við Öskju
Reynsluheimur Hugarheimur Hugarheimurinn heldur þeim saman Náttúruheimur Mannheimur Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Páll var í París eftir að hafa ferðast til Öskju og hann bar borgina ósjálfrátt saman við Öskju. • Báðar eru heildir, báðar mynda óendanlegt net tengsla milli einstakra fyrirbæra, báðar fanga hugann með einstökum hætti. • Báðar eru einu orði sagt furðuverk. Páll staldrar við fjallið Öskju og hefur stórborgina til hliðsjónar. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Þegar ég fór í Öskju, segir hann, gekk ég inn í sjálfstæða veröld, Öskjuheim, sem er ein skýrt afmörkuð heild sem spannar allt og fyllir hugann svo að hann hefur á tilfinningunni að hafa numið veruleikann allan í fortíð, nútíð og framtíð. Handan sjóndeildarhringsins er hin ókunna eilífð, hið mikla, þögla tóm. • Þegar maður kynnist slíkri veröld er maður kominn á leiðarenda. Kominn í snertingu við veruleikann sjálfan. Hugurinn opnast fyrir fullkominni fegurð og maður sér loksins um hvað lífið snýst. Stundum handleik ég stein sem ég þáði úr Öskjuvatni. Hann minnir mig á þetta veruleikasamband, þessi tengsl, þessa heild sem er Askja sjálf og spannar allt sem er, var og getur orðið. Eða því sem næst. • [1] Hvernig verður mannheimur til, bls. 3. Hugleiðingar við Öskju 5-7 Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Í þessari athyglisverðu ritgerð heldur Páll því fram að það sé ákveðinn háttur á að nema náttúruna sem heild sem liggi skilningi okkar á veruleikanum til grundvallar og að sá skilningur skipti síðan sköpun við mótun mannheims.[1] • Í ritgerðinni lýsir hann þeim kynnum sínum af náttúrunni sem hann telur skipta mestu, kemur síðan með ýmsar efasemdir um þessi kynni, reynslu og lýsingu og reynir að að skýra hvernig hugurinn vinnur úr þessari reynslu og skapar það sem við köllum menningu. [1]Hvernig verður mannheimur til, 2. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Hvernig getur einstök eldstöð norðan Vatnajökuls orðið að heilli veröld í huga manns og reynslu? • Hvaða tengsl við veruleikann valda því að hugurinn nemur hann sem eina heild alls sem er? • Ein skýring gæti verið sú að það séu orðin “heild”, “tengsl” og önnur áþekk þeim sem séu að leika á okkur, þau fái okkur til að halda að við skynjum heildir og tengsl eins og um sé að ræða sjálfstæð fyrirbæri, óháð okkar eigin huga og skynjun. (bls.7) Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Páll nefnir sem skýringu orðin "heild" (Gestalt) og "tengsl" og önnur áþekk orð sem séu að leika á okkur. • Það er ekki fráleitt að nefna ást á landinuí þessu sambandi. Það er eins og þremenningarnir, Páll og ferðafélagar hans, hafi upplifað það sem Rudolf Ottó kallaði mysterium tremendum et fascinosum, líkt og menn upplifðu frammi fyrir hinu heilaga. • Kannski er hún ein þessara ósegjanlegu upplifana sem skáld og listamenn eru að bjástra við að vinna úr árum, ef ekki öldum saman. Sennilega á hún líka eitthvað skylt með því sem kallast reynsla eða opinberun. (bls. 9) Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Fyrir atbeina slíkrar reynslu hefur líf margra fengið nýja vídd og tekið nýja stefnu. • En upplifanir og reynsla eru brigðul fyrirbæri og blekkjandi sem geta fengið menn til að trúa því sem ekkert er og treysta á tómar tálsýnir. • Er heildarsýn nokkuð annað en óvanalegt heilakast? Er tilfinning fyrir sönnum veruleika nokkuð annað en viss óræð snerting taugafrumna? • Er veröldin raunverulega ein heild? Er veruleikinn ekki óendanlega sundruð mergð einstakra fyribæra? Hugleiðingar við Öskju, 9-11. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Páll Skúlason varpar fram þeirri spurningu hvernig hin raunveruleg veröld sé? Og hann svarar: • Örugglega ekki "Hótel Jörð", þar sem hver getur valið sitt sæti og eignast sinn bás. Okkur er miklu fremur kastað (Geworfenheit), eins og Heidegger orðar það, inn í veruleikann, þar sem vegir liggja til allra átta, þar sem við erum, ef svo má segja, inter vias, á milli vega, vegalaus, yfirgefin…. Við erum við án þess að vita hver við erum. [1] • Ágústínus sagði að hjarta vort sé órótt uns það hvílist í Guði. (cor inquietum). Páll Skúlason heldur því fram að ferðamenn streymi til Öskju í leit að tilgangi lífsins og hann veltir því fyrir sér hvort þeim takist fremur að finna hann þar en á háværum strætum og iðandi mannlífi Parísarborgar. Leitin að tilgangi lífsins er í rauninni leitin að Guði og maðurinn er homo viator og guðfræðin theologia viatorum. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Hann bætir við: • Að koma til Öskju er að koma til jarðarinnar í fyrsta sinn, öðlast jarðsamband. Um leið og við förum frá Öskju vakna spurningar um jörðina og okkur sjálf og tengsl okkar við hana... • Að vera jarðarbúi er að finna líf sitt bundið jörðinni, ef ekki beinlínis sprottið af henni, finna að hún er forsenda lífsins.[2] • (Sbr. Earth Scan, Earth Community, Earth Ethics) [1] Hvernig verður mannheimur til, bls. 6, 8. Hugleiðingar við Öskju, 13, 15, 21 Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Hvar er Askja þegar við tölum um sjálf okkur og veruleikann og reynum að finna áttir í óræðum merkingarfrumskógi nútímaþjóðfélagsins sem París er lifandi tákn fyrir. • Hún er alls staðar, því hún er hin náttúrulega heild sem býr á bak við allt, býr undir öllu, býr í sjálfri sér sjálstæð, ósnortin, ósnertanleg, handan þess sem mannshöndin og mannshugurinn geta náð tökum á. • Þess vegna er Askja líka hvergi, því hún á sér ekki stað, er óstaðsetjanleg í mannheimi, nema sem tákn um veröld að utan, handan allrar menningar, og er um leið grunnur hennar, undirstaða eða forsenda. (Hugleiðingar.., 23) Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Páll Skúlason kemst að þeirri niðurstöðu "að Askja sem tákn náttúrunnar sé forsenda mannheims og menningar". • Við eigum öll svipaða reynslu og hann er að tala um, þótt við getum ekki tjáð hana eins vel og skipulega. Ég minnist þess háttar heildarskynjunar á Arnarvatnsheiði, þangað sem ég fór sem strákur og hefur búið með mér síðan. Aðrir eiga sér minningar um önnur náttúrufyrirbæri bæði hér heima og erlendis. Páll segir: • Hugurinn lifir, við lifum í trúarsambandi við veruleikann sjálfan, og þetta samband er trúnaðarsamband. Það er fólgið í trausti á veruleika sem er annað en hugurinn sjálfur............ • Tilgáta hans er sú að þetta trúnaðarsamband sé upprunalega og í raun ævinlega samband við veröldina sem náttúrulega heild, sem náttúru. Og að eiginleg sönn trú sé þess vegna náttúrutrú. Líka kristin trú. Kristin trú sé trú á veruleika hinnar sköpuðu náttúru. [1]Hvernig verður mannheimur til, 12. Hugleiðingar við Öskju, 31, 33. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Tilgáta Páls Skúlasonar er sú að þetta trúnaðarsamband sé upprunalega og í raun ævinlega samband við veruleikann sem náttúrulega heild, sem Náttúru. • Og að eiginleg sönn trú hvíli þess vegna á slíkri náttúrutrú. Líka kristin trú. • Kristin trú byggist á trú á veruleika hinnar sköpuðu náttúru. Hann er ekki að segja að til séu nátturuleg trúrabrögð upprunalegri en kristindómur eða önnur slík trúarbrögð, heldur að varpa fram þeirri hugmynd að trúnaðarsamband milli hugar hans og náttúrulegs veruleika sér forsenda allrar skipulegrar trúar á borð við kristindóm. (Hugleiðingar, 33) Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Hverju skal ég, skulum við trúa og treysta um veruleikann sjálfan ? • Engu? • Að guð sé til og hafi skapað heiminn? • Að við sjálf komum á reglum heimsins í samræmi við venjur okkar og hugmyndir? • Að náttúrulegur veruleiki búi yfir eigin skipan í eilífri þróun, sé skipulag án skipuleggjanda? Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Kristin kenning um sköpun er ekki kenning um hvernig heimurinn varð til (kosmogoni), heldur kenning um Guð (theologi). Segja má að veruleikinn opinberi sig eða birtist hugsandi mönnum sem reyna að skilja hann. Við nálgumst heiminn eins og þeir sem búast við því að hið hulda verði opinbert. • Kristnir menn tala um almenna opinberun í sköpuninni og sérstaka opinberun sem er persónuleg þ.e. Guð birtist eða opinberast en ekki aðeins almenn sannindi um Guð. Það gerist í holdtekjunni eða manndómsgjörningi Guðs í Jesú Kristi, sögulegum atburðum og hvernig Guð talar til okkar í lögmáli og fagnaðarerindi. • The natural knowledge of God is analogical; it says nothing about God´s nature, but can only know that God exists. (Regin Prenter: Creation and Redemption, Fortress, 151) Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • En mergurinn málsins í því sem hann hefur haldið fram er að þetta samband manns og náttúru er aldrei og getur aldrei orðið fyllilega tryggt: Það er ótryggt í eðli sínu og getur brostið hvenær sem er. • Hugsanlega eru afdrifaríkustu viðburðir vestrænnar sögu síðustu aldirnar fólgnar í brestum í sambandi manns og náttúru. • Hugmynd Decartes og annarra frumkvöðla nútímanáttúruvísinda um náttúruna sem vélræna heild skiptir hér sköpum, vélhyggja, hugmynd um náttúruna sem forðabúr og hráefni. • Við höfum brugðist henni og hætt að nema hana sem sjálfstæða, merkingarbæra heild. (Hugleiðingar, 35, 37) Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Þá er ekki lengur neitt vit, nein merking í veruleikanum utan okkar eigin huga og áfroma. • Páll telur að Jean- Paul Sartre hafi sennilega tjáð þessa djúpstæðu firringu (alienation, synd) frá náttúrunni betur ef flestir ef ekki allir heimspekingar með kenningu sinni um “veruna fyrir sig”, hina alfrjálsu vitund, og “veruna í sér”, sem er þögull, ósegjanlegur veruleiki náttúrunnar. • Ef hann hefur rétt fyrir sér þá er líf okkar einungis mögulegt af því að okkur tekst að yfirstíga þennan greinarmun hugans og náttúrunnar. • Það er einmitt í tengingu hugans við náttúruna sem sjálfstæða heild sem mannheimur verður til (sjá glæru 3) Hugleiðingar, 37. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • Menningin er sköpuð í og með reglubindingu trúarinnar (religio), með því að tjá trúna og reynsluna sem henni liggur til grundvallar. • Hin trúaða sál getur raunar ekki viðhaldið trú sinni nema með einum hætti, það er með því að játa hana í orði og verki, tjá hana í athöfnum og táknum sem gefa henni festu og mynda þar með samfélag manna. • Siðir, hefðir, og venjur í tjáningu af öllu tagi eru burðarstoðir mannheims og sérhverrar menningar. • Öll eiginleg list er fólgin í að reisa slíkar stoðir, og þá jafnframt að brjóta niður þær stoðir sem duga ekki lengur til að bera uppi menninguna. Samkvæmt því sem nú hefur verið sagt eru trúin og tjáningin, forsendur mannheims. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru • En hugsunin starfar ekki nema af því að Askja, hin náttúrulega veröld, talar sjálf til okkar og fær okkur til að trúa ásjálfstæðan veruleika handan mannshugans og menningarinnar. • Ef þetta er rétt, þá er hin mennska veröld komin undir Öskju (Hún er pars pro toto, hluti fyrir heild): Hún er lykillinn að lífsgátunni og líka að lífsvanda mannkyns um þessar mundir. • Þaðan getum við svo farið til Parísar eða hvert á land sem er og gert hvað sem okkur sýnist til að skapa örlítið skárri mannheim. Hugleiðingar við Öskju
Hugleiðingar við ÖskjuUm samband manns og náttúru Hugleiðingar við Öskju