90 likes | 327 Views
111. kafli. Höskuldur fer út að sá. Skarphéðinn ræðst á hann - þeir drepa Höskuld. Mörður býðst til að lýsa víginu. Njálssynir fara heim og segja Njáli, sem verður afar hryggur. Njáll veit að þetta mun valda dauða þeirra allra. 112. kafli.
E N D
111. kafli • Höskuldur fer út að sá. • Skarphéðinn ræðst á hann - þeir drepa Höskuld. • Mörður býðst til að lýsa víginu. Njálssynir fara heim og segja Njáli, sem verður afar hryggur. • Njáll veit að þetta mun valda dauða þeirra allra.
112. kafli • Hildigunnur finnur Höskuld, þerrar blóð hans og varðveitir skikkju hans. • Á Grjótá minnir Þorgerður Ketil í Mörk á að hann hafi lofað að hefna Höskulds þegar hann tók hann í fóstur. Ketill samþykkir að Mörður sjái um að lýsa víginu og búa málið til þings. Njálssynir æskja liðveislu Ásgríms Elliða-Grímssonar.
113-114. kafli • Guðmundur ríki á Möðruvöllum í Eyjafirði er vinur Ásgríms og býst Ásgrímur við hans liðveislu. • Snorri goði er vinur Ásgríms og vonast hann eftir liðveislu Snorra.
115. kafli • Flosi fréttir víg Höskulds og leita liðsinnis Halls af Síðu (tengdaföður síns) o.fl. • Hann ríður suður og aflar liðsinnis í leiðinni. • Flosi fær sannar fréttir frá Runólfi í Dal. • Flosi ríður í Ossabæ.
116. kafli • Hildigunnur tekur höfðinglega við Flosa. • Síðan steypir hún yfir hann blóðugri skikkju Höskulds og dynur blóðið um hann allan. • Flosi kallar hana forað.
116. kafli, frh. • Flosi biður Ingjald á Keldum um að koma. (Ingjaldur er bróðir Hróðnýjar, móður Höskulds Njálssonar.) • Flosi minnir hann á að hann hafi lofað að aðstoða sig í hverju máli þegar Flosi gifti Hidigunni, bróðurdóttur sína, Höskuldi Þráinssyni. • Ingjaldur er kvæntur Þraslaugu, en hún og Hildigunnur eru bræðradætur.
117. kafli • Flosi hittir Sigfússyni (föðurbræður Höskuldar Þráinssonar) o.fl. við Holtsvað. Ráða þeir ráðum sínum. • Ketill úr Mörk vill fébætur en Grani Gunnarsson vill drepa alla Njálssyni. • Flosa líst illa á að drepa svo stórættaða menn.
117. kafli, frh. • Flosi samþykkir að Mörður sæki málið á þingi. • Flosi vill tengjast Merði með því að Mörður gifti dóttur sína, Rannveigu, Starkaði, bróðursyni Flosa.
118. kafli • Skarphéðinn og bræður hans ætla til Ásgríms Elliða-Grímssonar í Bræðratungu. Njáll segist koma með á þing. • Á leiðinni bætist í hópinn Þorleifur krákur og Þorgrímur hinn mikli, sem eru synir Holta-Þóris, bróður Njáls. Einnig Hjalti Skeggjason. Þeir fara svo allir á þing, ásamt Ásgrími Elliða-Grímssyni.