1 / 13

RITUM SKREF FYRIR SKREF

RITUM SKREF FYRIR SKREF. Hvað er setning?. Setning er orðasamband sem felur í sér umsögn. Dæmi – 1 setning: - Margir komu í skólann í dag. Dæmi – 2 setningar: - Ég býst við að margir komi í skólann í dag. Hvað er málsgrein?. Málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti.

jessie
Download Presentation

RITUM SKREF FYRIR SKREF

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. RITUM SKREF FYRIR SKREF

  2. Hvað er setning? • Setning er orðasamband sem felur í sér umsögn. • Dæmi – 1 setning: - Margir komu í skólann í dag. • Dæmi – 2 setningar: - Ég býst við að margir komi í skólann í dag.

  3. Hvað er málsgrein? • Málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti. • Dæmi: Ég hitti Helgu áðan, hún var að kaupa föt, ég ætla að hitta hana á eftir. (ein málsgrein sem inniheldur 3 setningar)

  4. Hvað er efnisgrein? • Efnisgreinar eru mislangar en þær eiga það sameiginlegt að fjalla um eina meginhugmynd eða afmarkað viðfangsefni. • Kafli í bók, frétt í dagblaði, grein í tímariti, skiptast venjulega í nokkrar efnisgreinar. • Dæmi getur verið ritgerð um bók, ein efnisgrein fjallar um innihaldar bókarinnar, sú næsta um persónur, sú þriðja um þitt álit á bókinni o.s.frv. • Hún hefst á fullyrðingu, dæmi í verkefni á bls. 51.

  5. Frh. • Fullyrðingin verður nokkurs konar lykill að því sem á eftir kemur = lykilsetning. - dæmi bls. 51 • Efnisgrein er eins og ritgerð í uppbyggingu, inngangur, meginmál og lokaorð. • Efnisgrein er smækkuð mynd af ritsmíð/ritgerð.

  6. Verkefni bls. 51 • Hér koma fyrirsagnir fjögurra mismunandi efnisgreina. Veldu tvær og skrifaðu eina efnisgrein út frá hvorri. Efnisgreinin á að vera um 6 málsgreinar. • Snjór er skemmtilegur. • Góður vinur, gulls ígildi. • Sunnudagsmorgun. • Er kennari öfundsverður af starfi sínu?

  7. Uppsetning og frágangur á ritunarverkefni • Öllum ritunarverkefnum skal skila vélrituðum eða tölvusettum • Heiti á áfanga, önn, nafni kennara og dagsetning á að skrifa með 10 – 12 • Titill (heiti verkefnis) á að vera með stærra letri og auðkenndur á titilsíðu • Nafn ykkar á að koma neðst á síðu • Meginmál er ritað með 12 punkta letri (times eða arial) og haft 1 ½ línubil

  8. 6. Efnisgreinar (þegar skipt er um efni) á að afmarka með því að draga inn texta (slá á tvíörvatakka á tölvu). 7. Upphaf ritsmíðar, upphafsorð ykkar í kafla, eiga ekki að vera inndregin 8. Ef ritsmíð ykkar er löng gæti komið vel út að setja millifyrirsagnir og þá með öðru og stærra letri Sjá bls. 52

  9. Helstu gerðir ritsmíða • Sendibréf • Dagbók • Ritgerðir

  10. Meginþættir ritsmíðar: • Inngangur: Kynning á efni textans, orð sem vekja athygli lesandans, setja hann inn í efnið og gefa fyrirheit um framhaldið. Inngangur eða upphaf texta er almennt orðað, kannski er farið vítt og breitt um efnið, allt til þess að vekja áhuga þess sem lesa skal. • Verkefni bls. 56

  11. Frh. • Meginmál: Í meginmáli vindur höfundur sér í það sem hann ætlaði sér í upphafi að fjalla um. Hann hefur opnað umræðuna í inngangi, kveikt áhuga hjá lesanda og nú lætur hann gamminn geisa um efnið. Hann veltir fyrir sér ýmsum hliðum efnisins, finnur bæði kosti og galla, vegur og metur. • Verkefni bls. 57

  12. Frh. • Lokaorð: Nú er komið að því að ganga frá ritsmíðinni, smíða ramma utan um myndina. Lokaorð geta verið á nokkra vegu. Þau geta vísað til texta ritgerðarinnar og dregið saman efni hennar. Svo má líka varpa fram spurningum í lokaorðum og eftirláta lesendum að svara þeim. Lokaorð eru oft í tengslum við inngang, þetta tvennt kallast á og helst í hendur við meginmálið. • Verkefni bls. 58

  13. Heimaverkefni • Ritgerð um skáldsögu

More Related