500 likes | 618 Views
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2007. 2. október 2006. 1. Sterk staða ríkissjóðs og aðhald í ríkisfjármálum. Helstu niðurstöður fjárlagafrumvarps 2007. Tekjuafgangur ríkissjóðs er áætlaður 15,5 milljarðar króna eða 1,3 % af lands-framleiðslu.
E N D
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2007 2. október 2006
1. Sterk staða ríkissjóðsog aðhald í ríkisfjármálum
Helstu niðurstöður fjárlagafrumvarps 2007 • Tekjuafgangur ríkissjóðs er áætlaður 15,5 milljarðar króna eða 1,3% af lands-framleiðslu. • Tekjuafgangurinn verður 23 milljörðum meiri en reiknað var með í langtímaáætlun. • Hrein staða ríkissjóðs verður 1,4% af landsframleiðslu en var 31,7% árið 1997.
Aðhaldssöm ríkisfjármálastefna • Afgangur ríkissjóðs á þjóðhagsgrunni var 5,6% af landsframleiðslu árið 2005 og er áætlaður 4% árið 2006. • Fá dæmi eru um viðlíka árangur í ríkisfjár-málum hjá öðrum vestrænum ríkjum undan-farinn áratug. • Aðhaldið endurspeglast í því að skuldir lækka og að eignir í Seðlabanka eru yfir 100 mia.kr.
Eignir ríkisins í Seðlabanka * Staða í lok árs nema í lok ágúst árið 2006
Viðbótarframlög til LSR nema 120 milljörðum króna frá 1999 Reiknaðir vextir 5,5% árin 2006 og 2007
2. Helstu þættir langtímaáætlunar
Langtímaáætlun til hagstjórnar • Langtímaáætlun fyrir 4 ár í senn hefur verið kjölfestan í fjárlagagerðinni. • Áætlunin hefur ásamt innbyggðri sveiflu-jöfnun spornað gegn óstöðugleika í tengsl-um við virkjanaframkvæmdir og öran hagvöxt. • Áætlunin hefur falið í sér að ríkisfjármál-um hefur verið beitt til aðhalds undanfarin 2-3 ár en að slakað verður á aðhaldinu þegar dregur úr stóriðjuframkvæmdum.
Stórauknar framkvæmdir 2007-2010 • Útgjöld aukast á næsta ári, einkum sam-gönguframkvæmdir en þó ekki í sama mæli og áður var fyrirhugað. • Í endurskoðaðri langtímaáætlun verður stofnkostnaður 18,1 mia.kr. árið 2007, 28,3 mia.kr. árið 2008, 24,5 mia.kr. árið 2009 og 22,2 mia.kr. árið 2010.
Helstu hækkanir í langtímaáætlun • Tekjur hækka um 35 mia.kr., aðallega vegna meiri skatttekna af tekjum og hagnaði einstaklinga og fyrirtækja. • Útgjöld hækka um 12 mia.kr. Tilfærslur hækka um 10,7 mia.kr. og þar af eru um 7 mia.kr. lífeyrir til aldraðra og öryrkja. • Gengis- og verðlagsbreytingar aukast um 7,3 mia.kr., vaxtagjöld um 2,3 mia.kr. og brotthvarf varnaliðsins kostar 2 mia.kr.
Endurskoðun langtímaáætlunar í ríkisfjármálum 2007 -2010 • Óbreytt stefna um að raunaukning sam-neyslu verði að jafnaði ekki umfram 2% árlega og aukning tilfærslna 2,5%. • Í frumvarpinu er þó gert ráð fyrir að vöxtur tekjutilfærslna verði tímabundið umfram þetta markmið, aðallega vegna samkomu-lags við aldraða og hækkunar barnabóta.
Endurskoðun langtímaáætlunar í ríkisfjármálum 2007 -2010 • Tekjuafgangur öll árin ef ráðstöfun á sölu-andvirði Símans er undanskilin.
Stöðugleiki í efnahagsmálum • Ákvarðanir um lækkun skatta og aukinn stofnkostnað ríkissjóðs hafa verið teknar inn í framreikninga fjármálaráðuneytisins og spár um þróun efnahagsmála næstu árin. • Áfram er spáð stöðugleika í efnahagsmál-um og að verulega dragi úr viðskiptahalla samhliða því að hagvöxtur lækkar í 1% árið 2007 en hækkar síðan aftur í 2,5% - 3%.
3. Tekjuhliðin - skattalækkanir
Skattar halda áfram að lækka • Tekjuskattur lækkar um 1% í byrjun árs 2007, úr 23,75% í 22,75%. Persónuafsláttur hækkar úr 348 þús. kr. á ári í 384 þús. kr., eða um 35 þús. kr. • Frá 2004 til 2007 lækkar tekjuskattur ein-staklinga um 3 prósentustig eða um 11,7% • Skattleysismörk hækka úr 79 þús. kr. á mánuði í 90 þús. kr. á mánuði eða um 14%.
Barnabætur hækka • Barnabætur hækka verulega. Ótekjutengdar barnabætur og viðmiðunarmörk tekna vegna tekjutengdra barnabóta hækka um 20%. • Bætur greiðast með börnum til 18 ára aldurs. • Tryggingagjald lækkar um 0,45% skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í tengslum við almenna kjarasamninga í mars 2004 gegn því að atvinnurekendur hækki iðgjald til sameignarlífeyrissjóða í 8%.
Hlutfall skatta af VLF lækkar • Heildartekjur ríkissjóðs lækka í krónum talið árið 2007 frá áætlaðir útkomu 2006 eða um 1,7 mia.kr. • Skatttekjurnar lækka meira eða um 4,4 mia.kr., sem svarar til lækkunar úr 31% í 29,2% af VLF.
4. Gjaldahliðin – helstu áherslur
Breytingar helstu málaflokka frá fjárlögum 2006 Verðlag 2007
Áherslumál á gjaldahlið • Stóraukin framlög til almannatrygginga með hækkun á lífeyri og einföldun kerfisins. • Útgjöld vegna barnabóta aukast um fjórðung. • Framlög til samgöngumála aukast verulega en þó ekki jafn mikið og áður var ráðgert.
Áherslumál á gjaldahlið • Yfirtaka á öllum rekstri Keflavíkurflug-vallar og efling þyrlusveitar í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. • Vaxtagjöld aukast vegna breyttrar samsetningar skulda þótt þær lækki. • Framlög til þróunarmála eru aukin um fjórðung í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.
Sérstakar aðgerðir á gjaldahlið • Til að hægja á vexti samneyslunnar var fyrri áætlun um árlega aukningu rekstrar lækkuð almennt um 2% en þó um 1% í mennta- og heilbrigðismálum og umönnun fatlaðra. • Útgjaldaheimildir fyrir árið 2007 voru ekki endurmetnar með tilliti til verðbólgu umfram forsendur fjárlaga 2006. • Dregið var úr áformum um aukningu fram-kvæmda frá þessu ári um 5,5 mia.kr.
Sérstakar aðgerðir á gjaldahlið • Stefnt er að því að lækka lyfjaútgjöld um 500 m.kr. á næsta ári. • Samtals er í frumvarpinu gert ráð fyrir 11 milljarða króna lækkun útgjalda frá því sem áður var ráðgert.
Útgjöld ríkissjóðs* hækka sem hlutfall af VLF 2007 * Án óreglulegra liða
5. Efnahagsforsendur frumvarpsins
Efnahagsforsendur frumvarpsins • Hagvöxtur 1,0% • Hækkun verðlags 4,5% • Kaupmáttur ráðstöfunartekna 3,8% • Atvinnuleysi 2,1% • Viðskiptahalli 10,7% af VLF • Gengisvísitala 126
6. Í hnotskurn
Tekjuafgangur án ráðstöfunar á söluandvirði Landsímans
Í hnotskurn • Tekjuafgangur á næsta ári er áætlaður 15,5 mia.kr., sem er 23 mia.kr. betri afkoma en reiknað var með í langtímaáætlun. • Hrein staða ríkissjóðs, þ.e. skuldir umfram veitt lán og inneignir, verður um 1,4% af VLF í árslok 2007 eða 18 mia.kr. • Inneign ríkisins í Seðlabankanum var komin yfir 100 mia.kr. í lok ágúst sl.
Í hnotskurn • Sterk staða ríkisfjármála gerir kleift að lækka skatta enn frekar en þegar hefur verið ákveðið. • Metafgangur í ríkisrekstrinum á síðasta og þessu ári ber vott um virka beitingu ríkis-fjármálanna til aðhaldsamrar hagstjórnar í uppsveiflunni.
Í hnotskurn • Ríkisfjármálunum verður beitt til að vega á móti slakanum sem myndast í efnahags-lífinu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur. • Samgönguframkvæmdir verða auknar og meiri framlög verða til velferðarmála.
Í hnotskurn • Staða ríkisfjármála er afar sterk á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Það kemur einna skýrast fram í skuldastöðunni.
Vefsetur: fjarlog.is Minnt er á fjárlagafrumvarpið og tengd gögn á fjárlagavefnum fjarlog.is