130 likes | 273 Views
Uppbygging Evrópuvitundar Innan ESB. Hugmyndin að viðfangsefninu. Evrópuvitund. Hvað er Evrópuvitund? “Með Evrópuvitund leggur ESB áherslu á að almenningur sé meðvitaður um að hann tilheyri ekki einungis þjóð sinni heldur einnig Evrópu” Tilgangur Evrópuvitundar
E N D
Uppbygging Evrópuvitundar Innan ESB
Evrópuvitund Hvað er Evrópuvitund? “Með Evrópuvitund leggur ESB áherslu á að almenningur sé meðvitaður um að hann tilheyri ekki einungis þjóð sinni heldur einnig Evrópu” Tilgangur Evrópuvitundar “Ef hægt væri að skapa Evrópuvitund og þeir þættir er felast í henni væru skýrt skilgreindir þá hefðu stofnanir Evrópusambandsins sterkari stöðu til að auka valdsvið sitt í gegnum traust almennings”
Viðfangsefni Hefur Evrópusambandinu tekist að byggja upp evrópska vitund meðal íbúa Evrópusambandsins? Er munur á Evrópuvitund milli kynslóða innan Evrópusambandsins? Er munur á Evrópuvitund meðal kjarnaríkja Evrópusambandsins og annarra þjóða innan þess?
Aðferðafræði Fyrirliggjandi gögn Fræðibækur, vefrit, greinar, niðurstöður spurningakannana (Eurobarometer), niðurstöður úr öðrum rannsóknum. Frumgögn Viðtöl Innihaldsgreining og val upplýsinga er varpa ljósi á viðfangsefnið
Uppbygging Evrópuvitundar 1973 Umræða um eflingu menningarlegra þátta. Stjórnmálaleiðtogar ræða um innihald hugtaksins Evrópuvitund 1979 Almenningur fær að kjósa í fyrsta sinn til Evrópuþingsins 1984 Adonnino nefndin Hlutverk hennar var að koma með hugmyndir er myndu stuðla að sterkari vitund og ímynd ESB - Fáni ESB - Einkennislag ESB - Evrópudagur - Evrópsk frímerki - Evrópsk Vegabréf, ökuskírteini, bílnúmeraplötur - Þátttaka í ýmiskonar menningarviðburðum og hreyfanleika fólks um Evrópu (Sókrates-áætlun 1987) 1993 Maastricht sáttmálinn - Sameiginlegur gjaldmiðill - Aukin áhersla á menningarlegt samstarf sbr. 128. gr.
Uppbygging Evrópuvitundar De Clercq skýrslan - Evrópusamruninn knúinn áfram af vilja stjórnmálamanna en ekki vilja almennings - ESB þarf að nálgast almenning á mannlegum nótum - Hugmyndir um evrópsk fæðingarvottorð, evrópsk bókasöfn, forseti framkvæmdastjórnarinnar í fararbroddi Annað: - Menning 2000, Menningarborg Evrópu, Tungumálakennsla, Fjölmiðlaáætlun og Yngri kynslóðin
Viðhorf gagnvart Evrópu 41% Evrópubúa líta einungis til þjóðernis árið 2004 (38% árið 1992) Yngri kynslóðir og íbúar kjarnaríkja líta frekar á sig sem Evrópubúa. Þjóðarstolt mælist 86%, Evrópustolt 68% Yngra fólk með meira Evrópustolt 92% mynda tilfinningaleg tengsl gagnvart þjóðríki, 67% gagnvart Evrópu. (31% töldu sig ekki mynda nein tengsl gagnvart Evrópu) 49% telja Evrópubúa ekki deila sameiginlegum menningargildum.
Viðhorf gagnvart 47% Evrópubúa hafa jákvæða ímynd af Evrópusambandinu (43% árið 2000) 34% Evrópubúa ber ekki traust til Evrópuþingsins (51% bera traust til þingsins) 33% ber ekki traust til framkvæmdastjórnarinnar á móti 46% sem bera traust til hennar Umboðsmaður ESB nýtur trausts 35% almennings Svipað hlutfall hvað varðar aðrar stofnanir
Þekking á Evrópusambandinu Um 70% íbúa telja sig hafa litla sem enga þekkingu á ESB árið 2005 50% íbúa meðvitaðir um kosningarétt sinn í kosningum til Evrópuþingsins 94% þekktu ESB fánann 36% meðvitaður einkennislag ESB 40% íbúa meðvitað um tilvist Evrópudags ESB
Niðurstöður Benda til þess að Evrópusambandinu hefur ekki tekist að byggja upp þá Evrópuvitund meðal almennings sem sambandið stefndi að Þjóðernisvitund almennings er enn sterk í Evrópu, stór hluti lítur ekki á sig sem Evrópubúa Þekking fólks á Evrópusambandinu er almennt lítil Lítill áhugi fólks á Evrópusambandinu. Stöðugt minnkandi kosningaþátttaka til Evrópuþingsins (45% árið 2004) Lítil samkennd almennings gagnvart ESB (fall stjórnarskrárinar í Frakklandi og Hollandi) Fólk tengir sig ekki gagnvart táknum ESB
Niðurstöður Evrópuvitund er sterkari meðal yngri kynslóða en þeirra sem eru eldri Aukinn hreyfanleiki ungs fólks í gegnum ýmiskonar menningarviðburði Aukin menntun stuðlar að sterkari Evrópuvitund Engin munur er á styrk Evrópuvitundar meðal íbúa kjarnaríkja ESB og íbúa annarra aðildarríkja