1 / 19

Fyrirkomulag gengismála á Íslandi Horft til framtíðar

Morgunfundur FÍS 6. apríl 2006. Fyrirkomulag gengismála á Íslandi Horft til framtíðar. Tryggvi Þór Herbertsson Hagfræðistofnun. Þegar kostir og gallar þess að taka upp nýja peningamálastefnu eru ígrundaðir þarf að svara tveimur lykilspurningum:

nantai
Download Presentation

Fyrirkomulag gengismála á Íslandi Horft til framtíðar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Morgunfundur FÍS6. apríl 2006 Fyrirkomulag gengismála á ÍslandiHorft til framtíðar Tryggvi Þór Herbertsson Hagfræðistofnun

  2. Þegar kostir og gallar þess að taka upp nýja peningamálastefnu eru ígrundaðir þarf að svara tveimur lykilspurningum: Í fyrsta lagi, getur peningamálastefnan linað afleiðingar þjóðhagslegra hnykkja og hvert er hlutverk gengisins í aðlögun hagkerfisins að jafnvægi? Í öðru lagi, er peningamálastefnan sjálf rót þjóðhagslegra hnykkja? Sú gæti verið raunin ef seðlabanki nyti ekki trúverðugleika eða ef hann tæki óeðlilegt tillit til stjórnmálaaðstæðna. Ef sjálfstæð peningamálastefna nær að jafna hagsveiflur er sjálfstæður gjaldmiðill eftirsóknarverður. Ef hún er hins vegar rót efnahagslegs vanda þá gæti verið skynsamlegt að festa gengið til frambúðar og ganga í myntbandalag (Ítalía er dæmi um þetta). Plottið....

  3. Skýrsla Kafli 1: Kostir í gengismálum. Kafli 2: Fjármálakerfið. Kafli 3: Samkeppnisatvinnuvegir. Kafli 4: Alþjóðaviðskipti. Kafli 5: Sveigjanleiki vinnumarkaða. Kafli 6: Hagstjórn.

  4. Ríki hafa um nokkrar leiðir að velja þegar kemur að vali á peningamálastefnu. Hér er fjallað um: Myntráð (Hong Kong, Argentína). Einhliða fastgengi (eins og var hér á landi). Evruvæðing (Panama ‘dollaravæðing’). Tvíhliða fastgengi (Danmörk). Myntbandalag (Evruland). Fljótandi gengi (núverandi fyrirkomulag). Valkostir í gengismálum

  5. Full höft á fjármagnshreyfingum Sjállfstæð peningamálastjórn Stöðugt gengi Frjálsar fjármagnshreyfingar Fljótandi gengi Samþætting fjármálamarkaða Myntbandalag Valkostir

  6. Einungis tveir raunhæfir möguleikar : Sjálfstæð peningamálastefna og fljótandi gengi (núverandi fyrirkomulag). Ganga í evrópska myntsamstarfið (verða meðlimur í Evrópusambandinu). Skýrslan vegur og metur kostina tvo frá mismunandi sjónarhonum. Valkostir

  7. Þau lönd sem lent hafa í fjármálakreppum á undanförnum árum hafa öll fylgt fastgengisstefnu með sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef seðlabanki hefur sett sér gengismarkmið og skuldir heimila og fyrirtækja eru í erlendum gjaldmiðli en eignir í innlendum leiðir skyndileg gengislækkun til þess að skuldir þessara aðila aukast en verðgildi eignanna helst óbreytt. Líkur á fjármálalegum óstöðugleika verða minni í myntbandalagi en utan þess vegna þess að þá er síður hætta á því að skyndilegar gengisbreytingar auki (erlenda) skuldabyrði heimila og fyrirtækja. Fjármálalegur stöðugleiki

  8. Flotgengisstefna þar sem seðlabanki setur sér verðbólgumarkmið er einnig líkleg til þess að auka stöðugleika fjármálakerfisins. Sú stefna að hafa ákveðið verðbólgumarkmið veldur því að gengið breytist stöðugt, sem aftur veldur því að líkur á skyndilegu og miklu gengisfalli eru minni en ef fastgengisstefnu er fylgt. Hættan á verðbólgu og háu raungengi er þó meiri í myntbandalagi. Fjármálalegur stöðugleiki

  9. Sameiginlegur gjaldmiðill myndi auka gegnsæi í viðskiptum við Evrópulönd og auðvelda verðsamanburð á milli landa. Til lengri tíma litið má reikna með því að samkeppni myndi aukast innanlands. Áhugi erlendra fyrirtækja á íslenskum markaði myndi vafalítið vaxa þegar sami gjaldmiðill yrði notaður hér og í öðrum evrulöndum og erlend fyrirtæki myndu annaðhvort ryðja sér rúms á innlendum markaði eða kaupa íslensk fyrirtæki. Jafnframt má gera ráð fyrir að sérhæfing aukist á íslenskum markaði og að Íslendingar fái í auknum mæli notið kosta stærðarhagkvæmni. Þá myndi stöðugt gengi vafalítið styðja við útflutningatvinnuvegina. Samkeppnisatvinnuvegir

  10. Samkeppnisatvinnuvegir

  11. Aukin alþjóðaviðskipti með vörur, þjónustu og fjármagn hafa jákvæð áhrif á lífskjör þjóða. Gengisflökt er almennt talið auka áhættu og kostnað við alþjóðaviðskipti. Svo virðist sem gengisflökt hafi haft marktæk áhrif á innflutning til Íslands og má leiða líkum að því að innganga í myntbandalag myndi dempa sveiflur í innflutningi. Hins vegar hefur gengisflökt alla jafna ekki marktæk áhrif á magn útflutnings og líklegt er að sérstaða og fábreytni útflutningshliðarinnar hér á landi skipti þar meiru. Alþjóðaviðskipti

  12. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að myntbandalög hafi jákvæð áhrif á flæði fjármagns á milli landa vegna lægri viðskiptakostnaðar en ella og samþættingar markaða. Aftur á móti virðist sem fljótandi gengi sé í sumum tilvikum ákveðið merki um styrka peningastjórn og geti ýtt undir óbeina erlenda fjárfestingu. Merki um þetta hafa sést undanfarið á Íslandi með skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum (Carry Trade). Alþjóðaviðskipti

  13. Fjármögnun viðskiptahalla er alla jafna auðveld til skamms tíma litið en vandamál geta skapast ef fjármagnsflæði bregst eða minnkar verulega. Sýnt hefur verið fram á að þjóðir með sveigjanlegt gengi eigi auðveldara með að takast á við slíkar aðstæður en þjóðir sem fylgja fastgengisstefnu. Innganga í myntbandalag með aðgengi að stærri og dýpri fjármálamarkaði en áður gæti hugsanlega skilað sér í aukinni erlendri fjárfestingu á Íslandi. Niðurstaðan er því sú að sennilega myndi aðild að myntbandalagi leiða til aukinna alþjóðaviðskipta og erlendrar fjárfestingar hérlendis. Alþjóðaviðskipti

  14. Ýmislegt bendir til þess að laun séu ekki mjög sveigjanleg hér á landi og þess vegna muni það fremur leiða til uppsagna starfsfólks en launalækkana ef úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja og atvinnugreina dregur. Ef tekin yrði upp sameiginleg mynt með öðrum þjóðum og nafngengi krónunnar fest til frambúðar er hætta á að tímabundin uppsveifla valdi því að verðlag og laun hækki og þar með raungengi. Þegar góðærið væri úti gæti síðan reynst erfitt að lækka raungengið aftur vegna þess hve laun og verðlag eru ósveigjanleg. Því er engan veginn víst að íslenskur vinnumarkaður sé nægilega sveigjanlegur – þrátt fyrir sveigjanlega stofnanaumgjörð – til þess að ráðlegt geti talist fyrir Ísland að afsala sér stjórn peningamála. Sveigjanleiki vinnumarkaða

  15. Ljóst er að hagstjórnarbyrðin færist af seðlabanka yfir á stjórnendur ríkisfjármála ef land fórnar gjaldmiðli sínum og tekur upp sameiginlega peningamálastefnu með öðrum þjóðum. Fjármálaaðgerðir þykja aftur á móti nokkuð svifaseinar, einkum vegna þess hve langan tíma getur tekið að hrinda þeim í framkvæmd. Ólíklegt er að hagstjórn geti byggst á fjármálastefnunni einni innan myntbandalags. Hagstjórn

  16. Vegna ósamhverfra þjóðhagslegra hnykkja og ólíks miðlunarferlis sameiginlegrar peningamálastefnu væri heldur ekki við því að búast að sameiginleg peningamálastefna hefði sveiflujafnandi áhrif. Hér er kominn annar megin ókostur þess að ganga inn í myntsamstarf Evrópuþjóðanna. Hins vegar gæti hið opinbera lagt stjórnendum peningamála öflugt lið ef gjaldmiðill væri sjálfstæður og fylgt væri flotgengisstefnu. Hagstjórn

  17. Hagstjórn

  18. Hagstjórn

  19. Tveir möguleikar: Núverandi fyrirkomulag. Ganga í evrópska myntsamstarfið. Vísbendingar um ábata: Fjármálalegur stöðugleiki (-/+). Útflutningsatvinnugreinarnar (+). Alþjóðaviðskipti (+). Vinnumarkaður (-). Hagstjórn (-). Niðurstaða: styðjast við núverandi fyrirkomulag áfram. Hvað um það: Huga verður að stefnublöndunni. Niðurstaða

More Related