200 likes | 339 Views
VIÐFANGSEFNI II AÐ VINNA MEÐ TÍMANUM. Jörgen Larsson, kennari í textafræði í Chalmers tekniska högskola í Gautaborg og Fredrik Warberg, höfundur höfðu yfirumsjón með undirbúningi viðfangsefnisins, í samvinnu við Karin C Ringsberg, kennara í Nordic School of Public Health NHV.
E N D
VIÐFANGSEFNI IIAÐ VINNA MEÐ TÍMANUM Jörgen Larsson, kennari í textafræði í Chalmers tekniska högskola í Gautaborg og Fredrik Warberg, höfundur höfðu yfirumsjón með undirbúningi viðfangsefnisins, í samvinnu við Karin C Ringsberg, kennara í Nordic School of Public Health NHV.
Markmið Markmið viðfangsefnis II er að auka skilning þátttakenda á tengslunum milli heilsu og lifnaðarhátta og hvernig hægt er að vinna með tímanum, ásamt því að finna hagstætt tímafyrirkomulag fyrir alla fjölskylduna. J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Viðfangsefni II er skipt niður í fimm umræðuefni Umræðuefni 1: Tímastreita: Hugleiðing og umræða um reynslu þátttakenda á tíma og tímastreitu. Umræðuefni 2: Tímamynstur. Að hvaða marki vantar okkur tíma? Hversu ánægð erum við með það hvernig við skiptum niður tímanum og notum hann í hversdagslífi okkar? Hver þátttakandi fyllir út í tímamynstrið til að finna svar við þessari spurningu. Umræðuefni 3: Væntingar og staðlar. Hvernig hafa staðlar áhrif á okkur og tímanotkun okkar? Umræðuefni 4: Áætlanir til að auka tímatengda velferð okkar. Hugleiðing og umræða um hvernig tímaten velferð okkar kemur börnum og fjölskyldu til góða. Rætt verður um fyrirætlanir og aðgerðir til að auka tímatengda velferð okkar. J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Tafla 1. Reynsla foreldra í Norðurlöndunum af tímastreitu í daglegu lífi Heimildir: NordChild 2011 J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
1 2 3 4 5 6 7 J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Spurningar um umræðuna – æfing 1. • Var í einhverjum tilfellum lítill munur á hvernig þér fundust hlutirnir vera og hvernig þú vildir að þeir væru? • Hvernig kom þetta út hjá hinum? J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Æfingablað 2 a og b. Rétt eða rangt – staðfestingar. • 76 % þeirra sem eru heimavinnandi segjast oft hafa það mikið að gera að þeir eigi erfitt með að gera þá hluti sem þarf að gera. • 31 % þeirra sem eru ekki heimavinnandi segjast oft hafa það mikið að gera að þeir eigi erfitt með að gera þá hluti sem þarf að gera. • Fólk sem er í tímapressu hefur 36 mínútum minna en þeir sem ekki eru í tímapressu til svefns, hreyfingar og til að hitta annað fólk. • Meðalvinnutími á viku fyrir mæður leikskólabarna jókst um rúm 70 % frá 1976 til 2004 • Meðalvinnutími á viku fyrir feður leikskólabarna jókst um 5 % frá 1976 til 2004 • Um fjórðungur feðra 3-4 ára barna myndi vilja vinna færri tíma – þrátt fyrir launalækkun • Í samanburði við feður, vinna tíu sinnum fleiri mæður hlutavinnu vegna barna sinna • Fyrir árið 2009 greiddi Almannatryggingastofnun Svíþjóðar u.þ.b. 2 milljarða sænskra króna vegna "stressáhrifa" • Árið 2010 tóku feður út rúmlega 40 % foreldraleyfis • Þegar börn telja upp þá aðila sem þau tala mest við þegar þau eru leið, er "pabbi" í fimmta sæti. J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
RÉTT RANGT RÉTT RANGT RÉTT RANGT 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Tafla 2. Niðurskipting vinnutíma hjá foreldrum í Norðurlöndunum árið 2011. Heimildir: NordChild 2011 J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Spurningar um umræðuna – æfing 2. • Hvernig heldur þú að barnið þitt upplifi tímapressu? • Af hvaða ástæðum heldur þú að barninu þínu finnist það vera í tímapressu? • Hvernig heldur þú að barnið þitt upplifi tímapressu? J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Hvað er hægt að segja um velferð þína í dag? Tímamynstur þitt mun hjálpa þér að hugsa um þetta. Tímamynstur þitt mun einnig vera grunnur til áhugaverðra umræða við þína nánustu. Hugtakið almenn velferð greinir frá því hvernig við upplifum að hafa nægan tíma eða hafa ekki nægan tíma og hversu ánægð við erum með hvernig við skiptum tímanum niður og notum hann til daglegra skylduverka og áhugamála. Tímamynstrið greinir frá 20 jákvæðum staðfestingum sem þú átt að svara í samræmi við hvernig þér finnst staðfestingarnar passa við þig. Algjörlega ósammála Frekar ósammála Algjörlega sammála Frekar sammála Hægt er að túlka svarmöguleikana á mismunandi hátt, en það er þín skoðun sem á að koma fram. Tvær staðfestingar eru í sumum spurningum og ef þú velur algjörlega sammála verða báðar staðfestingarnar að passa í þínu tilfelli. • Mér finnst ég sjaldan eða aldrei vera í flýti, stressuð/stressaður eða í tímaþröng • Mér finnst ég setja mér raunsæ markmið um það sem ég þarf að gera daglega • Mér finnst "lífstaktur" daglegs lífs míns vera góður • Mér finnst ég ekki gera skylduverk heimilisin í flýti • Ég gef börnunum eins mikinn tíma og mér sýnist • Ég og maki minn gefum okkur nægan tíma til að sinna sambandi okkar • Ég hugsa ekki til vinnunnar þegar ég er með fjölskyldu minni • Ég eyði nægum tíma til að gera hlutina almennilega • Mér finnst ég ekki vera í tímaþröng í vinnunni • Mér finnst ég yfirleitt vera úthvíld(ur) • Ég hef nægan batatíma þegar ég er veik(ur) • Ég ræð tímaskipan minni í hversdagslífi mínu • Ég ræð hvaða athafnasemi ég eyði tíma í og hvaða athafnasemi ég eyði ekki tíma í • Ég eyði nógu miklum tíma á viku til vinnu (eða til annarrar starfsemi) • Ég hef nægan tíma til að sinna áhugamálum mínum • Ég hef nægan tíma til að hitta fólk utan vinnu • Mér finnst ég stjórna því hvernig ég nota tíma minn • Ég eyði ekki meiri tíma en ég vil í sjónvarpsáhorf, internetið, tölvur/sjónvarpsleiki eða álíka athafnasemi • Ég eyði þeim tíma sem ég vil í líkamshreyfingu • Ég hef nógu mörg tækifæri í hversdagslífi mínu til að slappa af og taka því rólega 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. Nafn:…………………………………………….. Dags. 20..….. - …..… - …..… Tímamynstrið mitt Þegar þú hefur krossað við viðeigandi svör getur þú reiknað stigin sem segja til um almenna velferð þína. Ekki nota stigin til að bera þig saman við aðra, heldur litið af og til á fyrri niðurstöður þínar og séð hvernig þetta lítur út hjá þér. Leggðu fyrst saman krossana í hverjum dálki fyrir sig og margfaldaðu því næst fjölda "algjörlega ósammála " með 0, fjölda "frekar ósammála" með 1, fjölda frekar sammála með 3 og fjölda "algjörlega sammála" með 4. Leggðu svo saman heildartöluna til að finna út stigin sem segja til um almenna velferð þína. Hugsaðu svo um hvað þú getur gert til að breyta því sem þú vilt og því sem nauðsynlegt er að breyta. Gangi þér vel. Fjöldi krossa 1 = 3 = 4 = 0 = Fjöldi krossa 0, 1, 3 eða 4 = 0 STIGIN MÍN Tímamynstrið er gert af Föreningen Tidsverkstaden og hægt er að hala því niður á www.tidsverkstaden.se
Spurningar um umræðuna fyrir æfingu 2. • Hvað mun þér finnast um staðhæfingarnar í tímamynstrinu. J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Spurningar um umræðuna – æfing 4. • Hvernig geta hugtökin "góð mamma" og "góður pabbi" verið í samræmi við væntingar og staðla nútímasamfélags? • Hvað ætlar þú að gera með barninu þínu? • Hversu miklum tíma eyðir þú í athafnasemi með barninu þínu? J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Tafla 3. Sameiginleg athafnasemi barna og foreldra í Norðurlöndunum er skipt í aldurshópana 2-6 ára og 7-17 ára. Heimildir: NordChild 2011 J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Hvernig væntingar og staðlar samfélagsins koma út þegar mikilvægt er að vera "hamingjusamur einstaklingur". Vinnublað 4. • Atvinna • Neysla • Heilsa og frítími • Sambönd • Annað J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Spurningar um umræðuna – æfing 4. • Hvaðan koma þessir staðlar? • Að hvaða marki hafa staðlar áhrif á okkur? • Hvað er hægt að gera til að þeir hafi minni áhrif á okkur? J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Vinnublað 6. Áætlanir til að auka velferð okkar í dag 1. Minnkun væntinga/metnaðar: 2. Betri notkun úrræða: Nota ég tíma minn og annarra á skynsamlegan hátt? Hver af eftirtöldum atriðum langar mig að hugsa nánar út í/prófa? Er eitthvað fleira sem þig langar að prófa? Eru væntingar nástaddra og metnaður minn hentug fyrir mig sem foreldri ungbarns? Hver af eftirtöldum atriðum langar mig að hugsa nánar út í/prófa? Er eitthvað fleira sem þig langar að prófa? • að finna út hvernig ég nota þann tíma sem ég hef og nota meiri tíma í það sem er raunverulega mikilvægt ásamt því að koma upp um "tímaþjófana" (hluti sem taka tíma en gera ekkert gagn) • að tryggja að ég hafi nægan tíma til að gera hluti sem bæta upp orku mína og þrek • að skipta húsverkunum jafnt á milli fjölskyldumeðlimanna • að biðja aðra um aðstoð - fjölskyldu, vini, nágranna o.s.frv. • að kaupa þjónustu sem sparar tíma • að ræða við vinnuveitandann um sveigjanleika / vinnu heiman frá / hlutavinnu fyrir foreldra • …………………………………………………………….. • …………………………………………………………….. • …………………………………………………………….. • …………………………………………………………….. • að leggja aðeins minna í atvinnuna • að leggja minna í að heimilið sé hreint og fínt • að draga úr þeim tíma sem ég nota í áhugamál mín • að hugsa út í þann tíma sem fer í athafnasemi barnsins míns í frítíma þess • að draga úr neyslu - ferðalögum, tækjabúnaði, fötum og öðrum veraldlegum hlutum • að hugsa minna um að vera líkamlega aðlaðandi • að hugsa út í hversu marga vini og ættingja ég hef nægan tíma til að hitta • að byrja ekki á neinum tímafrekum áformum • að neita því sem tekur mikinn tíma • …………………………………………………………….. • …………………………………………………………….. • …………………………………………………………….. J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Vinnublað 7. Tímafyrirætlanir mínar.Hlutir sem ég ætla að gera til að auka velferð mína og fjölskyldu minnar • Ég ætla að………………………………………………………………………… • Ég ætla að………………………………………………………………………… • Ég ætla að………………………………………………………………………… • Ég ætla að………………………………………………………………………… Það er betra að hafa fáar tímafyrirætlanir sem hægt er að koma í verk frekar en margar sem aldrei er hægt að gera. Ef þú finnur leiðir sem bæta velferð þína og fjölskyldu þinnar og taka ekki mikinn tíma, skaltu skrá þær hér fyrir neðan. J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Vinnublað 8. Dæmi um tímafyrirætlanir – litlir og stórir hlutir sem hægt er að gera til að auka almenna velferð sína. - • Ég ætla að koma af stað umræðu um hvernig við getum lifað á ódýrari hátt og unnið minna • Ég ætla að hætta að pirra mig yfir því að ég get ekki sinnt hlutum sem ég á að sinna eða gæti haft áhrif á • Ég ætla að íhuga tímaþjófa og hvernig hægt er að minnka þá • Ég ætla að skrifa lista yfir orkuþjófa og streituvalda • Ég ætla að sjá til þess að skipuleggja tvær sjónvarpslausar vikur á haustin, veturna og á vorin • Ég ætla í mesta lagi að horfa á sjónvarpið í 4 klst. á viku • Ég ætla í síðasta lagi að fara að sofa kl. 22:15 á virkum dögum • Ég ætla að draga úr þeim tíma sem ég nota til að mála mig • Ég ætla að faðma Birgit í minnsta lagi einu sinni á dag • Ég ætla að spyrja Bertil hvernig dagurinn hans var innan mínútu eftir að við sjáumst aftur og hlusta á það sem hann svarar • Ég ætla að leyfa Ullu að tala þar til hún hefur lokið við það sem hún er að segja, án þess að verða pirruð/pirraður eða reið(ur) • Ég ætla að fara í burtu þegar Ulf tekur til í eldhúsinu og ekki koma með ávítandi athugasemdir eftir á • Ég ætla að segja börnunum mínum og Len hvað ég er þakklát fyrir • Ég ætla að koma af stað umræðu um hvernig hægt er að finna hentugan lífstakt fyrir okkur • Ég ætla að sjá til þess að gera minni kröfur um hreinlæti heima • Ég ætla að bjóðast til að hjálpa til við þvottinn • Ég ætla að hugleiða þær kröfur sem ég geri til sjálfs mín/sjálfrar mín í vinnunni • Ég ætla að taka því rólega og taka hlé frá starfsferli mínum þar til Elsa er orðin 6 ára • Ég ætla að einbeita mér að því sem ég get raunverulega gert í vinnunni í staðinn fyrir að einblína á það sem ég get ekki gert • Ég ætla að skipuleggja það sem mikilvægt er og gera lista yfir það sem ég þarf að gera í hverri viku • Ég ætla að fara í hádegismat á hverjum degi • Ég ætla að skilja öll gögn eftir í vinnunni • Ég ætla að muna: það kemur engum að gagni ef ég brotna niður • Ég ætla að muna: heimurinn mun ekki farast þó að ég geri þetta ekki • Ég ætla að hafna stefnumótum sem ég vil ekki fara á • Ég ætla að ræða við yfirmann minn um breytingu á áætluninni minni • Ég ætla að ræða um hlutastarf við yfirmann minn í síðasta lagi í mars • Ég ætla að bóka mig í kapphlaup • Ég ætla að taka frá tíma í venjubundna vinnu • Ég ætla að slökkva á tölvupóstviðvöruninni • Ég ætla að svara tölvuskeytum á ákveðnum tímum • Ég ætla ekki að vinna um helgar • Ég ætla að vinna heiman frá einu sinni í viku • Ég ætla að muna að "í þetta get ég eytt meiri tíma þegar börnin vaxa úr grasi" • Ég ætla að hengja upp minnismiða í vinnunni sem á stendur: "börnin eru bara lítil einu sinni" • Ég ætla að taka mér frídag fjórðu hverja viku til að vera með Gústa • Ég ætla að skipuleggja fríkvöld til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni • Ég ætla ekkert að hugsa um vinnuna þá daga sem ég er með börnunum • Ég ætla að byrja að gera eldhúsið upp eða skipuleggja hvenær það verði gert upp • Ég ætla að stofna til fjölskylduumræða • Ég ætla að spjalla við Sigríði um hversu margar tómstundir er skynsamlegt að stunda í hverri viku • Ég ætla að hugsa um eitthvað jákvætt í hvert skipti sem ég kem inn um dyrnar heima • Ég ætla að hafa samráð við nágrannana til að við getum skipst á að fara með börnin í dagvist og ná í þau • Ég ætla ekki að horfa alein(n) á sjónvarpið • Ég ætla að hugsa mig um áður en ég svara játandi eða neitandi - t.d. "gott að þú skulir spyrja mig, ég ætla að athuga hvort ég geti gert þetta" • Ég ætla að gera raunsærri atvinnukröfur • Ég ætla að fækka skuldbindingunum í frítíma mínum • Ég ætla að hafa GOOD ENOUGH fyrir mottó • Ég ætla að gera lista yfir það sem mér finnst ég þurfa að gera og tína út af honum óþarfa hluti J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg
Spurningar um umræðuna - æfingar 6, 7, 8. • Hvaða opinberar tímafyrirætlanir hefur þú/hafið þið gert? • Hvaða óopinberar tímafyrirætlanir hefur þú/hafið þið gert? • Eru til aðrar leiðir –fyrir utan það að ræða við annað fólk – til að viðhalda framförum? • Hvað er hægt að gera til að auka líkur þess að þú farir eftir tímafyrirætlunum þínum og gleymir þeim ekki? J Larsson, F Warberg, KC Ringsberg