120 likes | 262 Views
Svör til ESA vegna Icesave. Kynning fyrir fjölmiðla 2. maí 2011. Markviss vinna við undirbúning svars. Leitað til færustu sérfræðinga Verkstjórn: Þóra M. Hjaltested (EVR) og Kristján Andri Stefánsson (UTN) Að verkinu komu fjölmargir lögmenn úr ólíkum áttum: Jóhannes Karl Sveinsson
E N D
Svör til ESA vegna Icesave Kynning fyrir fjölmiðla 2. maí 2011
Markviss vinna við undirbúning svars • Leitað til færustu sérfræðinga • Verkstjórn: Þóra M. Hjaltested (EVR) og Kristján Andri Stefánsson (UTN) • Að verkinu komu fjölmargir lögmenn úr ólíkum áttum: • Jóhannes Karl Sveinsson • Peter Dyrberg • Reimar Pétursson • Dóra Guðmundsdóttir • Eiríkur S. Svavarsson • Stefán Már Stefánsson • Áhersla á að leita til sérfróðra aðila með ólík sjónarmið til að leiða fram okkar sterkustu rök • Safnað saman öllum gögnum um atburðarás og atvikalýsingu, til að styrkja málsstað Íslands • Samstaða um hvernig best yrði á málstað Íslands haldið • Byggt á drögum frá júní-ágúst 2010
Kröfugerð íslenskra stjórnvalda • Mótmæli gegn því að brot gegn tilskipuninni hafi átt sér stað • Þess krafist að málið verði látið niður falla
Samandregin lagarök stjórnvalda (I) • Innleiðing innstæðutilskipunarinnar var í samræmi við efni hennar og innstæðutryggingakerfið sömuleiðis • Því er mótmælt að innstæðutilskipunin feli í sér efnda- eða árangursskyldu (e. obligation of result) enda fæli slíkt í raun í sér ríkisábyrgð á innstæðum • Staðhæfing ESA um að það sé í gildi lagaleg meginregla í EES rétti um efnda- eða árangursskyldu er ekki byggð á fullnægjandi lagarökum. ESA blandar saman sjónarmiðum um mögulega skaðabótaskyldu ríkja og beinum réttaráhrifum tilskipana sem er mun flóknara mál og á ekki heima í samningsbrotamáli • Íslensk stjórnvöld tryggðu eftir því sem hægt er að innstæðueigendur fengju greiðslur með því að setja innstæðukröfur í forgang við skipti fjármálafyrirtækja. Það er engin önnur leið til að koma slíkum greiðslum til leiðar við algjört hrun bankakerfis. Útlit er fyrir að greiðslur úr búi Landsbankans muni nægja til að gera upp kröfur vegna lágmarkstryggingarinnar
Samandregin lagarök stjórnvalda (II) • Einhliða aðgerðir Breta og Hollendinga takmörkuðu svigrúm íslenskra stjórnvalda og voru sjálfar í bága við reglur Evrópuréttar um slitameðferð fjármálafyrirtækja. Þessar aðgerðir réttlættu eða knúðu fram þau viðbrögð íslenskra stjórnvalda, sem véfengd eru • Ekkert innstæðukerfi getur staðist algjört bankahrun, líkt því sem varð á Íslandi. Af þeim sökum verður Ísland ekki talið hafa vanrækt skyldur sínar með því einu að greiðslur til innstæðueigenda dragist • Mótmælt er ásökunum um að ólögmæt mismunun hafi átt sér stað. Bent er á hina gjörólíku stöðu innstæðueigenda innan og utanlands. Lögð er áhersla á að markmið aðgerðanna hafi verið lögmæt og þær ekki gengið lengra en ítrasta nauðsyn krafði • Að lokum er teflt fram sjónarmiðum er varða óviðráðanleg ytri atvik (force majeure) sem afsaki stjórnvöld samkvæmt viðurkenndum sjónarmiðum í EES rétti
Helstu atvik og staðreyndir málsins (I) • Reglur um fjölþjóðlega bankastarfsemi innan EES • Reyndust ófullnægjandi þegar kom að því að glíma við rekstrarerfiðleika og að lokum gjaldþrot banka • Hvert ríkið á fætur öðru greip til ráða til að vernda eigin hagsmuni, þau gáfu út ábyrgðir vegna eigin bankastofnana, frystu eignir erlendra banka o.s.frv. • Í stað samvinnu tók við tímabil þar sem hver reyndi að bjarga eigin skinni • Aðstæður á Íslandi í október 2008 • Tekjur ríkisins námu 460 milljörðum • Innstæður í bönkunum voru alls 3.100 milljarðar, þar af um 1.700 milljarðar í erlendum útibúum í erlendum myntum • Heildargjaldeyrisvaraforði nam um 350 milljörðum • Fall krónunar nam um 40% á stuttum tíma • Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi tóku strax ákvarðanir um að greiða þarlendum innstæðueigendum alllar innstæður sínar
Helstu atvik og staðreyndir málsins (II) • Einhliða aðgerðir stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi ollu vanda • Ákvörðun um að greiða út innstæður og uppgefnar ástæður fyrir henni • Ákvörðun breska Fjármálaeftirlitsins 3. október 2008 um að kyrrsetja eignir Landsbankans, sem ekki var aflétt fyrr en í júní 2010 • Beiting breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögunum þann 8. október 2008. Víðtæk áhrif á aðgang Íslands að fjármálamörkuðum og truflun á greiðslukerfum sem ómælt tjón leiddi af • Dómsúrskurðir í Hollandi um kyrrsetningu eigna Landsbankans þann 13. október 2008 sem ekki var aflétt fyrr en í mars 2010 • Áætlun AGS. Tafir á aðgangi að efnahagsaðstoð vegna tilrauna Breta og Hollendinga til að beita sjóðnum fyrir sig í Icesave málinu • Staða slitameðferðar Landsbankans • Núverandi áætlanir gera ráð fyrir 90% heimtum upp í forgangskröfur, vissa um verðgildi eigna hefur aukist og stöðug hækkun hafi orðið á mati skilanefndar • Bresk og hollensk stjórnvöld munu líklega fá í sinn hlut mun hærri fjárhæðir en sem nemur því sem þau greiddu vegna lágmarkstryggingarinnar
Lagalegar röksemdir íslenskra stjórnvalda (I) • Innleiðingin tilskipunarinnar var fullnægjandi • ESA rökstyður ekki neina sérstaka galla á íslenska kerfinu og einskorðar sig við virkni þess við heildarhrun kerfisins • Ekki ríkisábyrgð • Tilskipunin átti að samræma reglur eftir aðildarríkjum. Ríkisábyrgðir hefðu strítt gegn þeim tilgangi og raskað samkeppnisstöðu banka eftir ríkisfangi. • Ríkisábyrgð leiðir til mismununar • Skyldur ríkjanna eru einskorðaðar við að koma á laggirnar innistæðutryggingakerfum sem síðan beri ábyrgðina gagnvart þeim tryggðu • Íslenska kerfið var fremur vel í stakk búið í alþjóðlegum samanburði • ESB þótti ástæða til að breyta tilskipuninni árið 2009 til að skerpa á ábyrgð þjóðríkja. Áður var því slík skylda ekki til staðar eða a.m.k. óljós • Engin skýr regla um “obligation of result” • Rökstuðningur ESA fátæklegur hvað varðar meinta efnda- eða árangursskyldu ríkja. ESA byggir túlkun sína á einum dómi Evrópudómstólsins, sem er vegna ósambærilegs máls
Lagalegar röksemdir íslenskra stjórnvalda (II) • Neyðarlögin tryggðu hagsmuni innistæðueigenda • Eina raunhæfa leið ríkisvalds til að tryggja hagsmuni innistæðueigenda og hagkerfisins við bankahrun er að veita innistæðueigendum forgang • Aðgerðin virkaði í tilviki Kaupþings og Glitnis – mun að mestu virka varðandi Landsbankann. • Framganga Breta og Hollendinga torveldaði skjóta lausn mála • Bretar og Hollendingar beittu ólögmætum aðferðum • Einhliða aðgerðir (kyrrsetning eigna, sérstök slitameðferð í Hollandi) • Takmarkaði kosti Íslands og skaðaði íslenska hagsmuni. Taka verður tillit til þess og meta stöðuna í því ljósi • Ekkert innistæðutryggingakerfi ræður við algjört kerfishrun • Fjármögnun kerfanna í Evrópu og skýrslur þar um sýna takmarkanir kerfanna í meiriháttar bankakreppu • Þögn um hlutverk ríkjanna í tilskipuninni bendir eindregið til þess að aldrei hafi verið litið á ríkið sem þrautavaralánveitanda til innstæðutryggingakerfanna
Engin ólögmæt mismunun átti sér stað • Aðstæður innstæðueigenda voru ólíkar og ólík meðferð er ekki sama og ólögmæt mismunun • Mismunandi gjaldmiðlar • Mismunandi tengsl við greiðslukerfin • Mismunandi samband við viðskiptabanka • Mismunandi möguleikar til skuldajöfnunar • Mismunandi vaxtakjör • Samanburður á aðstæðum innlendra sparifjáreigenda og Icesave eigenda • Markmið stjórnvalda með skiptingu bankanna rakin • Viðhalda greiðslukerfum og lágmarks fjármálaþjónustu • Þurfti að gerast hratt til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana • Þurfti að vera trúverðug • Nýju bönkunum var ofviða að yfirtaka himinháar innistæðuskuldbingingar í erlendum myntum – slíkt hefði leitt til gjaldþrots nýju bankanna
Ómöguleiki og force majeure • Jafnvel þótt “obligation of result” væri fyrir hendi var íslenskum stjórnvöldum ómögulegt að efna skylduna • Aðgerðir stjórnvalda réttlættust með hliðsjón af fjármálastöðugleika og voru nauðsynlegar til að verjast fordæmislausum vanda vegna heildarhruns fjármálakerfisins • Skoða ber sérstaklega í þessu samhengi samspil skuldbindinga innan ramma EES-samningsins eða stofnsáttmála ESB við svigrúm stjórnvalda til aðgerða til að tryggja fjármálastöðugleika
Samantekt • Allar horfur eru á að þrotabú Landsbankans muni standa undir þorra krafna vegna innstæðna • Útgreiðslur úr búinu hefjast á næstu misserum, eftir að Hæstiréttur hefur skorið úr um nokkur óvissuatriði • Ísland telur sig ekki hafa brotið gegn samningsskuldbindingum með neinum hætti • ESA eigi á þessum grunni að geta komist að þeirri niðurstöðu að ljúka málinu, án frekari aðgerða