1 / 18

12. Kafli: Skynjun

12. Kafli: Skynjun. Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir. Skynjun. Skynjun (sensation) er miðlun upplýsinga um ástand innan líkama eða utan Skynjun er ýmist meðvituð eða ómeðvituð Ferli skynjunar: 1. Skynnemi (receptor) tekur á móti áreiti (stimulus)

demi
Download Presentation

12. Kafli: Skynjun

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 12. Kafli: Skynjun Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir

  2. Skynjun • Skynjun (sensation) er miðlun upplýsinga um ástand innan líkama eða utan • Skynjun er ýmist meðvituð eða ómeðvituð • Ferli skynjunar: 1. Skynnemi (receptor) tekur á móti áreiti (stimulus) 2. Áreiti er breytt í taugaboð (transduction) 3. Taugaboð eru send til heila -mismunandi skynsvæði eftir tegund áreitis og líkamshluta 4. Heilinn túlkar upplýsingarnar (integration)

  3. Flokkun skynjunar • Almenn skynjun (general senses) • Sómatísk skynjun (frá húð, vöðvum, sinum og liðamótum) = líkamsskyn • Visceral skynjun (frá líffærum) = líffæraskyn • Sérhæfð skynjun (special senses) • Lyktarskyn • Bragðskyn • Sjón • Heyrn • Jafnvægi

  4. Flokkun skynnema • Flokkun eftir byggingu • Naktar griplur • Griplur í hylki • Flóknir nemar sem tengjast skynfrumum • Flokkun eftir tegund áreitis • Aflnemar (mechanoreceptors) • Hitastigsnemar (thermoreceptors) • Sársaukanemar (nociceptors) • Ljósnemar (photoreceptors) • Efnanemar (chemoreceptors) • Efnastyrksnemar (osmoreceptors)

  5. Einkenni skynjunar • Áreiti (stimulus) er hvers konar breyting á innri eða ytri umhverfisþáttum • Áreiti hefur bæði eðliseiginleika (modality) og styrk (intensity) • Skynþröskuldur er það lágmarksáreiti sem þarf til að framkalla svörun hjá nema • Þegar sama áreitið varir í langan tíma hækkar skynþröskuldurinn og skynjun minnkar. Þetta kallast aðlögun (adaptation) • Sumir skynnemar aðlagast fljótt en aðrir seint

  6. Skynjun húðar 1. Snertiskyn (tactile sensation) • Snerting, þrýstingur, titringur, kláði og kitl 2. Hitastigsskyn • Hiti og kuldi 3. Sársaukaskyn • Nemarnir eru staðsettir í húð og undirhúð og auk þess í slímhúð munns, endaþarms og leggangna

  7. Líkamsstöðuskyn (proprioception) • Skynfærin eru staðsett í • Vöðvum (vöðvaspólur) • Sinum (Golgi tendon organ) • Liðamótum • Innra eyra • Skynfærin senda upplýsingar til heila um • spennu vöðva og sina • stöðu liðamóta • stöðu höfuðs

  8. Lyktarskyn • Lyktarþekja er staðsett efst í nefholi. Hún innifelur: • Lyktarskynfrumur, stoðfrumur og grunnfrumur (basal cells) • Uppleyst lyktarefni framkalla boðspennu í lyktarskynfrumum • Lyktarnemar aðlagast fljótt • Lyktarskynfumur senda boð eftir lyktartaug til lyktarklumbu (bulbus olfactorius), limbíska kerfisins og ennisblaðs og gagnaugablaðs heilabarkar

  9. Bragðskyn (gustation) • Bragðskynfrumur • staðsettar í bragðlaukum • skynja uppleyst bragðefni • Grunnbrögðin eru fimm • Sætt, salt, súrt, rammt og umami • Hver bragðlaukur er sérhæfðir fyrir eina bragðtegund • Boð um bragð berast eftir þrem heilataugum, gegnum ýmsar heilastöðvar til hvirfilblaðs heilabarkar

  10. Sjón • Líffæri sjónar skiptast í aðallífffæri og aukalíffæri (accessory structures) • Aðallífæri sjónar • Augað (oculus) • Aukalíffæri sjónar • Augabrúnir, augnlok, táralíffæri (tárakirtlar og táradrenkerfi) og ytri augnvöðvar

  11. Augað (oculus) er gert úr þrem lögum • Yst er trefjalag • Hvíta (sclera) sem tengist ytri augnvöðvum og glær hornhimna (cornea) fremst. Hornhimnan virkar sem safnlinsa • Æða (choroidea) í miðju • Fremsti hluti æðunnar er lithimnan (iris) sem stjórnar opvídd sjáaldurs • Sjónhimna (retina) innst • Úr lagi þekjufrumna og taugafrumum (stafir, keilur, ganglion frumur og bipolar frumur) • Þar sem sjóntaugin fer út úr auganu eru engar skynfrumur (blindi bletturinn)

  12. Ferli sjónar • Ljósið fer gegnum hornhimnu, gegnum augastein (sem fókuserar) og endar á sjónhimnu þar sem stafir og keilur gleypa það • Stafir • hafa vítt sjónsvið, eru mjög ljósnæmir, skynja svart – hvítt • Keilur • eru þéttastar kringum miðjudæld (fovea), þurfa mikið ljós til að virkjast, skynja liti (grænar, rauðar og bláar) • Stafir og keilur örva bipolar frumur sem örva ganglion frumur • Frá ganglion frumum fara boðin til sjóntaugar, um sjóntaugavíxl gegnum thalamus til frumskynsvæðis sjónar á hnakkablaði • Heilinn setur saman tvær ólíkar myndir frá sitthvoru auga. Út kemur þrívíddarsjón

  13. Heyrn og jafnvægisskyn • Ytra eyra • Eyrnablaðka, hlust og hljóðhimna • Hljóðhimna aðskilur ytra eyra frá miðeyra • Miðeyra • Kokhlust, heyrnarbeinin (hamar steðji og ístað), egglaga gluggi og hringlaga gluggi • Innra eyra • Beinvölundarhús fyllt utanvessa (perilymph) og himnuvölundarhús fyllt innanvessa (endolymph) • Völundarhúsið skiptist í • Kuðung (heyrnarskynfæri) • Bogagöng og önd (jafnvægisskynfæri)

  14. Lífeðlisfræði heyrnar (fig 12.14) • Eyrnablaðkan stefnir hljóði inn í hlust • Hljóðbylgjur skella á hljóðhimnu sem fer að titra í samræmi við bylgjurnar • Hljóðhimnan tengist hamri, sem tengist steðja sem tengist ístaði. Beinin magna upp hljóðið • Ístað kemur af stað sveiflum í egglaga glugga • Bylgjur fara af stað í utanvessa efsta hólfs kuðungsins (scala vestibuli) • og yfir í neðsta hólfið (scala tympani) svo að hringlaga gluggi fer að sveiflast (9)

  15. Lífeðlisfræði heyrnar (fig 12.14)frh. 7. Þrýstingsbylgjurnar í utanvessanum þrýsta á himnuvölundarhúsið svo að vestibular himnan fer að sveiflast og þrýstingsbylgjur fara af stað í innanvessa miðhólfsins (cochlear duct) 8. Þrýstingsbylgjur í miðhólfinu koma af stað bylgjum á grunnþynnu (basilar membrane) þar sem heyrnaskynfærið (líffæri Cortis) er staðsett. Við þetta hreyfast hár á heyrnarskynfrumum og boðspennur fara af stað. Boðin berast til kuðungshluta heyrnar- og jafnvægistaugar

  16. Heyrnarbrautin • Boð frá heyrnartaug berast til mænukylfu og þaðan um miðheila og thalamus til heilabarkar • Frumheyrnarsvæði er staðsett á gagnaugablaði heilabarkar

  17. Jafnvægisskyn: stöðuskyn • Við skynjum stöðu höfuðsins út frá aðdráttarafli jarðar • Stöðuskynfærið er í önd (posa og skjóðu) • Hvernig virkar stöðuskynfærið? • Litlir kalkkristallar sem tengjast hærðum skynfrumum breyta stöðu sinni eftir stöðu höfuðsins • Þegar kalkkristallarnir hreyfast beyglast hárin og taugaboð fara af stað

  18. Jafnvægisskyn: hreyfiskyn • Hreyfiskyn er skynjum á hröðun og stefnu breytingu • Hreyfiskynfærið er staðsett í bogagöngum • Hvernig virkar hreyfiskynfærið? • Bifhærðar skynfrumur tengjast kalkkristöllum • Vegna tregðu sinnar fer vökvinn í bogagöngunum ekki strax af stað þegar höfuðið hreyfist • Þetta veldur því að það tognar á hárum skynfrumnanna og boð fara af stað

More Related