210 likes | 1.06k Views
12. Kafli: Skynjun. Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir. Skynjun. Skynjun (sensation) er miðlun upplýsinga um ástand innan líkama eða utan Skynjun er ýmist meðvituð eða ómeðvituð Ferli skynjunar: 1. Skynnemi (receptor) tekur á móti áreiti (stimulus)
E N D
12. Kafli: Skynjun Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir
Skynjun • Skynjun (sensation) er miðlun upplýsinga um ástand innan líkama eða utan • Skynjun er ýmist meðvituð eða ómeðvituð • Ferli skynjunar: 1. Skynnemi (receptor) tekur á móti áreiti (stimulus) 2. Áreiti er breytt í taugaboð (transduction) 3. Taugaboð eru send til heila -mismunandi skynsvæði eftir tegund áreitis og líkamshluta 4. Heilinn túlkar upplýsingarnar (integration)
Flokkun skynjunar • Almenn skynjun (general senses) • Sómatísk skynjun (frá húð, vöðvum, sinum og liðamótum) = líkamsskyn • Visceral skynjun (frá líffærum) = líffæraskyn • Sérhæfð skynjun (special senses) • Lyktarskyn • Bragðskyn • Sjón • Heyrn • Jafnvægi
Flokkun skynnema • Flokkun eftir byggingu • Naktar griplur • Griplur í hylki • Flóknir nemar sem tengjast skynfrumum • Flokkun eftir tegund áreitis • Aflnemar (mechanoreceptors) • Hitastigsnemar (thermoreceptors) • Sársaukanemar (nociceptors) • Ljósnemar (photoreceptors) • Efnanemar (chemoreceptors) • Efnastyrksnemar (osmoreceptors)
Einkenni skynjunar • Áreiti (stimulus) er hvers konar breyting á innri eða ytri umhverfisþáttum • Áreiti hefur bæði eðliseiginleika (modality) og styrk (intensity) • Skynþröskuldur er það lágmarksáreiti sem þarf til að framkalla svörun hjá nema • Þegar sama áreitið varir í langan tíma hækkar skynþröskuldurinn og skynjun minnkar. Þetta kallast aðlögun (adaptation) • Sumir skynnemar aðlagast fljótt en aðrir seint
Skynjun húðar 1. Snertiskyn (tactile sensation) • Snerting, þrýstingur, titringur, kláði og kitl 2. Hitastigsskyn • Hiti og kuldi 3. Sársaukaskyn • Nemarnir eru staðsettir í húð og undirhúð og auk þess í slímhúð munns, endaþarms og leggangna
Líkamsstöðuskyn (proprioception) • Skynfærin eru staðsett í • Vöðvum (vöðvaspólur) • Sinum (Golgi tendon organ) • Liðamótum • Innra eyra • Skynfærin senda upplýsingar til heila um • spennu vöðva og sina • stöðu liðamóta • stöðu höfuðs
Lyktarskyn • Lyktarþekja er staðsett efst í nefholi. Hún innifelur: • Lyktarskynfrumur, stoðfrumur og grunnfrumur (basal cells) • Uppleyst lyktarefni framkalla boðspennu í lyktarskynfrumum • Lyktarnemar aðlagast fljótt • Lyktarskynfumur senda boð eftir lyktartaug til lyktarklumbu (bulbus olfactorius), limbíska kerfisins og ennisblaðs og gagnaugablaðs heilabarkar
Bragðskyn (gustation) • Bragðskynfrumur • staðsettar í bragðlaukum • skynja uppleyst bragðefni • Grunnbrögðin eru fimm • Sætt, salt, súrt, rammt og umami • Hver bragðlaukur er sérhæfðir fyrir eina bragðtegund • Boð um bragð berast eftir þrem heilataugum, gegnum ýmsar heilastöðvar til hvirfilblaðs heilabarkar
Sjón • Líffæri sjónar skiptast í aðallífffæri og aukalíffæri (accessory structures) • Aðallífæri sjónar • Augað (oculus) • Aukalíffæri sjónar • Augabrúnir, augnlok, táralíffæri (tárakirtlar og táradrenkerfi) og ytri augnvöðvar
Augað (oculus) er gert úr þrem lögum • Yst er trefjalag • Hvíta (sclera) sem tengist ytri augnvöðvum og glær hornhimna (cornea) fremst. Hornhimnan virkar sem safnlinsa • Æða (choroidea) í miðju • Fremsti hluti æðunnar er lithimnan (iris) sem stjórnar opvídd sjáaldurs • Sjónhimna (retina) innst • Úr lagi þekjufrumna og taugafrumum (stafir, keilur, ganglion frumur og bipolar frumur) • Þar sem sjóntaugin fer út úr auganu eru engar skynfrumur (blindi bletturinn)
Ferli sjónar • Ljósið fer gegnum hornhimnu, gegnum augastein (sem fókuserar) og endar á sjónhimnu þar sem stafir og keilur gleypa það • Stafir • hafa vítt sjónsvið, eru mjög ljósnæmir, skynja svart – hvítt • Keilur • eru þéttastar kringum miðjudæld (fovea), þurfa mikið ljós til að virkjast, skynja liti (grænar, rauðar og bláar) • Stafir og keilur örva bipolar frumur sem örva ganglion frumur • Frá ganglion frumum fara boðin til sjóntaugar, um sjóntaugavíxl gegnum thalamus til frumskynsvæðis sjónar á hnakkablaði • Heilinn setur saman tvær ólíkar myndir frá sitthvoru auga. Út kemur þrívíddarsjón
Heyrn og jafnvægisskyn • Ytra eyra • Eyrnablaðka, hlust og hljóðhimna • Hljóðhimna aðskilur ytra eyra frá miðeyra • Miðeyra • Kokhlust, heyrnarbeinin (hamar steðji og ístað), egglaga gluggi og hringlaga gluggi • Innra eyra • Beinvölundarhús fyllt utanvessa (perilymph) og himnuvölundarhús fyllt innanvessa (endolymph) • Völundarhúsið skiptist í • Kuðung (heyrnarskynfæri) • Bogagöng og önd (jafnvægisskynfæri)
Lífeðlisfræði heyrnar (fig 12.14) • Eyrnablaðkan stefnir hljóði inn í hlust • Hljóðbylgjur skella á hljóðhimnu sem fer að titra í samræmi við bylgjurnar • Hljóðhimnan tengist hamri, sem tengist steðja sem tengist ístaði. Beinin magna upp hljóðið • Ístað kemur af stað sveiflum í egglaga glugga • Bylgjur fara af stað í utanvessa efsta hólfs kuðungsins (scala vestibuli) • og yfir í neðsta hólfið (scala tympani) svo að hringlaga gluggi fer að sveiflast (9)
Lífeðlisfræði heyrnar (fig 12.14)frh. 7. Þrýstingsbylgjurnar í utanvessanum þrýsta á himnuvölundarhúsið svo að vestibular himnan fer að sveiflast og þrýstingsbylgjur fara af stað í innanvessa miðhólfsins (cochlear duct) 8. Þrýstingsbylgjur í miðhólfinu koma af stað bylgjum á grunnþynnu (basilar membrane) þar sem heyrnaskynfærið (líffæri Cortis) er staðsett. Við þetta hreyfast hár á heyrnarskynfrumum og boðspennur fara af stað. Boðin berast til kuðungshluta heyrnar- og jafnvægistaugar
Heyrnarbrautin • Boð frá heyrnartaug berast til mænukylfu og þaðan um miðheila og thalamus til heilabarkar • Frumheyrnarsvæði er staðsett á gagnaugablaði heilabarkar
Jafnvægisskyn: stöðuskyn • Við skynjum stöðu höfuðsins út frá aðdráttarafli jarðar • Stöðuskynfærið er í önd (posa og skjóðu) • Hvernig virkar stöðuskynfærið? • Litlir kalkkristallar sem tengjast hærðum skynfrumum breyta stöðu sinni eftir stöðu höfuðsins • Þegar kalkkristallarnir hreyfast beyglast hárin og taugaboð fara af stað
Jafnvægisskyn: hreyfiskyn • Hreyfiskyn er skynjum á hröðun og stefnu breytingu • Hreyfiskynfærið er staðsett í bogagöngum • Hvernig virkar hreyfiskynfærið? • Bifhærðar skynfrumur tengjast kalkkristöllum • Vegna tregðu sinnar fer vökvinn í bogagöngunum ekki strax af stað þegar höfuðið hreyfist • Þetta veldur því að það tognar á hárum skynfrumnanna og boð fara af stað