350 likes | 570 Views
Vika 2 Lífsafkoma á Íslandi Heilbrigðismál og almannatryggingar. Steinn Jóhannsson steinn@ru.is http://staff.ru.is/steinn/isa101.htm. Heilbrigðisþjónusta. Allir landsmenn eiga kost á heilbrigðisþjónustu.
E N D
Vika 2 Lífsafkoma á Íslandi Heilbrigðismál og almannatryggingar Steinn Jóhannsson steinn@ru.is http://staff.ru.is/steinn/isa101.htm
Heilbrigðisþjónusta • Allir landsmenn eiga kost á heilbrigðisþjónustu. • Hún tekur til heilsugæslu, lækninga, hjúkrunar, endurhæfingar, tannlækninga og sjúkraflutninga.
Heilsugæslustöðvar • Á heilsugæslustöðvum er veitt ýmis frumheilbrigðisþjónusta eins og: • Heilsuvernd og heilbrigðisfræðsla. • Mæðra-, ungbarna- og smábarnavernd. • Heilsugæsla í skólum. • Ónæmis-, berkla- og kynsjúkdómavarnir. • Geðvernd og fíkniefnavarnir.
Heimilislæknar og sérfræðingar • Gert er ráð fyrir að fyrst leiti sjúklingar til heimilislækna sem starfa á heilsugæslustöðvum um allt land eða reka eigin stofur. • Heilsugæslu- og heimilislæknar vísa sjúklingum til sérfræðinga ef þörf er á. • Heimilt er að leita sérfræðings án milligöngu heimilis- eða heilsugæslulækna. Margir velja þá leiðina í dag.
Hvenær fá menn afslátt af heilsugæsluþjónustu? • Hámarksgreiðslurgegnfullugjaldifyrirlæknis- og heilsugæsluþjónustu á hverjualmanaksárieru : • Fyrireinstaklinga, kr. 28.000 á ári. • Aldraðir 67 til og með 69 ára sem eru með skertan eða engan ellilífeyri kr. 22.400 á ári • Fyrirelli- og örorkulífeyrisþegasemgreiðalægragjaldfyrirlæknis- og heilsugæsluþjónustu, kr. 7.000 á ári. • Fyriröllbörnyngri en 18 ára í sömufjölskyldu, kr. 8.400 á ári.
Tannlæknaþjónusta • Sjúkratryggingar greiða 75% kostnaðar fyrir börn 18 ára og yngri samkvæmt gildandi gjaldskrá heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. • Endurgreiðsla Tryggingastofnunar miðast við gildandi gjaldskrá heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra.Gjaldskrá starfandi tannlækna er frjáls. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá ráðherra, greiðir einstaklingur mismuninn. • Gjaldskrá tannlæknamá finna inn á vef TR: www.sjukra.is undir fjölskyldan og tannlækningar
Útgjöld til heilbrigðismála samkvæmt fjárlögum 2011 • Heilbrigðismál næststærsti útgjaldaliður ríkisins • Rúmlega 111 milljarðar króna og nemur 21,6% af heildarútgjöldum ríkisins árið 2011 • Var rúmir 79 milljarðar 2005 • Árið 2005 voru útgjöld til heilbrigðismála 7,7% af vergri landsframleiðslu
Almannatryggingar • Árið 1935 var samþykkt frumvarp um alþýðutryggingar. • Þetta er talið marka eitt stærsta spor í íslenskri félagsmálalöggjöf. • Lögin tóku gildi 1936 og hafa alþýðutryggingamál síðan verið í höndum Tryggingastofnunar ríkisins.
Almannatryggingar • Við þessa lagasetningu var kominn vísir að slysatryggingum, sjúkratryggingum og örorkutryggingum. • Tryggingalöggjöfin leiddi til tekjujöfnunar og meira félagslegs öryggis en áður þekktist. • Ásamt heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu urðu almannatryggingar grundvöllur velferðarþjóðfélagsins.
Sjúkratrygging • Þeir sem eru sjúkratryggðir greiða aðeins hluta kostnaðar við heilbrigðisþjónustu. • Ellilífeyrisþegar og öryrkjar greiða lægra gjald en aðrir fyrir læknisþjónustu og lyf. • Allir sem hafa átt lögheimili á Íslandi eða hafa verið tryggðir innan EES-landa í a.m.k. 6 mánuði njóta sjúkratrygginga. • Aðrir þurfa að bíða í 6 mánuði eftir sjúkratryggingu.
Sjúkradagpeningar og slysabætur • Allir sjúkratryggðir búsettir hér á landi eiga rétt á sjúkradagpeningum í veikindum fái þeir aðrar bætur eða laun. • Allir launþegar sem starfa hér á landi eru slysatryggðir. • Þeir sem stunda heimilisstörf geta tryggt sig sérstaklega með því að óska eftir því á skattframtali. • Sjómenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta gert það sama.
Ellilífeyrir • Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára eða eldri, hafa búið hér á landi eða starfað í öðru EES-landi í a.m.k. þrjú ár frá 16-67 ára. Íslendingur sem hefur verið búsettur annars staðar á Norðurlöndum eða hefur starfað í aðildarlöndum EES getur átt rétt á ellilífeyrisgreiðslum frá þeim. • Fullur ellilífeyrir greiðist þeim einstaklingum sem hafa verið búsettir hér í a.m.k. 40 ár frá 16-67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða greiðist ellilífeyrir í hlutfalli við búsetutímann.
Ellilífeyrir • Skattskyldar tekjur aðrar en greiðslur frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðstekjur, húsaleigubætur og fjárhagsleg aðstoð sveitarfélaga skerða ellilífeyri ef einstaklingur fer yfir viss tekjumörk. • Ellilífeyrir byrjar að skerðast ef tekjur einstaklings eða hjóna hvors um sig eru hærri en að meðaltali 214.602 kr. á mánuði. Ellilífeyrir fellur niður þegar mánaðartekjurnar ná að meðaltali 331.778 kr. • Tekjur maka skerða ekki ellilífeyri.
Ellilífeyrir • Ellilífeyrir sjómanna: Hver sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur á rétt á ellilífeyri frá og með 60 ára aldri, að uppfylltum fyrrnefndum skilyrðum. • Sömu skerðingareglur gilda um sjómannalífeyri og ellilífeyri.
Örorkulífeyrir • Rétt til örorkulífeyris eiga 75% öryrkjar sem búa hér á landi, eru á aldrinum 16-67 ára og hafa búið á Íslandi eða starfað í öðru EES-landi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en sótt er um lífeyri. • Örorkulífeyrir skerðist vegna búsetu á sama hátt og ellilífeyrir, þannig að fullan grunnlífeyri örorku fá aðeins þeir sem hafa búið hér í a.m.k. 40 ár á milli 16-67 ára aldurs.
Örorkulífeyrir • Skattskyldar tekjur aðrar en lífeyrissjóðstekjur, greiðslur frá Tryggingastofnun, húsaleigubætur og fjárhagsleg aðstoð sveitarfélaga skerða örorkulífeyri ef einstaklingur fer yfir viss tekjumörk. • 25% af þeim tekjum sem eru umfram tekjumörkin skerða örorkulífeyrinn. Helmingur fjármagnstekna skerðir einnig bæturnar á sama hátt.
Örorkulífeyrir • Lífeyrir byrjar að skerðast ef tekjur einstaklings eða hjóna hvors um sig eru hærri en að meðaltali 214.602 kr. á mánuði, en fellur alveg niður þegar tekjurnar ná að meðaltali 331.778 kr. á mánuði. • Tekjur maka hafa ekki áhrif á grunnlífeyrinn.
Örorkulífeyrir fellur niður . . . • við andlát lífeyrisþega. • ef tekjur einstaklings fara yfir ákveðið mark. • þegar endurnýjað örorkumat er undir 75% örorku. Þá þarf að athuga rétt bótaþega til örorkustyrks. • ef lífeyrisþegi flytur til lands utan EES-svæðisins. • ef endurnýjun á örorkumati berst of seint. Þá falla greiðslur niður þar til nýtt örorkumat hefur verið afgreitt hjá Tryggingastofnun. • ef lífeyrisþegi dvelst lengur en í mánuð samfellt á stofnun eða vistheimili sem er á föstum fjárlögum eða þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir hann fellur lífeyrir hans niður ef vistin hefur verið lengri en sex mánuðir undanfarna 12 mánuði og samfelld 30 síðustu dagana. Greiðslur hefjast aftur við útskrift af sjúkrahúsi/stofnun frá og með útskriftarmánuði.
Örorkustyrkur • Heimilt er að úthluta örorkustyrkjum til þeirra sem eru á aldrinum 16 - 67 áraog hafa, samkvæmt mati tryggingalæknis, misst 50 -74% af starfsorku sinni. • Örorkustyrkur skerðist eftir sömu reglum og örorkulífeyrir. • Tekjur maka skerða þó ekki örorkustyrk, né heldur greiðslur úr lífeyrissjóði.
Umönnunarbætur • Framfærendur fatlaðra og langveikra barna geta átt rétt á aðstoð frá Tryggingastofnun ríkisins, ef sjúkdómur, andleg eða líkamleg hömlun hefur í för með sér há útgjöld og sérstaka umönnun eða gæslu. Einnig er heimilt að veita aðstoð til framfærenda barna með alvarleg þroskafrávik og barna með hegðunarvandamál. • Aðstoðin er ákveðin til tiltekins tíma (hámark fimm ár). Einnig er hægt að úrskurða greiðslur allt að tvö ár aftur í tímann.
Tekjutrygging • Lífeyrisþegi (elli- eða örorkulífeyrisþegi) getur átt rétt á tekjutryggingu. Tekjutrygging er sérstakur greiðsluflokkur líkt og ellilífeyrir og örorkulífeyrir. • Óskert tekjutrygging ellilífeyrisþega er nú kr. 92.441 en örorkulífeyrisþega kr. 93.809. Fari tekjur lífeyrisþega og maka hans, að undanskildum greiðslum frá Tryggingastofnun, húsaleigubótum og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki yfir ákveðna upphæð, svokallaðfrítekjumark(tekjumark), á hann rétt á óskertri tekjutryggingu.
Heimilisuppbót • Heimilt er að greiða elli- eða örorkulífeyrisþega sem er einn um heimilisrekstur og hefur tekjutryggingu heimilisuppbót. Skilyrði er að hann njóti ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli við aðra um húsnæðisaðstöðu. • Heimilisuppbót nemur kr. 27.242 á mán.
Vasapeningar • Elli- eða örorkulífeyrisþegi sem er sjúkratryggður hér á landi og dvelst á sjúkrastofnun eða vistheimili, getur átt rétt á vasapeningum þegar lífeyrir hans hefur fallið niður. • Lífeyririnn fellur niður þegar dvalist hefur verið meira en fjóra mánuði samtals á undanförnum 24 mánuðum á stofnun eða vistheimili sem er á föstum fjárlögum eða sem sjúkratryggingar greiða fyrir dvöl á. Þetta á þó aðeins við er dvölin hefur varað í 30 daga samfellt í lok þessa tímabils.
Makabætur • Heimilt er að greiða makabætur vegna umönnunar í heimahúsi í eftirfarandi tilvikum: • Vegna tekjutaps, þ.e. ef maki lífeyrisþega leggur niður eða minnkar vinnu. • Vegna mikilla aukaútgjalda, t.d. vegna dagvistar eða aðkeyptrar þjónustu. • Vegna tekjuleysis, þ.e. ef maki lífeyrisþega hefur engar tekjur.
Barnalífeyrir • Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára ef annað foreldra er látið eða nýtur örorku- eða endurhæfingarlífeyris. • Örorkustyrkþegar geta átt rétt á hluta barnalífeyris. • Tryggingaráð getur ákveðið að greiða barnalífeyri með barni ellilífeyrisþega svo og barni manns sem sætir gæslu- eða refsivisthafi vistin varað í a.m.k. þrjá mánuði.
Barnalífeyrir • Heimilt er að greiða barnalífeyri vegna skólanáms eða starfsþjálfunar ungmennis á aldrinum 18-20 ára sem er búsett á Íslandi ef annað foreldri eða báðir eru látnir. • Ennfremur ef annað foreldri, eða báðir, eru elli-, endurhæfingar- eða örorkulífeyrisþegar. • Eingöngu er greiddur einfaldur menntunarbarnalífeyrir.
Mæðralaun - Feðralaun • Mæðralaun/feðralaun er heimilt að greiða einstæðum foreldrum sem eru búsett á Íslandi og hafa á framfæri tvö börn sín eða fleiri undir 18 ára aldri. • Heimilt er að greiða mæðra- og feðralaun til maka elli- eða örorkulífeyrisþega, þegar bætur almannatrygginga falla niður vegna vistunar á stofnun. Einnig er heimilt að greiða maka einstaklings sem sætir gæslu- eða refsivist mæðra- eða feðralaun.
Mæðralaun/feðralaun falla niður við: • að sambúð með öðrum aðila en foreldri barns hefur varað í eitt ár. • að tekin er upp sambúð með foreldri barnanna eða fyrrverandi sambýlisaðila. • að sambúðarfólk eignist barn saman, þó að sambúðin hafi ekki varað eitt ár. • að viðtakandi greiðslnanna gengur í hjúskap. • að viðtakandi greiðslnanna flytur úr landi.
Dánarbætur • Heimilt er að greiða dánarbætur í sex mánuði þeim sem missa maka sinn. Til að eftirlifandi maki eigi rétt á dánarbótum þarf hann að vera yngri en 67 ára og eiga lögheimili hér á landi. • Fólk í skráðri sambúð getur átt rétt á dánarbótum, hafi það átt barn saman eða hafi sambúðin varað í eitt ár samfleytt. Sami réttur skapast ef konan er barnshafandi þegar sambýlismaður hennar andast.
Dánarbætur og ekkjulífeyrir • Ef eftirlifandi maki er með barn undir 18 ára aldri á framfæri sínu, skulu greiddar dánarbætur, í 12 mánuði til viðbótar eftir að 6 mánaða tímabilinu lýkur. • Ekkjulífeyrir hefur verið greiddur mánaðarlega til ekkna eftir að ekkjubætur féllu niður. Þann 1. janúar 1996 var ekkjulífeyrir aflagður. Þær konur sem fengu ekkjulífeyri 1995 fá hann greiddan áfram til 67 ára aldurs samkvæmt þeim reglum sem giltu það árið.
Meðlög • Meðlög teljast ekki til greiðslna almannatrygginga heldur annast Tryggingastofnun einungis milligöngu þeirra. Innheimtustofnun sveitafélaga sér um að innheimta greiðslur hjá meðlagsgreiðanda og endurgreiðir Tryggingastofnun. • Meðlagið greiðist til 18 ára aldurs barns. Meðlag er greitt íslenskum ríkisborgara sem býr erlendis ef meðlagsgreiðandi er búsettur hér á landi. Tryggingastofnun sendir þó ekki greiðslur til útlanda. • Meðlag með einu barni er kr. 21.657
Útgjöld til heilbrigðis- og trygginga- og velferðarmála samkvæmt fjárlögum 2012 • Heildarútgjöld kr. 509 milljarðar • Útgjöld til heilbrigðismála rúmir kr. 113 milljarðar (22% af heildarútgjöldum) • Almannatryggingar og velferðamál kr. 124. milljarðar (24,3% af heildarútgjöldum)
Heimildir • Hagstofa Íslands: www.hagstofa.is • Hagskýrslur á vefnum - Landshagir: • Fjárlagavefurinn: http://hamar.stjr.is/ • www.island.is • www.sjukra.is
Heimildir • Tryggingastofnun ríkisins: www.tr.is • Handbók TR - Lífeyristryggingar. • Stjórnarráð Íslands: www.stjr.is • “Upplýsingar fyrir útlendinga sem flytjast til Íslands: Íslenskt þjóðfélag, réttindi og skyldur”. Félagsmálaráðuneytið. • Heilsugæslan: www.heilsugaeslan.is • Árni D. Júlíusson, Jón Ó. Ísberg og Helgi S. Kjartansson (ritstj) 1993. Íslenskur söguatlas: Saga samtíðar – 20. öldin. Reykjavík: Iðunn.