740 likes | 958 Views
Heilbrigðishegðun kvenna og vímuefnanotkun og einkenni. Herdís Sveinsdóttir. Hvað felur það í sér að vera kona í vestrænu samfélagi í dag?. Konur eru mæður.
E N D
Heilbrigðishegðun kvenna og vímuefnanotkun og einkenni Herdís Sveinsdóttir
Hvað felur það í sér að vera kona í vestrænu samfélagi í dag?
Konur eru mæður. Samkvæmt upplýsingum frá Ástralíu (Australian Bureau of Statistics, 1995 úr Lee, 1998) eignast 90% kvenna í vestrænum samfélögum barn einhverntíma á æviskeiði sínu. Fjöldi barna sem hver kona eignast hefur minnkað undanfarin ár og barneignum reyndar fækkað meira en svo að nægi til að viðhalda mannfjölda í flestum löndum. Á Íslandi hefur meðalfjöldi barna sem hver kona fæðir lækkað úr 2,848 á árunum 1971-1975 í 1,932 árið 2002 (Hagstofa Íslands, 2004). Svipaðrar tilhneigingar gætir í Evrópusambandslöndunum (Eurostat Yearbook, 2004)
Konur eru einstæðar mæður. • Á Íslandi samanstóðu, árið 2003, um 16% kjarnafjölskyldna af einstæðum foreldrum með börn, 15% fjölskyldna voru mæður með börn en feður með börn voru 1% (Hagstofa Íslands, 2004).
Á heimilum inna konur af hendi ólaunuð störf. • Ólaunuð störf fela í sér matseld, innkaup, heimilisstörf og umönnun barna og eldri ættingja. Í þriðju Evrópu könnunninni á vinnuaðstæðum kemur fram að 63% vinnandi kvenna og 12% vinnandi karla segjast vinna heimilisstörf eina stund eða lengur á dag. Í heild sögðust 41% kvenna og 24% karla annast börn og menntun barna heima fyrir í eina stund eða meira á dag. Hins vegar greindu 65% kvenna en aðeins 2% karla frá því að þær tækju þátt í umönnun aldraðra og lasburða ættingja í klukkustund eða meira daglega (Gender issues in safety and health at work, 2003).
Á heimilum inna konur af hendi ólaunuð störf. Á Íslandi segjast 68% kvenna bera aðeins meiri eða mun meiri ábyrgð á heimilisstörfum en maki þeirra á meðan einungis 2,5% karla töldu sig bera meiri ábyrgð og 57,9% jafnmikla ábyrgð á heimilisstörfum og makinn. Niðurstöður sýndu almennt að það er mat karla og kvenna að konur beri frekar ábyrgð á þáttum eins og eldamennsku, uppvaski, þvottum, þrifum, innkaupum og samskiptum við starfsmenn dagvistunar/skóla. Þegar spurt var um ábyrgð á umönnun barna sögðust 6% karla oftast vera ábyrgir en 48% kvenna. Karlar (81%) töldu sig hins vegar mun oftar en konur (14%) vera ábyrga fyrir viðhaldi ökutækja og annarri viðhalds- og smíðavinnu (Forsætisráðuneytið, 2004). Niðurstöður rannsóknar sem bar saman hjón í Frakklandi og Bretlandi þar sem bæði hjónin voru útivinnandi voru svipaðar (Windebank, 2001).
Konur skortir formleg og efnahagsleg völd. • Um alla Evrópu sitja karlmenn í efri stjórnunarstöðum. Í gögnum Evrópusambandsins kemur fram að hjá 63% vinnuaflsins er næsti yfirmaður karlmaður og hjá 21% kona. Karlmenn eru yfir 60% embættismanna (legislative occupation) og forstöðumanna og yfir 70% framkvæmdastjóra stórfyrirtækja eru karlmenn (European Agency for Safety and Health at Work, 2003).
Konur skortir formleg og efnahagsleg völd. • Ástandið á Íslandi er svipað. Í skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2004 um efnahagsleg völd kvenna kemur fram að hlutur kvenna í stjórnunarstörfum er mun minni en hlutur karla. Árið 2001 voru konur framkvæmdastjórar í 18% íslenskra fyrirtækja og stjórnarformenn í 36% þeirra. Forstöðumenn ríkistofnana og ráðuneyta voru í langflestum tilvikum karlar, eða um 80%. Það sama ár, 2001, voru konur framkvæmdastjórar 4% íslenskra fyrirtækja þar sem skattskyld laun starfsmanna fóru yfir 100 miljónir króna (Forsætisráðuneytið, 2004).
Konur skortir formleg og efnahagsleg völd. Um alla Evrópu, að Íslandi meðtöldu, eru laun kvenna umtalsvert lægri en laun karla (European Agency for Safety and Health at Work, 2003; Forsætisráðuneytið, 2004; Þorgerður Einarsdóttir og Kristjana Stella Blöndal, 2004).
Vinna kvenna utan heimila og á heimilum er einhæf. • Atvinnuþátttaka kvenna í Evrópu jókst mjög á síðari hluta tuttugustu aldar og nú er svo komið að konur eru um 42% vinnumarkaðarins í Evrópusambandslöndunum og um 47% af starfsmönnum á íslenskum vinnumarkaði. Hins vegar þá er konur frekar að finna í ákveðnum geirum atvinnulífsins, þ.e. í umönnunar- og þjónustustörfum og ákveðnum framleiðslustörfum (Doyle, 1995, Hagstofa Íslands, 2003; European Agency for Safety and Health at Work, 2003).
Vinna kvenna utan heimila og á heimilum er einhæf. • Það sem er vert að draga fram hér er að vinna kvenna, jafnt heima og heiman, hefur frekar ákveðin einkenni en vinna karla, en þau eru endurtekning, einhæfni, sístaða og að gegna mörgum ábyrgðarhlutverkum samtímis. Þetta getur með tímanum haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu (European Agency for Safety and Health at Work, 2003). Þetta á til dæmis við um konur í fiskvinnslu sem starfa frekar á framleiðslulínunni, sem er fremur einhæft starf, á meðan karlar eru á lyftara eða í annarri vinnu sem felur í sér meiri hreyfanleika. Sömuleiðis felur vinna kvenna á heimilum frekar í sér margþætt hlutverk og stöðugt álag (vinnuna þarf að framkvæmda daglega) á meðan karlarnir geta betur skipulagt sína vinnu.
Konur verða fyrir ofbeldi. • Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni þá greina 10-69% kvenna frá því að þær hafi orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu maka eða sambýlismanns einhverntíma á ævinni (World Health Organization; 2002).
Konur verða fyrir ofbeldi. Konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi af hálfu maka/sambýlismanns í samfélögum þar sem jafnrétti kynjanna er lítið, kynhlutverkin hefðbundin og þar sem menningin styður rétt karlsins til kynlífs án tillits til vilja og tilfinninga konunnar. Íslenskar tölur sýna að um 14% kvenna hafa greint frá líkamlegu ofbeldi af hálfu maka (Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1997). Þolendur ofbeldis geta svo þróað með sér langavarandi líkamleg og sálræn heilbrigðisvandamál.
Meðalævilengd Heimild: Hagstofa Íslands
Heilbrigðishegðan kvenna Að hvaða leyti eru athafnir þínar takmarkaðar vegna veikinda? Hversu oft ertu rúmliggjandi vegna veikinda? • konur virðast tilkynna fleiri akút veikindi og meðfylgjandi óþægindi, heldur en karlar. • Konur tilkynna einnig að þær fái oftar kvef, inflúensu, magaveiki etc. • Konur takmarka athafnir sínar frekar en menn vegna veikinda heldur en karlar samkvæmt Bandarískum
Heilbrigðishegðan kvenna Íslenskar konur greina frá frekari fjarvistum en karlar. Þær takmarka ekki frekar þátttöku í heimilisstörfum, né önnur dagleg störf. Þær eru hinsvegar frekar fjarverandi frá vinnu. Þetta tengdist frekar ungum mæðrum svo ályktaði var að þessar fjarvistir tengdust veikindum barna (Rúnar Vilhjálmsson, gögn frá 1995).
Heilbrigðishegðan kvenna Heimsóknir til læknis á síðasta ári (úrtak á landsvísu n= 1924): 77,3% kvenna og 70,7%karla heimsótti lækni. (marktækt) Meðalfjöldi heimsókna kvennanna var 3,52 heimsóknir og karlanna 2,52. (marktækt)
Heilbrigðishegðan kvenna Heimsóknir til læknis á síðasta ári (úrtak á landsvísu n= 1924): 37.5% kvenna og 31.3% karla fóru til læknis í fyrirbyggjandi skyni (marktækt). 83,9% kenna og 75,7% karla notuðu heilbrigðisþjónustu miðað við þjónustuþörf þ.e. var ráðlagt að fylgst væri með blóðþrýsingi (marktækt).
Heilbrigðishegðan kvenna 8,3% karla og 13,2% kvenna höfðu lagst á sjúkrahús s.l. 12 mánuði (marktækt). Þegar kyntengdar innlagnir eru mínusaðar þá virðast karlar leggjast oftar inn. Vísbendingar í ársskýrslum LSH einnig.
Heilbrigðishegðan kvenna Konur nota meira af lyfjum samkvæmt lyfseðli sem og lyfjum sem ekki þarf að ávísa heldur en karlar samkvæmt erlendum og íslenskum vísbendingum.
Heilbrigðishegðan kvenna Objectivar mælingar sýna að karlar lenda í fleiri slysum (50 - 60% meira) en konur á aldrinum 17 - 44, eftir 45 ára aldur fer að draga saman og hægt og sígandi er algengi slysa og beinbrota meira hjá konum
Dauðsföll vegna óhappa á árunum 1999 og 2000 Landshagir 2003 2000 – Óhöpp 54 karlar 17 konur Sjálfsvíg/sjálfsskaði 42 karlar 8 konur 1999 Óhöpp 31 karlar 12 konur Sjálfsvíg/sjálfsskaði 24 karlar 7 konur
Heilbrigðishegðan kvenna Ef litið er á geðheilbrigði, þá eru geðsjúkdómar algengari meðal kvenna. Fjöldi rannsókna um allan hinn vestræna heima sýna að hinar ýmsu geðveilur eru algengari á meðal kvenna en karla.
Heilbrigðishegðan kvenna Áhrif hjónabands á heilbrigði kvenna
Heilbrigðishegðan kvenna Hvernig vegnar íslenskum konum heilsufarslega í því félagslega umhverfi sem þær búa við.
Reynsla heilbrigðra kvenna í vestænum samfélögum • Þegar litið er til líkamlegrar heilsu og einkenna kvenna þá er ljóst að ýmis einkenni sem hafa mjög óljósa eða óþekkta orsök koma frekar fram hjá konum en körlum. • Í ákveðnum tilvikum, þegar einkenni eru áberandi, eru þau flokkuð saman sem heilkenni og heilkenninu gefið nafn, það skilgreint og greiningarskilmálar ákvarðaðir. • Fleiri slík heilkenni er að finna sem greinast tíðar eða eingöngu hjá konum en körlum. Það sem er sammerkt þeim er að orsök er ekki þekkt, en talin vera samspil félagslegra, líffræðilegra, samfélagslegra og sálrænna þátta.
Reynsla heilbrigðra kvenna í vestænum samfélögum • þunglyndi, • vefjagigt, • síþreyta (chronic fatique syndrome) • ristilerting (ristilkrampi/iðraólga (irritable bowel syndrome). • Fæðingarþunglyndi • Tíðahvarfaeinkenni • Fyrirtíðaspenna
Þunglyndi • Langflestar kannanir á algengi þunglyndis og kvíðaraskana sýna að tvöfalt fleiri konur segjast finna fyrir þessum einkennum en menn. Þó svo að það hafi verið gagnrýnt að þessar kannanir byggi að mestu á hvítum miðstéttakonum, þá er almennt litið svo á að samanborið við karlmenn sé þunglyndi algengara meðal kvenna af öllum kynþáttum og óháð stétt (Falicov, 2003).
Vefjagigt • Einkenni vefjagigtar eru langvarandi verkir frá stoðkerfi líkamans. Almenn þreyta, vöðvastirðleiki og eymsl eru algeng einkenni, en óalgengari eru svefntruflanir, meltingartruflanir og höfuðverkur (Schaefer, 2004; Schochat og Raspe, 2003). Algengast er að einkenni komi fyrst fram á aldrinum 20 til 40 ára og eru um 80% til 90% þeirra sem veikjast konur (Phipps, Monahan, Sands, Marek og Neighbors, 2003). Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er algengi vefjagigtar tæp 2% og er talið að um fimm til sex miljónir manna séu óvinnufærar vegna gigtarinnar, en það er hærra en hlutfall þeirra sem þjást af iktsýki og osteoarthritis (slitgigt) til samans (Phipps o.fl., 2003). Upplýsingar úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríksisins frá árinu 2001 sýna að vefjagigt var á meðal sjúkdómsgreininga hjá 766 öryrkjum, 716 konum (91%) og 50 körlum (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson, Mohammed I. Ranavaya og Robert Walker, 2001).
Síþreyta Einkenni síþreytu er þreyta sem byrjar frekar skyndilega og getur staðið yfir vikum eða mánuðum saman. Önnur algeng einkenni eru hægari hugsun, lélegt minni, einbeitingarleysi (impairment of neurocognitive functions ) og líkamleg einkenni eins og vöðva- og liðverkir, hálsbólga, höfuðverkur og almenn vanlíðan. Þessi einkenni þurfa þó ekki að vera öll til staðar hjá sama sjúklingnum. Síþreyta er greind hjá báðum kynjum, meðal allra kynþátta, í mismunandi aldurshópum og meðal mismunandi þjóðfélagsstétta, en er almennt talin tvöfalt algengari hjá konum en körlum (Straus, 1988; Phipps o.fl., 2003). Um 70% þeirra sem leita aðstoðar vegna síþreytu eru konur (Evengård, Schacterle og Komaroff, 1999). Bent hefur verið á að einkenni síþreytu og vefjagigtar séu svo áþekk að í raun sé um mismunandi birtingarform sama sjúkdóms að ræða (Thim, 2004).
Ristilerting Einkenni ristilertingar eru sársaukafullir samdrættir í meltingarvegi og breyting á útskilnaði. Þessi einkenni skýrast hvorki af tilvist strúktúral né lífefnafræðilegra afbrigðileika og byggir greining á lýsingu sjúklings á einkennum sínum samfara útilokun á öðrum sjúkdómum (Tierney, McPhee og Papadakis, 2004). Heilkennið er algengara í vestrænum löndum en á meðal Kínverja (Kwan o. fl., 2002) og um tveir þriðju þeirra sem leita aðstoðar eru konur (Tierney o. fl., 2004; Phipps o. fl., 2003)
Ég þekki ekkert heilkenni, í þeirri merkingu að orsök sé óþekkt en talin vera samspil félagslegra, líffræðilega, samfélagslegra og sálrænna þátta, sem er sértækt fyrir karlmenn. Ég veit ekki heldur um heilkenni sem finnast meðal karla og kvenna og eru mun algengari hjá körlum. • Hvað er það sem útsetur konur má spyrja?
Áfengisvenjur kvenna – Lýðheilsustöð 2004 • Könnunin var gerð á vegum Lýðheilsustöðvar í nóvember 2004, og voru þátttakendur 1177, á aldrinum 18-75 ára. • Borið saman við hliðstæða könnun sem var gerð árið 2001, hefur fjöldi þeirra sem neytir áfengis haldist nokkuð óbreyttur en 86% landsmanna á þessum aldri höfðu bragðað áfengi að minnsta kosti einu sinni á árinu.
Áfengisvenjur kvenna – Lýðheilsustöð 2004 • um þriðjungur karla og fimmta hver kona drekka áfengi vikulega eða oftar. • magn áfengis í hreinum vínanda á mann á ári aukist frá árinu 2001 • í samræmi við sölutölur á áfengi, sem sýna mikla aukningu í bjór og léttvínum, sem meira en vegur upp á móti samdrætti í sölu á sterkum vínum, reiknað í hreinum vínanda á íbúa á ári.
Áfengisvenjur kvenna – Lýðheilsustöð 2004 • Samkvæmt könnuninni hefur mesta aukningin í hreinum vínanda frá árinu 2001 orðið meðal ungs fólks á aldrinum 18-34 ára, • sérstaklega ungra kvenna, sem hafa aukið áfengisneyslu um 28% á þessu tímabili. • Sambærileg aukning hjá ungum körlum er 22% í hreinum vínanda.
Áfengisvenjur kvenna – Lýðheilsustöð 2004 • Karlar drekka nánast þrefalt meira en konur, eða 72% alls áfengis, á meðan konur drekka 28% áfengis reiknað í hreinum vínanda. • Fólk á aldrinum 18-34 ára hefur aukið áfengisneysluna umfram aðra hópa, reiknað í hreinum vínanda
Áfengisvenjur kvenna • Konur á aldrinum 18-34 ára hafa aukið áfengisneysluna um 28% frá árinu 2001, reiknað í hreinum vínanda, og karlar á sama aldri um 22%. • Karlar á aldrinum 55-75 ára hafa minnkað áfengisneysluna um 19% frá árinu 2001. • Fólk á aldrinum 18-34 ára drekkur nú rúmlega þrefalt meira en fólk á aldrinum 55-75 ára.
Áfengisvenjur kvenna • Íslendingar eru bjórdrykkjuþjóð, meira er drukkið af bjór en öðrum áfengum drykkjum, reiknað í hreinum vínanda. • Það vekur athygli hversu mikið ungt fólk drekkur af bjór í hvert sinn sem það neytir áfengis. Ungir menn drekka að meðaltali 1,8 lítra af bjór í hvert sinn, og ungar konur 1,3 lítra.
Áfengisvenjur kvenna • Aukin bjórdrykkja á fremur rót sína að rekja til meira magns bjórs í hvert sinn, en tíðari bjórdrykkju. • Aukin léttvínsdrykkja á meðal annars rót sína að rekja til þess að fleiri drekka nú léttvín vikulega eða oftar heldur en áður. • Með aukinni menntun minnkar áfengisneysla karla en eykst meðal kvenna.
Konur og áfengi Meðferðastofnanir fyrir konur: • Með körlum • Sérstakar stofnanir
Konur og áfengi og vímuefni Meðferðastofnanir: • LSH • SÁA (SÁÁ – Vík eingöngu fyrir konur) • Krýsuvík • Hlaðgerðarkot • Götusmiðjan • Byrgið Samtals eru þetta 331 vistrými
SÁÁ Býður upp á 3 meðferðamöguleika fyrir konur: Vogur: Afeitrun 10 – 15 daga Meðferðarheimilið Vík: 28 daga endurhæfing Göngudeild – framhaldsstuðningur: Reykjavík og Akureyri, 1 ár. Ársskýrsla SÁÁ, 2004
Vogur • 23% af þeim sem þarnast einungis áfengismeðferðar eru konur. • 39% af þeim sem þarnast áfengis- og róandi lyfjameðferðar eru konur. • 34% af þeim sem þarnast einungis róandi lyfjameðferðar eru konur.
Konur og áfengi og vímuefni Áfangaheimili: Samtals 10, eitt sértækt fyrir konur. Í allt eru þetta 179 vistrými.