1 / 18

Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við KHÍ á málþingi í KHÍ 19. febrúar 2007

Grenndarskógurinn Ný tækifæri í skólaþróun Kynning á matsskýrlsu um skólaþróunarverkefnið Lesið í skóginn með skólum. Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við KHÍ á málþingi í KHÍ 19. febrúar 2007. Markmið matsins. Greina styrkleika Greina möguleika í framtíðarþróun

xue
Download Presentation

Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við KHÍ á málþingi í KHÍ 19. febrúar 2007

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Grenndarskógurinn Ný tækifæri í skólaþróunKynning á matsskýrlsu um skólaþróunarverkefniðLesið í skóginn með skólum Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við KHÍ á málþingi í KHÍ 19. febrúar 2007

  2. Markmið matsins • Greina styrkleika • Greina möguleika í framtíðarþróun • Greina það sem truflar framkvæmd • Í brennidepli • Gildi verkefnisins fyrir nemendur og nám. • Kennarar og kennsla; hvaða kennarar taka þátt í verkefninu og hvernig það tengist faggreinakennslu eða almennri bekkjarkennslu. • Stjórnun og samskipti; hvað verkefnið hefur haft í för með sér varðandi þessi atriði. • Samvinna við Skógræktina og stuðningur og ráðgjöf frá öðru utanaðkomandi fagfólki og stofnunum, sbr. samningur í upphafi verkefnis

  3. Vinnulag • Lýsing unnin út frá tiltækum gögnum frá verkefnisstjóra • Send stýrihópum verkefnisins í skólunum til að lagfæra og bæta við • Lýsing endurskoðuð og dregnir fram styrkleikar, veikleikar, atriði sem truflað hafa og þróunarmöuleikar • Borið undir stýrihópa aftur og þeir leiðrétta og bæta við • Lýsingar á samstarfsaðilum líka unnar í samvinnu við viðkomandi • Samantekt og umræða unnin á grundvelli þessara lýsinga með því að lesa þvert á gögnin

  4. Uppbygging skýrslu • Lýst bakgrunni verkefnisins, tilgangi og markmiðum • Lýst er framkvæmd verkefnisins í hverjum skóla fyrir sig • Vakin er athygli á sérstöðu á hverjum stað • Þætti samstarfsaðila skólanna er lýst og mat þeirra á styrkleikum, veikleikum og möguleikum dregið fram

  5. Gildi verkefnisins fyrir nemendur og nám • Skólarnir hafa fengið aðstöðu til að skipuleggja kennslu úti, ýmist í grenndarskógi eða á skólalóð • Sameiginlegt verkefni nemenda og kennara að byggja upp aðstöðuna • Mikilvægt að reyna að átta sig á með einhvers konar mati hvað nemendur eru að læra með þátttöku sinni í verkefninu.

  6. Tengsl við smíðar • Nemendur hafa unnið að uppbyggingu aðstöðunnar sem verkefni í smíðum. • Notað efnivið sem til fellur við grisjun í skóginum í smíðavinnu og • Einnig í föndurvinnu af ýmsu tagi. • Tálgun í ferskan við hefur komið inn sem nýjung í smíðakennslu.

  7. Tengsl við heimilisfræði • Vinnan við að koma skógarreitum í stand er oft áhlaupavinna þannig að teknir eru heilir dagar þar sem allir vinna saman • Þá tilheyrir að fá sér saman veitingar að loknu dagsverki • Þannig hafa heimilisfræðikennarar víða byrjað að færa kennslu sína út og bakað brauð og hitað drykki á opnum eldi • Þetta er nýjung í kennsluháttum í heimilisfræði tilkomin vegna þátttöku í Lesið í skóginn

  8. Náttúrufræði • Útikennslustofa í skógi eða á skólalóð er auðvitað fjársjóður fyrir náttúrufræðikennslu og í sumum skólum hefur það verið nýtt markvisst en í öðrum er þar óplægður akur. • Það hefur ótvírætt gildi fyrir nám nemenda í náttúrufræði að geta skoðað jurtir og dýr úti í náttúrunni og er líklegt til að efla bæði skilning og næmi á náttúrunni með beinni upplifun. • Umhverfismennt er yfirlýst tengd við verkefnið í einum skóla en vísast óbeint í hinum.

  9. Listgreinar • Grenndarskógur og útiaðstaða notuð sem uppspretta sköpunar í listgreinum. • Nemendur hafa sótt sér kveikju að myndverkum og ritlistarverkefnum út í náttúruna og unnið síðan úr þeim ýmist úti eða inni • Gerðar tilraunir til að kenna nánast allar námsgreinar úti þó að það henti auðsjáanlega misjafnlega vel eftir viðfangsefnum. • Mikilvægt er að meta ávinninginn af aðgangi að grenndarskógi til að styðja og styrkja nám nemenda þar sem það á við. • Stundum er aðgangur að bókasafni t.d. mikilvægari en beinn aðgangur að náttúrunni og þetta verður að spila saman þannig að hvort tveggja njóti sín.

  10. Kennarar og kennslu, stjórnun og samskipti • Kennarar þurfa að læra svolítið í skógfræði • Ýmsum aðferðum hefur verið beitt til að samþætta fleiri kennslugreinar í útikennslu, s.s. söguaðferðinni og verkefnamiðaðri nálgun í þemanámi þegar hefðbundin stundaskrá er brotin upp • Töluverð námskrárvinna þar sem markmið Lesið í skóginn hefur þurft að fella inn í skólanámskrá

  11. Kennarar – samskipti - stjórnun • Kennarar meta það sem styrkleika í verkefninu að það hafi ýtt undir fjölbreyttari kennsluhætti • Samþætting kennslugreina við skógarfræðslu og kennsla úti reynir þó mikið á samvinnu kennara • Tilraunir til að fella verkefnið að stundaskrá eru í stöðugri endurskoðun • Í einum skóla er ný námsgrein í list- og verkgreinum sem nær yfir markmið Lesið í skóginn • Yfirleitt gengur betur að flétta LÍS-verkefni inn í skólastarfið þar sem kennarar vinna í teymum

  12. Truflandi • Ör mannaskipti • Kalla á betri skráningu og skipulag • Kallar á sífellda þörf fyrir endurmenntun • Ekki hafa allir kennarar áhuga • Fjölbreytni er líklegri til að blómstra ef sumir fá að vera innipúkar meðan aðrir vilja vera skógarálfar • Kennarar hafa líkt og nemendur mismunandi þarfir og áhugamál

  13. Skógræktin • Það er ómetanlegt fyrir skólann og allt skólastarfið að hafa fengið leiðsögn Skógræktarinnar við það verkefni að nýta skóginn sem er rétt við skóladyrnar hjá okkur. • Skógræktin hefur gegnt lykilhlutverki við endurmenntun kennara • Bæta þarf skipulag á samstarfi skóla og skógarráðgjafa skólanna hjá Skógræktinni

  14. Kennó • Valnámskeið í smíðum Lesið í skóginn – Tálgað í tré – kennt í þrjú ár • Nemendur á öllum brautum grunnnáms gefst kostur á undirstöðumenntun sem býr þá undir að taka þátt í verkefnum á borð við Lesið í skóginn • Grenndarskógur í Öskjuhlíð undirbúinn fyrir KHÍ

  15. Námsgagnastofnun • Var samkvæmt samstarfssamningi ætlað að leiðbeina um þætti er lúta að námsefnisgerð og vefvinnu verkefnisins. • Verkefnið hefur ekki komist inn á verkefnaáætlun stofnunarinnar og þannig ekki verið útfært frekar hvernig þetta eigi að gerast í framkvæmd né gengið formlega frá aðkomu hennar að verkefninu. • Reynslan af verkefninu nú komin á það stig að hægt væri að átta sig á hvernig Námsgagnastofnun getur komið inn í verkefnið eins og að var stefnt í upphafi.

  16. Tækifæri og þróunarmöguleikar • Mynda tengslanet skóla • Nýta möguleika upplýsingatækninnar og setja upp góðan, gagnvirkan og lifandi vef um verkefnið. • Miklir möguleikar liggja í frekari samvinnu við grenndarsamfélag skólanna á hverjum stað svo og foreldra • Greina betur tengsl skógarfræðslunnar við námsgreinar grunnskólans og meta hvernig grenndarskógurinn opnar tækifæri til að styðja við nám í hverri grein

  17. Öðru vísi nám • Vekja þarf til umhugsunar og umræðu um þau nýju tækifæri til öðru vísi náms sem grenndarskógur býður uppá. • Kennarar nefna sem dæmi • að læra að njóta kyrrðar • útsýnis • lyktar • augnabliksins • læra að fara í berjamó, í fjallgöngu og stífla lækinn og vaða í honum. • Lokaorðin í þessari skýrslu á sjö ára nemandi svarar spurningunni um hvað þau hafi lært í skóginum svona:

  18. Við lærðum að passa okkur á að detta ekki í fossinn.

More Related