230 likes | 448 Views
Hvað á að kenna? Hlutverk námskrár. Staða og þýðing námskrár og ýmis álitamál sem henni tengjast. Hvað er námskrá? (e. Curriculum). Til eru tugir ef ekki hundruðir skilgreininga á þessu hugtaki Curriculum: (Latína) Hlaupabraut, skeið
E N D
Hvað á að kenna?Hlutverk námskrár Staða og þýðing námskrár og ýmis álitamál sem henni tengjast
Hvað er námskrá? (e. Curriculum) • Til eru tugir ef ekki hundruðir skilgreininga á þessu hugtaki • Curriculum: (Latína) Hlaupabraut, skeið • Enska orðið curriculum er mun víðtækara en íslenska orðið námskrá • Flestir virðast líta á námskrá sem námsáætlun (skráða, sbr. skrá)
Námskrárhugtakið Áætlun eða leiðarvísir um hvað skuli gert (lært, kennt) í skólum (Andri Ísaksson 1983, bls. 25) All the learning which is planned and guided by the school, whether it is carried on in groups or individually, inside or outside the school.(Kelly 1999, sjá í ítarefni: Smith 1996, 2000) ... an interrelated set of plans and experiences that a student undertakes under the guidance of the school (Marsh og Willis 1995, bls. 10)
Námskrárgerð Leit að svörum við spurningunum: • Hvað á að kenna? • Hverjum? • Hvenær? • Hvernig? • Hvar? • (Hvers vegna?)
Námskrárgerð: Álitamál á álitamál ofan Hver ákveður? Hver á að ráða? Hverjir eiga að koma að verkinu? Hvað er mikilvægt? – Á hvað á að leggja mesta áherslu? Hvernig á að velja það sem kennt er? Fortíð – nútíð – framtíð? Þurfa allir að læra það sama? Hvernig er best að skipuleggja nám?
Nokkur mikilvæg námskrárhugtök á ensku Curriculum (Námskrá) Curriculum Analysis (námskrárgreining) Curriculum Design (hönnun námskrár) Curriculum Development (námskrárgerð, þróun námskrár) Curriculum History (saga námskrár) Curriculum Guides (kennsluleiðbeiningar) Curriculum Implementation (námskrá hrint í framkvæmd) Curriculum Materials (námsefni) Curriculum Project (þróunarverkefni) Curriculum Research (námskrárrannsóknir) Curriculum Studies (námskrárfræði) Curriculum Theory (kenningar í námskrárfræðum) Curriculum Elements (námskrárþættir, -hlutar)
Undirbúningur kennslu – Námskrárgerð • Í raun er undirbúningur kennslu / kennsluáætlanagerð = námskrárgerð • Stig námskrárgerðar • Einstaklingsnámskrá • Bekkjarnámskrá / Áfangalýsing • Skólanámskrá / námsáætlun • Héraðsnámskrá • Almenn námskrá / aðalnámskrá fyrir landið • Alþjóðleg námskrárgerð
Innviðir námskrár Námsmat Inntak Viðfangsefni Markmið H u g m y n d a f r æ ð i
Líkan Ralphs Tyler (1949) Basic Principles of Curriculum and Instruction Undirbúningi kennslu (námskrárgerð) er best háttað með því að svara (í þessari röð) eftirfarandi spurningum: 1. Hver er tilgangur kennslunnar? Hver eru markmiðin? 2. Hvaðaviðfangsefni (educational experiences/learning experiences) eru líkleg til að stuðla að því að þessi markmið náist? 3. Hvernig er heppilegast að skipuleggja þessi viðfangsefni? 4. Hvernig er unnt að meta hvort þessi tilgangur hefur náðst? (Tyler 1949, bls. 1.)
Þrjár mikilvægar hliðar námskrárhugtaksins Námskrá sem nám eða náms- árangur Námskrá í framkvæmd (kennslan) Námskrá sem áætlun Intended Curriculum Prescribed Curriculum Planned Curriculum Curriculum in Action Enacted Curriculum Operational Curriculum (Eisner) Experienced Curriculum Curriculum Outcome Allyson Macdonald: Opinber námskrá Hin yfirfærða námskrá Raunveruleg námskrá
Fjórar hliðar námskrárhugtaksins Hin opinbera námskrá / The official curriculum Námskráin sem nemendur læra / The learned curriculum Hin kennda námskrá / The taught curriculum Próf-námskráin / The tested curriculum Larry Cuban : http://www.teachersmind.com/cuban.htm
Tvö áhugaverð námskrárhugtök • Hin dulda námskrá (Hidden Curriculum) – Jackson (Life in Classrooms - 1968) • The Null Curriculum (Námskrá þess sem ekki er kennt!) - Eisner
Fleiri námskrárhugtök • Samþætting Curriculum Integration, Interdisciplinarity, Multidisciplinarity • Námsefni Curriculum materials, educational materials, instructional materials, textbooks
Innlendar námskrárrannsóknir • Allyson Macdonald: Náttúrufræðimenntun • Ása Valgerður Einarsdóttir: Skólanámskrárgerð í framhaldsskólum • Guðrún Geirsdóttir: Háskólakennsla • Guðrún Helgadóttir: Viðhorf list- og verkgreinakennara • Hanna Kristín Stefánsdóttir: Greining á skólanámskrám með hliðsjón af aðalnámskrá • Jóhanna Kristjánsdóttir: Skólanámskrárgerð • Rúnar Sigþórsson: Áhrif samræmdra prófa á námskrá • NámUST: Áhrif tölvu- og upplýsingatækni • Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Geirsdóttir: Námskrá í samfélagsfræði • Ingvar Sigurgeirsson: Notkun námsefnis
Innlendar námskrárrannsóknir • Erna Ingibjörg Pálsdóttir: Námsmat í höndum kennara • Meyvant Þórólfsson: Forsendur og afdrif nýbreytnihugmynda við skipulag náms og kennslu í stærðfræði- og náttúruvísindanámi á Íslandi.
Aðalnámskrár • Byggðar á lögum (um grunnskóla og framhaldsskóla • Hafa reglugerðargildi • Almennu hlutarnir eru úrfærslur á markmiðsgreinum laganna
Markmið grunnskólans 2. grein Hlutverk ... er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Markmið framhaldsskóla 2. grein 2. gr. Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Framhaldsskólinn skal leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til stöðugrar þekkingarleitar.
Skólanámskrá 22. gr. Í hverjum skóla skal gefa út skólanámskrá þar sem gerð er grein fyrir námsframboði, lengd og innihaldi námsáfanga og skiptingu námsgreina á námsannir og/eða námsár. Þar skal einnig gerð grein fyrir áherslum í starfi skólans, kennsluháttum, námsmati og stjórnunarháttum, svo sem gæðastjórnun. Í skólanámskrá geri skólar grein fyrir hvernig ná skuli því markmiði framhaldsskóla að námið stuðli að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Skólanámskrá skal samþykkt af skólanefnd að fenginni umsögn almenns kennarafundar. Skólanefnd fylgist með framkvæmd skólanámskrár.
Hverjar eru meginhugmyndir aðalnámskránna? • Svarið eftirfarandi spurningum með hliðsjón af: • Kaflanum Hlutverk og markmið grunnskóla í Aðalnámskrá grunnskóla: Almennum hluta • Hlutverk, markmið og starfshættir framhaldsskóla í Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennum hluta • Hvert er mat ykkar á meginhugmyndum námskránna? Hvernig samræmast þær starfs-kenningum ykkar? • Getið þið nefnt dæmi um meginhugmyndir sem grunn- og framhaldsskólum tekst vel að vinna eftir? • Getið þið fundið dæmi þar sem svo er ekki?