120 likes | 266 Views
Kafli 3 Þróun og notkun venslahugsunar. Selma Óskarsdóttir Sunnar Friðþjófsdóttir. Emma þróar skilning sinn. 7 + 6 = __ + 5 Þetta dæmi leysti hún með því að leggja fyrst saman 7+6 og svo fann hún út hvaða tölu hún þyrfti að leggja við 5 til að fá 13.
E N D
Kafli 3Þróun og notkun venslahugsunar Selma Óskarsdóttir Sunnar Friðþjófsdóttir
Emma þróar skilning sinn • 7 + 6 = __ + 5 • Þetta dæmi leysti hún með því að leggja fyrst saman 7+6 og svo fann hún út hvaða tölu hún þyrfti að leggja við 5 til að fá 13. • Samskonar dæmi með hærri tölum gat hún leyst á sama hátt 43 + 28 = __ + 42 • Þessi dæmi leysti hún bæði, en sýndi engin merki um venslahugsun.
Emma þróar skilning sinn áfram • Kennarinn lætur Emmu leysa dæmi þar sem tengslin milli talnanna eru skýrari : 15 + 16 = 15 + __ • Emma sér strax tengslin þarna á milli og svarar um hæl. • 28 + 32 = 27 + __ Emma fer strax að reikna þetta dæmi á sama hátt og fyrstu með því að leggja saman tölurnar og finna hvað þarf til að fá sömu útkomu.
........ • Kennarinn fær Emmu til að skoða fyrra dæmið og athuga hvort hægt sé að gera eitthvað svipað við þessa lausn. • Í fyrstu segir hún að svo sé ekki en fer svo að hugsa og kemst fljótlega að annari niðurstöðu. • Emma er farin að sjá tengingu milli talnanna.
Umræður um talnasetningar fyrr á ári. • Fröken F vill að nemendur hennar kannist við sannar og ósannar talnasetningar áður en hún fjallar um jafnaðarmerkið. • Hún hvetur börnin til að hugsa um hvaða breytingar eiga sér stað þegar tölur eru lagðar saman eða dregnar frá.
Talnasetningar seinna á ári • Börnin hafa lært að jafnaðarmerkið er tákn fyrir tengsl. • Þau eiga að skoða munstrið í tölunum frekar en að reikna 12 + 9 = 10 + 8 + C • Munurinn á 12 og 10 er 2 og 9 og 8 er 1 þá hlítur C að vera 2 + 1 = 3
Flóknari dæmi • 345 + 576 = 342 + 574 + d • Rachael: 342 er þremur minna en 345 og 574 er tveimur minna en 576 þessvegna þarf að bæta við 5 (3+2=5) til að fá það sama. • Sam: Byrjar á að draga frá hundraðina, næst tugina og þá standa eftir einingarnar sem hann leggur saman beggja vegna og finnur út hvað þarf að leggja við þá minni til að fá þá stærri. • Í dæmunum á eftir breytir kennarinn röðinni á tölunum og aðgerðunum.
Nemendur tileinka sér venslahugsun á annan hátt • Nemendur skrifa sínar eigin setningar sem eru ýmist sannar eða ósannar dæmi: 10+0 = 100-90+10-10 • Svona verkefni örva nemendur og hvetja þau áfram. Þau fara að tengja og ræða hin ýmsu stærðfræðileg hugtök út frá setningunum. • Með setningunum gátu þau sýnt fram á skilning sinn t.d. að tala plús núll verður bara talan og 100 – 100 verður 0
Venslahugsun til reiknisskilnings • Margar grundvallar hugmyndir stærðfræðinnar fela í sér tengingu á milli ólíkra túlkunar talna og talnaaðgerða. • Þegar börn hafa áttað sig á sambandinu þarna á milli öðlast þau betri skilning á tölunum og geta túlkað þær eins og þau skilja þær • Skilningur á þessum tengslum auðveldar nemendum að læra reikniaðgerðir, högtök og annað í framtíðinni.
Að skilja samband milli samlagningar og margföldunar gerir nemendum kleift að nota fyrri þekkingu af samlagningu við nám í margföldun • Dæmi: 3 x 7 = 7 + 7 + 7 Dæmi: 3 x 7 = 14 + 7
Niðurstöður Það að nemendur tileinki sér þá hugsun sem lýst hefur verið er mikilvægt því að : • hún getur auðvelda nemendum að læra reikniaðgerðir • Veitir nemendum grunn fyrir algebruhugsun