180 likes | 373 Views
Gegnir Almenn kynning. Maí 2004 Harpa Rós Jónsdóttir kerfisbókasafnsfræðingur. Helstu atriði kynningar. Landskerfi bókasafna hf. Gegnir (Aleph) Hýsing Viðmót Gegnis Biðlara/miðlara umhverfi Keyrsluumhverfi/raunumhverfi Stjórnunareiningar Aðgangsheimildir Fyrirspurnir og hjálp
E N D
Gegnir Almenn kynning Maí 2004 Harpa Rós Jónsdóttirkerfisbókasafnsfræðingur
Helstu atriði kynningar • Landskerfi bókasafna hf. • Gegnir (Aleph) • Hýsing • Viðmót Gegnis • Biðlara/miðlara umhverfi • Keyrsluumhverfi/raunumhverfi • Stjórnunareiningar • Aðgangsheimildir • Fyrirspurnir og hjálp • Uppsetning biðlara á söfnum
landskerfi.is • Nýjustu fréttir um það sem er að gerast hverju sinni í innleiðingu og rekstri Gegnis • Hægt er að skrá sig á póstlista til að fá sendar fréttir, tilkynningar, ábendingar og auglýsingar um námskeið • Kennsluefni um kerfið er að finna undir Námsgögn • Á þjónustuvefnum eru birt ítarlegri gögn um kerfið
Gegnir (Aleph) • Gegnir (Aleph 500) er samhæft bókasafnskerfi sem nýtist í öllum almennum verkefnum og rekstri bókasafna • Hugbúnaðarfyrirtækið Ex Libris sem er framleiðandi kerfisins • Kerfið er nú í notkun í yfir 600 bókasöfnum í um 50 löndum. Ex Libris hefur um 20 ára reynslu í þróun og rekstri bókasafnskerfa • Sú útgáfa sem tekin er í notkun hérlendis er 14.2.6
Viðmót Gegnis • Starfsmannaaðgangur í WindowsviðmótiAðföng, skráning, útlán, millisafnalán, leitir, tímaritaþátt og stjórnunarþætti Nauðsynlegt að starfsmenn hafi reynslu af því að vinna í gluggaumhverfiÚtlánaþáttur hefur verið þýddur á íslensku • VefaðgangLeitir og þjónusta við notendurVefviðmót kerfsins var sérstaklega hannað fyrir íslenska notendur
Viðmót Gegnis Vefviðmót gegnir.is (Web OPAC) • Starfsmannaviðmót (GUI OPAC)
Biðlara / miðlara umhverfi • Kerfið er biðlara-miðlara kerfi. Gögnin eru geymd miðlægt, starfsmenn bókasafna vinna á útstöðvum Gagnagrunnur geymdur á miðlara (e. server) Starfsmaður vinnur á biðlara (e. client)
Uppbygging Nafnmyndaskrá Bókfræðigrunnur Forðaupplýsingar Stjórnunareiningar Safn Safn Safn Eintök Eintök Eintök Eintök Eintök Eintök
Þar ríkir fegurðin ein : öld með Halldóri Laxness, Reykjavík, 2002. LBS-HBS LBS-HBS BBS-Sólh Bókfræðigrunnur • Einn sameiginlegur bókfræðigrunnur fyrir öll söfn. Hver titill er aðeins skráður einu sinni, söfn tengja svo eintök sín við bókfræðifærslunaEin bókfræðifærslaMargar eintaksfærslur
Stjórnunareiningar Landsbókasafn –Háskólabókasafn Kennaraháskóli Íslands Háskólabókasöfn Almenningssöfnhöfuðborgarsvæðinu Grunnskólarhöfuðborgarsvæðinu Framhaldsskólarhöfuðborgarsvæðinu Sérfræðisöfn Stjórnsýslusöfn Austurland Norðurland Suðurland og Reykjanes Fyrirtæki og stofnanir Vesturland og Vestfirðir
Stjórnunareiningar • Öllum þátttökusöfnum er skipað í stjórnunareiningu með tilliti til landfræðilegrar staðsetningar, samvinnu safna, stærðar, svipaðrar starfsemi og þarfa • Með öllum söfnum í sömu stjórnunareiningu er jafnræði – ekkert safn er yfirskipað öðru. Jafnframt er engin stjórnunareining æðri annarri innan kerfisins • Stjórnunareiningar hafa engin áhrif á skráningu gagna þar sem skráð er í einn sameiginlegan gagnagrunn • Stjórnunareiningar hafa engin áhrif á leitir, ávallt er leitað í öllum gagnagrunninum. Mögulegt er að skilgreina hópa safna sem hægt er að takmarka leitir við
Aðgangsheimildir • Hægt er að loka milli einstaka safna í stjórnunareiningu til að aðskilja útlán, aðföng og millisafnalán, með síum og lykilorðum • Hægt er að stjórna nákvæmlega heimildum til aðgerða fyrir hvert safn og sérhvern starfsmann • Beiðnir um aðgangsheimildir þurfa að koma frá yfirmönnum safna og skal senda á hjalp@landskerfi.is
Skráningarráð • Skráningarráði er ætlað að skera úr um ágreining sem varðar skráningu og skráningarheimildir í Gegni, og leggja línur um notkun efnisorða • Markmiðið með starfsemi skráningarráðsins er að stuðla að því að gögnin í kerfinu séu vönduð, og þurfa allir sem skrá bókfræðilegar upplýsingar í kerfið að fara að reglum ráðsins eins og fram kemur í þjónustusamningum • Eftirfarandi bókasafnsfræðingar, tilnefndir af stjórn notendafélagsins Aleflis, eiga sæti í skráningarráðinu: Guðný Ragnarsdóttir, Herdís Tómasdóttir, Auður Gestsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir
Efnisorð • Forsenda skilvirkrar leitar er að notast sé við samræmd efnisorð • Unnið er að samræmingu íslenskra efnisorða. Byggt er á Kerfisbundnum efnisorðalykli • Önnur samræmd efnisorðakerfi eins og MeSH verða leyfð í kerfinu
Fyrirspurnir og vandamál • Netfangið, hjalp@landskerfi.is, veitir samræmda og skilvirka svörun fyrirspurna og vandamála á almennum skrifstofutíma. Allar almennar fyrirspurnir, athugasemdir og verkbeiðnir skulu sendar á þetta netfang, en ekki til einstakra starfsmanna. • Þjónustusíminn er 821 8200. Svarað er í hann frá 8:00 - 22:00 virka daga og 10:00 - 17.00 um helgar. Þjónustusíminn er ætlaður til þess að tilkynna bilanir og önnur brýn vandamál sem þola enga bið.
Ábendingar varðandi gegnir.is • Ábendingar um vefinn gegnir.is skulu sendar til vefstjóra, harparos@landskerfi.is • Efnislegar ábendingar sem varða skráningu bókfræðilegra upplýsinga skulu sendar til ritstjórnar Gegnis gegnir@bok.hi.is
Uppsetning biðlara á söfnum • Til að setja upp biðlara á safni þarf að koma upplýsingum um IP tölu á ytra neti (internettengingu) til Landskerfis bókasafna hjalp@landskerfi.is • Hlaða þarf niður biðlaranum af síðunni http://www.landskerfi.is/bidlari.php. Athugið að til að setja hann upp þarf “administrator” réttindi á tölvunni