1 / 14

Kynning á verkefni

Kynning á verkefni. RITUN - FRANSKA 403 Í MK HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR. ,,Edith Piaf” Þjóðleikhúsinu. Gagnrýni / umfjöllun eftir leikhúsferð 19. febrúar. Forvinna – fyrsta kennslustund (Edith Piaf hljómar lágt í bakgrunninum) Gekk á línuna og spurði þau álits á verkinu.

adlai
Download Presentation

Kynning á verkefni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kynning á verkefni RITUN - FRANSKA 403 Í MK HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR

  2. ,,Edith Piaf”Þjóðleikhúsinu

  3. Gagnrýni / umfjölluneftir leikhúsferð 19. febrúar Forvinna – fyrsta kennslustund (Edith Piaf hljómar lágt í bakgrunninum) • Gekk á línuna og spurði þau álits á verkinu. • Vinnum saman að því að ákveða hvað eigi að gagnrýna / fjalla um! • Skrifa það uppá tússtöflu sem 1, 2, 3, o.s.frv. eftir því hvað mörg eru mætt. • Plan B – ef engar hugmyndir koma. Uppástungur um atriði. • Þau draga númer úr krukku og þannig ákvarðast hvaða atriði þau munu gagnrýna / fjalla um.

  4. Aðstoð - Aide • Verkefnalýsing á íslensku. • Orðaforði tengdur leikhússtarfinu ásamt slóðir á vefsíður um Piaf, Þjóðleikhúsið og orðabækur á vefnum • Orðabækur • Kennarinn, mademoiselle Helga Guðmundsdóttir • Skila texta í lok tímans. Heimavinna: íhuga það sem þau skrifuðu. Úthugsa fleiri atriði heima. Finna myndir til að skreyta lokatexta.

  5. Markmið • Að nemendur kynnist ferlinu Ritun • Að nemendur hugsi á gagnrýnin/uppbyggjandi hátt um leiksýninguna Edith Piaf sem er á fjölum Þjóðleikhússins og sem flestir sáu á laugardaginn. • Að nemendur ákveði hvað eigi að gagnrýna/fjalla um. • Að nemendur festi þá gagnrýni/umfjöllun á blað á franskri tungu.

  6. Undirmarkmið • Að nemendur átti sig á mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. • Að nemendur taki sjálfstæðar ákvarðanir út frá fenginni reynslu og upplifun. • Að nemendur tjái sig sem best og mest á markmálinu. • Að nemendur veiti skrifuðu máli athygli. • Að nemendur öðlist þálfun í notkun orðabóka og netsins við öflun upplýsinga.

  7. Önnur kennslustund • Fá leiðrétta texta afhenta. • Fá leiðréttingalykil afhentan. • Fá blað afhent þar sem á stendur þeirra atriði á íslensku og frönsku, ásamt viðbótaratriðum frá kennara. Geta þannig nýtt sér það sem titil. • Þau sem mæta í dag og voru ei í gær geta valið atriði sem ekki er verið að fjalla um.

  8. Önnur kennslustund fr.hld • Þau sem mæta í dag, fóru ekki í leikhúsið fá að velja um að gagnrýna / fjalla um: • ,, Ævi Piaf” • ,,Tónlistarferill Piaf” • ,,Hvernig myndi Piaf vegna ef hún væri uppi í dag?” • Þau þurftu öll á þessum tíma að halda til að halda áfram skriftum. Þurftu mikla aðstoð. • Skrifaði á krítartöfluna hjálparorðatiltæki eins og ,,à mon avis”, ,,je pense que”, ,,je trouve que” o.s.frv. • Heimavinna – það sama og í gær.

  9. Markmið • Að nemendur haldi áfram í ferlinu Ritun. • Að nemendur hugsi á gagnrýnin/uppbyggjandi hátt um leiksýninguna Edith Piaf sem er á fjölum Þjóðleikhússins og sem flestir sáu á laugardaginn. • Að nemendur festi þá gagnrýni/umfjöllun á blað á franskri tungu. • Að nemendur ígrundi málfræði-, setningarfræði- og merkingarfræði franskrar tungu. • Að nemendur læri af mistökum sínum. : )

  10. Undirmarkmið • Að nemendur átti sig á mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. • Að nemendur taki sjálfstæðar ákvarðanir út frá fenginni reynslu og upplifun. • Að nemendur veiti skrifuðu máli athygli. • Að nemendur tjái sig sem best og mest á markmálinu. • Að nemendur öðlist þjálfun í notkun orðabóka og netsins við upplýsingaöflun.

  11. Þriðja kennslustund Edith Piaf hljómar í bakgrunninum • Lokafrágangur • Þau vinna í pörum. • Klára að leiðrétta • Fara í að skrifa á þykkan A4 pappír – í boði er gulur, rauður, grænn og blár. • Skreyta – hreinskrifa o.s.frv. Þau fá alfarið frjálsar hendur við þetta. Parið vinnur sitt hvorum megin á pappírnum. • 1 nemandi mætir í dag sem var ei í síðustu 2 tímum og fór ei á leikritið. Fékk létta æfingu á meðan hin unnu við að leiðrétta textana. Fékk svo það hlutverk að hanna forsíðuna. Var mjög feginn þegar hann fékk hlutverk í þessari vinnu.

  12. Markmið • Að nemendur leggi lokahönd á verkefnið Ritun. • Að nemendur ígrundi málfræði-, setningarfræði- og merkingarfræði franskrar tungu. • Að nemendur læri af mistökum sínum. : ) • Að nemendur nýti sér fjölgreind sína við útlitshönnun og lokafrágang.

  13. Undirmarkmið • Að nemendur taki sjálfstæðar ákvarðanir út frá fenginni reynslu og upplifun. • Að nemendur upplifi para- og hópavinnu, virði skoðanir samnemenda og taki tillit til þeirra. • Að nemendur ígrundi frammistöðu sína sem stakur nemandi og sem meðlimur í liðsheild.

  14. Hvað lærði ég! • Krefst mikils skipulags. • Aðlaga verkefni að hópum og getustigum. • Þarf að læra hvernig ég kem öllum nemendum af stað í ritun. Það eitt og sér krefst mikillar kunnáttu. Lesa mig betur til hvað það varðar. • Þolinmæði þrautir vinnur allar!

More Related