140 likes | 381 Views
Kynning á verkefni. RITUN - FRANSKA 403 Í MK HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR. ,,Edith Piaf” Þjóðleikhúsinu. Gagnrýni / umfjöllun eftir leikhúsferð 19. febrúar. Forvinna – fyrsta kennslustund (Edith Piaf hljómar lágt í bakgrunninum) Gekk á línuna og spurði þau álits á verkinu.
E N D
Kynning á verkefni RITUN - FRANSKA 403 Í MK HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
Gagnrýni / umfjölluneftir leikhúsferð 19. febrúar Forvinna – fyrsta kennslustund (Edith Piaf hljómar lágt í bakgrunninum) • Gekk á línuna og spurði þau álits á verkinu. • Vinnum saman að því að ákveða hvað eigi að gagnrýna / fjalla um! • Skrifa það uppá tússtöflu sem 1, 2, 3, o.s.frv. eftir því hvað mörg eru mætt. • Plan B – ef engar hugmyndir koma. Uppástungur um atriði. • Þau draga númer úr krukku og þannig ákvarðast hvaða atriði þau munu gagnrýna / fjalla um.
Aðstoð - Aide • Verkefnalýsing á íslensku. • Orðaforði tengdur leikhússtarfinu ásamt slóðir á vefsíður um Piaf, Þjóðleikhúsið og orðabækur á vefnum • Orðabækur • Kennarinn, mademoiselle Helga Guðmundsdóttir • Skila texta í lok tímans. Heimavinna: íhuga það sem þau skrifuðu. Úthugsa fleiri atriði heima. Finna myndir til að skreyta lokatexta.
Markmið • Að nemendur kynnist ferlinu Ritun • Að nemendur hugsi á gagnrýnin/uppbyggjandi hátt um leiksýninguna Edith Piaf sem er á fjölum Þjóðleikhússins og sem flestir sáu á laugardaginn. • Að nemendur ákveði hvað eigi að gagnrýna/fjalla um. • Að nemendur festi þá gagnrýni/umfjöllun á blað á franskri tungu.
Undirmarkmið • Að nemendur átti sig á mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. • Að nemendur taki sjálfstæðar ákvarðanir út frá fenginni reynslu og upplifun. • Að nemendur tjái sig sem best og mest á markmálinu. • Að nemendur veiti skrifuðu máli athygli. • Að nemendur öðlist þálfun í notkun orðabóka og netsins við öflun upplýsinga.
Önnur kennslustund • Fá leiðrétta texta afhenta. • Fá leiðréttingalykil afhentan. • Fá blað afhent þar sem á stendur þeirra atriði á íslensku og frönsku, ásamt viðbótaratriðum frá kennara. Geta þannig nýtt sér það sem titil. • Þau sem mæta í dag og voru ei í gær geta valið atriði sem ekki er verið að fjalla um.
Önnur kennslustund fr.hld • Þau sem mæta í dag, fóru ekki í leikhúsið fá að velja um að gagnrýna / fjalla um: • ,, Ævi Piaf” • ,,Tónlistarferill Piaf” • ,,Hvernig myndi Piaf vegna ef hún væri uppi í dag?” • Þau þurftu öll á þessum tíma að halda til að halda áfram skriftum. Þurftu mikla aðstoð. • Skrifaði á krítartöfluna hjálparorðatiltæki eins og ,,à mon avis”, ,,je pense que”, ,,je trouve que” o.s.frv. • Heimavinna – það sama og í gær.
Markmið • Að nemendur haldi áfram í ferlinu Ritun. • Að nemendur hugsi á gagnrýnin/uppbyggjandi hátt um leiksýninguna Edith Piaf sem er á fjölum Þjóðleikhússins og sem flestir sáu á laugardaginn. • Að nemendur festi þá gagnrýni/umfjöllun á blað á franskri tungu. • Að nemendur ígrundi málfræði-, setningarfræði- og merkingarfræði franskrar tungu. • Að nemendur læri af mistökum sínum. : )
Undirmarkmið • Að nemendur átti sig á mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. • Að nemendur taki sjálfstæðar ákvarðanir út frá fenginni reynslu og upplifun. • Að nemendur veiti skrifuðu máli athygli. • Að nemendur tjái sig sem best og mest á markmálinu. • Að nemendur öðlist þjálfun í notkun orðabóka og netsins við upplýsingaöflun.
Þriðja kennslustund Edith Piaf hljómar í bakgrunninum • Lokafrágangur • Þau vinna í pörum. • Klára að leiðrétta • Fara í að skrifa á þykkan A4 pappír – í boði er gulur, rauður, grænn og blár. • Skreyta – hreinskrifa o.s.frv. Þau fá alfarið frjálsar hendur við þetta. Parið vinnur sitt hvorum megin á pappírnum. • 1 nemandi mætir í dag sem var ei í síðustu 2 tímum og fór ei á leikritið. Fékk létta æfingu á meðan hin unnu við að leiðrétta textana. Fékk svo það hlutverk að hanna forsíðuna. Var mjög feginn þegar hann fékk hlutverk í þessari vinnu.
Markmið • Að nemendur leggi lokahönd á verkefnið Ritun. • Að nemendur ígrundi málfræði-, setningarfræði- og merkingarfræði franskrar tungu. • Að nemendur læri af mistökum sínum. : ) • Að nemendur nýti sér fjölgreind sína við útlitshönnun og lokafrágang.
Undirmarkmið • Að nemendur taki sjálfstæðar ákvarðanir út frá fenginni reynslu og upplifun. • Að nemendur upplifi para- og hópavinnu, virði skoðanir samnemenda og taki tillit til þeirra. • Að nemendur ígrundi frammistöðu sína sem stakur nemandi og sem meðlimur í liðsheild.
Hvað lærði ég! • Krefst mikils skipulags. • Aðlaga verkefni að hópum og getustigum. • Þarf að læra hvernig ég kem öllum nemendum af stað í ritun. Það eitt og sér krefst mikillar kunnáttu. Lesa mig betur til hvað það varðar. • Þolinmæði þrautir vinnur allar!