130 likes | 292 Views
Líf eftir starfslok - kvíðvænlegt eða eftirsóknavert?. Berglind Magnúsdóttir,sálfræðingur Ráðstefna á vegum Öldrunarráðs Íslands 9. febrúar 2006. Eftirlaunaaldur!!!!. Bismarck valdi 65 ára sem viðmið fyrir öldrun þegar hann ákvað að á þeim aldri ætti fólk að hætta að vinna.
E N D
Líf eftir starfslok- kvíðvænlegt eða eftirsóknavert? Berglind Magnúsdóttir,sálfræðingur Ráðstefna á vegum Öldrunarráðs Íslands 9. febrúar 2006
Eftirlaunaaldur!!!! • Bismarck valdi 65 ára sem viðmið fyrir öldrun þegar hann ákvað að á þeim aldri ætti fólk að hætta að vinna. • Þetta var árið 1880, þá var meðalaldur fólks 45 ára
Æviskeiðin í lífi okkar • Æskuár • Unglingsár • Fyrri fullorðinsár (18-40) • Miðaldur (40-60) • Seinni fullorðinsár (60 ára og eldri) • ???
Þroski og þróun eðastöðnun og hnignun • Þróunartilgátan • Jákvæð mynd af öldrun, þar sem horft er til þess að með háum aldri öðlist einstaklingurinn hámarks þroska og greind • Hnignunartilgátan • Neikvæð mynd af öldrun þar sem horft er til þess að með háum aldri tapi einstaklingurinn fyrri getu og greind Hvorugt gefur raunhæfa mynd
Hnignunartilgátan • Tímabil skerðingar og hömlunar • Líffræðilega • Andlega • Félagslega • Staðhæfingar eins og: • “fólk á aldrinum 65-80 ára getur ekki lifað því lífi sem það vill vegna heilsufarsástands”
Starfslok Við starfslok upplifum við eina mestu stöðubreytingu sem verður á seinni hluta fullorðins ára
Gildi vinnunnar fyrir okkur • Tekjur • Mannleg samskipti • Andlegar þarfir • Sjálfsímynd okkar • Ramma fyrir hið daglega líf Lífsbreyting sem krefst aðlögunnar
Hætta að vinna Flytja í annað húsnæði Flytja í nýtt hverfi Hætta í félagsmálum Ein lífsbreyting í einu
Hver er upplifun fólks af starfslokum ? • Fólk er ánægðara ef það hættir á þeim tíma sem það sjálft hefur ætlað sér að hætta á. • Þeir sem undirbúa starfslok sín eru ánægðari með þau en þeir sem ekki undirbúa þau. • Þeir sem vinna eitthvað eftir hin eiginlegu starfslok telja að árin eftir starfslok betri en þau sem á undan komu. • Einu til tveimur árum eftir starfslok eru flestir sáttir.
Lífsþróunarferli • Styrkleikar okkar á yngri árum koma að góðu gagni á efri árum • Þær aðferðir sem við höfum notað í gegnum lífið til að takast á við erfiðleika, stress, álag koma að góðu gagni á efri árum • Hegðun og viðhorf á yngri árum hafa áhrif á lif okkar á efri árum
Hvers vegna sveigjanleg starfslok? • Vegna þeirrar aðlögunar sem nauðsynleg er við starfslok • Vegna þess að þeir sem starfa eitthvað eftir eiginleg starfslok eru ánægðari en þeir sem ekki gera það • Vegna þess að við fáum þá notið lengur reynslu stór hóps fólks
Hvers vegna eftirsóknaverð? • Við vitum í dag að ein mesta áskorun á seinni fullorðinsárum er hvernig við ætlum að verja eftirlaunaárum okkar • Við vitum í dag að virkni andleg sem líkamleg skiptir miklu máli á seinni fullorðinsárum • Hvað getu okkar varðar • Lífsgæði
“Að hætta að vinna er LIST það krefst þess að maður sé SKAPANDI að geta skapað sér líf án vinnu” Nelson Mandela Janúar 2000