240 likes | 442 Views
Hvar eru allir?. Sævar Ingþórsson. Leitin að lífi. Undanfarnar aldir hafa menn mikið velt fyrir sér þeim möguleika að líf leynist úti í geimnum Menn voru vissir um að geimverur lifðu á Tunglinu, Venus, Mars, jafnvel Júpíter Á 20. öldinni tók hinsvegar stöðunum að fækka sem líf gat leynst.
E N D
Hvar eru allir? Sævar Ingþórsson
Leitin að lífi • Undanfarnar aldir hafa menn mikið velt fyrir sér þeim möguleika að líf leynist úti í geimnum • Menn voru vissir um að geimverur lifðu á Tunglinu, Venus, Mars, jafnvel Júpíter • Á 20. öldinni tók hinsvegar stöðunum að fækka sem líf gat leynst
Karlinn í Tunglinu 1836, í The New York Sun...
Marsbúar • Lengst náðu menn að trúa því að vitsmunalíf leyndist á Mars • Menn sáu mikil skurðakerfi og gerðu ráð fyrir að þar væri hátæknivætt þjóðfélag
Leitin stendur enn • Eftir að Mariner- Voyager og Víking förin flugu fram hjá eða lentu á Mars urðu menn að lokum að sætta sig við að ekki væru þar geimverur sem grafið hefðu víðtæk skurðakerfi
Leitin stendur enn • Árið 1960 beindi Frank Drake útvarpsbylgjusjónauka sínum út í geiminn. • Hann fann engin merki um líf í geimnum, einungis U2 njósnaflugvél bandaríska hersins
Jafnan • Í október 1961 setti Frank Drake fram jöfnu sem æ síðan hefur verið birt hvar sem umræðan um líf í geimnum fer fram N=R**fp*ne*fl*fi*fc*L
R* - Fjöldi stjarna eins og sólin sem myndast á ári hverju í vetrarbrautinni • Stjarnan má ekki vera of lítil eða of stór • Litlar stjörnur eru daufar og plánetur þyrftu að vera mjög nálægt • Stórar stjörnur lifa skemur, mörkin sett við 1,5 sólarmassa
R* • Menn hafa áætlað að fjöldi slíkra stjarna sem myndast á ári sé á bilinu 1-2 stjörnur
fp – Hlutfall stjarna með plánetur • Talið að myndun pláneta á braut um stjörnur sé eðlilegur hluti af myndunarferli sólstjarna • fp er þar af leiðandi sett á bilinu 0,5-1
ne – fjöldi pláneta með skilyrði fyrir myndun lífs • Talið er að á einhverjum tímapunkti í sögu sólkerfisins okkar hafi Mars og Venus haft andrúmsloft og fljótandi vatn. Hvort tveggja er talið nauðsynlegt fyrir líf að þróast. Ennfremur er talið að fljótandi vatn sé undir ísnum á Evrópu • Trúlega ekki aðstæður sem leyfa þróaðri lífsform
ne – fjöldi pláneta með skilyrði fyrir myndun lífs Gildi fyrir ne eru því talin vera á bilinu 1-4
fl – hlutfall pláneta sem gætu þróað líf sem í raun gera það • Ef miðað er við hversu stuttur tími leið frá því jörðin myndaðist þar til líf kviknaði er hægt að segja að líf kvikni þar sem aðstæður leyfa. • Það á svo eftir að koma betur í ljós seinna hverjar þessar aðstæður eru, hvort að aðrir hlutir eins og stór fylgihnöttur eða stór ytri pláneta til verndar eru mikilvægir þættir • fl er nú talið vera nálægt 1
fi – Plánetur með lífi þar sem vitsmunalíf þróast • Stöðug þróun flóknara og “gáfaðra” taugakerfis er nokkuð augljós hjá ýmsum hópum dýra, eins og fuglum og spendýrum. • Hafa ber þó í huga að það tók lífverur ca. 3 milljarða ára að mynda fjölfruma lífsform • Skiptar skoðanir um fi. sagt vera á bilinu 10-4-1
fc – Vitsmunalíf sem þróar tæknivædd samskiptaform sem skynja má í geimnum • Til að við getum vitað af vitsmunaverum á öðrum hnöttum þurfa þær að vera færar um að senda frá sér einhver merki • Menn hafa gert þetta í 70 ár, óviljandi að vísu, en höfðu samt myndað menningarsamfélög þúsundum ára áður • fc sagt vera á bilinu 0.2-1
L – Líftími siðmenningar • Þetta er stærsta og mikilvægasta breytan í jöfnunni. • Tilraun er í gangi á jörðinni um þessa breytu. horfurnar eru ekki góðar, en betri en þær voru fyrir 30 árum • L gæti verið 100 ár, en gæti líka verið milljón ár eða meira...
Útreikningar • Þegar jafnan er reiknuð kemur í ljós að útkoman byggir nær eingöngu á líftíma menningarsamfélagsins • Ef það er reglan að menningarsamfélög tortími sér fljótlega eftir að þau tæknivæðast er fjöldi þeirra í vetrarbrautinni ekki mikill • Ef ekki ætti hún að vera full af geimverum....
Hvar eru allir? • Ef við gerum ráð fyrir að líftími siðmenninga sé stuttur erum við eiginlega búin að svara spurningunni... • Ef hinsvegar örfá samfélög ná að lifa í langan tíma á þessi spurning fullan rétt á sér
Hvar eru allir? • Þróuð siðmenning sem leitast við að kanna vetrarbrautina gæti numið allar plánetur í henni á nokkrum milljónum ára
Hvar eru þá allir? • Við erum ein • Líftími geimvera er stuttur • Þær hafa engan áhuga á ferðalögum á milli sólkerfa • Við búum í dýragarði • Þær eru að reyna að hafa samband en við skiljum ekki merkin • Enginn hefur áhuga á okkur • Þær eru hérna en við sjáum þær ekki oft og ríkisstofnanir reyna að halda þeim leyndum