240 likes | 353 Views
Krónubréf: Áhrif á gengi og peningastefnu. Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur, rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Morgunverðarfundur hjá Viðskiptaráði 3. október 2006. Skoðanir höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir eða stefnu Seðlabanka Íslands. Inngangur.
E N D
Krónubréf: Áhrif á gengi og peningastefnu Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur, rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Morgunverðarfundur hjá Viðskiptaráði 3. október 2006 Skoðanir höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir eða stefnu Seðlabanka Íslands
Inngangur • Í ágúst á síðasta ári hófu erlendir aðilar, einkum alþjóðlegar fjármálastofnanir með gott lánshæfismat, að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum á alþjóðamörkuðum • Alls hafa verið gefin út krónubréf að andvirði tæplega 300 ma.kr. eða sem nemur um þrefaldri innlendri útgáfu ríkissjóðs • Sterkur vitnisburður um samþættingu íslensks fjármálamarkaðar við umheiminn • Krónubréfaútgáfan er ein birtingarmynd vaxandi áhuga erlendra fjárfesta á að hafa eignir sínar í krónum
Inngangur (frh.) • Krónan er því ekki að laumast út bakdyramegin • Þvert á móti eru fjárfestar á fullri ferð inn um aðal- og bakdyr íslensks og alþjóðlegs fjármálamarkaðar til að fjárfesta í krónum • Safn fjárfesta stækkar og velta á krónumörkuðum eykst • Líkleg til að styrkja innviði íslensks fjármálamarkaðar með því að auka dýpt og lækka vaxta- og áhættuálag á innlendum fjáreignum til lengri tíma litið
Inngangur (frh.) • Sviptingar síðustu mánaða minna hins vegar á að ekki er hægt að útiloka snarar breytingar við þær aðstæður sem nú ríkja: • Mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum gerir efnahagslífið viðkvæmt fyrir sviptingum á mörkuðum • Vinsældir vaxtamunarviðskipta gerir markaði viðkvæma fyrir sviptingum í peningalegu aðhaldi • Það getur orðið troðningur í dyragættinni þegar að allir ætla út samtímis! • Mikilvægt að stuðla að auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum til að draga úr viðkvæmni fyrir sveiflum • Hvað höfum við lært af skammri reynslu okkar? Hver hafa áhrif útgáfunnar verið? Við hverju má búast á næstu misserum?
Baksvið krónubréfaútgáfunnar • Ísland er hávaxtasvæði í flatneskjulegu vaxtaumhverfi á alþjóðamörkuðum • Alþjóðlegt baksvið: • Lágir vextir, lausafjárofgnótt, leitin að ávöxtun og vaxtamunarviðskipti (e. carry trade) • Innlent baksvið: • Mikil umsvif og þensla: veruleg eftirspurn eftir lánsfé • Hækkun vaxta og áhrif þeirra á gengi krónunnar
Ferlið og forsendur þess • Tvær fjármálastofnanir: Hvor tekur lán í þeim gjaldmiðli sem hin stofnunin hefur þörf fyrir og endafjárfestirinn situr eftir með gengisáhættuna • Forsendur ferlisins: • Eftirspurn sé meðal fjárfesta eftir bréfunum: • Vaxtamunur við útlönd • Gengisþróun • Áhættufælni • Eftirspurn sé eftir krónunum á innlendum markaði: • Umsvifin í hagkerfinu og stöðu heimila og fyrirtækja • Getu og vilja íslenskra banka til að taka þátt • Mat á notkunarmöguleikum og aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum
Nýja-Sjáland • Fróðleg reynsla fyrir okkur • Lítið opið hagkerfi sem hefur gengið í gegnum miklar kerfisbreytingar síðustu tvo áratugi • Keimlík staða efnahagsmála • Sviptingar á þessu ári líkt og hjá okkur • Gengislækkun og svo styrking • Útgáfa náð sér að nýju og jafnvægi á milli nýrra útgáfa og endurgreiðslna • Verulegar fjárhæðir á gjalddaga á næsta ári • Áhrif útgáfunnar á vexti, gengi og peningastefnu ítarlega rannsökuð
Áhrif krónubréfaútgáfunnar • Samþætting íslensks markaðar við umheiminn • Verkað sem þrýstingur til lækkunar á óverðtryggða vexti innanlands • Innlendar bankastofnanir hafa fengið ódýrari krónufjármögnun en ella og átt kost á að láta viðskiptavini sína njóta þess • Dýpt markaða hefur aukist: verulega aukin velta, safn fjárfesta stækkað og áhugi á innlendum skuldabréfum aukist
Áhrif útgáfunnar á gengi krónunnar • Reynsla Nýsjálendinga: Smá, skammvinn eða verðlögð inn í ferlinu löngu áður en kemur að gjalddaga • Hvað með hér? • Þegar að útgáfan hófst hafði gengi krónunnar verið í nær samfelldum styrkingarfasa í nokkur ár • Sú tilhneiging hélt áfram þangað til í nóvember • Áhrif útgáfu, áhrif stýrivaxta? • Veiktist snarlega í febrúar og allt til aprílloka í kjölfar skýrslna frá Fitch og ýmsum greiningardeildum • Styrking á ný frá byrjun júlí í kjölfar verulegra vaxtahækkana, birtingu jákvæðari skýrslna um íslensku bankana og aukinnar bjartsýni á alþjóðamörkuðum • Engin sjáanleg áhrif endurgreiðslna enn sem komið er
Áhrif á gengi • Meira gefið út af nýjum krónubréfum frá því í júlí en eru á gjalddaga í ár • Gengi krónunnar styrkst á sama tíma • Vaxtamunur við útlönd hefur einnig farið vaxandi þar sem Seðlabanki Íslands hefur hækkað vexti hraðar og meira en peningayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins • Enn erfitt að meta áhrif útgáfunnar á gengi krónunnar og ljóst að fleiri þættir koma við sögu, t.d. • Peningastefnan skiptir sköpum
Áhrif á peningastefnu Seðlabankans • Vaxtaáhrif útgáfunnar vinna á móti því að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans skili sér að fullum þunga út í allt óverðtryggða vaxtarófið • Miðlun peningastefnunnar fór í auknum mæli fram um gengisfarveginn í stað vaxta síðastliðið haust • Það þrengdi að útflutningsgreinum en gengislækkunin fyrr á árinu létti undir með þeim • Hún kynti hins vegar einnig undir verðbólgu og verðbólguvæntingar og kallaði á verulega hert peningalegt aðhald • Fyrirsjáanleg veiking en fyrr á ferðinni en Seðlabankinn vonaðist eftir
Áhrif á peningastefnu (frh.) • Seðlabankinn meðvitaður um áhrif peningastefnu á umfang og áhrif krónubréfaútgáfunnar • Aukin áhersla á vaxtamun við útlönd í orðræðu bankans • Skýrari og beittari orðræða: trúverðug, gagnsæ og kerfisbundin peningastefna • Skýr skilaboð um þróun stýrivaxta næstu misserin • Mikilvægt að leitast við að tryggja stöðugleika gengis áður en fyrstu bréfin komu á gjalddaga • Fylgjast vel með þróun á alþjóðamörkuðum
Peningastefna næstu misserin • Verulegar upphæðir á gjalddaga á næsta ári, einkum í september • Mun peningastefnan geta stuðlað að nægjanlegum vaxtamuni til að tryggja framlengingu einhvers hluta þeirra? • Verða aðstæður svipaðar og undanfarna mánuði? • Verðbólguhorfur hér og erlendis • Peningastefnan getur ekki ráðið gengi krónunnar • Aðgerðir á skjön við verðbólguþróun eru ótrúverðugar
Peningastefna næstu misserin (frh.) • Alþjóðlegir óvissuþættir: • Aðlögun vaxta • Áhættufælni fjárfesta • Ójafnvægi í heimsbúskapnum • Innlendir óvissuþættir: • Aðlögun íslensks efnahagslífs • Peningastefnan og vaxtamunurinn • Gengi krónunnar: vaxtamunur og viðskiptahalli • Nýjar stóriðjuframkvæmdir • Trúverðugleiki íslensku bankanna
Peningastefna næstu misserin (frh.) • Í ljósi verðbólguhorfa má telja mjög líklegt að vaxtamunur við útlönd verði áfram verulegur næsta haust þegar að megnið af útgáfunum koma á gjalddaga • Einnig mikilvægt að aðlögun þjóðarbúskapsins að auknu jafnvægi verði kominn vel á veg til að draga úr viðkvæmni fyrir sveiflum og miðlun gengissveiflna inn í verðlag
Lokaorð • Krónubréfaútgáfan gefur til kynna verulegan áhuga erlendra aðila til að hafa eigur sínar í krónum • Krónan er því alls ekki að laumast út um bakdyrnar og íslenskur fjármálamarkaður er dýpri fyrir vikið • Enn sem komið er hafa áhrif útgáfunnar verið í takt við væntingar • Óvissa ríkir um framvinduna á næsta ári • Framsýn peningastefna, sem stuðlar að nauðsynlegri aðlögun íslensks efnahagslífs eftir þensluskeið síðustu ára og hægfara minnkandi vaxtamunar við útlönd, dregur úr líkum á að útgáfan geti haft óæskileg áhrif