1 / 24

Krónubréf: Áhrif á gengi og peningastefnu

Krónubréf: Áhrif á gengi og peningastefnu. Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur, rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Morgunverðarfundur hjá Viðskiptaráði 3. október 2006. Skoðanir höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir eða stefnu Seðlabanka Íslands. Inngangur.

gracie
Download Presentation

Krónubréf: Áhrif á gengi og peningastefnu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Krónubréf: Áhrif á gengi og peningastefnu Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur, rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Morgunverðarfundur hjá Viðskiptaráði 3. október 2006 Skoðanir höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir eða stefnu Seðlabanka Íslands

  2. Inngangur • Í ágúst á síðasta ári hófu erlendir aðilar, einkum alþjóðlegar fjármálastofnanir með gott lánshæfismat, að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum á alþjóðamörkuðum • Alls hafa verið gefin út krónubréf að andvirði tæplega 300 ma.kr. eða sem nemur um þrefaldri innlendri útgáfu ríkissjóðs • Sterkur vitnisburður um samþættingu íslensks fjármálamarkaðar við umheiminn • Krónubréfaútgáfan er ein birtingarmynd vaxandi áhuga erlendra fjárfesta á að hafa eignir sínar í krónum

  3. Inngangur (frh.) • Krónan er því ekki að laumast út bakdyramegin • Þvert á móti eru fjárfestar á fullri ferð inn um aðal- og bakdyr íslensks og alþjóðlegs fjármálamarkaðar til að fjárfesta í krónum • Safn fjárfesta stækkar og velta á krónumörkuðum eykst • Líkleg til að styrkja innviði íslensks fjármálamarkaðar með því að auka dýpt og lækka vaxta- og áhættuálag á innlendum fjáreignum til lengri tíma litið

  4. Inngangur (frh.) • Sviptingar síðustu mánaða minna hins vegar á að ekki er hægt að útiloka snarar breytingar við þær aðstæður sem nú ríkja: • Mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum gerir efnahagslífið viðkvæmt fyrir sviptingum á mörkuðum • Vinsældir vaxtamunarviðskipta gerir markaði viðkvæma fyrir sviptingum í peningalegu aðhaldi • Það getur orðið troðningur í dyragættinni þegar að allir ætla út samtímis! • Mikilvægt að stuðla að auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum til að draga úr viðkvæmni fyrir sveiflum • Hvað höfum við lært af skammri reynslu okkar? Hver hafa áhrif útgáfunnar verið? Við hverju má búast á næstu misserum?

  5. Baksvið krónubréfaútgáfunnar • Ísland er hávaxtasvæði í flatneskjulegu vaxtaumhverfi á alþjóðamörkuðum • Alþjóðlegt baksvið: • Lágir vextir, lausafjárofgnótt, leitin að ávöxtun og vaxtamunarviðskipti (e. carry trade) • Innlent baksvið: • Mikil umsvif og þensla: veruleg eftirspurn eftir lánsfé • Hækkun vaxta og áhrif þeirra á gengi krónunnar

  6. Ferlið og forsendur þess • Tvær fjármálastofnanir: Hvor tekur lán í þeim gjaldmiðli sem hin stofnunin hefur þörf fyrir og endafjárfestirinn situr eftir með gengisáhættuna • Forsendur ferlisins: • Eftirspurn sé meðal fjárfesta eftir bréfunum: • Vaxtamunur við útlönd • Gengisþróun • Áhættufælni • Eftirspurn sé eftir krónunum á innlendum markaði: • Umsvifin í hagkerfinu og stöðu heimila og fyrirtækja • Getu og vilja íslenskra banka til að taka þátt • Mat á notkunarmöguleikum og aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum

  7. Útgáfur, endurgreiðslur og útistandandi

  8. Nýja-Sjáland

  9. Nýja-Sjáland • Fróðleg reynsla fyrir okkur • Lítið opið hagkerfi sem hefur gengið í gegnum miklar kerfisbreytingar síðustu tvo áratugi • Keimlík staða efnahagsmála • Sviptingar á þessu ári líkt og hjá okkur • Gengislækkun og svo styrking • Útgáfa náð sér að nýju og jafnvægi á milli nýrra útgáfa og endurgreiðslna • Verulegar fjárhæðir á gjalddaga á næsta ári • Áhrif útgáfunnar á vexti, gengi og peningastefnu ítarlega rannsökuð

  10. Áhrif krónubréfaútgáfunnar • Samþætting íslensks markaðar við umheiminn • Verkað sem þrýstingur til lækkunar á óverðtryggða vexti innanlands • Innlendar bankastofnanir hafa fengið ódýrari krónufjármögnun en ella og átt kost á að láta viðskiptavini sína njóta þess • Dýpt markaða hefur aukist: verulega aukin velta, safn fjárfesta stækkað og áhugi á innlendum skuldabréfum aukist

  11. Áhrif útgáfunnar á gengi krónunnar • Reynsla Nýsjálendinga: Smá, skammvinn eða verðlögð inn í ferlinu löngu áður en kemur að gjalddaga • Hvað með hér? • Þegar að útgáfan hófst hafði gengi krónunnar verið í nær samfelldum styrkingarfasa í nokkur ár • Sú tilhneiging hélt áfram þangað til í nóvember • Áhrif útgáfu, áhrif stýrivaxta? • Veiktist snarlega í febrúar og allt til aprílloka í kjölfar skýrslna frá Fitch og ýmsum greiningardeildum • Styrking á ný frá byrjun júlí í kjölfar verulegra vaxtahækkana, birtingu jákvæðari skýrslna um íslensku bankana og aukinnar bjartsýni á alþjóðamörkuðum • Engin sjáanleg áhrif endurgreiðslna enn sem komið er

  12. Þróun gengisvísitölu

  13. Áhrif á gengi • Meira gefið út af nýjum krónubréfum frá því í júlí en eru á gjalddaga í ár • Gengi krónunnar styrkst á sama tíma • Vaxtamunur við útlönd hefur einnig farið vaxandi þar sem Seðlabanki Íslands hefur hækkað vexti hraðar og meira en peningayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins • Enn erfitt að meta áhrif útgáfunnar á gengi krónunnar og ljóst að fleiri þættir koma við sögu, t.d. • Peningastefnan skiptir sköpum

  14. Áhrif á peningastefnu Seðlabankans • Vaxtaáhrif útgáfunnar vinna á móti því að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans skili sér að fullum þunga út í allt óverðtryggða vaxtarófið • Miðlun peningastefnunnar fór í auknum mæli fram um gengisfarveginn í stað vaxta síðastliðið haust • Það þrengdi að útflutningsgreinum en gengislækkunin fyrr á árinu létti undir með þeim • Hún kynti hins vegar einnig undir verðbólgu og verðbólguvæntingar og kallaði á verulega hert peningalegt aðhald • Fyrirsjáanleg veiking en fyrr á ferðinni en Seðlabankinn vonaðist eftir

  15. Áhrif á peningastefnu (frh.) • Seðlabankinn meðvitaður um áhrif peningastefnu á umfang og áhrif krónubréfaútgáfunnar • Aukin áhersla á vaxtamun við útlönd í orðræðu bankans • Skýrari og beittari orðræða: trúverðug, gagnsæ og kerfisbundin peningastefna • Skýr skilaboð um þróun stýrivaxta næstu misserin • Mikilvægt að leitast við að tryggja stöðugleika gengis áður en fyrstu bréfin komu á gjalddaga • Fylgjast vel með þróun á alþjóðamörkuðum

  16. Peningastefna næstu misserin • Verulegar upphæðir á gjalddaga á næsta ári, einkum í september • Mun peningastefnan geta stuðlað að nægjanlegum vaxtamuni til að tryggja framlengingu einhvers hluta þeirra? • Verða aðstæður svipaðar og undanfarna mánuði? • Verðbólguhorfur hér og erlendis • Peningastefnan getur ekki ráðið gengi krónunnar • Aðgerðir á skjön við verðbólguþróun eru ótrúverðugar

  17. Peningastefna næstu misserin (frh.) • Alþjóðlegir óvissuþættir: • Aðlögun vaxta • Áhættufælni fjárfesta • Ójafnvægi í heimsbúskapnum • Innlendir óvissuþættir: • Aðlögun íslensks efnahagslífs • Peningastefnan og vaxtamunurinn • Gengi krónunnar: vaxtamunur og viðskiptahalli • Nýjar stóriðjuframkvæmdir • Trúverðugleiki íslensku bankanna

  18. Peningastefna næstu misserin (frh.) • Í ljósi verðbólguhorfa má telja mjög líklegt að vaxtamunur við útlönd verði áfram verulegur næsta haust þegar að megnið af útgáfunum koma á gjalddaga • Einnig mikilvægt að aðlögun þjóðarbúskapsins að auknu jafnvægi verði kominn vel á veg til að draga úr viðkvæmni fyrir sveiflum og miðlun gengissveiflna inn í verðlag

  19. Lokaorð • Krónubréfaútgáfan gefur til kynna verulegan áhuga erlendra aðila til að hafa eigur sínar í krónum • Krónan er því alls ekki að laumast út um bakdyrnar og íslenskur fjármálamarkaður er dýpri fyrir vikið • Enn sem komið er hafa áhrif útgáfunnar verið í takt við væntingar • Óvissa ríkir um framvinduna á næsta ári • Framsýn peningastefna, sem stuðlar að nauðsynlegri aðlögun íslensks efnahagslífs eftir þensluskeið síðustu ára og hægfara minnkandi vaxtamunar við útlönd, dregur úr líkum á að útgáfan geti haft óæskileg áhrif

More Related