1 / 22

Samfélag – Kafli 5

Samfélag – Kafli 5. Samfélag. Samfélag og félagsleg festi. Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap og það eru samskiptahættirnir sem tengja saman fólk með sömu menningu. Félagsleg festi.

lamis
Download Presentation

Samfélag – Kafli 5

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Samfélag – Kafli 5 Samfélag FEL 103

  2. Samfélag og félagsleg festi • Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap og það eru samskiptahættirnir sem tengja saman fólk með sömu menningu. FEL 103

  3. Félagsleg festi • Félagsleg festi eru þeir þættir samfélagsins sem hefur verið komið fyrir í fast form. Dæmi: Fjölskyldan, trúarbrögð, stjórnarkerfi, menntun, efnahagskerfi, dómskerfi, heilbrigðiskerfi, vísindi og her. FEL 103

  4. Helstu verkefni allra samfélaga • Nýliðun:Börn fæðast inn í samfélagið eða nýir einstaklingar flytja inn í það. • Félagsmótun:Einstaklingar læra hvað felst í því að vera meðlimur í samfélaginu. FEL 103

  5. Helstu verkefni allra samfélaga • Framleiðsla og skipting gæða:Sjá til þess að lífsnauðsynjar séu framleiddar og þeim skipt með einhverjum hætti milli íbúanna. FEL 103

  6. Helstu verkefni allra samfélaga • Verkaskipting:Verkum skipt milli hópa eða einstaklinga. • Skipting valda og miðstýring:Hver ræður? FEL 103

  7. Helstu gerðir samfélaga Samfélögin eru flokkuð niður eftir framleiðsluaðferðum þeirra, þ.e. hvernig aðferðir og tækni er notuð til að afla fæðu. FEL 103

  8. Safnara- og veiðimannasamfélög: • Veiðar og söfnun matvæla. Frumgerð samfélaga. • Minnst tæknivædd allra samfélaga – óiðnvædd. • Fámenn samfélög og lítil verkaskipting. • Fjölskyldan mikilvægasti hópurinn. • Menning samstæð og breytingar hægar. • Mið-Afríka, frumskógar Suður-Ameríku, frumbyggjar Ástralíu og eyjar í Kyrrahafinu. FEL 103

  9. Hirðingjasamfélög: • Hófst fyrir um 10-11.000 árum. • Fylgja dýrahjörðum sínum á milli beitilanda og vatnsbóla. Ekki föst búseta. • Helstu dýr hirðingja eru geitur, sauðfé, hreindýr, nautgripir og kameldýr. • Meiri stéttaskipting en hjá söfnurum og veiðimönnum. Oft stjórnað af höfðingjum. • Óiðnvædd samfélög. • Afríka, Mið-Asía og Austurlönd nær. FEL 103

  10. Pálbúskapur: • Hófst fyrir um 10-11.000 árum. • Fólk heggur tré og brennir gróður sem kemur í stað áburðar. Sérstakt verkfæri notað, páll, (skófla) til að róta upp jarðveginum. • Tiltölulega föst búseta og óiðnvædd samfélög. • Meiri uppskera og tryggari fæðuframboð en áður. Þar af leiðir meiri verkaskipting og örari fólksfjölgun. • Regnskógar Suður-Ameríku. FEL 103

  11. Landbúnaðarsamfélagið: • Plógurinn fundinn upp (fyrir um 6000 árum) og þar með mátti stórauka frjósemi jarðvegarins. • Matvælaframleiðsla margfaldaðist. • Mikil fólksfjölgun og fyrstu borgirnar urðu til. • Mikil verkaskipting og föst búseta. • Fátæk landssvæði í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. FEL 103

  12. Iðnaðarsamfélagið: • Hófst með iðnbyltingunni um miðja 18. öld í Bretlandi en aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkin fylgdu í kjölfarið. • Fjöldaframleiðsla á iðnvarningi fyrir markað. • Notkun peninga í stað vöruskipta. • Mikil aukning í verslun, viðskiptum og samgöngum. • Mannfjöldasprenging og mikil borgvæðing. • Félagslegur ójöfnuður eykst, meiri verkaskipting og stéttaskipting. FEL 103

  13. Upplýsingasamfélagið: • Framleiðsla á þjónustu verður meira áberandi en framleiðsla á iðnvarningi. Hlutfall þjónustustarfa fer yfir 50%. • Afsprengi upplýsinga- og þekkingarbyltingar sem hefur fylgt þróun tölva. • Alheimssamfélagið verður til. • Bylting í samskiptamöguleikum. Fólk flytur vinnustaðinn heim. Sýndarveruleiki. • Hófst í Bandaríkjunum en Ástralía, Nýja-Sjáland, Vestur-Evrópa og Japan fylgdu hratt í kjölfarið. FEL 103

  14. Þjóðir og þjóðarbrot • Þjóð: Hópur fólks sem myndar eina heild. Hópurinn talar yfirleitt sama mál og á sér sameiginlega sögu og menningu. Þjóðin býr í eigin ríki eða sækist eftir að stofna eigið ríki. FEL 103

  15. Þjóðir og þjóðarbrot • Þjóðarbrot: Minnihlutahópar í tilteknum ríkjum. Tungumál, menning og saga þjóðarbrotsins og meirihlutans sem ræður ríkinu eru oft ólík. Þjóðarbrotin skipa því venjulega lágan sess í ríkinu. FEL 103

  16. Þjóðir og þjóðarbrot Mikilvægasti munurinn á þjóð og þjóðarbroti eru tengslin við ríkið. Nefndu nokkur dæmi um þjóðir annars vegar og þjóðarbrot hins vegar. FEL 103

  17. Þjóðhverfur hugsunarháttur • Þjóðhverfur hugsunarháttur: • Þegar fólk dæmir framandi siði og venjur út frá eigin menningu. • Þegar fólk staðsetur eigin þjóð í miðju og raðar öllum öðrum þjóðum á kvarða eftir því hversu mikið þær líkjast því sjálfu. FEL 103

  18. Þjóðhverfur hugsunarháttur • Getur reynst gagnlegur við að styrkja samstöðu innan þjóðar og trú hennar á eigin hefðum og siðum. • Getur reynst mjög skaðlegur þar sem hann getur ýtt undir kynþáttafordóma og hvers konar mismunun, skapað óvild og staðið í vegi breytinga. FEL 103

  19. Afstæðishyggja • Afstæðishyggja: • Andstæða þjóðhverfs hugsunarháttar. • Segir að menning sé afstæð og ekki sé hægt að skilja menningu nema út frá henni sjálfri. • Allir menningarheimar eru jafn réttháir. FEL 103

  20. Afstæðishyggja • Útilokað að flokka menningu eftir gæðum, siðgæði eða þróunarstigi. Allt er jafn gott svo framarlega sem það er hluti menningar. • Gagnleg við að berjast gegn ýmis konar fordómum. FEL 103

  21. Félagsfræði 103 Hér lýkur glósunum úr kafla 5. FEL 103

  22. Afstæðishyggja • Skaðleg þegar reynt er að afsaka t.d. limlestingar á kynfærum stúlkna út frá menningunni. • Nefndu fleiri dæmi um þjóðhverfan hugsunarhátt og afstæðishyggju út frá punktunum hér að framan. FEL 103

More Related