220 likes | 620 Views
Samfélag – Kafli 5. Samfélag. Samfélag og félagsleg festi. Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap og það eru samskiptahættirnir sem tengja saman fólk með sömu menningu. Félagsleg festi.
E N D
Samfélag – Kafli 5 Samfélag FEL 103
Samfélag og félagsleg festi • Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap og það eru samskiptahættirnir sem tengja saman fólk með sömu menningu. FEL 103
Félagsleg festi • Félagsleg festi eru þeir þættir samfélagsins sem hefur verið komið fyrir í fast form. Dæmi: Fjölskyldan, trúarbrögð, stjórnarkerfi, menntun, efnahagskerfi, dómskerfi, heilbrigðiskerfi, vísindi og her. FEL 103
Helstu verkefni allra samfélaga • Nýliðun:Börn fæðast inn í samfélagið eða nýir einstaklingar flytja inn í það. • Félagsmótun:Einstaklingar læra hvað felst í því að vera meðlimur í samfélaginu. FEL 103
Helstu verkefni allra samfélaga • Framleiðsla og skipting gæða:Sjá til þess að lífsnauðsynjar séu framleiddar og þeim skipt með einhverjum hætti milli íbúanna. FEL 103
Helstu verkefni allra samfélaga • Verkaskipting:Verkum skipt milli hópa eða einstaklinga. • Skipting valda og miðstýring:Hver ræður? FEL 103
Helstu gerðir samfélaga Samfélögin eru flokkuð niður eftir framleiðsluaðferðum þeirra, þ.e. hvernig aðferðir og tækni er notuð til að afla fæðu. FEL 103
Safnara- og veiðimannasamfélög: • Veiðar og söfnun matvæla. Frumgerð samfélaga. • Minnst tæknivædd allra samfélaga – óiðnvædd. • Fámenn samfélög og lítil verkaskipting. • Fjölskyldan mikilvægasti hópurinn. • Menning samstæð og breytingar hægar. • Mið-Afríka, frumskógar Suður-Ameríku, frumbyggjar Ástralíu og eyjar í Kyrrahafinu. FEL 103
Hirðingjasamfélög: • Hófst fyrir um 10-11.000 árum. • Fylgja dýrahjörðum sínum á milli beitilanda og vatnsbóla. Ekki föst búseta. • Helstu dýr hirðingja eru geitur, sauðfé, hreindýr, nautgripir og kameldýr. • Meiri stéttaskipting en hjá söfnurum og veiðimönnum. Oft stjórnað af höfðingjum. • Óiðnvædd samfélög. • Afríka, Mið-Asía og Austurlönd nær. FEL 103
Pálbúskapur: • Hófst fyrir um 10-11.000 árum. • Fólk heggur tré og brennir gróður sem kemur í stað áburðar. Sérstakt verkfæri notað, páll, (skófla) til að róta upp jarðveginum. • Tiltölulega föst búseta og óiðnvædd samfélög. • Meiri uppskera og tryggari fæðuframboð en áður. Þar af leiðir meiri verkaskipting og örari fólksfjölgun. • Regnskógar Suður-Ameríku. FEL 103
Landbúnaðarsamfélagið: • Plógurinn fundinn upp (fyrir um 6000 árum) og þar með mátti stórauka frjósemi jarðvegarins. • Matvælaframleiðsla margfaldaðist. • Mikil fólksfjölgun og fyrstu borgirnar urðu til. • Mikil verkaskipting og föst búseta. • Fátæk landssvæði í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. FEL 103
Iðnaðarsamfélagið: • Hófst með iðnbyltingunni um miðja 18. öld í Bretlandi en aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkin fylgdu í kjölfarið. • Fjöldaframleiðsla á iðnvarningi fyrir markað. • Notkun peninga í stað vöruskipta. • Mikil aukning í verslun, viðskiptum og samgöngum. • Mannfjöldasprenging og mikil borgvæðing. • Félagslegur ójöfnuður eykst, meiri verkaskipting og stéttaskipting. FEL 103
Upplýsingasamfélagið: • Framleiðsla á þjónustu verður meira áberandi en framleiðsla á iðnvarningi. Hlutfall þjónustustarfa fer yfir 50%. • Afsprengi upplýsinga- og þekkingarbyltingar sem hefur fylgt þróun tölva. • Alheimssamfélagið verður til. • Bylting í samskiptamöguleikum. Fólk flytur vinnustaðinn heim. Sýndarveruleiki. • Hófst í Bandaríkjunum en Ástralía, Nýja-Sjáland, Vestur-Evrópa og Japan fylgdu hratt í kjölfarið. FEL 103
Þjóðir og þjóðarbrot • Þjóð: Hópur fólks sem myndar eina heild. Hópurinn talar yfirleitt sama mál og á sér sameiginlega sögu og menningu. Þjóðin býr í eigin ríki eða sækist eftir að stofna eigið ríki. FEL 103
Þjóðir og þjóðarbrot • Þjóðarbrot: Minnihlutahópar í tilteknum ríkjum. Tungumál, menning og saga þjóðarbrotsins og meirihlutans sem ræður ríkinu eru oft ólík. Þjóðarbrotin skipa því venjulega lágan sess í ríkinu. FEL 103
Þjóðir og þjóðarbrot Mikilvægasti munurinn á þjóð og þjóðarbroti eru tengslin við ríkið. Nefndu nokkur dæmi um þjóðir annars vegar og þjóðarbrot hins vegar. FEL 103
Þjóðhverfur hugsunarháttur • Þjóðhverfur hugsunarháttur: • Þegar fólk dæmir framandi siði og venjur út frá eigin menningu. • Þegar fólk staðsetur eigin þjóð í miðju og raðar öllum öðrum þjóðum á kvarða eftir því hversu mikið þær líkjast því sjálfu. FEL 103
Þjóðhverfur hugsunarháttur • Getur reynst gagnlegur við að styrkja samstöðu innan þjóðar og trú hennar á eigin hefðum og siðum. • Getur reynst mjög skaðlegur þar sem hann getur ýtt undir kynþáttafordóma og hvers konar mismunun, skapað óvild og staðið í vegi breytinga. FEL 103
Afstæðishyggja • Afstæðishyggja: • Andstæða þjóðhverfs hugsunarháttar. • Segir að menning sé afstæð og ekki sé hægt að skilja menningu nema út frá henni sjálfri. • Allir menningarheimar eru jafn réttháir. FEL 103
Afstæðishyggja • Útilokað að flokka menningu eftir gæðum, siðgæði eða þróunarstigi. Allt er jafn gott svo framarlega sem það er hluti menningar. • Gagnleg við að berjast gegn ýmis konar fordómum. FEL 103
Félagsfræði 103 Hér lýkur glósunum úr kafla 5. FEL 103
Afstæðishyggja • Skaðleg þegar reynt er að afsaka t.d. limlestingar á kynfærum stúlkna út frá menningunni. • Nefndu fleiri dæmi um þjóðhverfan hugsunarhátt og afstæðishyggju út frá punktunum hér að framan. FEL 103