200 likes | 314 Views
Tengja eintök Eintakaþáttur. Október 2004 Harpa Rós Jónsdóttir Kerfisbókasafnsfræðingur. Yfirlit kynningar. Eintök og eintakaþáttur Tækjastika eintakaþáttar Að velja rétta færslu Að finna færslu í eintakaþætti Að velja færslu Leiðsögugluggi og eintakalisti Að tengja færslu
E N D
Tengja eintökEintakaþáttur Október 2004 Harpa Rós JónsdóttirKerfisbókasafnsfræðingur
Yfirlit kynningar • Eintök og eintakaþáttur • Tækjastika eintakaþáttar • Að velja rétta færslu • Að finna færslu í eintakaþætti • Að velja færslu • Leiðsögugluggi og eintakalisti • Að tengja færslu • Eintaksglugginn • Vista eintaksupplýsingarnar • Að breyta eintaki • Að eyða eintaki • Að vista sjálfgildi • Hjálp
Eintök og eintakaþáttur • Tenging eintaka fer fram í Eintakaþætti (Items) • Þegar eintak er tengt bókfræðifærslu er verið að segja til um að safn eigi eintak af tilteknu verki • Hverju eintaki í kerfinu er úthlutað einkvæmu eintaksnúmeri (=strikamerki) • Eintök eru m.a. forsenda fyrir útlánum í kerfinu Start > Programs > Aleph 500 > Items
Tækjastika eintakaþáttar Hætta í eintakaþætti Finna færslu með flettileit (Ctrl+S) Finna færslu með orðaleit (Ctrl+F) Leit eftir eintaksnúmeri, háð stjórnunareiningu (Ctrl+B)
Að velja rétta færslu • Þegar tengja á eintak skiptir öllu máli að rétt bókfræðifærsla sé valin • Eintak sem hefur verið tengt við ranga bókfræðifærslu jafngildir því að vera týnt auk þess að gefa rangar upplýsingar um safnkost tiltekins safns • Nákvæmni við leit og val á bókfræðifærslu til að tengja við er því mikilvæg
Að finna færslu í eintakaþætti • Leita að færslu eftir ISBN / ISSN:Notið Flettileit (Skúffan), leitarsvið ISBN eða ISSN • Leita að færslu eftir titli:Notið Leit (Kíkirinn), leitarsvið TitleHægt er að slá inn orð úr titli, t.d. undað hné og bókin “Heygðu mitt hjarta við undað hné” finnst • Leita að færslu eftir höfundi:Notið Flettileit, leitarsvið AuthorFyrir erlenda höfunda skal slá inn eftirnafn fyrst, t.d. Blixen Karen. Fyrir íslenska höfunda með millinafn skal flytja það aftast, t.d. Einar Guðmundsson Már
Að velja færslu • Ef fleiri en ein færsla samræmast leitarniðurstöðum (t.d. verk sem til er í fleiri en einni útgáfu) birtist list með stuttum færslum. • Uppljómið tiltekna færslu og notið hnappinn Birta fulla til að fá nánari upplýsingar um verkið. Þegar rétta færslan er fundin skal smella á hnappinn Velja
Leiðsögugluggi og eintakslisti • Ef aðeins ein færsla samræmist innslegnum upplýsingum birtist eintakslistinn ásamt leiðsöguglugganum um leið og leit hefur verið gerð Í leiðsöguglugganum má skoða bókfræðifærslu verksins. Eintakalistinn birtir lista yfir þau eintök sem til eru í stjórnunareiningu / safni.
Að tengja færslu • Vinstra megin á eintakalistanum eru hnapparnir:Bæta við – búa til nýtt eintak Afrita – búa til nýtt eintak með því að afrita annað sem fyrir er. Aðeins þarf að setja inn nýtt eintaksnúmer • Ef hnapparnir Bæta við eða Afrita eru valdir birtist eintaksglugginn
Eintakslugginn1. Almennar upplýsingar Fylla þarf út eftirfarandi: • Strikamerki, hvert tengt eintak hefur strikamerki (=eintaksnúmeri) • Safn, það safn sem eintak tilheyrir • Tegund staðsetningar, hvaða flokkunarkerfi er notað • Staðsetning, raðtákn. T.d Row Har B • Efnistegund, formgreina hið fýsíska eintak • Eintakastaða, segir til um hvort lána má eintakið og þá hversu lengi
Eintakslugginn1. Almennar upplýsingar Einnig má nota möguleikana: • Safndeildir, hægt er að skipta söfnun upp í safndeildir til þess að gefa til kynna staðsetningu rits til viðbótar við raðtákn. Hentar vel ef notaðar eru geymslur eða söfn á fleiri en einni hæð. Vinsamlega sendið beiðnir um safndeildir á hjalp@landskerfi.is • Lýsing, stuttar og hnitmiðaðar upplýsingar sem birtast í eintakalista á vefnum. Einkum notað fyrir tímarit
Eintakslugginn2. Almennar upplýsingar Athugið einnig: • Leit – nánari upplýsingar, birtist í nánari upplýsingum um eintak á gegnir.is • Útlán, nánari upplýsingar, birtist í sérstökum glugga sem popar upp í hvert sinn sem lána á eða skila eintaki í útlánaþætti • Innri athugasemd, þessar upplýsingar birtast aðeins í þessum glugga og hvergi annars staðar
Vista upplýsingarnar • Þegar búið er að fylla út viðeigandi upplýsingar í eintaksglugganum er hnappurinn Staðfesta valin til að vista upplýsingarnar • Að því lokun ætti að bætast við lína í eintakalistanum, það er fyrir nýja eintakið sem nú er orðið til
Að breyta eintaki • Ef breyta á eintaksupplýsingum er það gert í eintakaþætti á sama hátt og eintak er tengt, nema að í stað þess að velja Bæta við eða Afrita í eintakalistanum er hnappurinn Breyta valinn. Opnast þá eintaksglugginn og hægt er að gera þær breytingar sem þörf er og að lokum velja Breyta til að vista upplýsingarnar • Ef breyta á upplýsingum fyrir mörg eintök í einu þannig að þau fái sama gildi fyrir tiltekið atriði skal opna Útlánaþátt og velja fellivalmynd Eintök> Breyta eintaksupplýsingum (sjá nánar skjal á Þjónsutuvef landskerfi.is)
Að eyða eintaki • Ef afskifa á eintak er hnappurinn Eyða í eintakalistanum valinn • Þegar eintaki er eitt er aðeins verið að segja að tiltekið safn eigi ekki lengur eintak af tilteknu verki en bókfræðifærslan stendur eftir sem áður
Að vista sjálfgildi • Hægt er að auðvelda lífið með því að vista sjálfgildi í eintaksglugga, en það eru þá upplýsingar sem koma sjálfkrafa upp í hvert sinn fyrir tiltekið safn, þegar tengja á eintak með hnappnum Bætavið í eintakalista • Fyllið út þær upplýsingar sem þið teljið að séu oftast eins (t.d. tegund staðsetningar og efnistegund) og smellið á hnappinn Vista sjálfgildi. Næst þegar Bæta við hnappurinn er valin koma þessar upplýsingar sjálfkrafa upp
Hjálp • Hjálp úr fellivalmynd • Hjálp úr einstaka aðgerðagluggum • Þjónustuvefur á landskerfi.is hafið samband á hjalp@landskerfi.is til að fá aðgangsorð
Orðalisti • Eintak: Item • Eintakalisti: Item list • Eintaksstaða: Item status • Ferilstaða: Item process status • Forðaupplýsingar: Holdings • Leiðsögugluggi: Navigation window • Safn: Sub-library • Safndeild: Collection