1 / 32

Kafli Félagsfræði sjónarhorn og aðferðir

Kafli Félagsfræði sjónarhorn og aðferðir. Kaflinn fjallar um: Félagsfræðilegt innsæi Þróun félagsfræðinnar sem vísindagreinar Helstu rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar. Félagsfræði er kerfisbundin rannsókn á samfélögum og fjallar um fólk í hópum

otto
Download Presentation

Kafli Félagsfræði sjónarhorn og aðferðir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. KafliFélagsfræði sjónarhorn og aðferðir Kaflinn fjallar um: Félagsfræðilegt innsæi Þróun félagsfræðinnar sem vísindagreinar Helstu rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  2. Félagsfræði er kerfisbundin rannsókn á samfélögum og fjallar um fólk í hópum Félagsfræði fjallar um félagsleg skilyrði fólks Félagsleg skilyrði stýra og hafa áhrif á athafnir og ákvarðanir okkar Félagslegu skilyrðin í samfélaginu setja ramma utan um hvernig við tökum ákvarðanir um líf okkar Samfélag - hópur fólks sem býr á ákveðnu svæði, hefur samskipti sín á milli og hefur sameiginleg einkenni sem greinir það frá öðrum hópum Samfélag - rammi utan um samskiptahætti eða hið félagslega skipulag sem stýrir samskiptum fólks frá degi til dags á ákveðnu svæði Félagsfræði Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  3. Peter Berger sagði að félagsfræðilegt sjónarhorn fæli í sér að reyna að sjá hið almenna í því einstaka. Félagsfræðingar sjá almenn félagsleg hegðunarmynstur í hverjum einstaklingi. Hegðun okkar tekur mið af samfélaginu. Samfélagið setur viðmiðin og leikreglurnar. Fyrsta reglan í félagsfræði er að ekkert er eins og það sýnist. Samfélagið sem við búum í hefur áhrif á allar hugsanir okkar og athafnir og félagslegar aðstæður hafa mikil áhrif á okkur. Valmöguleikar og hegðunarmynstur okkar stýrist af þeim mörkum sem samfélagið setur okkur. Félagsfræðilegt sjónarhorn Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  4. Í öllum samfélögum eru félagslegir kraftar sem hafa hafa áhrif á hvernig líf okkar þróast. Hegðun okkar er ekki eins einstaklingsbundin og við höldum. Félagsfræðileg hugsun byrjar þegar við áttum okkur á hvernig hóparnir sem við tilheyrum móta og hafa áhrif á lífsreynslu okkar sem einstaklinga. Durkheim rannsakaði sjálfsvíg. Engin ákvörðun er jafn einstaklingsbundin og sú ákvörðun að svipta sig lífi. Jafnvel svo persónubundinn atburður eins og sjálfsvíg er félagslega tengdur. Lesa fyrir næsta tíma um rannsókn Durkheim á sjálfsvígum. Félagsfræðilegt sjónarhorn Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  5. Hugtök og spurningar bls. 59 - 61 • Skilgreindu hugtökin Samfélag Félagsfræði • Svaraðu spurningunum 1. Því er haldið fram að samfélagið sé eins og fangelsi utanum líf manna. Lýstu þessu nánar. 2. Peter Berger hélt því fram að fyrsta reglan í félagsfræði sé að ekki er allt sem sýnist. Hvað heldur þú að Berger hafi átt við með þessari reglu? Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  6. Emile Durkheim (1858 – 1917) • Frægur fyrir rannsókn sína á sjálfsvígum. • Taldi að aðferðir sálfræðinnar nægðu ekki einar og sér til að skýra sjálfsvíg. • Leit á sjálfsvíg sem félagslegt fyrirbæri sem hægt væri að rannsaka sem slíkt. • Reyndi að finna orsakatengsl á milli samfélagslegra þátta og sjálfsvíga. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  7. Niðurstöður Durkheim • Sjálfsvígstíðnin var mismunandi milli hópa. • Sjálfsvíg algengari ... ... hjá körlum en konum. ... hjá mótmælendum en kaþólikkum. ... hjá ríkum en fátækum. ... hjá ógiftum en giftum. • Durkheim dró þá ályktun að munurinn fælist í félagslegum tengslum einstaklinganna. • Kenning Durkheims: Lítil eða léleg félagsleg tengsl leiða til aukinnar sjálfsvígstíðni. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  8. Fjórar tegundir sjálfsvíga • Eigingjörn sjálfsvíg – tengsl einstaklingsins við aðra / samfélagið eru ekki nógu sterk. • Óeigingjörn sjálfsvíg – einstaklingurinn fórnar sér fyrir hópinn. • Siðrofs sjálfsvíg – ramminn utan um líf einstaklingsins raskast. • Sjálfsvíg tengd forlagatrú – einstaklingurinn býr við mikla kúgun. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  9. Siðrof bls. 20-21 • Hugtakið siðrof vísar til lögleysu, en með því er átt við að samfélagslegar aðstæður þar sem samheldni og hefðbundið skipulag, sérstaklega það sem tengist viðmiðum og gildum hefur veikst. • Durkheim, sem er upphafsmaður kenninga um siðrof taldi að siðrof væri venjulega fylgifiskur snöggra félagslegra breytinga, svo sem efnahagsþrenginga eða góðæra í samfélaginu. • Hefðbundin viðmið veikjast án þess að ný myndist og það leiðir til þess að einstaklingar vita ekki almennilega hvernig þeir eiga að umgangast og hegða sér í samskiptum hverjir við aðra. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  10. Skilgreindu hugtökin Einstaklingshyggja Eigingjarnt sjálfsvíg Óeigingjarnt sjálfsvíg Siðrofssjálfsvíg Sjálfsvíg tengt forlagatrú Siðrof Svaraðu spurningunum 1. Lýstu helstu niðurstöðum í rannsókn Durkheims. 2. Hvers konar mynstur kemur fram í töflunni? Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir þessu mynstri? (Ljósrit - tafla bls. 43 í nýju bókinni.) Hugtök og spurningar bls. 59 - 61 Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  11. Aukin tengsl milli fólks, svæða og landa um allan heim kallast hnattvæðing. Hnattrænt sjónarhorn: Við rannsóknir er litið á heiminn sem eina heild og staðsetning eða staða hvers samfélags skoðuð út frá því. Þrjár ástæður fyrir því að félagsfræðilegt sjónarhorn verður að fela í sér hnattræna hugsun. Tengsl milli samfélaga heims hafa stóraukist. Alvarleg alheims-vandamál. Þekktu sjálfan þig. Hnattvæðing - alþjóðavæðing Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  12. Hvað geri ég með félagsfræðina? • Félagsfræðilegt sjónarhorn ... ... verður inngróið í hugsunarhátt eða lífsstíl. ... gerir okkur kleift að meta valmöguleika og hömlur sem einkenna líf okkar. ... gerir okkur kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. ...hjálpar okkur að sjá ójöfnuðinn í samfélaginu og takast á við vandamálin sem fylgja því að lifa í margbrotnum heimi. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  13. Þjóðhverfur hugsunarháttur • Að dæma menningu og siði annarra út frá eigin menningu. • Elur á þröngsýni og fordómum þar sem tilhneiging er til að upphefja eigin menningu sem hina einu ,,réttu”. • Andstæða þjóðhverfs hugsunarháttar er afstæðishyggja. Menningin er afstæð og verður ekki dæmd nema út frá henni sjálfri. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  14. Vandamál tengdfélagsfræðilegu sjónarhorni • Félagsfræðin er hluti af síbreytilegum heimi. Rannsóknarefnið getur breyst skyndilega. • Félagsfræðingurinn er hluti af rannsóknarefninu / samfélaginu. • Félagsfræðileg þekking verður hluti af samfélaginu. Félagsfræðin hefur áhrif á samfélagið. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  15. Hugtök og spurningar bls. 59 - 61 • Skilgreindu hugtökin • Þjóðhverfur hugsunarháttur • Afstæðishyggja • Svaraðu spurningunum • Hvað er hnattrænt sjónarhorn og nefndu þrjár ástæður fyrir því af hverju félagsfræðileg hugsun verður að fela í sér hnattræna hugsun • Hverjir eru helstu kostir þess að geta beitt félagslegu sjónarhorni? • Hvaða vandamál tengjast því að beita félagslegu sjónarhorni? Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  16. Hvað eru vísindi? • Þekking sem hefur þróast á löngum tíma. • Vísindin leitast við að skýra, lýsa og skilgreina heiminn og setja fram kenningar um hann. • Vísindin beita sérstökum aðferðum og tækni. • Vísindin leitast við að skapa þekkingu sem við getum treyst að sé rétt við allar aðstæður. • Með því að beita vísindalegum aðferðum getum við spáð fram í tímann. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  17. Rannsóknarferlið (líkan bls. 40 gamla / 32 nýja) 1 Skilgreining vandamálsins – Val á viðfangsefni sem á að rannsaka. 2. Heimildir kannaðar – Kynntu þér rannsóknir og það sem hefur verið skrifað um viðfangsefnið. 3. Búðu til tilgátu – Hvað ætlar þú að prófa? 4. Hönnun á rannsókninni – Veldu rannsóknaraðferð/ir; tilraun, könnun, athugun eða notkun skráðra heimilda. 5. Framkvæmdu rannsóknina – Safnaðu upplýsingum og berðu þær saman. 6. Túlkaðu niðurstöðurnar – Hvaða niðurstöður er hægt að draga af þeim upplýsingum sem þú safnaðir? 7. Gerðu grein fyrir niðurstöðum – Hvað þýða niðurstöðurnar? Hvernig er hægt að tengja þær fyrri rannsóknum? Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  18. Tilgáta: Fullyrðing eða ágiskun sem oft byggist á ákveðnum grunsemdum. Kenning: Fullyrðing, byggð á vísindalegum rannsóknum, lögmál sem segir til hvernig og af hverju eitthvað er eða gerist. Hawthorne-áhrif Þegar rannsókn misheppnast vegna þess að þeir sem verið er að rannsaka geta sér til um markmið rannsakandans. Alþýðuskýringar eru byggðar á reynsluheimi og trú einstaklinga og eru því hlutlæg sjónarmið. Tilgáta og kenningHawthorne-áhrif og alþýðuskýringar Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  19. Hugtök og spurningar bls. 59 - 61 • Skilgreindu hugtökin • Vísindi • Tilgáta • Hawthorne-áhrif • Svaraðu spurningunum • Fjallaðu um helstu þætti sem ættu að vera til staðar við vísindalegar rannsóknir (rannsóknarferlið). • Lýstu vandamálum sem tengjast rannsóknum í félagsfræði, t.d. að erfitt sé að beita raunvísindalegum aðferðum við rannsóknir á félagsheiminum. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  20. Pósitívismi • Byggist á þeirri trú að hægt sé að nota sömu aðferðir í félagsvísindum og í raunvísindum. • Þannig sé hægt að skapahlutlausa þekkingu sem er algild og setja fram raunhæfar lausnir á vandamálum. • Gerir kröfu um að setja fram lögmál um öll fyrirbæri, bæði í efnis- og félagsheiminum. • Lögmál eru nauðsynleg til að útskýra orsök, afleiðingar og virkni fyrirbæra. • Félagsfræðingar sem aðhyllast pósitívisma nota megindlegar aðferðir í rannsóknum sínum. • Í samvirknikenningum er áherslan oftast á megindlegar aðferðir. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  21. Pósitívismi – Megindlegar aðferðir • Félagsfræðingar sem aðhyllast pósitívisma leggja áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Hlutleysi og hlutlæga mælikvarða Með hlutleysi er átt við að rannsakandinn haldi eigin tilfinningum, skoðunum og fordómum utan við efnið. 2. Megindlegar aðferðir - Tölfræðilegar upplýsingar. T.d. skoðanakannanir og ýmsir gagnabankar. 3. Rannsóknir verða að vera prófanlegar Aðrir gagnrýni og sannprófi niðurstöðurnar. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  22. Túlkunarsinnar • Hin raunverulega mannlega hegðun fer framhjá pósitívistum og eins allar skýringar sem gefnar eru af fólkinu sjálfu. • Til að skoða mannlegt samfélag er reynsla í daglegu lífi hið eina raunhæfa viðfangsefni. • Þeir sem fáist við rannsóknir á fólki verði að gera sér grein fyrir margbreytileika mannlífsins. • Rannsakandinn verður að átta sig á því að maðurinn hegðar sér breytilega eftir því hvernig honum líður og hvernig umhverfi hann lifir í. • Maðurinn mótar umhverfið og lykilhugtakið er samskipti. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  23. Túlkunarsinnar - Eigindlegar aðferðir • Afla verður upplýsinga með verstehen (skilningur). • Grunnhugsunin er að beita félagsfræðilegu innsæi og skilja orsök og afleiðingu. • Rannsakandinn verður að setja sig í spor viðfangsefnisins og lifa sig inn í aðstæður til að fá raunverulega mynd af því sem verið er að rannsaka. • Vettvangsrannsóknir, viðtöl og athuganir eru notaðar til að afla gagna. • Áhersla lögð á túlkun á mannlegri reynslu. • Samskiptakenningar ganga út frá reynslu í daglegu lífi og nota því eigindlegar aðferðir (túlkun). Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  24. Hugtök og spurningar bls. 59 - 61 • Skilgreindu hugtökin • Pósitívismi og megindlegar aðferðir • Túlkunarsinnar og eiginlegar aðferðir • Svaraðu spurningunu • Lýstu megindlegum rannsóknaraðferðum og helstu gagnrýni á þær. • Lýstu eigindlegum rannsóknaraðferðum og helstu gagnrýni á þær. • Mega félagsfræðingar njósna um daglegt líf fólks til að afla sér upplýsinga um samfélagið? Settu fram rök bæði með og á móti. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  25. Félagsfræðin verður til ... • Upphaf félagsfræði sem vísindagreinar má rekja til mikilla samfélagsbreytinga sem urðu í kjölfar iðnvæðingar og þéttbýlismyndunar og hófst með frönsku byltingunni árið 1789. • Þegar hefðbundinn lífsmáti umturnaðist og breyttist varð til nýr skilningur á samfélaginu og náttúrunni. • Upplýsingabyltingin Efasemdir við gömlu hugmyndafræðina - skýringar kirkjunnar ekki lengur teknar góðar og gildar. • Iðnbyltingin Breyting á atvinnuháttum - þéttbýlisvæðing. • Stjórnarbyltingin Tilkoma lýðræðisins – frelsi einstaklingsins. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  26. Upplýsingastefnan • Náði hámarki með frönsku byltingunni. • Aukin trú á framfarir, vísindi og skynsemi. • Barðist gegn konungsveldi, forréttindum og hefðbundnum trúarbrögðum. • Krafðist jafnræðis og jafnréttis allra þegna landsins. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  27. Auguste Comte 1789 - 1857 • Faðir félagsfræðinnar - kom fyrstur fram með hugtakið félagsfræði. • Vildi rannsaka samfélagið til að skilja hvernig það virkaði - þannig væri hægt að bæta það. • Pósitívisti – vildi beita aðferðum náttúruvísindanna til að afla vísindalegrar þekkingar um samfélagið. • Samfélagið fylgir ákveðnum lögmálum. • Skipti rannsóknum sínum í tvö svið: Stöðugleika samfélagsins – Hvað heldur samfélaginu saman? Félagslegt hreyfiafl – Hvað veldur breytingum á samfélaginu? Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  28. Auguste Comte 1789 – 1857Þrjú stig þekkingar • Trúarstigið Allt er frá guði komið. Trúarlegar skýringar. Þekkingin sótt til fyrri kynslóða. • Frumspekin Samfélögin eru ekki yfirnáttúruleg. Mannlegt eðli skiptir miklu máli. Þekkingin verður veraldlegri. • Vísindastigið Vísindin notuð til að afla þekkingar. Hrá aðferð vísindanna notuð á manninn sjálfan og samfélagið. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  29. Hugtök og spurningar bls. 59 - 61 • Skilgreindu hugtökin • Sjálfsþurftarbúskapur • Upplýsingastefna • Svaraðu spurningunu • Hvert var framlag Augustes Comte til félagsfræðinnar? • Lýstu kenningum Comtes um þróunarskeiðin þrjú í vísindum. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  30. Tímaverkefni 23. janúartíminn mánudaginn 22. janúar fellur niður • Lesa bls. 49 – 57 TÍMAVERKEFNI 23. JANÚAR • Skrifið stutta greinagerð um upphaf og þróun félagsfræðinnar sem vísindagreinar og þær breytingar sem voru að eiga sér stað á þessa tíma. • Útskýrðu af hverju félagsfræðin varð til sem fræðigein, hvar hún varð til og hvenær. • Nefndu nokkrar forsendur fyrir upphafi og þróun iðnvæðingar. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  31. Auguste Comte hafði áhyggjur af áhrifum iðnvæðingarinnar. Hann óttaðist að þessar miklu breytingar myndu bera fólk ofurliði. Hann barðist því gegn öllum breytingum. Hann vildi fyrir hvern mun verja hefðbundin siðferðileg gildi og jafnframt styðja við bakið á fjölskyldunni. Karl Marx hafði litlar áhyggjur af glötuðum hefðum í kjölfar samfélagsbreytinga. Hann gat hins vegar ekki sætt sig við það að iðnvæðingin skilaði miklum gróða í hendur fárra útvalinna verksmiðjueigenda meðan þorri fólks upplifði hungur og vesöld. IðnvæðinginAuguste Comte – Karl Marx Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  32. Kaflapróf og verkefnaskil 26. janúar • Lesa 1. kafla • Lesa glærur og glósur • Skilgreina valin hugtök • Svara völdum spurningum • Síðasti skiladagur á verkefninu ,,Kenning Durkheims um sjálfvíg” er 26. janúar • Verkefnið skilist útprentað Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

More Related