1.06k likes | 1.79k Views
18. Kafli – Skynfæri. Skynnemar (sensory receptors) eru sérhæfðir til að nema tiltekin áreiti eða orku Ytri- / útnemar (exteroceptors) – nema ytri áreiti t.d. bragð, lykt, sjón, heyrn og jafnvægi
E N D
Skynnemar (sensory receptors) eru sérhæfðir til að nema tiltekin áreiti eða orku • Ytri- / útnemar (exteroceptors) – nema ytri áreiti t.d. bragð, lykt, sjón, heyrn og jafnvægi • Innri- / innnemar (interoreceptors) – nema innri áreitit.d. breytingu á blóðþrýstingi (pressoreceptors), blóðmagni (osmoregulators) og pH blóðs (chemoreceptors)
Inn-nemar taka beinan þátt í samvægi og er stjórnað af neikvæðu ansi Dæmi: Hækkaður blóðþrýstingur => þrýstinemar senda boð stjórnsvæðis í heila sem sendir boð til veggjatil slagæða og slagæðlinga um að slakna/víkka (vöðvar í veggjum slakna) => blóðþrýstingur lækkar=> þrýstinemar örvast ekki lengur og boðsendingar frá þeim stöðvast
Út-nemar, eins og augu og eyru, koma ekki beint að samvægi • Útnemar senda stöðug boð um umhverfi til MTK • Boð frá nemunum berast MTK, eru tilkynning um breytingar á umhverfi og enda sem skynhrif (sensation) í heilaberki
Gerðir skynnema (tafla 18.1) Inn- og útnemar flokkast eftir gerð og áreiti í 4 flokka
Efnanemar(chemoreceptors) • Nema efni (sameindir) í nánasta umhverfi og breytingar á efnisstyrk • Nema áreiti frá ytra og innra umhverfi • Taka sumir þátt í samvægi t.d. Efnanemar sem taka þátt í að viðhalda réttu pH blóðs
Dæmi um efnanema: • Bragðlaukaraðll.á tungu, • Lyktnæmarfrumur í lyktarslímu nefs, • Sýrunemar/ pH nemar í ákv. slagæðum(ósæð og hálsslagæðum) sem eru næmir fyrir pH blóðs Boð frá þeim berast öndunar-stöð í mænukylfu. Lækkað pH => örari öndun(arhreyfingar). Losun CO2 hækkað pH
Sársaukanemar (nociceptors) Eru ákv. gerð efnanema Eru naktar (ómýldar) griplur sem bregðast við efnasamböndum sem skaddaðir vefir gefa frá sér Eru nauðsynlegir til að vara okkur við og verja þannig líkamann gegn mögulegum skemmdum og/eða áverkum
2. Ljósnemar (photoreceptors) sjá nánar auga • Nema ljósorku • Í sjónu augans eru ljósnemar sem eru næmir fyrir ljósbylgjum • 2 gerðir ljósnema eru stafir og keilur
Örvun stafa(nema ljósmagn)=> svart/hvítt sjón • Örvun keila(nema bylgjulengd)=> litsjón
3. Aflnemar (mecanoreceptors) • Nema kraft sem er oftast á formi þrýstings af einhverri gerð • Dæmi: Heyrn:Hljóðbylgjum er breytt í vökvabylgjur sem aflnemar í innra eyra (kuðungi) nema
Á svipaðan hátt nema nemar í fordyri (í posa og skjóðu) og bogagöngum eyrans (í innra eyra) breytingar á þyngdarafli og hreyfingu (hröðun) sem er nauðsynlegt í jafnvægi og líkamsstöðu • Á sama hátt er snerting/snertiskyn háð þrýstinemum – nemar í húð og tungu
Þrýstinemar í ákv. slagæðum nema breytingar á blóðþrýstingi og tognemar í lungum nema þan lungna • Stöðunemar (proprioceptors) nema tog vöðvafrumna, sina og liðamóta og gefa upplýsingar um ,,legu” útlima
4. Hitanemar (thermoreceptors) • Í undirstúkuoghúð • Örvast af hitabreytingum • Hitanemar – nema hækkun hita • Kuldanemar – nema lækkun hita • Innri hitanemar eru í undirstúku, • Ytri hitanemar eru í húð
Atburðarás við skynjun • Skynnemar bregðast við áreiti með því að mynda taugaboð • Skynjun verður þegar taugaboðin berast heilaberki þar sem þau eru túlkuð • Skynnemar eru fyrstu þættirnir í viðbragðsbogum og við skynjum aðeins gerð áreitis ef boð um það berast heila
Heilinn samþættir boðin við boð sem honum berast frá öðrum skynnemum • T.d. ef þú brennir þig þá fær heilinn einnig boð frá t.d. augum og nefi sem hann vinnur úr • Sumir skynnemar eru berir tauga-/ taugungsendar eða tauga-/ taugungsendar í ákv. hylkjum Aðrir eru sérhæfðar frumur tengdar taugungum
Í frumuhimnum skynnema eru viðtakaprótín sem svara áreiti dæmi: þegar ákv. efnasameindir tengjast efnanemum opnast jónarásir og jónir flæða gegnum frumuhimnuna • Ef áreitið er nægilegt veldur það umskautun => taugaboð berst eftir skyntaugungum úttaugakerfis til MTK
Því sterkara áreiti þeim mun fleiri boð • Taugaboðsem berast mænu berast til heila eftir ákv. brautum og að lokum til heilabarkar þar sem ,,skynjun” á sér stað • Taugaboð frá mismunandi nemum berast eins - á sama hátt • Það sem skiptir máli er hvert þau berast
Dæmi: Boð sem berast eftir sjóntaug berast til sjónskynbarkar og við sjáum Boð sem berast eftir heyrnartaug berast til heyrnarskynbarkar og við heyrum • Áreiti á sjóntaug sem væri tengd heyrnarstöðvum => hljóð í stað sjónar • Ákv. boðmynstur berst heila fyrir hver skynhrif => mögulegt að tengja t.d. snertinema við sjónbörk og túlka sem mynd (sjá bls. 356)
Í skynnemum fer fram ákv. samþætting og úrvinnsla áður en boð myndast • Ein gerð samþættingarinnar er skynaðlögun(sensory adaptation) => minnkað svar við áreiti t.d. þegar við hættum að finna lykt, þrýsting frá stól sem við sitjum á og við hættum að heyra hljóð sem er alltaf eins • Sumir telja að nemarnir ,,hætti” að senda boð til heila – aðrir að stúkan síi boðin út
Skynnemar gegna veigamiklu hlutverki í samvægi • Án skynboða fengjum við ekki upplýsingar um innra- og ytra umhverfi okkar • Upplýsingarnar leiða til viðeigandi svara sem stuðla að því að halda innra ástandi líkamans stöðugu
18.2 Líkamsskynjun (Somatic Sences)Stöðunemar (proprioceptors)og nemar í húð(cutaneous receptors) • Skynnemar í vöðvum, liðum og sinum, í ákv. innri líffærum og húð senda boð til mænu og eftir brautum upp mænu til líkamsskynsvæða heilabarkar
Sumir þessara nema eins og t.d. þeir sem nema stöðu og staðsetningu útlima eru útnemar • Þessir skynnemar flokkast í 3 gerðir sem eru stöðunemar, nema í húð og sársaukanemar
Stöðunemar (Proprioceptors) • Eru aflnemar sem taka þátt í viðbragðsbogum sem viðhalda vöðvaspennu og þar með líkamsstöðu og jafnvægi • Stöðunemar gera okkur kleift að þekkja staðsetningu útlima með því að nema samdrátt eða slökun vöðva, tog á sinum og hreyfingu liðamóta
Vöðvaspólur stuðla að auknum vöðvasamdrætti og Golgi sinahnökrar að vöðvaslökun (mynd 18.2)
Samspil þeirra tryggir vöðvaspennu og boð frá þeim auðveldar MTK að skynja stöðu líkamans • Í vöðvaspólu eru griplur skyntaugunga vafðar utan um mjóar vöðvafrumur í ákv vöðvafrumuknippi sem bandvefshimnu/-hylki er utan um • Þegar vöðvi slaknar tognar á vöðvaspólum => boðsending
Fjöldi taugaboða er í réttu hlutfalli við tog • Taugaviðbragð á sér stað sem leiðir til samdráttar vöðvaþráða/-frumna sem liggja við vöðvaspóluna • Hnéreflexinn (mynd 18.2) sem vöðvaspólur taka þátt í er notaður til að kanna taugaviðbrögð • Geta skýrt hnéreflex
2. Nemar í húð (cutaneous receptors) • Húðin er úr 2 lögum, horn- og leðurhúð • Í leðurhúðinni eru: snertinemar þrýstinemar sársaukanemar hitanemar og kuldanemar(fleiri en hitanemar) • Dæmi um nema – sjá mynd 18.3
Gerðir snertinema eru í húð sem nema létta snertingu: • Meissner og Krause nemar - í fingurgómum, lófum, tungu, vörum, geirvörtum og kynfærum Eru ofarlega í leðurhúð - alveg við yfirhúðina • Merkelnemar – viðast hvar í húð. Eru ofarlega í leðurhúð - alveg við yfirhúðina. • Gripluendar vafðir neðst utan um hársekkimynda boð ef hár er snert
Gerðir þrýstinema í húð: • liggja dýpra í leðrinu en snertinemarnir • Pacinian nemar – eru lauklaga og liggja djúpt í leðurhúð, • Ruffini nemar eru fínt net taugaþráða í bandvefshylkjum • Sjá mynd 18.3
Hita og kuldanemareru (lausir) gripluendar í yfirhúð • Kuldanemar eru mun fleiri en hitanemar • Hita og kuldanemar eru mjög líkir (eins) að gerð
3. Sársaukanemar (nociceptors) • Eru lausir gripluendar • Eru næmir fyrir efnum sem skaddaðir vefir losa • Í bólguviðbragði losna efni sem örva sársaukanema • Aspirin og ibufen minnka sársauka með því að hindra losun ákv. efna
Staðvilluverkur(refered pain) • Mörg innri líffæri hafa sársaukanema • Verkur í innri líffærum skynjast oft sem verkur í húð í baki,nára, eða kvið og verkur frá hjarta skynjast stundum sem sársauki í vinstri öxl og handlegg • Þetta kallast staðvilluverkir og orsakast hugsanlega af ,,samslætti” í mænu
18.3 Efnaskyn – bragð- og lyktarskyn • Efnanemar næmir á pH blóðs eru í hálsslagæðum og ósæð • Þeir eru tengdir öndunarstjórnstöð í mænukylfu • Lækkað pH => boð til öndunarstöðvar => örari öndun • Losun CO2 hækkar pH blóðs
Flestar eða allar kvikar lífverur greina einhver efni í lofti eða vökva • Bragð- og lyktar-/ilmskyn flokkast sem efnaskyn – Nemar þess eru næmir á sameindir í fæðu og öndunarlofti og eru því flokkaðir sem efnanemar
Bragðskyn • Skynnemarnir þ.e. bragðskynfrumurnar eru í bragðlaukum – um 10000 í manni • Bragðlaukarnir eru greiptir í þekjuvef og eru aðallega á tungu – flestir eru í hliðarveggjum nabba (papillae) tungunnar • Stakir bragðlaukar eru í harðgómi, koki og speldi
Bragðlaukar fyrir hverja bragðgerð eru dreifðir um tunguna en flestir á ákv. svæðum tungu • Nokkur skörun er á næmi þar sem bragðlaukarnir nema >1 bragðgerð – mest þó eina (aðeins 1 í þunnum lausnum) • Grunnbragðgerðirnar eru 4 þ.e. sætt, salt, súrt og beiskt
Sýnt hefur verið fram á fleiri efnanema sem nema bragð t.d. hefur bragði as. glutamat (hluti af MSG) verið lýst • Þessir efnanemar kallast umami nemar sem þyðir bragðgott á japönsku