260 likes | 412 Views
Ingvar Sigurgeirsson 1. október 2007. Borgarfjarðarbrúin „Ný“ hugsun í kennsluháttum. IS mun leitast við að ræða og stýra umræðu um:. Markmið verkefnisins ... ... Tengsl þeirra og námskrá / lög ... Tengsl við stefnur og strauma í kennslufræðum
E N D
Ingvar Sigurgeirsson 1. október 2007 Borgarfjarðarbrúin „Ný“ hugsun í kennsluháttum
IS mun leitast við að ræða og stýra umræðu um: Markmið verkefnisins ... ... Tengsl þeirra og námskrá / lög ... Tengsl við stefnur og strauma í kennslufræðum ... Tengsl við aðra skólaþróun hér á landi (hvað eru aðrir að gera?) • Kennsluhættir • Námsmat
Í hverju felst þróunarverkefni? • Markmið • Skilgreindar leiðir • Formlegt mat á því hvernig til tekst (þar sem byggt er á gögnum) • Skýrsla (sem aðrir geta lært af)
Að þróa kennsluaðferðir sínar • Lestur (tímarit, bækur, Netið) • Ígrundun • Leshringir • Skólaheimsóknir • Fræðslufundir og námskeið • Sjálfsmatsverkefni • Jafningjaleiðsögn • Samstarfsverkefni • Formleg þróunarverkefni
Markmið verkefnisins • Skapa samfellu á milli grunn- og framhaldsskóla, auka sveigjanleika milli og innan skólastiga og að mæta breytilegum þörfum ólíkra nemenda. • Endurskoða og aðlaga skólanámskrár grunnskólanna að nýrri aðalnámskrá. • Auka fjölbreytni og sveigjanleika í kennsluháttum og námsmati, meðal annars með því að þróa „flæðinám“ í námi og kennslu í grunnskóla. • Tryggja eðlilega framvindu í námi nemenda frá upphafi grunnskóla til loka framhaldsskóla. • Styrkja sjálfsmynd nemenda og gefa þeim aukin tækifæri til ábyrgðar á eigin námi og námshraða. • Efla faglegt samstarf milli skóla og skólastiga á sviði kennslu og ráðgjafar. (Leturbr. IS)
Hversu vel tengist verkefnið áherslum í nýjum námskrám ...? • Aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Almennur hluti. 2006. • Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla. Almennur hluti. 2004.
Hvað boðar ný aðalnámskrá grunnskóla (2006)? Aukin áhersla á • Ábyrgð nemenda • Val • Samstarf við heimili • Menntun sem ævimenntun • Skóla fyrir alla • Lýðræðislega starfshætti • Tölvu og upplýsingatækni
Áhersla á: • Samvinnu – lýðræðislegt samstarf • Viðhorfamótun – víðsýni • Þekkingaröflun – stöðuga þekkingarleit • Skilning – sjálfstæða hugsun Markmið grunnskólans 2. grein* Hlutverk ... er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir ... skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði oglýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins . Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. (Leturbr. IS). *Lög um grunnskóla nr. 66/1995
Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. 2006 • Það er skylda hvers skóla að laga námið sem best að nemendum hverju sinni. Nemendur eiga rétt að viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni. (Aðalnámskrá grunnskóla. 2006:11) • Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þáskyldu grunnskóla að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska. Kennslan verður að taka mið af þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með nemendum námfýsi og vinnugleði. (Aðalnámskrá grunnskóla. 2006:15, leturbreytingar IS)
Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur huti (2004) Hlutverk framhaldsskóla er að • stuðla að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi • búa nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám • efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda • þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun • kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta • hvetja nemendur til stöðugrar þekkingarleitar.
Aðalnámskrá framhaldsskóla 2004 Aukin áhersla á • Lykilhlutverk lífsleikni sem námsgreinar • Innra mat
Meginmarkmið framhaldsskóla Við lok náms í framhaldsskóla er stefnt að því að nemendur: • hafi fengið alhliða menntun sem er við hæfi hvers og eins • séu undir það búnir að fara í áframhaldandi nám og/eða starf í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun • geri sér ljóst að námi lýkur ekki við lok skólagöngu heldur er nauðsynlegt að halda áfram að afla sér nýrrar þekkingar og reynslu • hafi fengið góða þekkingu á íslensku samfélagi • kunni skil á réttindum og skyldum einstaklings í lýðræðisþjóðfélagi • hafi tamið sér sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum, ábyrgð á eigin námi, öðlast sjálfstraust og lært að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum • hafi ræktað með sér gagnrýna hugsun, dómgreind og umburðarlyndi • séu færir um að tjá skoðanir sínar, taka ákvarðanir og séu óhræddir við breytingar í námi og starfi. Markmið þessi snerta allar námsgreinar framhaldsskóla og starfsemi þeirra. Námsgreininni lífsleikni er ætlað að vinna sérstaklega að ofangreindum markmiðum en ljóst er að þeim verða ekki gerð skil einungis í einni námsgrein.
Við þurfum líka að taka afstöðu! Hvaða markmið skipta mestu? • Tjáning • Samstarfshæfni • Þekking – eða hæfni í þekkingarleit • Gagnrýnin hugsun • Sköpun • Frumkvæði, áræði • Dugnaður
Þetta eru líka mikilvægar þarfir ... • Öryggi, hlýja, virðing, hrós, hvatning • Fá að glíma við ögrandi viðfangsefni • Beita hugsun sinni • Þörf fyrir að sjá tilgang í því sem maður er að gera • Þörf fyrir að vera hluti af góðum hópi og eiga góð samskipti • Þörf fyrir að leggja af mörkum • Sköpun, tjáning • Forvitni ... löngun til að vita og skilja • Leik- og hreyfiþörf
Hugsmíðihyggjan (Constructivism) Fjölgreindakenningin (Theory of Multiple Intelligences) Brain-based Instruction (íslenskt heiti vantar) Nám til skilnings (Teaching for understanding) Gróska í kennslufræðum Ótal stefnur og straumar sem geta verið uppspretta hugmynda
Samvinnunámshreyfingin (Cooperative Learning) Óhefðbundið námsmat (Alternative assessment) Einstaklingsmiðað nám (Ótal heiti) Fleiri stefnur og straumar
Einstaklingsmiðað nám merkir oftast að kennarar reyna með markvissum hætti við að koma betur til móts við hvern nemanda með hliðsjón af ... • Getu og kunnáttu og hvers og eins • Hæfileikum • Áhuga og viðhorfum • Námstíl (Learning Style) • Framtíðaráformum
Ábyrgð nemenda á eigin námi Þemanám – samþætting Val nemenda Samvinnunám Fjölbreytt, sveigjanlegt námsumhverfi – skólinn sem vinnustaður Markviss notkun tölvu og upplýsingatækni Skapandi starf Sterk sjálfsmynd nemenda Einstaklingsmiðað nám – dæmi um áherslur í stefnumörkun Reykjavíkurborgar • Frumkvæði nemenda og sjálfstæði í vinnubrögðum • Samvinna nemenda, kennara og foreldra • Náin tengsl við grenndarsamfélag, umhverfi og atvinnulíf • Þverfagleg samvinna kennara • Kennarinn sem leiðbeinandi
Opni skólinn hafði einstaklingsmiðun að leiðarljósi • Áhersla á tengsl við umhverfið • Höfð er hliðsjón af áhuga og þörfum nemenda – nemendur hafa val um viðfangsefni • Virkar kennsluaðferðir ... áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, öflun upplýsinga ... leikni ... áþreifanleg viðfangsefni • Áhersla á ábyrgð nemenda • Fjölbreytt og áhugavekjandi viðfangsefni ... kennsluaðferðir • Fjölbreytt og örvandi námsumhverfi • Leiðsagnarhlutverk kennara Úr bókinni Skólastofan: Umhverfi til náms og þroska.
Skólaþróun hér á landi • Menntamál í brennidepli • Miklar umræður ... tekist á um mál • Gerjun og gróska á öllum skólastigum! • Þróunarstarf hefur líklega aldrei verið meira (www.skolathroun.is)
Dæmi um þróunarskóla á leikskólastigi • Hjallastefnuskólarnir • Reggio-skólarnir • Dewey-skólarnir • Heilsuleikskólinn Urðarhóll • Leikskólinn Reynisholt
Dæmi um nokkra grunnskóla sem hafa lagt sérstaka rækt við þróun kennsluhátta að undanförnu • Borgaskóli í Reykjavík • Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit • Ingunnarskóli Reykjavík • Korpuskóli í Reykjavík • Norðlingaskóli í Reykjavík • Sjálandsskóli í Garðabæ • Víkurskóli í Reykjavík
Dæmi um nokkra grunnskóla sem hafa lagt sérstaka rækt við þróun námsmats að undanförnu • Laugalækjarskóli í Reykjavík(námsmöppur) • Salaskóli í Kópavogi (einstaklingsmiðuð próf) • Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit (fjölbreytt námsmat), heimasíða verkefnisins • Ingunnarskóli og Norðlingaskóli í Reykjavík (móðurskólaverkefni um einstaklingsmiðað námsmat), heimasíða verkefnisins • Einnig t.d.: Ölduselsskóli (Rvík), Grunnskóli Reyðarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi
Þróunarskólar á framhaldsskólastigi • Framhaldsskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit • Fjölbrautaskóli Snæfellinga • Keilir • Menntaskóli Borgarfjarðar
Skólaþróunarverkefni sem IS hefur verið ráðgefandi um • http://starfsfolk.khi.is/ingvar/throunarverkefni.html
Verkefnið okkar • Heildarrammi • Faggreinahópar • Skólahópar • Markmið • Skilgreindar leiðir • Formlegt mat • Skýrsla (sem aðrir geta lært af)