260 likes | 555 Views
Íslensk málsaga Hljóð úr hálsi, Bls. 76-85. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Er hægt að skrifa með útlensku stafrófi?. Íslendingar fóru að nota latínuletur á 11. öld. Fljótt komust þeir að raun um að rittákn vantaði fyrir tiltekin hljóð málsins.
E N D
Íslensk málsagaHljóð úr hálsi, Bls. 76-85 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Er hægt að skrifa með útlensku stafrófi? • Íslendingar fóru að nota latínuletur á 11. öld. • Fljótt komust þeir að raun um að rittákn vantaði fyrir tiltekin hljóð málsins. • Þennan vanda leysti merkur vísindamaður á 12. öld. • Fyrsti málfræðingurinn!!! • Hann setti sér að bæta í stafróf landsmanna þeim sérhljóðatáknum sem þar var ekki að finna og lýsti framburði annarra hljóða svo að nú geta menn betur gert sér grein fyrir framburði forfeðranna. • Tillögurnar komu þó aldrei fyrir augu allra íslenskra skrifara. Sumir héldu því áfram að nota útlent stafróf.
Hvað greinir sérhljóðin í sundur? • Sérhljóðakerfi íslensku hefur breyst mikið frá öndverðu. • Samhljóðatákn eru þau sömu og notuð eru í fornum ritum en framburður hljóðanna sem þau tákna er stundum annar og fer þá einkum eftir stöðu þeirra í orði og grannhljóðum; er stöðubundinn.
Hvað greinir sérhljóðin í sundur? Íslenskt nútímasérhljóðakerfi FrammæltUppmælt Ókringd KringdÓkringd Kringd Nálæg í ú Hálfnálæg i u Hálffjarlæg e ö o Fjarlæg a Alls 8 sérhljóð
Hvað greinir sérhljóðin í sundur? • Auk þessa eru fimm tvíhljóð í íslensku; búin til úr hinum 8 sérhljóðum hér að framan: • a+í = æ • a+ú = á • ö+í = au • o+ú = ó • e+í = ei • Jafnframt ritum við y, ý og ey þótt þessi tákn standi fyrir sömu hljóð og i, í og ei.
Hvernig var sérhljóðakerfið í upphafi ritaldar? Sérhljóðakerfið um 1100 Frammælt Uppmælt Ókringd Kringd Ókringd Kringd Nálæg i y u Miðlæg e ø o Fjarlæg ę a ọ Þetta er þó ekki nema hluti kerfisins. Hljóðin voru ýmist stutt eða löng. Í Fyrstu málfræðiritgerðinni er lagt til að löngu sérhljóðin séu táknuð með broddstaf. Hins vegar gætir ekki samræmis í fornum handritum.
Hvað er hljóðdvalarbreyting? • Í því sérhljóðakerfi sem fyrsti málfræðingurinn lýsir eru sérhljóð ýmist löng eða stutt. Þessi lengd var rígskorðuð: • far = stutt a • fár = langt a • Í nútímamáli er lengdin hins vegar stöðubundin: • una = langt u af því að stutt samhljóð er á eftir • unna = stutt u af því að langt samhljóð er á eftir
Hvað er hljóðdvalarbreyting? • Hljóðdvalarbreytingin gekk í gegn á 15. og einkum á 16. öld. • Þá lengdust stutt hljóð ef stutt samhljóð fylgdi á eftir. • Þá komst líka los á löngu hljóðin og þau styttust ef langt samhljóð fór á eftir.
Hvað er hljóðdvalarbreyting? • Í elstu íslensku: • mar = stutt a • már = langt a • Eftir hljóðdvalarbreytingu voru bæði hljóðin löng. • Orðin mar og már féllu þó ekki saman af því að á hafði áður fengið nýtt hljóðgildi; aú. • Á sömu lund breyttust eftirfarandi sérhljóðapör: • o:ó (ó breyttist í oú) • e:é (é breyttist í íe og síðar í je) • Af löngu hljóðunum héldu í og ú hins vegar hljóðgildi sínu.
Hvernig breyttist sérhljóðakerfið? • Í elstu handritum eru þrjú tvíhljóð og þau voru löng: • ei (borið fram eí) • ey (borið fram öí) • au (borið fram aú) • Ath. Í þessu sambandi fornan framburð á orðunum Reykjavík og Haukur.
Hvernig breyttist sérhljóðakerfið? • Breytingar á stutta sérhljóðakerfinu (á 12. og 13. öld): • e og ę runnu saman í e • ọ og ø runnu saman í ö • Eftir það varð stutta kerfið á þessa lund: FrammæltUppmælt Ókringd Kringd Ókringd Kringd Nálæg i y u Miðlæg e ö o Fjarlæg a
Hvernig breyttist sérhljóðakerfið? • Breytingar á langa sérhljóðakerfinu (hófust flestar á 13. öld): • ‘ọ og á féllu saman í á (‘ọss=guð, áss=stöng > ás) • ‘ø og ´ę féllu saman í æ (fyrir þennan tíma rímaði ekki færa/særa: f‘øra/s´ęra) FrammæltUppmælt Ókringd Kringd Ókringd Kringd Nálæg í ý ú Miðlæg é ó Fjarlæg æ á Einhvern tímann á 15. öldinni byrjuðu Íslendingar svo að rugla saman i/y og í/ý. Sá þáttur sem greindi þessi hljóð í sundur; kringing varanna, týndist smám saman.
Nýtt kerfi tvíhljóða • Íslenska sérhljóðakerfið hefur einfaldast mjög mikið. • Í stað 18 sérhljóða (langa og stutta kerfið) höfum við 8 og lengd þeirra er stöðubundin. • Við höfum hins vegar fleiri tvíhljóð nú en til forna, þ.e. 5 í stað 3 áður. • Einungis í stafsetningu er gerður greinarmunur á i/y, í/ý og ei/ey.
Nýtt kerfi tvíhljóða • Auk þess hafa nú nokkur sérhljóð svæðisbundinn framburð eftir stöðu sinni í orði. • Flestir landsmenn bera t.d. fram „breiðan“ sérhljóða á undan -ng og -nk en Vestfirðingar bera sumir fram „grannan“ sérhljóða á undan -ng/-nk. (Dæmi: laúngur/langur) • Flestir landsmenn bera einnig fram „breiðan“ sérhljóða á undan -gi en margir Skaftfellingar bera fram grannan sérhljóða í þessari stöðu. (Dæmi: maígi/magi).
Hvað er óæskileg málbreyting? • Flestir málfræðingar vilja halda í gömul málbrigði enda auka þau á fjölbreytileika málsins og torvelda ekki skilning manna í millum. • Flámæli/hljóðvilla hefur oft verið nefnt sem óæskileg málbreyting. • e borið fram í stað langs i (sker borið fram í stað skyr) • ö borið fram í stað langs u (flöga borið fram í stað fluga) • Þessari málbreytingu var útrýmt með skipulögðum hætti. • Nú á tímum má segja að ný tegund flámælis sé komin upp; s.k. öfugtflámæli: • u borið fram í stað langs ö (stuð borið fram í stað stöð)
Hvað er óæskileg málbreyting? • Einföldun tvíhljóða: • ustur borið fram í stað austur. • grann borið fram í stað grænn. • tvem borið fram í stað tveim.
Hvað er óæskileg málbreyting? • Niðurstaðan er þessi: • Framburður hefur breyst mikið frá öndverðu vegna þess að hljóð hafa fallið saman og tvíhljóðum hefur fjölgað. • Lengd sérhljóða var áður föst en er nú bundin af stöðu þeirra í orði. • Þessum breytingum er ekki lokið. Framburður fólks um allt land leitar sífellt meira í sama horf. • Það er óæskilegt að hljóðkerfi, beygingarkerfi og setningakerfi taki miklum breytingum því breytingarnar rjúfa smám saman það samhengi sem er einkenni íslensks máls frá öndverðu. • Hins vegar má málið vaxa af orðum um þau fyrirbæri sem menn þurfa að tala um í nútímasamfélagi.
Stafróf og hljóð • Samhljóðum er skipt í nokkra flokka eftir því hvernig við myndum þau: • lokhljóð • önghljóð • nefhljóð • sveifluhljóð • hliðarhljóð
Stafróf og hljóð Íslenskt samhljóðakerfi varahljóð tannhljóð gómhljóð Lokhljóð p, b t, d g, k Önghljóð f, v þ, ð, s j Nefhljóð m n Sveifluhljóð r Hliðarhljóð l Þessi tafla er ekki nákvæm. Inn í hana vantar t.d. þau önghljóð sem k og g standa fyrir í orðum eins og vakt og saga.
Samhljóðakerfið hefur breyst • Samhljóðakerfið hefur breyst en þær breytingar hafa ekki orðið eins viðamiklar og breytingarnar á sérhljóðakerfinu. • Samt sem áður eru samhljóðabreytingar undirstaða flestra íslenskra mállýskna nú til dags. • Líklega voru flestar samhljóðabreytingar um garð gengnar um það leyti sem siðaskiptin urðu, þ.e. Um 1550.
Samhljóðakerfið hefur breyst • Dæmi um breytingar á framburði samhljóða: • Breytingar á –ll • Áður fyrr voru orð á borð við völlur, hella og köllun borin fram eftir stafanna hljóðan. Nú hefur –d komið inn sem innskotshljóð; vödlur, hedla, ködlun. • Áfram er þó –ll-hljóð í orðum á borð við Silla, Elli, Villi. • Breytingar á -nn • Áður fyrr sögðu menn steinn, vænn og húnn þar sem nú er borið fram steidn, vædn og húdn. Langa n-ið breyttist í -dn eftir löngu sérhljóði skv. gamla sérhljóðakerfinu. • Enn bera þó allir fram –nn á eftir sérhljóðum sem voru stuttir í árdaga, s.s. hann, hinn, farinn. • Breytingar á -fn og -fl • Þar sem nú er skrifað -fn og -fl inni í orðum segja landsmenn bn eða -bl, s.s. Í safn, efni, hæfni, efla, tafla. Hér hefur önghljóð orðið að lokhljóði. • Víða um land tóku margir upp hliðstæðan framburð í –fð og –gð-samböndum, sbr. habði og sagði.
Hvað er harðmæli og linmæli • Ath. kortin á bls. 83! • Margir Norðlendingar bera fram fráblásið p,t,k á eftir löngu áherslusérhljóði. (Dæmi: tapa, úti, aka). • Aðrir landsmenn bera fram ófráblásin lokhljóð í þessari stöðu. (Dæmi: taba, údi, aga).
Hvernig bera menn fram hv-? • Hljóðið sem táknað er með h hefur breyst í munni landsmanna þegar það stendur á undan v: • hvítur • hvalur • hvergi • Langflestir bera fram k í upphafi þessara orða en þó eru margir sunnan- og suðaustanlands sem enn bera fram h í orðum sem þessum.
Hvar hafa menn raddaðan framburð? • Röddun nefnist það þegar hljóðin hljóma vegna þess að raddböndin titra þegar þau eru sögð. • Sérhljóð eru ávallt rödduð. • Sum samhljóð eru aldrei rödduð (p,t,k,b,d,s). • Röddun sumra samhljóða fer eftir því hvar þau eru stödd í orði (n,m,l,r). • Sum samhljóð eru alltaf rödduð (v). • Norðanlands radda margir n, m,l á undan p,t,k: • henta, banki, hempa, úlpa, svunta, stúlka. • Þessi framburður er þó mjög á undanhaldi.
Hvað einkenndi skaftfellskan framburð? • -rn/-rl-framburður • d ekki skotið inn í orð á borð við barn og varla. • hv-framburður • h verður ekki að k á undan v í framstöðu orða (sbr. hver, hvaðan, hvor o.s.frv.) • Einnig mætti nefna skaftfellskan einhljóðaframburð • Grannur sérhljóði borin fram á undan –gi (sbr. lögin, agi o.s.frv.)