210 likes | 496 Views
3. Kafli. Erfðir og þróun. 3-1 Þróun (bls.48-55). Þróun er breyting á lífverutegund í tímans rás Erfðaefni lífvera er líkara eftir því sem þær eru skyldari Stökkbreytingar leiða til myndunar nýrra eða breyttra lífvera. Þróunarkenning Lamarck. Byggðist á líkamsbyggingu lífvera
E N D
3. Kafli Erfðir og þróun
3-1 Þróun (bls.48-55) • Þróun er breyting á lífverutegund í tímans rás • Erfðaefni lífvera er líkara eftir því sem þær eru skyldari • Stökkbreytingar leiða til myndunar nýrra eða breyttra lífvera
Þróunarkenning Lamarck • Byggðist á líkamsbyggingu lífvera • hugmyndin um notkun og vannotkun : líkamshluti verður stærri og þroskaðri eftir því hann er meira notaður, því minna sem líkamshluti er notaður því veikari og vanþroskaðri verður hann. • hugmyndin um erfðir áunninna eiginleika: gerir ráð fyrir að líkamseinkenni sem lífvera þroskar með notkun og vannotkun geti erfst til afkvæma hennar.
Sumt í kenningu hans stenst annað ekki Stenst: lífverur hafa aðlagast umhverfi sínu og breyst vegna þess með tímanum Stenst ekki: það að áunnir eiginleikar erfist
Fósturfræðilegar vísbendingar um þróun • Sameiginleg einkenni fósturvísa ólíkra dýra á fyrstu stigum þroskans benda til að þessar lífverur eigi sér sameiginlegan forföður. • Líkamshlutar skyldra tegunda sem eru líkir eru kallaðir eðlislíkir
Vísbendingar um þróun í steingervingum • Steingervingar eru för eða leifar lífveru sem var uppi fyrr á öldum. • Finnast í setbergi sem myndast við hæga storknun laga af eðju, sandi eða leir. • Ef lífvera rotnar á endanum eftir að setlögin hafa breyst í berg skilur hún eftir sig far í berginu, þetta mót getur fyllst af steinefnum – kallað afsteypa.
3-2 Náttúruval, þróunarkenning Darwins • eftir gagnasöfnun á ferð sinni um Suður-Ameríku, komst hann að því að lífverur eru aðlagaðar til að lifa í sínu tiltekna umhverfi • Wallace hafði komist að svipuðum niðurstöðum eftir rannsóknir sínar í Malasíu • 1858 gáfu þeir Darwin og Wallace saman út greinar um þróunarkenningu • í "Uppruni tegundanna" (gefin út 1859) útfærði Darwin kenninguna og kynnti hugtakið náttúruval
náttúruval • Náttúruval: Einstaklingar sem eru best aðlagaðir umhverfi sínu og eiga flest afkvæmi veljast úr og móta stofninn meira en aðrir • Offjölgun: Leiðir til samkeppni milli einstaklinga sömu tegundar. Samkeppnin leiðir til þess að þeir sem best eru aðlagaðir umhverfinu lifa af og geta fjölgað sér • Breytileikimeðal einstaklinga sömu tegundar er forsenda þess að náttúruval geti með tímanum leitt til myndunar nýrra tegunda
3-3 Far og einangrun • far er flutningur einstaklinga innan tegundar langt frá upprunalegum heimkynnum sínum svo sem milli heimsálfa • einangrun er viðskilnaður sumra einstaklinga tegundar frá öðrum sem tilheyra sömu tegund, í langan tíma
3-4 Þróun –hæg eða hröð • Nákvæmasta leið til að bera saman skyldleika tegunda er að skoða DNA samsetningu þeirra.
Jarðsagan frh. • Sögu jarðar er skipt upp í fimm jarðsögutímabil (aldir) þar sem þróun lífs er lögð til grundvallar. • Upphafsöld • Frumlífsöld • Fornlífsöld • Miðlífsöld • Nýlífsöld