130 likes | 578 Views
Kafli 4. Vefir, líffæri og líffærakerfi. 4-1 Verkaskipting. Verkaskipting felur í sér að sú starfsemi sem nauðsynleg er til þess að halda lífveru lifandi fer fram í mismunandi hlutum líkamans Sérhver líkamshluti gegnir tilteknu hlutverki. 4-1 Verkaskipting.
E N D
Kafli 4 Vefir, líffæri og líffærakerfi Gísli Þ Einarsson
4-1 Verkaskipting • Verkaskiptingfelur í sér að sú starfsemi sem nauðsynleg er til þess að halda lífveru lifandi fer fram í mismunandi hlutum líkamans • Sérhver líkamshluti gegnir tilteknu hlutverki Gísli Þ Einarsson
4-1 Verkaskipting • Fruman er grunneining allra lífvera, hvort sem um er að ræða eina litla bakteríu eða blettatígur • Hjá einfrumu lífverum eins og bakteríum, þarf öll lífsstarfssemin að fara fram inni í einni frumu • Þessu má líkja við eyju Róbinson Krúsó, öll verk sem þarf að vinna, eru unnin á eyjunni Gísli Þ Einarsson
Upprifjun 4.1 • Hver er helsti munur á gerli og blettatígri eða annarri áþekktri lífveru? • Hvað er átt við með hugtakinu ,,verkaskipting” hjá lífverum? Gísli Þ Einarsson
4-2 Skipulag lífvera • Skipt í 5 grunnstig þar sem smæstu og einföldustu einingar lífveranna eru á því fyrsta og þær flóknustu á því síðasta: • Fruma (gerlar) • Vefur (blóðvefur, yfirhúð plantna) • Líffæri (hjarta, laufblað) • Líffærakerfi (beinagrind) • Lífvera (maður, blettatígur) Gísli Þ Einarsson
1. Skipulagsstig: Frumur • Frumur eru bygginga- og starfseining lífvera • Einfrumungar: Sumar lífverur eru aðeins ein fruma sem framkvæmir öll störf • Dæmi: Gerlar, frumverur amba • Fjölfrumungar: Í fjölfruma lífverum gegnir hver gerð frumna sérstöku hlutverki og er hluti af heild Gísli Þ Einarsson
1. Skipulagsstig: Frumur • Hver einstök frumugerð er háð frumum af öllum öðrum gerðum og lifir ekki án þeirra • Dæmi: Vöðvafrumur, taugafrumur og blóðfrumur Gísli Þ Einarsson
2. Skipulagsstig: Vefir • Vefir eru frumur sem eru svipaðar að gerð og starfi raðast saman og mynda vefi • Dæmi: vöðvafrumur mynda vöðva (vef) • Blóð er fljótandi vefur, gerður úr blóðfrumum • Vefir eru líka í plöntum, t.d. eru laufblöðin og stöngullinn þakin sérstökum vef sem kallast yfirhúð Gísli Þ Einarsson
3. Skipulagsstigið: Líffæri • Líffæri er hópur mismunandi vefja sem vinna saman • Dæmi: Hjarta er gert úr taugavef, vöðvavef og þekjuvef • Dæmi: Plöntulíffæri eru t.d. rót, stöngull og laufblað Gísli Þ Einarsson
4. Skipulagsstigið: Líffærakerfi • Líffærakerfi - hópur líffæra sem sinna í sameiningu ákveðnu starfi • Dæmi: Meltingarfæri, sem eru samansett úr mörgum líffærum (tennur, vélinda, magi, smáþarmar, ristill, endaþarmur) • Tafla á bls. 78 í Einkenni lífvera segir frá helstu hlutverkum líffærakerfanna í okkur Gísli Þ Einarsson
Meltingarfæri Frá munni að endaþarm Ristill og þarmar Gísli Þ Einarsson
5. Skipulagsstigið: Lífverur • Lífvera er lifandi líkami í heild sinni sem annast alla þá starfsemi sem einkennir lífið • Dæmi: Maður, blettatígur • Flókin lífvera er samsett úr líffærakerfum, sem hvert um sig sinnir tilteknu starfi. Öll líffærakerfin vinna í sameiningu að velferð lífverunnar svo hún haldi lífi • Hvert einasta skipulagsstig er háð öllum hinum! Gísli Þ Einarsson
Upprifjun 4.2 • Nefndu öll fimm skipulagsstig lífvera og skilgreindu hvert og eitt þeirra. • Nefndu dæmi um tvö líffærakerfi sem starfa saman í lífveru og lýstu því hvernig samstarfi þeirra er háttað. Gísli Þ Einarsson