120 likes | 365 Views
4. kafli. erfðir og þróun. 4-1 leitin að forfeðrum manna. Steingervingar , beinaleifar og ummerki um búsvæði eru mikilvæg þegar verið er að rannsaka uppruna og þróun mannsins. Og alltaf kemur nýtt í leitirnar sem leiðir til að menn verða að endurskoða hugmyndir sínar. . Þróun mannsins?.
E N D
4. kafli erfðir og þróun
4-1 leitin að forfeðrum manna • Steingervingar, beinaleifar og ummerki um búsvæði eru mikilvæg þegar verið er að rannsaka uppruna og þróun mannsins. Og alltaf kemur nýtt í leitirnar sem leiðir til að menn verða að endurskoða hugmyndir sínar.
Prímatar • Prímatar (fremdardýr) eru ættbálkur spendýra • Nær yfir menn, mannapa, apaketti og 200 aðrar dýrategundir. • Sameiginleg einkenni prímata: • - hafa griptækan þumal þ.e. þumall getur gripið á móti hinum fingrunum - fimm fingur og fimm tær - geta staðið á afturfótum - þrívíddarsjón
4-2 Fyrstu mannverurnar • Sameiginleg einkenni, erfðafræði og steingervingar styðja þá kenningu að menn og apar hafi þróast frá sameiginlegum forföður • Ekki er vitað hver þessi sameiginlegi forfaðir var – kallaður týndi hlekkurinn
Hugsanlegir forfeður manna: • Talið að fyrstu menn séu komnir af prímatategund sem kallast sunnapar • Elstu steingervingar sunnapa eru u.þ.b. 4,4 milljóna ára gamlir og hafa allir fundist í austur- og suðurhluta Afríku. Þeir gengu uppréttir og höfðu heila á stærð við einn þriðja af heila nútímamanns.
Hæfimaður (Homohabilis) • Fyrsta tegundin sem tilheyrði okkar ættkvísl (Homo) • Hann var uppi fyrir 2,4-1,5 milljónum ára • Líkamsbygging var lík og hjá suðuröpum en tennur smærri og heili aðeins stærri. • Var mjög verklaginn og smíðaði verkfæri
Reismaður (Homoerectus) • Var uppi fyrir 1,5-0,6 milljónum ára • Bjó í hópum, notaði eld (sem kviknaði vegna eldinga), góður verkfærasmiður, hafði gildari bein en nútímamaður, heili stærri en hjá hæfimanni en mun minni en hjá okkur • Talinn hafa þróast frá hæfimanni
Neanderdalsmenn • lágvaxnir, stórbeinóttir, notuðu eld, bjuggu til verkfæri, stunduðu veiðar, bjuggu í fjölskylduhópum í hellum og jörðuðu látna ættingja við helgiathöfn. • Voru uppi fyrir u.þ.b 300 þús. árum þangað til fyrir 30 þús. árum
Krómagnon menn • veiðimenn og safnarar, unnu saman við að búa til verkfæri, skýli og stunda veiðar. Áttu líklega talmál og eru frægir fyrir hellamálverk. Komu fram fyrir u.þ.b. 200þús. árum. (skv. Wikipedia)