190 likes | 358 Views
Starfsmenn Akureyrarbæjar Réttindi og skyldur. Nýliðanámskeið Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður. Réttarheimildir starfsmannaréttar. Ráðningarsamningar Kjarasamningar Reglur og samþykktir á vinnustað Mannauðsstefna Jafnréttis- og fjölskyldustefna Reglur um ábyrgðarmörk
E N D
Starfsmenn Akureyrarbæjar Réttindi og skyldur Nýliðanámskeið Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður
Réttarheimildir starfsmannaréttar • Ráðningarsamningar • Kjarasamningar • Reglur og samþykktir á vinnustað • Mannauðsstefna • Jafnréttis- og fjölskyldustefna • Reglur um ábyrgðarmörk • Reglur sem gilda um þinn vinnustað/stöðu
Ráðningarsamningur • Byggir á kjarasamningi • Ráðningarkjör mega ekki vera lakari en kjarasamningur • Ráðningarkjör geta kveðið á um betri kjör en kjarasamningur • Skriflegur og gagnkvæmur samningur
Kjarasamningar • Kveða á um lágmarkskjör • Samband íslenskra sveitarfélaga semur f.h. Akureyrarbæjar við viðsemjendur • Fjöldi samninga • Kjs. LN og Starfsgr.samb. v/Einingar –Iðju • Kjs. LN f.h. Akb. og Kjalar (Stmf. Ak.bæjar) • Kjs. LN og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga • Kjs. LN og Félags ísl. náttúrufræðinga • Kjs. LN og Stéttarfélags ísl. félagsráðgjafa • Kjs. LN og Sjúkraliðafélags Íslands….o.s.frv…
Almenn ákvæði um réttindi starfsmanna • Orlof • Veikinda- og slysaréttur • Tryggingar • Uppsagnaréttur
Orlof og orlofslaun • Lágmark 192 vinnustundir eða 24 virkir dagar á ári miðað við fullt starf • Viðbótarorlof við 30 og 38/40 ára aldur • Hámarksorlof 30 virkir dagar • Lágmarksorlofsfé 10,17% af yfirvinnu og álagsgreiðslum • Aukin % með auknum aldri (30 og 40 ára) • Hámarksorlofslaun 13,04%
Taka orlofs • Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl • Sumarorlofstími 15. maí til 30. september. • Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmann hvenær orlof skuli tekið • Skylt að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið vegna stofnunar • Frestun orlofs að ósk yfirmanns 33% lenging
Veikindi í orlofi • Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindunum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaðurinn með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofsins
Veikindaréttur • Réttur til launa í veikindum • 0-3 mán. í starfi 14 dagar • Næstu 3 mán. 35 dagar • Eftir 6 mán. í starfi 119 dagar • Eftir ár í starfi 133 dagar • Eftir 7 ár í starfi 175 dagar • Starfmaður heldur launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum
Vinnuslys eða atvinnusjúkdómur • Við framantalin réttindi bætist auk þess réttur til mánaðarlauna í 13 vikur ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi (91 d.) • Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa
Tilkynningaskylda og vottorð • Ef starfsmaður verður óvinnufær, skal hann tilkynna það yfirmanni sínum, sem ákveður hvort krafist skuli læknisvottorðs • Ef starfsmaður er óvinnufær lengur en 5 daga, skal hann sanna óvinnufærni sína með læknisvottorði • Verði starfmaður óvinnufær til lengri tíma skal hann afla endurnýjunarvottorðs að mati yfirmanns • Læknisvottorð greiðist af vinnuveitanda
Starfshæfnivottorð • Starfsmaður sem verið hefur óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt í 1 mánuð eða lengur, má ekki hefja starf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi • Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slysa svo mánuðum skiptir á hverju ári um fimm ára tímabil og ekki er skýlaust vottað að hann hafi fengið heilsubót sem ætla megi varanlega, má leysa hann frá störfum vegna heilsubrests.
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður • Hlutverk VIRK er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. • Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. • Einstaklingar sem ekki geta sinnt starfi sínu sökum heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði eiga rétt á þjónustu ráðgjafa VIRK • Um er að ræða ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsendur-hæfingar sem er starfsmönnum að kostnaðarlausu og miðuð við metnar þarfir hvers og eins
Veikindi barna yngri en 13 ára • Réttur að vera heima hjá veiku barni í samtals 12 vinnudaga á almanaksárinu • Talið í klst: 96 stundir m.v. fullt starf • Algengt er að foreldrar skipti á milli sín að vera heima vegna veikinda barna og því einungis fjarverandi hluta úr degi • Þessi breyting er gerð til að auka sveigjanleika starfsmanna og auka möguleika þeirra til að aðlaga vinnu að fjölskylduaðstæðum • Enda verði annari umönnun ekki komið við
Tryggingar • Starfsmenn eru slysatryggðir fyrir dauða eða vegna varanlegrar örorku • Farangurstrygging vegna ferða á vegum sveitarfélags • Tjón á persónulegum munum • Verði starfsmaður sannanlega fyrir tjóni á nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu skal það bætt skv. mati. Ekki bætt v/gáleysis.
Uppsagnir • Uppsagnafrestur er gagnkvæmur • Skriflegur og miðast við næstu mánaðarmót • Kjarasamningsbundinn • Málefnalegar ástæður • Skipulagsbreytingar
Helstu skyldur starfsmanna • Hlýðniskyldan • Skipunarvald yfirmanns • Hlýðni við settar reglur • Trúnaðarskyldan • Almennar trúnaðarskyldur • Þagnarskylda • Gagnkvæm virðing
Áminning opinberra starfsmanna • Ef ástæða er til að veita starfsmanni áminningu vegna brota í starfi, er skylt að gefa honum færi á að tjá sig - > andmælaréttur • Ef fyrir liggja ástæður uppsagnar vegna brota í starfi, skal fyrst gefa starfmanni áminningu og tækifæri til að bæta ráð sitt • Óheimilt er að segja opinberum starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna
Vertu vakandi! • Kynntu þér kjarasamninginn og réttindi þín • Kynntu þér launasetninguna (launaflokk o.fl.) • Kynntu þér reglur og samþykktir Akureyrarbæjar • Leitaðu til yfirmanns/trúnaðarmanns/samstarfsmanna • Mundu að það er ekki launaleynd hjá bænum • Þú átt rétt á því að bera laun þín saman við gagnstætt kyn í sama/sambærilegu starfi • Leitaðu til starfsmannaþjónustu • Leitaðu til trúnaðarmanns/stéttarfélagsins • Farðu yfir launaseðilinn og yfirlit frá lífeyrissjóði