230 likes | 430 Views
Flokkun sorps í Háskóla Íslands. Úrgangsmál í brennidepli Ráðstefna FENÚR 6. maí 2011. Háskóli Íslands, stærð og fjöldi. Húsnæði HÍ er um 100.000 m 2 Skráðir nemendur í grunn- og framhaldsnámi um 13.000 Fastir starfsmenn um 1.300 (um 1.100 ársverk)
E N D
Flokkun sorps í Háskóla Íslands Úrgangsmál í brennidepli Ráðstefna FENÚR 6. maí 2011
Háskóli Íslands, stærð og fjöldi • Húsnæði HÍ er um 100.000 m2 • Skráðir nemendur í grunn- og framhaldsnámi um 13.000 • Fastir starfsmenn um 1.300 (um 1.100 ársverk) • Stundakennarar eru fjölmargir, um 1.800 (um 150 ársverk) • Auk starfsmanna og nemenda kemur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum í HÍ; sækja ráðstefnur, málþing og fundi og alls konar kynningar
Almennt Háskóli Íslands hefur lengi safnað.... • gæðapappír • bylgjupappa • skilagjaldsskyldum umbúðum, flöskum og dósum • alls konar efnum frá rannsóknastofum hefur auðvitað verið safnað lengi sem og rafhlöðum, spilliefnum og því um líku • ljósaperum hefur verið safnað sérstaklega í nokkur ár
Stórt samfélag, mikið sorp • Helsti sorphirðir HÍ er Gámaþjónustan hf. og gera má ráð fyrir að um 80-90% af öllu sorpi frá HÍ fari þangað. Magntölurnar sem koma fram á eftir ná eingöngu til þess sem fer til Gámaþjónustunnar og Efnamóttök-unnar • Skilagjaldsskyldar umbúðir eru ekki inn í tölunum þó þeim sé að sjálfsögðu safnað en það hefur lengi verið viðtekið í HÍ að þeir sem taka skilagjaldskyldar umbúðir til handargagns njóta einnig skilagjaldsins, það eru aðallega nemendafélög og ræstingarfólk sem sjá um þennan þátt sorphirðunnar
Mikið af eftirlitsskyldum úrgangi og spilliefnum t.d. frá rannsóknastofum fer til eyðingar hjá mismunandi aðilum og farið er með trúnaðargögn til nokkurra aðila til gagneyðingar. Mest fer þó til Efnamóttökunnar hf. • Umsjónarmenn bygginga Háskólans fara sérferðir í endurvinnslustöðvar með margvíslegan úrgang, svo sem ljósaperur, rafmagnstæki, málma og aflagðan búnað af ýmsu tagi. Magninu er ekki haldið til haga hvað þetta varðar en líklegt má telja að hér sé um að ræða 15-20 tonn á ári
Lífræn söfnun og ýmsar tilraunir • Lífræn söfnun frá stærstu matsölum í HÍ hófst í lok árs 2009 (Hámu og Bauninni) í samvinnu við rekstraraðila • Söfnun á mjúku plasti hófst frá sömu matsölum í lok árs 2009 (mjúkt plast flokkast með bylgjupappanum) • Tilraun hófst með aukna flokkun á sorpi á verkfræði- og náttúruvísindasviði í samvinnu við nemendur og kennara í umhverfisfræðum 2009
Undir lok árs 2010 var tekin ákvörðun um að setja upp flokkunarstöðvar í öllum byggingum bæði til að auka flokkunina og gera þá flokkun sem var fyrir auðveldari og markvissari • Á stöðvarnar er farið með skilagjaldsskyldar umbúðir, tómar umbúðir úr pappa og plasti (t.d. skyr- og jógúrtsdósir og önnur sambærileg ílát, einnig frauðplast og plastbrúsa), blöð og tímarit og almennt sorp. • Einnig var ákveðið að auka söfnun á lífrænum úrgangi, ekki aðeins frá matsölum heldur víðar, þ.e. frá helstu stöðum þar sem heimilt er að matast
Sorphirða Gámaþjónustunnar hf. frá Háskóla Íslands 2009 og 2010 Kg í hverjum úrgangsflokki
Sorphirða Gámaþjónustunnar hf. jan.- apr. árin 2009, 2010 og 2011 Kg í hverjum úrgangsflokki
Til Efnamóttökunnar 2010 Kg í hverjum úrgangsflokki
Val á flokkunarstöðvum • Í samvinnu við nemendur í umhverfisfræðum var ákveðið að hafa flokkunarstöðvarnar og merkingar þeirra áberandi og litríkar svo eftir þeim yrði tekið • Eftir nokkrar tilraunir varð verðlaunaframleiðsla frá Írlandi (ecodepo) fyrir valinu (http://www.ecodepo.co.uk/ecodepo/solutions.html) • Stöðvarnar voru valdar sameiginlega af Háskóla Íslands og Gámaþjónustunni, ekki síst vegna þess að útlit þeirra féll vel að hugmyndum nemenda
Samhliða því að flokkunarstöðvarnar eru settar upp eru allar ruslafötur fjarlægðar úr almenningsrýmum, kennslustofum, lesrýmum og tölvuverum, og hver og einn er gerður ábyrgur fyrir því að koma rusli sínu á næstu flokkunarstöð • Flokkað er samkvæmt eftirarandi litakóða: • Flöskur og dósir með skilagjaldi • Tómar umbúðir, bæði úr pappa og plasti • Blöð og tímarit • Almennt sorp • Pokarnir eru í sama litakóða, þeir eru “biodegradable” sem þýðir að þeir brotna niður í náttúrunni
Lífræn söfnun • Hin lífræna söfnun þarf aðra útfærslu (blautt og þungt) • Pokarnir eru unnir úr sterkju (maís) og brotna því hratt niður • Algengustu ílátin í almenningum og á minni starfsstöðvum eru eins og sýnt er hér til hliðar • Merkingarnar eru í sama stíl og á flokkunarstöðvunum
Til fróðleiks og umhugsunar • Úrvinnslusjóður hefur nýlega heimilað flokkun á plast- og pappaum-búðum í einn flokk. Umbúðirnar þurfa að vera tómar og eins hreinar og kostur er! • Handþurrkur og servíettur mega fara í lífræna söfnunarsarpa en ekki með blaða- og pappírssöfnuninni • Úrvinnslusjóður mun enn sem komið er ekki skilgreina plasthnífapör, plast- og pappadiska og byggingaplast undir úrvinnslugjaldskylt efni. Þetta er auðvitað bagalegt því þessar vörur eru jafn endurvinnanlegar og plast- og pappamál
Gámar, tunnur og söfnunarker • Til að taka við þeim úrgangi sem safnað er þarf sérstök ílát við byggingar, þ.e. mismunandi ílát eftir flokkunartegundum • Aðalvandinn er hve sorpgeymslur er litlar og vanbúnar. Í flestum tilvikum er ekki gert ráð fyrir því plássi sem þarf fyrir mismunandi gáma eða önnur ílát • Víða þarf að hugsa gámasvæði upp á nýtt
Hvernig gengur? • Nemendur (ekki síst þeir erlendu) og kennarar í umhverfisfræðum eru helstu frumkvöðlar verkefnisins og hafa stutt það frá upphafi með ráðum og dáð • Verkefninu var vel tekið af öllum fræðasviðum og stúdentaráði og er stuðningur þeirra og áhugi ómetanlegur • Flokkun í jafn stóru samfélagi og HÍ krefst mikils eftirlits og eftirfylgni, ekki síst í byrjun skólaárs eða þegar fjölmennir viðburðir eru t.d. Háskóladagurinn og Háskóli unga fólksins
Umsjónarmenn bygginga Háskólans fylgjast með verkefninu í hverju húsi. Þeir huga að flokkuninni frá degi til dags og taka á þeim vandamálum sem upp koma • Gámaþjónustan sendir reglulega upplýsingar um hvort flokkuninni sé ábótavant og lætur einnig vita ef ekki fara réttir pokar í viðkomandi gáma • Almennt hafa undirtektir verið góðar og reynt hefur verið að leysa vandamál jafnóðum og þau koma upp