70 likes | 362 Views
Nýrómantík: einkenni ljóða. Yrkisefnin eru svipuð og hjá rómantískum skáldum: maðurinn og listin, ást og söknuður, heimþrá og dagdraumar. Efnistök eru þó ólík og formið breyttist mikið. Gert er ráð fyrir yfirskilvitlegum veruleika, því sem er óáþreifanlegt, dulúðugt og ójarðneskt.
E N D
Yrkisefnin eru svipuð og hjá rómantískum skáldum: maðurinn og listin, ást og söknuður, heimþrá og dagdraumar. Efnistök eru þó ólík og formið breyttist mikið.
Gert er ráð fyrir yfirskilvitlegum veruleika, því sem er óáþreifanlegt, dulúðugt og ójarðneskt. • Áhersla á innsæi skáldsins og táknræna tjáningu; um leið verða ljóðin innhverfari og táknrænni. • Meiri áhersla á myndræna tjáningu og tákn. • Áhersla á að skáldið búi yfir stórbrotnu skapi og snilligáfu.
Afneitun Guðstrúar ásamt því viðhorfi að skáldið geymdi stóra og flókna sál kallaði fram ýmis viðbrögð. T.d. ákafa lífsnautnastefnu, eins og hjá Davíð Stefánssyni, sem boðaði lífsdýrkun og nautnahyggju, að vísu í skugga dauðans og bölsins. Einnig blómstraði hugmyndin um ofurmennið, hinn snjalla einstakling sem stæði öðrum ofar.
Í ljóðum koma oft fram óheftar tilfinningar: frelsisleit, nautn augnabliksins og svo ótti við tilgangsleysi og óreiðu, bölsýni, dauðabeigur, guðleysi og heimshryggð.
Rómantísk einhyggja, sú hugmynd að að baki veruleikanum sé eitt afl sem sameinar allt, lifir áfram (Einar Benediktsson). • Bölhyggja og heimsharmur eru ríkir þættir í nýrómantíkinni. Sveiflast skáldin gjarnan milli gleði og harms. Leitin að heimili eða samastað, heimþrá, er algengt þema.
Algengt er að ort sé um hina ósnertanlegu ást, en jafnalgengt er að ástin sé jarðnesk, myrk -og banvæn.